Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 13, 1952: hafnir frænda þíns? Það er sími í lesstofunni; hann gæti hafa boðið einhverjum heim og opnað sjálfur útidyrnar. Við sóum tímanum, Bobby. Frændi þinn liggur dauður inn í lesstofunni, rekinn í gegn með einum af bandprjónum þín- um." ,,Já, og Beeding veit, að við deildum í kvöld," hvislaði hún. „Ó, guð hjálpi mér! Ég sagði hon- um líka, að ég hefði löngun til að vinna eitt- hvert óhappaverk." Hún tók hönd fyrir munn sér. „Ég held næstum, að ég hafi sagt honum að ég gæti drepið frænda minn." Geðshræring hennar jókst, þegar hún gerði sér grein fyrir hættunni sem steðjaði að henni fyrir óvarkárni orða hennar. Hún minntist nú atvika, sem áður virtust þýðingarlítil, en nú tóku á sig alvarlegri og ógnþrungnari svip. „Beeding er húsvörðurinn," sagði hún og leit á Konkvest með svo miklum örvæntingarsvip, að hann hrærðist mjög. „Beeding er líka málugur, og ég er viss um að hann segir fólki, að við frændi minn höfum verið að deila. Þeir segja, að ég hafi drepið hann. Þeir handtaka mig . . . Það er auðvelt að sanna, að við deildum og að ég hef verið ein með honum allt kvöldið . . ." Hún settist skyndilega niður og huldi andlitið í höndum sér. Ef hún hefði vitað um lausmælgi Beedings og hversu mjög hann hafði ýkt frásögn sína af deilu þeirra, einkanlega í viðtali sínu við Dr. Cardew hefði það valdið henni enn meira hugarangri. Því Beeding hafði, sér óafvitandi, fellt grun á hana, sem hlaut að leiða til hand- töku hennar. Allt í einu hló Konkvest glaðlega. Stúlk- an leit á hann með undrun og gremju. Hugsun hans hafði starfað með leifturhraða. Þegar hann tók til máls, var framkoma hans einbeitt og örugg. Hann skemmti sér vel, það á.tti vel við hann að taka að sér riddaralegt verndarahlutverk. Umkomuleysi Robertu Olífant í þessu alvarlega máli var ágætt tækifæri til að vinna hetjudáð og bjarga mannorði hennar. „Já, Bobby litla, þú ert I skrambans slæmri klípu," sagði hann rólega. „En það er engin ástæða til að örvænta. Ég veit ráð út úr vand- anum." „Hvernig geturðu talað svona, með frænda þarna dauðan ... ?" „Það vill svo vel til," sagði Konkvest, „að ég er ekki ofurseldur neinni kjánalegri tilfinn- ingasemi. Ef til vill hefur þú heyrt eitthvað slíkt um mig, og ekki allt þokkalegt. En það skiptir litlu . . . Það sem máli skiptir er, hvort ekki væri hægt að koma því svo fyrir, að líkið finndist án hins sakfellandi bandsprjóns, og víðsfjarri." Hún ætlaði að segja eitthvað, en það varð aðeins hiksti. „Skilurðu? 1 svona dimmri þoku má óhætt gera ráð fyrir því, að líkið finnist ekki fyrr en með morgninum, í fyrsta lagi. Beeding mundi sverja, að þú hafir verið heima allt kvöldið, eins og satt er, og gætir þess vegna ekki hafa myrt frænda þinn marga kílómetra í burtu. Menn munu halda, að hann hafi farið út í þokuna og einhver ráðizt á hann . . ." „Bíddu augnablik!" Hún fékk loks málið. „Þú talar hreinustu heimsku. Lík frænda míns er hérna í húsinu, en ekki einhversstaðar langt í burtu." „Staðreynd, sem auðvelt er að breyta," sagði hann glaðlega. „Ég ætla að taka hinn dauða heiðursmann á brott með mér, svo þú losnir við okkur báða samtímis. Krókódílatár eru al-óþörf, Bobby. Matthew Ólífant var á allan hátt við-. skotaillur og það er engum til ama að hann haldi áfram því hlutverki sínu — að vera lik. Þú hataðir hann og það breytir engu, þótt þú berir á móti því. Allir eru því ánægðir." Hún horfði á hann eins og hún héldi að hann væri orðinn bandvitlaus. Engin furða heldur. Hann