Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 13, 1952 HEIMIMÐ Matseðillinn Grænmetissúpa: 1 gulrót eða gulróf a, % seljurót, 2 kartöflur, lítið hvítkál, 1 lauk- ur, 1 bt. steinselja, 50 gr. smjör- líki, 1 tesk. salt, iy2 1. vatn eða kjötsoð. Laukblöðin, seljurótarblöðin og steinseljan eru þvegin og bundin saman með seglgarni. Seljurótin, gul- rótin og kartöflurnar eru flysjaðar og þvegnar, skornar í þunnar ræmur, látnar í skál og diskur yfir. Hvít- kálið og laukurinn er einnig skorið í ræmur. Smjörlíkið brætt í potti, allt grænmetið sett þar í, hrært í, þar til það fer að sjatna í pottinum. Þá er söltuðu, soðnu vatni hellt á. Þegar sýður, er blaðaknippið sett út í og soðið 15—20 mín. við hægan hita. Þá er blaðaknippið tekið upp úr. Gott er að thafa kjötsoð i þessa súpu. Svikinn héri (úr saltkjöti): V2 kg. kjöt, li kg. soðnar kart- öflúr, 1 egg (ekki nauðsynlegt), Vs tesk. pipar, 75 gr. smjörlíki, y2 1. mjólk, % 1. vatn, brúnaðar kartöflur. Sósan: 30 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti, mjólkursoðið, 1 tesk. syk- ur, sósulitur. Saltkjötið er afvatnað og þurrkað vel. Saxað þrisvar sinnum í söxunar- vél. Soðnar kartöflur eru hakkaðar með í tvö síðari skiptin. Látið í skál og- hrært með egginu. Piparinn lát- inn í. Hnoðað á borði og mótað sem hveitibrauð. Látið í steikarskúffu, sem smurð er með smjöri. Smjörbit- um er dreift ofan á deigið. Sett inn í heitan ofn og steikt móbrúnt. Mjólk og vatn er hitað saman, hellt yfir hérann, þegar hann er brúnaður. Soðið í hálfa klst. Soðinu ausið yfir 10. hverja mínútu. Soðinu hellt af og síað. Hérinn settur andartak aft- ur inn í ofninn. Smjörið er brætt i potti. Þegar það er vel heitt, er allt hveitið í einu látið út í og hrært í með þeytara þar til þetta er orðið samfellt. Þá er mjólkursoðinu hellt út í smátt og smátt, og verður jafn- ingurinn að sjóða á milli þess, sem mjólkursoðið er sett út í. Soðið 5—10 mín. að lokum. Sósulitur er settur í eftir þörf og krydd eftir smekk. Það bætir sósuna að setja í hana ribs- berjahlaup. Hérinn er settur í heilu lagi á mitt fatið. Lítið af sósu þar yfir. Brúnuðum kartöflum raðað í kring. Gott er að hafa grænmeti með. Sósan er borin fram í sósuskál. Appelsínuábætir: 5 makkarónukökur, 3 appelsin- ur, 3 matsk. sykur, iy2 dl. rjómi. Appelsínurnar eru flysjaðar og skornar í sneiðar, sem eru settar í skál með sykri, látið bíða í y2 klst. Kökurnar eru muldar i skál, þar yfir eru appelsínurnar settar og skreytt með þeyttum rjóma. TIZKUMYND Jakkakjóll úr ljósrauðu satini. Undir jakkanum er hlýralaus aðskor- in blússa. Bandaríski tizkuteiknarinn Ceil Capman teiknaði kjólinn. Góð heilsa og nægir vitsmunir eru blessun lífsins. — (Menander). Skemmtilegt heimilislíf. Eftir G. C. Myers, Ph. D. Þó að ég verði oft á tiðum að lesa fjölmörg bréf frá áhyggjufullum mæðrum, fæ ég líka stundum bréf, sem lýsa mjög hamingjusömu heim- ilislífi, og- fleiri þess háttar bréf hafa borizt nýlega. Ég er þakklátur fyr- ir þau. Þau gleðja mig. Hér er dæmi um eitt slíkt bréf: „Kæri Dr. Myers: Við erum svo hamingjusöm að eiga fjögur börn — tvo drengi, annan fjögurra ára og hinn tveggja og hálfs árs, og tvibura, ársg-amlar telpur. Eiginmaður minn er mjög umhyggjusamur um börn- in og hjálpsamur við heimilisstörf- in. Skólastúlka úr nágrenninu hjálp- ar mér til að slétta lín eitt kvöld í viku og hjálpar mér við heimilis- störfin hálfan daginn á laugardög- um. Maðurinn minn gætir oft drengj- anna á laugardagsmorgnum. öll börnin fá sér blund eftir hádegið. Ýmis vandamál. Það er ekki rétt að segja, að við eigum við erfið vandamál að etja. Auðvitað er alltaf um að ræða eitt- hvað smávegis, hversdagslegt ósam- komulag, en við reynum eftir beztu g-etu að ala litlu börnin okkar upp i góðum siðum og þroska hjá þeim þeirra beztu eiginleika. Þegar daglegar annir eru á enda, og börnin hafa fengið nauðsynleg-a umhirðu — það þarf að lesá" fyrir þau daglega, hlusta á þau, svara þeim og hjálpa þeim með ýmislegt — þá er ekki tími til neins annars, né heldur sérstaklega mik- ið viljaþrek til athafna. Eitt kvöld í viku á ég frí og- tvö kvöld önnur mánaðarlega. Þá gætir maðurinn minn barnanna, en ég gæti þeirra, þegar hann fer út." Þrjú lítil börn. Fyrir skömmu var ég boðinn til miðdegisverðar hjá hjónum, sem ég hafði aldrei kynnzt fyrr. Þau áttu þrjú börn, tveggja, fjögurra