Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 13, 1952 hratt, fyrr en hún veitti þvi athygli að orð hennar hljómuðu eins og afsökun fyrir Woody. Og það hafði Henley einmitt fundizt. Hann sagði: „Verið ekki að gripa fram í, ungfrú Poore. Hversvegna lá yður á að tala við hann, merkisberi ?“ „Segið okkur alla söguna, Woody,“ sagði skírisdómarinn stillilega. „Þér eruð sennilega í orlofi ? Byrjið á byrjuninni.“ „Já, skírisdómari," sagði Woody. „Ég kem frá San Diego. Ég fór með flugvél til Tuscon og þaðan til Memphis og þar var ég veðurteppt- ur. Mig langaði til að komast heim áður en yfir- heyrslunni lyki. Mér fannst á öllu, að Sue væri illa leikin, og mér . . . mér datt svo sem í hug, að þetta færi svona." „Svona?“ endurtók skirisdómarinn. „Ég las blöðin og á því sem þar stóð gerði ég ráð fyrir, að Jed yrði sýknaður, og ég hélt . . ." skírisdómarinn horfði á hann rólegum, ljós- bláum augum. „Hvað hélduð þér?“ „Ég hélt, að Sue yrði handtekin." Það varð stutt þögn. Það heyrðist hróp neðan frá götunni. Bíll kom akandi og nam snögglega staðar beint undir gluggunum. „Já, það vissu nú allir að yfirheyrzlunni lokinni," sagði Henley. „Ekki ég,“ hugsaði Sue með sér alveg undr- andi. „Fitz hefur búizt við þvi, og ef til vill hafa allir gert það. En ég gerði það ekki.“ Woody virti Henley ekki viðlits. Hann vætti varirnar og sagði: „Þessvegna vildi ég komast heim. Eg komst loksins til Richmond og fór þaðan með lest. Hún kemur venjulega um fimm- leytið til Dobberly, en henni hafði seinkað ofur- litið í þetta skipti. Mig langaði til þess að tala við Luddington lækni." „Um hvað?“ hrópaði Henley utan við sig af óþolinmæði. Woody leit ekki á hann. „Ég kem að því,“ sagði hann. „Ég vildi ekki, eins og Sue gat sér réttilega til, hringja og biðja hana eða Karó- línu að sækja mig, og ég, og mér datt í hug, að Luddington vildi aka með mig heim, þegar ég hefði talað við hann . . .“ „Um hvað?“ hrópaði Henley, en skirisdóm- arinn sagði hraðmæltur: „Haldið áfram Woody, segið söguna á þann hátt, sem yður þykir bezt- ur.“ „Ég skildi ferðatöskuna eftir á stöðinni — hún er þar ennþá — og fór því næst til lækn- isins. Það er töluverður spölur þangað frá stöð- inni — ég veit ekki hvað það er langt . . .“ Henley stóð á fætur, rauður og þrútinn í fram- an af æsingi — því næst horfði hann andartak á skírisdómarann og settist aftur. Woody hélt áfram „ . . . og ég veit ekki hvað klukkan var, þegar ég kom þangað. Það var rigning. Ég sá ekki neinn þegar ég kom í götuna, þar sem læknishúsið stendur. Það er langt á milli hús- anna og mikið af trjám og þéttum runnum . . .“ „Já, við vitum þetta allt saman. En það var nú samt sem áður einhver, sem sá ýður,“ sagði Henley. „Ég reyndi heldur ekkert að fela mig, en ég man ekki til, að ég sæi neinn. Ég hringdi dyra- bjöllunni, en enginn svaraði. Þá mundi ég að það var fimmtudagur, frídagur vinnukonunnar." Hann þagði um stund eins og til að átta sig, og Sue þekkti þennan svip á andliti hans. Hann var að hugleiða — ekki, hvað hann. ætti að segja heldur, hvað hann ætti ekki að segja. En Woody — það gat ekki verið að Woody vissi nokkuð um morðið! Hann, sem hafði verið að heiman frá því daginn eftir að Ernestína var myrt og síðan voru liðnir margir mánuðir. Woody gat ekki haft hugmynd um, hver hafði komið út úr rökkrinu og farið inn í lækningastofu Ludd- ingtons og skotið hann til bana, á meðan hann sat við skrifborðið sitt án þess að hafa hugmynd um, að það stæði morðingi bak við hann. „Jæja, ég gekk inn, en sá engan,“ hélt Woody áfram. „Dyrnar inn í biðstofuna stóðu opnar. En það var lokað inn í lækningastofuna, og — það var einhver inni hjá lækninum." „Hvað eruð þér að segja?