Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 13, 1952 5 Ný framhaldssaga: 5 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY beygöi sig niður, og brá upp vasaljósi og beindi því á náhvitt andlit stúlkunnar. Honum létti mikið, er hann sá brjóst hennar hreyfast. Hún var aðeins í yfirliði. En það var hræðilega grunsamlegt, að hún skyldi liggja í öngviti þarna, rétt hjá leestofu- dyrunum. Konkvest skók sig hryssingslega. „Pjandinn fjarri mér! Allt er þetta rangsnúið." Hann hafði nú gleymt því mikilvæga erindi, sem hann hafði hætt lífi sínu fyrir. Ráns- ferð hans eftir gulli Ólífants var honum nú ekki lengur í hug. Nú kom önnur hlið á persónuleika Normans í ljós, — hin riddaralega göfugmennska hans, löngun hans til að veita bágstöddum kon- um — einkum Ijóshærðum — vernd sína og full- tingi. Hann kippti litlum vasapela upp úr bakvasa sínum, tók úr honum tappann og dreypti hin- um sterka drykk á varir stúlkunnar. Stund- arkorn sást enginn árangur. Hann litaðist um eftir stað, þar sem betur gæti farið um hana, og lyfti henni um leið upp af gólfinu. Hún hreyfði dálítið augnálokin og roði færðist í vangana. „Einblíndu ekki svona á mig, frændi!“ Þetta var fremur hvísl en tal. „Gerðu það ekki •— gerðu það ekki!“ Hún opnaði augun og leit í kringum sig tryllingslega. „Hvað er að þér, frændi? Gláptu ekki svona á mig . . .“ Hún þagnaði skyndilega og skjálfti fór um líkama hennar. Svo hóstaði hún af sviðanum í kverkunum. Hún reyndi að rifa sig lausa, og rak upp hræðsluóp. „Það er þarna — inni í lesstofunni," tautaði hún, og röddin var óttablandin. „Eitthvað hræði- legt hefur komið fyrir . . . hr. Konkvest," bætti hún við og starði framan í hann feginsamlega. „Frændi minn . . „Já, ég skil,“ tók Norman fram í fyrir henni blíðlega. „Ég er búinn að sjá hann. Hann er dauður.“ „En hvernig . . . ?“ „Hvernig komst ég inn, áttu við? Hugsum ekki um það. Eg skal skýra þér frá þvi síðar.“ „Ertu viss um að hann sé dauður? Ég held hann hafi fengið slag, eða eitthvað þessháttar." Hún gerði tilraun til að losa sig úr fangi hans. „Gerðu svo vel að sleppa mér. Mér líður betur núna.“ „Já, hann er steindauður. —- Heyrðu, Bobby litla, — varstu alein í íbúðinni þangað til ég kom?“ „Já, nema . . . nema. Hvernig komstu inn? Ég hleypti þér víst ekki inn, — var það? Ég er alveg rugluð. Ég fór inn í lesstofuna til þess að tala við frænda minn og þegar ég opnaði hurð- ina, sat hann þarna við skrifborðið og starði á mig brostnum augunum . . . Ég man ekki eftir að ég færi út úr lesstofunni.“ „Þú fórst út, lokaðir hurðinni og féllst svo í yfirlið framan við dyrnar.“ Hann bar Bobby inn í næsta herbergi, sem var setustofa íbúðarinnar, kveikti ljósin og hagræddi henni á gamaldags legubekk. „Jæja, barnið gott, við verðum að taka þessu með stillingu," sagði hann blátt áfram. „Frændi þinn er dauður, og hann dó ekki af slagi.“ Honum skildist, að hún hefði enn engan grun um sannleikann. Augu hennar lýstu aðeins hræðslu, andstyggð og ráðleysi. Konkvest fannst samt nauðsynlegt að bera upp við hana spurn- FORSAGA: Haustnótt eina er Norman Konkvest á ferð í bíl ásamt konu sinni. Allt i einu geysist stúlka fyrir bilinn. Norman tekst að hemla, en stúlkan fær að stíga upp í bílinn. Svo segir hún sögu sína. Ólífant lögfræðingur, frændi henn- ar, bauð henni til veizlu, en fór í þess stað með hana i lítið úthýsi. Þar var Everdon lávarður. Ólífant vildi ltúga hana til að sofa hjá Everdon um nóttina og að lokum varð stúlkan að flýja. Konkvest kannaðist við báða þrjótana. Þau doka stundarkorn við í bílnum. Þá ekur hann heim til sín með stúlkuna. Þegar hún er sofnuð fer hann að segja konu sinni frá Everdon lávarði. Hann ‘ segir henni, að Everdon sé forrikur, en beiti fjármunum sínum til hinna fyrir- litlegustu athafna. Hann heitir því, að klekkja á báðum skálkunum. Næst seg- ir frá þvi, að unga stúlkan, Bobby, ætl- ar að ganga út úr húsi frænda síns, Ólí- fants, en hann fyrirbýður henni að fara, þau fljúgast á. Bobby ætlaði að hitta unnusta sinn, Gillespie. Ólífant þykir hann henni ósamboðinn, en hún segist elska hann. Síðan hleypur hún niður til Beeding húsvarðar og biður hann að koma skilaboðum til Gillespie. Beeding fer út til að síma og á leiðinni heim aftur hittir hann kunningja sinn, Sam Pepper, og síðan dr. Cardew, sem leigði hjá Ólífant. En Sam Pepper var enginn annar en Konkvest sjálfur, og þegar rökkvaði klifraði hann upp húsgrindina, stökk síðar yfir á húsþak Ólífants. Þar afklæddist hann tötrunum. Þegar hann stuttu síðar gekk inn í skrifstofu Ólí- fants, sat Ólífant þar dauður við skrif- borðið. Prjónn hafði verið rekinn I bakið á honum. ingu — þótt ekki væri til annars en að losna við allan grun. „Prjónarðu stundum, Bobby litla?