Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 13, 1952 11 Æ veiHwwm SAKAMALASAGA Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 13 Hvað hafði hún gert við það? Hún mundi ó- ljóst, að hún hafði fundið til hlutarins í hendi sér. Hún mundi greinilega örvilnun þá og ótta, sem hafði gripið hana, þegar hún leit á hinn glansandi flöt og sá, að hann var skær og gljá- andi og endurspeglaði aðeins dálítið af náfölu andliti hennar. „Ég veit það ekki — ég hlýt að hafa lagt það á skrifborðið. Ég man það ekki. Eg hugsaði aðeins um Luddington lækni og um — um bakið á honum, og svo heyrði ég Jeremy fara burtu á stökki. Ég veit það ekki." „Það getur ekki hafa verið — einhverskonar spegill?" Hún gat ekki lengur hugsað. Hún gat ekkert munað nema sléttan, glitrandi flötinn. „Ég gat haldið á því í hendinni," sagði hún: „Það var engin fjöður á því til að opna með. Það — það var einskonar dós. Annað man ég ekki." „Er það í vasa yðar?" spurði Henley. Nei, það var ekki i vasa hennar. Hún stakk hendinni í vasann. Henley áleit auðsjáanlega, að þetta væri hvergi. Það lýsti sér greinilega í aug- um hans og rjóðu, óþolinmæðislegu andliti hans. En hversvegna ætti Sue eða nokkur annar að hafa tekið upp á þessu? Hvernig gat það verið til nokkurs gagns að skrökva slíku, en það áleit Henley bersýnilega? Skyndilega heyrðist ys framan úr fremri skrifstofunni, og barið var að dyrum. Þegar skírisdómarinn sagði: „Kom inn!" stakk lög- regluþjónn höfðinu inn um gættina. ,,Hér er ein- hver kominn, sem vill tala við ungfrú Poore. Shepson dómari er með honum. Hann segist heita Wilson." Henley stóð reiðilega á fætur. „Hleyptu þeim ekki inn," sagði hann. „Hún hefur fullan rétt á lögfræðingi, og Shep- son dómari er lögfræðingur," sag-ði skirisdóm- arinn. „Ekki ennþá," sagði Henley. „Ég hef ekki lok- ið yfirheyrslu minni. Við höfum ekki ákært ung- frú Poore. Við höfum ekki handtekið hana." „Og það gerum við heldur ekki," sagði skír- isdómarinn. Hann reis á fætur og gekk að skrif- borðinu í horninu, á meðan Henley og Sue og lögregluþjónninn horfðu á hann, dró hann hægt og rólega fram skjal nokkurt, kveikti á eldspýtu og bar hana að því. Henley æddi til hans. „Þetta er handtökuskipunín! Þetta megið þér ekki gjöra!" „Jú, það má ég," sagði skírisdómarinn með óbifanlegri ró. Hann lét svartar flyksurnar falla niður í öskubakkann. Henley var eldrauður í framan af vonzku. „Ekki er ólíklegt, að hún hafi borið kaldan hug til Ernestínu, en enginn mun geta sannfært mig um, að hún hafi skotið Luddington g-amla, læknir. Ég er skírisdómari hér," hélt hann áfram og horfði kuldalega á Henley. „En ef þér þrátt fyrir það ætlið að taka taumana í yðar hendur, þá verður það g-egn minum vilja. Og ég á enn vini hér um slóðir." Henley horfði andartak á hann bólginn af vonzku. „Ágætt, látið manninn koma inn," sagði hann við lögregluþjóninn. Sue heyrði þetta alls ekki. Hún hefði getað grátið af þakklátssemi og hugarlétti. Hún sá ekki, að lögregluþjónninn fór út og lokaði hurð- inni á eftir sér og og heyrði ekki, að óljóst mannamál barst inn úr fremri