og fimm ára. Á meðan móðirin og faðirinn und- irbjuggu miðdegisverðinn í samein- ingu, léku börnin sér kyrrlátlega að gullunum sínum. Við og við komu faðirinn eða móðirin inn til að hjálpa börnunum eða spjalla við mig. Ég naut þess að virða fyrir mér leik barnanna, sem komu til mín og töl- uðu um það, sem þau voru að fást við. Það var enginn hávaði eða gaura- gangur, þó að endrum og sinnum slægi í brýnu út af eignarrétti eða öðru slíku. Við miðdegisverðarborðið voru allir fjörlegir og þægilegir. Börnin voru stillt og prúð, og auðsjáanlega vel vanin. Allt var svo notalegt og alveg eins og það átti að vera. Að loknum miðdegisverði fór fað- irinn með yngri börnin tvö og svæfði þau, en elzta barnið fór aftur að leika sér. Þegar þessi litlu tvö komu aftur eftir blundinn, tók faðirinn að sér að gæta þeirra. Hann svaraði spurn- ingum þeirra, las nokkrar sögur og útkljáði deilumál þeirra, um leið og hann tók þátt í samtalinu milli mín og konu sinnar eftir beztu getur. Eft- ir þessa notalegu og skemmtilegu heimsókn óku þau mér í bifreið sinni til gistihússins, þar sem ég bjó. Það er mjög ánægjulegt að finna .þannig gagnkvæman skilning og fé- lagsskap innan fjölskyldunnar. Simpansi elst upp í híbýlum manna. Hjón ein í Bandaríkjunum dr. og frú Hayes hafa alið simpansa upp á heimili sínu. Þau tóku hann til sín þriggja dagu gamlan í því skyni að leita svars við spurningunni: Hver er í rauninni munur á gáfnafari manns og apa. Apinn er kvendýr, kölluð Viki. Nú er Viki f jögurra ára gömul. Hún hefur svipaðan orðaforða og eins árs gamalt barn, getur sagt f jögur orð. Þegar hana þyrstir, segir hún „cup" (bolli), þegar hana lang- ar að setjast á ruggnhestinn, segir hún „up" (upp) og dr. og frú Hayers kallar hún mama og papa. Að öðru leyti stendur hún jafnfætis hverju öðru fjögurra ára barni. Hún etur með skeið og drekkur úr glasi, þykir gaman að fara í bíó. Auk þess hefur hún mikla unun af að krota á veg-gi og- blöð með sápustykkjum, varalit og öðru slíku. Iðulega kveik- ir hún í sígarettu fyrir dr. Hayes. Hjónin eru lífeðlisfræðingar að námi. Frá heilbrigðismálastofnun S.Þ. 1 mörgum löndum krefjast skól- arnir svo mikils af æskulýðnum, að unga fólkið getur ekki gift sig fyrr en það hefur náð 25 ára aldri, eða á þeim aldri, þar sem allmiklu erfiðara er að geta börn en þegar konan er nokkru yngri. WHO heilbrigðismála- stofnun S.Þ. telur, að gera verði til- raun til að auðvelda æskulýðnum að ganga fyrr í hjónaband, meðal ann- ars með lækkun skatta og sérstakri aðstoð við að koma heimilinu upp. Enda þótt Leonardo da Vinci væri einn mesti snillingur allra tima, geta aðeins sérlærðir lærdómsmenn end- urskrifað handrit hans. Hann neit- aði að skrifa frá vinstri til hægri eins og þá var tízka eins og nú, í þess stað skrifaði hann frá hægrl til vinstri. Ögleymanlegur maður. Framháld af bls. 3. lært hana. Þegar hún gat skilið hann sæmilega, sneri hann sér þegar í stað að enskunni. Það var erfið reynsla ungri konu að búa með þessum uppstökka manni, sem var niðursokkinn í og óþreytandi við sitt starf. Það varð mér jafnvel stundum erfitt. Því að alla æsku mína kom það oft fyrir, að hann vakti mig kl. 5 á morgnana að vet- urlagi til að fara á hestbaki fimm mílur til Phaleron til að synda í sjónum eins og hann sjálfur gerði á hverjum degi. Hann byggði okkur yndislegt hús til að búa í, en þar var ekki eitt einasta þægilegt hús- gagn. Sjálfur vann hann og las standandi við hátt lesborð. Móðir mín ætlaði að gera honum smá bendingu og gaf honum hægindastól, en hann holaði stólnum nið- ur í garðinum. Hann var næstum ofstækisfullur, þeg- ar um heilsu okkar var að ræða. Þegar yngri bróðir minn var skírður, var fjöldi manns samankominn í kirkjunni. Faðir minn þreif skyndilega fram hitamælir og mældi hitann í hinu vígða vatni. Það varð hið mesta uppnám; presturinn varð ofsa- reiður. Móðir mín varð að skerast í leik- inn til að veita vatninu aftur þann heilag- leika, sem hitamælirinn hafði svipt það. Undir þessu ráðríkisyfirbragði föður míns bjó hjartahlýja og göfuglyndi, svo að það næstum nálgaðist ókost. Hann var líka auðmjúkur á sinn hátt. Hann hataði uppskafningshátt, og þó að auðæfi hans og afrek skipuðu honum í röð atkvæða- manna þessa heims, varð hann aldrei hið minnsta hrokafullur. Framhald á bls. 14. /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.