“ spurði hann allt í einu. „Prjóna?“ Hún leit á hann steinhissa. „Auð- vitað geri ég það stundum. En ég botna ekki í . . .“ „Áttu bandprjóna með stórum stálhnúðum?" „Eg á ýmsar gerðir. Ég hef átt þá síðan ég var í skólanum. Því í skrambanum ertu að tala um bandprjóna?“ „Það er af því að prjónn af því tagi er inni í lesstofunni hans frænda þíns.“ „Hvað um það? Ég held hann noti einn þeirra sem bókmerki — einn af gömlu prjónunum mín- um. Hann setur hann milli blaðanna í stóru laga- skræðunum sínum. — En hvað á þetta að þýða?“ "sagði hún og settist upp snögglega. „Hvers- vegna þetta tal um bandprjóna ?“ Hún hvessti á hann augum. „Hvernig komst þú hingað inn?“ „Með því að opna veggsvala-gluggann á les- stofunni. Hugmynd min var að ná snöggvast tali af frænda þínum, og hafa á burt með mér inni- haldið úr fjárhirzlu hans, um leið og ég kveddi," svaraði hann tungulipur. „Ég var með skóflu og poka. En þetta fórst fyrir, þvi að hann var dauð- ur. Nú verður þetta fé að líkindum þín eign, og mér kæmi aldrei til hugar að ræna þig. Mér datt aldrei í hug, að ég fyndi Myrka Matthew dauðan — hvað þá heldur myrtan.“ „Myrtan!" „Stunginn í bakið með bandprjóni með stál- hnúði á endanum." Hún reis næstum á fætur, með ótta og skelf- ingu útmálaða í augunum. Svo lét hún fallast aftur á bak og hrökk frá honum með hryllingi, sem særði hann meira en lítið. En hann fyrirgaf henni strax. I raun og veru þekkti hún hann næsta lítið, því þau höfðu aðeins hitzt einu sinni áður. „Þú!“ sagði hún ásakandi. „Þú drapst hann!“ „Mér datt í hug, að þú myndir segja þetta. En ég gerði það ekki,“ sagði hann blátt áfram. „Ég sting ekki fólk í baltið. Ég sting yfirleitt engan. Frændi þinn var dauður, þegar ég kom inn í herbergið . . . og þú lást meðvitunarlaus fyrir framan dyrnar.“ „Ó, nú skil ég hversvegna þú spurðir um band- prjónana," sagði hún og var erfitt um andardrátt. „Þú heldur, að ég . . .“ „Að þú hefðir drepið hann? Nei. Ég veit, að þú gerðir það ekki. En einhver gerði það. Hugs- aðu þig vel um, Bobby. Heyrðirðu frænda þinn tala við nokkurn áður en þú gekkst inn í lesstof- una?“ „Hvernig ætti hann að hafa talað við nokkurn; engin lifandi sál hefur komið hingað liðlangt kvöldið. Enginn hefur barið að dyrum. Ég botna ekkert í þessu . . .“ Hún þagnaði. „Væri ekki bezt, að þú færir? Eftir það sem þú sagðir áðan — ég á við, þegar þú meðgekkst, að þú hefðir brotizt inn til þess að ræna frænda minn — væri vist heppilegra, að þú hyrfir héðan sem fyrst? Þú gætir verið ákærður . . .“ „Það er miklu líklegra, að þú verðir ákærð,“ tók hann fram í. „Þess vegna er ég kyrr. Ég er ekki hræddur um að lögreglan kenni mér um morðið — jafnvel þótt þú segðir þeim frá komu minni hingað. Scotland Yard og ég erum gagn- kunnug. Scotland Yard veit, að ég er ekki mann- drápari. Sú einkennilega tilviljun, að ég kom hingað urn leið og morðið var framið, er engin sönnun þess, að ég sé sekur. En málið horfir öðruvísi við, hvað þig snertir, Bobby litla. Því fyrr sem þú lætur þér skiljast, að þú ert í veru- legri hættu, því betra. Þið deilduð heiftarlega í kvöld, þú og frændi þinn, og . . . Hæ, róleg! Vertu nú stillt.“ Hann þagnaði. Hún var skelfingin uppmáluð. Hún tortryggði hann elcki lengur; ró hans og fullkomin einlægni voru henni næg sönnun sak- leysis hans og framkoma Normans og töfrandi persónuleiki heilluðu hana. Hún var aðeins ung og óreynd skólastúlka og persónuleiki Vígdjarfa ofurhugans var henni nýtt og hrífandi fyrir- brigði. „Heldurðu, að þeir gruni mig?“ stamaði hún. „En það er hreinasta heimska. Hver getur hafa gert það ? Enginn hefur komið hingað. Við frændi minn höfum verið einsömul allt kvöldið. Hann í lesstofunni og ég . . . ég I leiðindum." „Þú heldur, að þið hafið verið einsömul. En einhver hefur hlotið að vera hér, og sá sami hefur stungið gamla eiturbyrlarann i hjartað. Hvar varstu, þangað til þú gekkst inn í les- stofuna?" „Hérna.“ „Þá hefði einhver getað komizt inn í íbúðina, gengið inn í lesstofuna og svo farið sömu leið til baka.“ „En hvernig gæti nokkur komizt inn án þess að hafa lykil?“ „Þú yrðir hissa, — en lyltlar eru hreint ekki óhjákvæmilegir, barnið gott. Auk þess er ekki ómögulegt, að húsið hafi verið opnað með rétt- um lykli. Hvað veizt þú í raun og veru um at-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.