skrifstofunni. Hún leit á Benjamín skírisdómara og sá hann samt ekki, því að allt rann saman fyrir augum henn ar. Hún varð strax að hringja til Karólínu og segja henni, að þær hefðu að minnsta kosti feng- ið frest, hugsaði hún. Og þá kom Woody inn úr dyrunum. Hann stóð þarna í bláum einkennisklæðum, mjög grannur og ungur og sólbrenndur eftir her- þjónustu í sjóliðinu. „Hér kemur bróðir yðar, ungfrú Poore," sagði Henley lögreglufulltrúi. „Hann reyndi að ná í leigubifreið í Dobberly, og maður nokkur i nágrenninu sá hann laumast inn til Luddingtoná læknis klukkustund áður en okkur var gert aðvart. Við viljum gjarna hlusta á skýringar yðar, liðþjálfi — liðsforingi Poore?" „Merkisberi," svaraði Woody, sem var mjög grannvaxinn og ungæðislegur. „Komdu sæl, Sue." 12. KAPLI. Woody gekk rakleitt til Sue. Henley ætlaði að aftra honum frá því, en skírisdómarinn band- aði frá sér um leið og hann sagði: „Skiptið yður ekki af þeim." Woody laut niður og kyssti hana. „Hvað hafa þeir gert við þig?" sagði hann. „Það hefur ekkert komið fyrir mig, Woody- Ég verð ekki handtekin eftir allt saman!" „Handtekin!" „Skírisdómarinn segist ekki trúa því, að ég hafi skotið Luddington — og Woody — ég hef heldur ekki gert það — það er alveg satt . . ." Woody stóð þarna beinvaxinn og grannur í bláa eiknennisbúningnum sínum. Það var hörku- svipur á andliti hans og augu hans skutu neist- um. „Svo að þið hafið dregið Sue hingað og spurt hana spjörunum úr og jafnvel hótað henni . . . ég skal . . ." „Takið þessu með stillingu Woody," sagði skírisdómarinn, og það lá við að Sue hrópaði: „Já, en þeir ætla ekki að gera það! Skírisdóm- arinn sagði það!" „Nú ætla ég að segja yður nokkuð,'K hóf Henley máls reiður. „Þér eruð sjálfur búinn að skrifa undir handtökuskjalið, og þér getið ekki rifið það í sundur, af því að Luddington ..." „Eg brenndi því," sagði skírisdómarinn. „Þér sögðuð sjálfur, að sama manneskja hefði framið bæði morðin. Og þessi unga stúlka hefur ekki myrt Luddington lækni, — ég trúi þvi blátt áfram ekki. Sem sagt, ég læt ekki handtaka hana fyrir morðið á Ernestínu Baily. Ekki núna." „Kviðdómendurnir munu álíta það," sagði Henley lögreglufulltrúi stuttur í spuna. Og þér skulið fá tækifæri til að taka málið til athug- unar. Elg get sagt yður, að þessi stúlka er sek. Hún hefur drepið frú Baily, og reynt að telja lækninn á að verja sig, og þegar hann hefur ekki viljað gera það, hefur hún látið skotið ríða af. Hún er morðingi . . ." „Hvað segið þér við því, að ég mjölbrjóti á yður hauskúpuna?" sagði Woody. Henley lögreglufulltrúi varð eldrauður í framan af reiði. Það var reiðiglampi í litlum, stungnum augum hans. „Lögregluþjónn!" hrópaði hann, „lögreglu- þjónn!" Hann þreif öskuvondur í beltið. „Ég skal sýna yður á hverjum hauskupan verður brotin, litli . . ." „Hægan, hægan," sagði skírisdómarinn. „Við komumst ékki að neinni niðurstöðu með þessu móti." Lögregluþjóhn hafði opnað dyrnar og stungið höfðinu í gættina, og skírisdómarinn sagði: „Það var ekkert!" Woody, sem stóð með steyttan hnefa, var von- svikinn að sjá. „Þeim þykir víst