Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 13, 1952 13 Lærisveinn galdra- mannsins 1 stigunum rakst hann á sópana, sem voru á leið upp með fullar fötur — þeir voru óþreytandi og þutu upp og niður með vatnsföturnar. FJÁRKALDSMAÐURINN Framhald af bZs. t. hafa komiS fyrir hann, og þegar klukkan var orðin tíu og enginn Isak, teygðu þeir báðir álkuna út úr glugg- anum, með rekkjóðir á herðunum, og einblíndu upp götuna. Klukkan ellefu var Pési fúll, en Rauður var svo fokvondur, að Pési var hræddur við að ávarpa hann. Allan daginn héngu þeir úti í glugganum, en klukkan var farin að ganga fimm, þegar sást til Isaks; hann var enn t f ötunum af Pésa og hafði tvær stórar, grænar plöntur undir hendinni, og af brosinu á hon- um. héldu þeir, að nú hlyti allt að vera í lagi. „Hvað hefurðu verið að gera allan þennan tima," segir Rauður, lágt og heiftarlega, þegar Isak stanzaði undir glugganum og horfði upp til þeirra. „Hitti gamlan kunningja," segir Isak. „Hittir gamlan kunningja," segir Rauður, fokvondur. „Hvað ertu að hugsa að eyða tímanum í það, með- an við bíðum hérna hálfdauðir úr hungri?" „Við höfðum ekki sézt árum sam- an," segir Isak, „og ég gleymdi alveg tímanum." „Það lá að," segir Rauður háðs- lega. „Hvað er um peningana?" „Veit ekki," segir Isak; „náði ekki í fötin." „Ha!" segir Rauður og var nærri dottinn út um gluggann. „Hvað hef- urðu þá gert við fötin mín? Hvar eru þau? Koindu upp!" „Ég ætla ekki að koma upp, Rauð- ur," segir Isak, „því að ég er ekki viss um, að ég hafi gert rétt. En ég er ekki vanur að fara til veðlánara, °S ég gekk f ram og ¦ af tur og var að reyna að herða upp hugann, en gat ekki." „Og hvað gerðirðu svo?" segir Rauður og átti bágt með að stilla sig. „Meðan ég var að hugsa um þetta," segir Isak, „þá sé ég mann með hjólbörur og falleg blóm. Hann vildi ekki fá peninga fyrir þau, bara göm- ul föt." „Gömul föt?" segir Rauður, og það var eins og hann ætlaði að kafna. „Ég hélt, að þið hefðuð gaman af að hafa eitthvað grænt fyrir aug- unum," segir gamli maðurinn og hélt blómunum upp. „Það er ekki að vita, hvað lengi þið verðið að dúsa þarna. Þetta stóra er handa þér, Rauður, og hitt handa Pésa." „Ertu orðinn sjóðvitlaus, Isak?" segir Pési skjálfraddaður, þegar Rauður hafði reynt að tala og ekki getað. Isak hristi höfuðið og brosti til þeirra og sagði Pésa að breiða brek- ánið betur yfir herðarnar á Rauð, svo að hann kvefaðist ekki. Svo sagðist hann ætla að biðja húsmóð- urina að færa þeim brauð og smér og tebolla. Þeir heyrðu hann tala við húsmóð- urina við dyrnar, og svo flýtti hann sér í burt og leit ekki við, og hús- móðirin gekk fram og aftur hinu- megin við götuna og tróð svuntuhorn- inu upp i sig og þóttist vera að horfa á reykháfana. Isak kom ekki alla nóttina, og um morguninn sjá þessir vesalingar, hvernig hann hafði leikið á þá. Það var auðséð, að Isak hafði prettað þá, og Pési þóttist viss um, að hann hafi tekið peningana úr rúminu, þeg- ar hann þóttist vera að búa um. Isak gamli hélt þeim þarna í þrjá daga og sendi þeim eina og eina spjör og tvær krónur á dag, fyrir mat, en þeir litu hann ekki augum f yrr en þeir réðust af tur á Plánetuna, og peningana ekki fyrr en þeir voru komnir tvær mílur niður fyrir Gra- vesend. AFREKSMAÐUR. Bob Richards, Bandaríkja- maður, er mesti stangarstökks- maður í heimi, Bandaríkjameist- ari i þeirri grein og hefur