“ sagði Henley lög- reglufulltrúi. „Það var einhver i reiðstígvélum," sagði Woody. Henley hefur ýtt nokkuð harkalega í stólinn, þegar hann stóð á fætur, því að hann valt um koll. „Þér eruð búinn að tala við systur yðar!“ sagði hann. „Nei, það hef ég ekki gert.“ „Biðið andartak," tók skírisdómarinn fram í. „Segið okkur heldur, hvernig þér gátuð vitað það, Woody.“ „Þvi að sá sem um er að ræða sló alltaf í reiðstígvélin sín með svipu eða öðru slíku. Ég get ekki lýst þvi nákvæmlega en eftir hljóðinu að dæma hefur það verið svipa. Ég held, að sá, sem var inni hafi verið nýkominn. Ég er viss um, að ég heyrði í tveimur, en þeir töluðu ekki saman." „Hvað í ósköpunum eigið þér við?“ spurði Henley. „Þeir hljóta að hafa talað saman, ekki bafa þeir verið að tala við sjálfa sig.“ „Það er hægt að segja, góðan dag, eða, bíðið ofurlitla stund, ég er vant við látinn, eða því um líkt, en það er ekkert samtal," sagði Woody þrjózkulega. „Ég er hræddur um að þessi mismunur sé of- ar mínum skilningi," sagði Henley háðslega. „Já, en þannig var það nú. Auk þess sat Luddington og skrifaði á ritvél." „Nei, heyrið mig nú!“ hrópaði Henley reiði- lega. „Þér segið, að dyrnar hafi verið lokaðar, og þér segið . . .“ „Ég heyrði það,“ sagði Woody. „Og ég hélt, að það væri ef til vill einhver inni, sem hefði dottið af baki og verið að láta binda um snúinn fót eða eitthvað þessháttar og ætti svo að fá lyfseðil. Já, þetta hélt ég.“ Það varð löng þögn, því næst sagði Henley hægt: „Þér komizt að þeirri niðurstöðu, að þama hafi verið einhver, sem hafi snúið á sér fótinn, og að hver það nú var, sem var þarna inni kom mér til að taka ákvörðun. Ég á við, að það réð úrslitum, Luddington læknir hafi verið að skrifa lyfseðil og þó voru dyrnar lokaðar! Er nauðsynlegt að hlusta á þetta, skírisdómari ? Ég get sagt yður það, að þessi ungi maður er búinn að tala við systur sína, hann heíur heyrt um manninn, sem hún segist hafa séð . . .“ „Hvaða mann? Hvar?“ spurði Woody hrað- mæltur. „Hann getur ekki hafa talað við systur sína," sagði skírisdómarinn. „Hún var hérna. Og hvað gerðuð þér svo, Woody?" „Hvaða mann eruð þið að tala um?“ hélt Woody áfram að spyrja. Henley stóð á fætur og gekk til dyranna, opn- aði þær og sagði: „Hafið þér fengið fréttir af Beaufort-veiðunum ?“ Skírisdómarinn gaf Woody skýringu á meðan: „Þegar systir yðar reið inn í skóginn á bak við landareign Luddingtons, segist hún hafa séð einhvern úr Beaufort-veiðiflokknum, sem hafi verið að stíga á bak. Hún segir að það hafi verið eins og hann hafi dottið af baki —• þetta var við lækinn." „Hver var það?“ „Hún sá ekki framan í hann — en hvað gerðuð þér svo, Woody? biðuð þér?“ „Nei, ég gerði það ekki. Ég fór strax.“ „Hvernig stóð á, að þér gerðuð það?“ spurði skírisdómarinn undrandi. „Af því — -— tja, ég gerði gerði það nú.“ „En þér voruð kominn alla þessa leið til að ná taíi af honum. Gátuð þér ekki beðið nokkrar mínútur ?“ „Ég var búinn að taka nýja ákvörðun," sagði Woody dálítið taugaóstyrkur. „Ég — þannig er mál með vexti, að meðan ég var á leiðinni í gegn- um þorpið, datt mér í hug að í rauninni gæti hann ekki gert neitt. Smám saman varð mér ljóst, að það væri ég, sem myndi geta gert eitthvað fyrir Sue, að . . .“ hann lækkaði róminn ofurlítið. „Ég er nú eini karlmaðurinn í fjölskyldunni. Ég er ekki lengur neitt barn. Sjúklingurinn, eða Að ofan: Rakarar í Delhi sinna viðskiptavinum sínum heima hjá þeim eða jafnvel á gangstétt- unum. Tækin bera þeir í belti um mitti sér. — Neðst til vinstri: Hvað er það, sem hægt er að senda umhverfis jörðina með minni krafti en þarf til að gera kastljós nothæft? Stuttbylgjur. — Neðst til hægri: Daglegt fæði snjáldurmúarinnar vegur % af þyngd hennar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.