talaði um að bera líkið í burt, eins og það væri ferðaskrína. „Þú ert brjálaður," sagði hún og stóð á önd- inni. „Hvernig hugsarðu þér að komast héðan úr húsinu án þess að til þin sjáist? Halda á þvíf Að vísu er dimmt af þoku, en . . ." „Ég ætla að fara sömu leið og ég kom — um frönsku gluggana og svalirnar. Gluggarnir eru óbrotnir, svo að hægt er að loka þeim þannig, að engar menjar sjáist um komu mína. Það eina, sem þú þarft að gera, er að vera stillt og skyn- söm stúlka." „Æ, ég er alveg rugluð! Mér skilst að þetta sé meining þín," sagði hún milll undrunar og efasemda. „Þetta er, samt sem áður fjarstæða. Hefurðu athugað þær ógurlegu hættur, sem. verða kunna á vegi þinum ? Þú verður að bera líkið um göturnar, — er það ekki?" „Ekki á þann hátt, sem þú hugsar. Ég hef alveg ómótstæðilega löngun til að gera heimsku- pör, Bobby. Þetta ,sem ég geri núna, er ekki nærri eins hættulegt og þú heldur. Og merg- urinn málsins er — þú skalt leggja það á minnið — að þetta mun losa þig úr slæmri klípu." „En hversvegna gerir þú þetta — fyrir mig." „Af því að klækjakarlinn hann frændi þinn breytti ekki rétt við þig, og fari það í kolað, ef ég vil horfa upp á að þú komist í bólvun, þótt einhverjum rétthugsandi náunga dytti í hug að nota bandprjóna á óvanalegan hátt," sagði Kon- kvest rólega. „Þér virðist sjást yfir þá staðreynd, að gamli skarfurinn er músarrindill að vexti og eins og sniðinn fyrir „hlutverkið". Hann er fis- léttur. Eg vil ráðleggja þér fyrst og fremst að fara inn í herbergið þitt og — já, hátta. Ég býst ekki við, að þú sofir mikið, en ef þú getur sofið, þá er það aðeins til bóta. 1 fyrramálið spyrðu svo Beeding hvort hann hafi séð nokkuð til frænda þíns . . ." Rólega og ákveðið gaf hann henni nokkrar leið- beiningar um hvernig hún skyldi haga sér. Hún hlustaði með athygli. Ótti hennar var að hverfa, því framkoma hans og persónuleiki blésu kjark í hana. Hún vissi, að hún gat reitt sig á hann. Hún skildi ekki vel, hversvegna hún treysti hon- um, en einhvern veginn vakti hann óskorað traust hennar og tiltrú. Til allrar hamingju vissi hún ekki vel, hvernig því hlutverki var háttað, sem hann var að' takast á hendur; ef hún hefði vitað það, mundi hún hafa skelfzt við. „Allt í lagi?" sagði hann að síðustu. „Já, það held ég. Ég skil ekki, hversvegna þú gerir allt þetta fyrir mig, að leggja i slikar hætt- ur, á ég við. Ég get áreiðanlega ekki sofið. Ég verð milli vonar og ótta, hugsjúk um hvernig takast muni — hvort einhver stöðvi þig ekki á leið þinni um göturnar." Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Palli pípa: Svona — komuu nú með okkur inn, og farðu með hann á sýninguna — Nasi: Já, drengurinn þinn á það skilið! Pabbinn: Nei, þakka ykkur fyrir — náðu í strák- Pabbinn: Mér kemur ekki til hugar að troðast inn í þenn- an mannfjölda hvað, sem í boði væri! Ykkur langar bara sjálfa á sýninguna — þið farið ekki vegna barnanna — en drengurinn minn er of stoltur og skynsamur til að hafa löngun til að sjá sýninguna — þið farið leiðar ykkar — ég ætla heim til konu minnar og sonar míns! Pabbinn: Lilli! Ástin min! Nii er ég kominn Marta ráðskona: Drenginn yðar langaði til heim til ykkar! Heim til ykkar! að sjá sýninguna — svo að konan yðar fór með hann — þau fóru fyrir einni og hálfri klukkustund — w------------^ Copr. 19*»2. Kin£ Fdturcs Syndkatc, Inc., World rights rcscrvcti. Pabbinn: Hm! Eigið þér fri í dag? Marta ráðskona: Nei! Ég ætla bara á sýninguna!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.