stokk- ið meira en hálfan fimmta metra á hæð. Jafnframt stangarstökk- inu hefur hann fengizt nokkuð við aðrar íþróttir, einkum kúlu- varp og grindahlaup, en aldrei keppt í þeim. Nú í sumar var hann fenginn til þess að sýna stangarstökk í háskólanum í Pasadena í Kaliforníu, og um leið fór þar fram keppni í tug- þraut. Af einhverri rælni tók hann þátt í tugþrautinni, með þeim árangri, að hann varð fyrstur og hlaut 7411 stig, og telja amerísk blöð þetta ellefta bezta árangur, sem náðzt hefur. (Síðan hafa bæði Heinrich og Örn Clausen hlotið hærri stigatölu). Tveim vikum síðar, 23. maí, keppti hann aft- ur í tugþraut í sömu borg og hlaut þá 7544 stig. Það er átt- unda hæsta stigatalan. Meistarakeppni Bandaríkj- Að £íðustu mynduðu sóparnir fylkingu, sem lærisveinn galdramannsins komst ekki í gegnum — Þetta var satt að segja versta klipa, sem hann hafði komizt í, bara af þvi að hann nennti ekki að sækja vatn sjálfur. BIBLlUMYNDIR 1. mynd: Og sja, maður kom, nafni Jairus, og var hann forstöðu- maður samkundunnar; og hann féll til fóta Jesú og bað hann að koma heim til sín; því að hann átti sér einkadóttur, hér um bil tólf ára, og lá hún fyrir dauðanum. En er hann var á leiðinni, þrengdist mannfjöld- inn að honum. . . . Meðan hann var enn að mæla kemur maður frá sam- kundustjóranum og segir: Dóttir þín er látin, ómaka þú ekki meist- arann. . . . En er hann' kom að hús- inu leyfði hann engum að fara inn með sér nema Pétri, Jóhannes og Jakob og föður stúlkunnar og móð- ur hennar. En hann tók í hönd henn- ar, kallaði og sagði: Stúlka, rístu upp! 2. mynd: Og eftir sex daga tek- ur Jesús þá Pétur, Jakob og Jóhann- es með sér og fer með þá, og ekki fleiri, upp á hátt fjall, þar sem þeir voru einir saman. Ummyndaðist hann þá að þeim ásjáandi . . . Og þeim birtist Elía ásamt Móse, og voru þeir á tali við Jesúm. . . . Og ský kom, er skyggði yfir þá, og rödd kom úr skýinu: Þessi er minn elsk- aði sonur, hlýðið á hann! 3. mynd: Þá ganga þeir til hans Jakob og Jóhannes Zebedeussynir og segja við hann: Meistari, okkur lang- ar til, að þú gjörir fyrir okkur það, sem við ætlum að biðja um. En hann sagði við þá: Hvað viljið þið, að ég gjöri fyrir ykkur? En þeir sögðu við hann: Veit okkur, að við fáum að sitja annar til hægri handar þér og hinn til vinstri handar í dýrð þinni. En Jesús sagði við þá: Þið vitið ekki, hvers þið biðjið; getið þið drukkið bikarinn, sem ég drekk, eða skírzt þeirrí skirn, sem ég skírist. 4. mynd: En er þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og komust að því, að þeir voru ólærðir menn og leikmenn, undruðust þeir . . . Siðan kölluðu þeir þá fyrir sig og bönnuðu þeim algjörlega að tala eða kenna í Jesú nafni. En Pétur og Jóhannes svöruðu þeim og sögðu: Dæmið sjálf- ir, hvort það sé rétt fyrir augum Guðs, að hlýðnast yður fremur en Guði . . . anna í tugþraut fór fram 3. og 4. júlí. Heimsmethafinn, Bob Mathias (8042 stig), gat ekki tekið þátt í þeirri keppni vegna meiðsla, og í fjarveru hans hreppti Richards meistaratign- ina með 7834 stigum. Betri árangur í tugþraut hefur aðeins náðzt þrisvar sinnum. Þrátt fyrir þessi afrek kveðst Richards munu leggja nú sem fyrr alla stund á stangarstökk- ið og freista þess að ná heims- meti í þeirri grein. Það er nú 4.77 metrar. Richards er ekki nema 178 cm. hár og vegur tæplega 150 pund.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.