gaman að slást," hugsaði Sue, hún var þreytuleg, en þó brá fyrir fjörglampa í andliti hennar. Ungir sjómenn, smá riskingar við höfnina og flótti undan lögreglunni og svo verða þeir háttsettir liðsforingjar og láta sem þeir taki ekki eftir glóðarauga og rispuðu andliti. „Woody," sagði hún sefandi, „þetta er alveg rétt, það átti að handtaka mig — ég get vel skilið, að þú skyldir verða óttasleginn, en nú er skirisdómarinn búinn að brenna handtöku- skjalinu og ég verð ekki handtekin — að minnsta kosti ekki núna, og ef þú vilt nú hlusta á . . ." „Hvað meinar maðurinn þá eiginlega?" sagði Woody, og svipur hans var karlmannlegur og kuldalegur, er hann leit á Henley. „Setjizt niður, Woody og reynið að jafna yð- ur," sagði skírisdómarinn. „Þetta er Henley lög- reglufulltrúi hjá ríkislögreglunni. Hann gerir skyldu sína og þér yðar, ef þér svarið spurn- ingum hans. Og með því hjálpið þér einnig syst- ur yðar. Þér skiljið það, er ekki svo?" í Woody var í vígahug, en skynsemin og með- fædd virðing fyrir eldra fólki urðu brátt yfir- sterkari. Harm leit á skírisdómarann og sagði stillilega: „Já, en mér finnst, að systir mín ætti að hafa málafærzlumann. E'g er ekki kunnugur lögunum, en það getur ekki verið rétt gert að draga hana hingað og yfirheyra hana og hafa í hótunum án þess að gefa henni tækifæri til þess að fá vernd laganna." „Hún getur fengð sér málafærslumann, þegar hún vill. En nú langar okkur til að vita dálítið, sem þér getið frætt okkur um . . ." Henley greip aftur i beltið og sagði reiðilega. „Hvað voruð þér að gera, þegar þér laumuðust í kringum hús Luddingtons, rétt áður en hann var skotinn?" „Ég var ekkert að laumast," sagði Woody. „Hvernig komuð þér þangað, og hversvegna?" ¦ Skírisdómarinn settist og hlustaði á. „Mér geðjast ekki að þvi, hvernig þér spyrjið, en ég skal svara . . ." „Já, þér getið verið viss um, að það skulið þér gera." Skírisdómarinn lyfti hendinni eins og til þess að draga úr ákafa þeirra. Woody sagði öllu rólegar: „Eg þarf ekki aS leyna neinu. Já, ég var þar. Hver sá mig?" „Það er óþarfi að hugsa um það. Hvað voruð þér að gera?" „Ég kom til þess að tala við Luddington, lækni." .„Vm hvað?" Woody hugsaði sig um. Reiði- og þrjózkusvip- urinn hurfu af andliti hans. Sue sem þekkti hann vel, sá að hann var bæði áhyggjufullur og utan við sig. Að lokum sagði hann: „Ég þurfti að tala við hann. Við — við vorum vön að leita til hans þegar okkur lá á, Sue og ég, og ég — ég vissi ekki . . ." Hann komst ekki lengra. Það varð nokkur þögn. Henley var orðinn fullur eftirtektar. „Tóluðuð þér við systur yðar áður en þér komuð hingað?" Skirisdómarinn leit á hann undrandi á svip. Sue ókyrrðist án þess að vita, hversvegna. Hún eagði fljótmælt: „Þú hlýtur að hafa komið til Dobberlystöðvarinnar frá Richmond. Við áttum von á þér. Við fengum skeytið, sem þú sendir frá Memphis. Karólína hefði sótt þig. Þú hefur liklega farið þangað í þeirri von, að Luddington færi þá leið." Hún þagnaði snögglega. Hún vissi ekki sjálf, hversvegna hún hafði talað svona

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.