Vikan


Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 27.03.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 13, 1952 Ógleymanlegur maður. Framhald af bls. 10. Hann bar næstum helga ást til blóma og dýra. Aldrei gleymi ég þeim degi, þeg- ar ég tíndi blómknapp af einum rósarunn- inum hans. Hann leiddi mig við hönd sér út í garðinn og sýndi mér hinar ýmsu rósategundir. „Knappurinn, sem þú tókst mun deyja í vasa eftir einn eða tvo daga. Ef þú hefðir látið hann í friði á runnan- um, hefði hann smám saman náð þar full- um þroska“. Fram á þennan dag, 70 ár- um síðar, hika ég við að tína blóm. Ég var aðeins smábarn, þegar faðir minn hélt til Konstantínópel til þess að semja við tyrknesku stjórnina um leyfi til að hefja uppgröft Troju. Hann hóf þessa samninga með aðstoð túlks, en lauk þeim sjálfur, tveim mánuðum síðar á tyrk- neskri tungu. Fornleifafræðin var þá í bernsku; tækni uppgraftarins var varla komin fram í dagsljósið. Faðir minn réð 100 menn til vinnu og lét þá byrja á því að grafa 100 feta breiðan skurð gegnum hæðina, sem honum fannst líklegust til fanga. Ég er sannfærð um það, að hvorki móð- ir mín né faðir minn höfðu það í hyggju að eyða þremur árunum í að grafa í þessa hæð. Níu borgir höfðu verið byggðar á henni frá steinöld, og það var í næst neðsta lag- inu, sem þau fundu hið sviðna hlið og borgarveggina, sem hann áleit að vera mundu leifar af Troju — borg Hómers. Höll varð einnig á vegi þeirra, en hún var miklu minni, en hann hafði búizt við, og þar fannst enginn fjársjóður. Hann varð að fyrirgefa Hómer sínum sem hann hafði svo mikið dálæti á, þessar ýkjur. Hann huggaði sig við það, að hann hafði að minnsta kosti sannað, að saga Hómers væri sönn. Samt sem áður var dálítill dapurleiki yfir lýsingunni, sem hann gaf út að áliðnu voru 15. júní 1874, að nú væri starfi hans lokið. Snemma um morguninn 14. júní stóðu hann og móðir mín nálægt brunnum vegg, langt niðri í brunarústunum. Mennirnir höfðu hafið vinnu kl. 5 um morguninn að venju, en nú var sólin að koma upp fyrir sjóndeildarhringinn þennan síðasta dag, sem vinnan stóð yfir. Geislar hennar end- urköstuðust allt í einu frá málmkenndum hlut, sem glitraði í öskuleifunum. Faðir minn sneri sér skjótt að móður minni, sem stóð við hlið hans. „Farðu, og kall- aðu paydos,“ sagði hann æstum rómi. Paydos þýðir hvíld. „Núna — kl. 7 að morgni?“ spurði hún undrandi. „Já. Segðu þeim, að ég eigi afmæli, og ég ætli að gefa þeim frí frá vinnu. Og þeg- ar þú kemur aftur, skaltu taka með þér rauða sjalið, sem þú berð á kvöldin.“ Hún spurði einskis annars, hún hlýddi honum alltaf skilyrðislaust. Þegar hún kom aftur, var hann lagztur á hnén í ryk- ið og gróf í ákafa með hnífnum sínum, án þess að skeyta hið minnsta um gríðar- stóran stein, sem hékk yfir höfði hans og hefði dregið með sér allan vegginn í fallinu. Hún sá, hvað hann var að fást við, og breiddi úr sjalinu. Síðan dró hann hægt og hægt fram í dagsljósið þennan þjóðsagna fjársjóð, sem vakti furðu alls heimsins. Það voru tvö stór ennishlöð og 24 hálsmen úr gulli; þarna voru eyrn- arlokkar, hnappar, skurðgoðamyndir, flöskur, hnattlíkan, sem vóg 601 gramm, allt úr gulli, 4066 litla gullplötur og 616. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. krafa. — 6. endur- tekin. — 9. hlífa. — 10. gyðja. — 11. hreyfing- arlaus. — 13. sendill. — 15. tregi. — 17. manns- nafn. — 18. losa. — 20. skák. — 24. jurt. — 25. eyðilegg. — 27. skrift. — 29. umhverfis. — 31. snerti. — 32. slark. — 33. líffærið. -— 35. gildi. — 37. ann. — 40. hljóð. — 41. æða. — 43. skipskenning. — 46. mannsnafn. — 48. kven- mannsnafn. — 49. ílát. — 50. gefa frá sér hljóð. — 51. ábatasöm. — 52. rifrildi. Lóðrétt skýring: 1. sorg. — 2. skilning- ur. — 3. hljóð. — 4. keisari. — 5. umlykja. — 6. hryggir. — 7. dauði. •— 8. í heygarði. — 12. ekki eins gamall. — 14. birtu. — 16. geðillskuna. — 19. látið í nafn, þf. — 34. stilling. — 36. hestsnafn. — friði. — 21. flatarmál. — 22. „taktur“ — 23. 38. versnar. — 39. flokks. — 42. hryggja. — kvíða. — 26. andaður. — 28. kvenmannsnafn. 44. fuglar. — 45. í fjárhúsi. — 47. hatur. — 29. börnin. — 30. frumefni. — 31. manns- Lausn á 615. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. vanþörf. — 7. lækning. -— 14. afa. — 15. meis. — 17. raunar. — 18. frum. — 20. frauð. — 22. Tumi. — 23. nemar. — 25. agn. — 26. sum. — 27. I.K. — 28. ris. — 30. nutum. — 32. hl. — 33. nas. — 35. stofnað. — 36. góu. — 37. ausa. — 39. arar. — 40. efnafræðingur. -— 42. kind. — 43. nein. — 45. ama. — 46. let- inni. — 48. ina. — 50 ua. -—• 51. Fusan. — 52. ana. — 54. ar. — 55. rex. — 56. ugg. — 58. urmul. — 60. feit. — 62. smurt. — 64. auma. -—- 65. aftani. — 67. mörk. — 69. run. — 70. rauð- grá. — 71. fúskara. Lóðrétt: 1. vafning. — 2. afreka. — 3. naum. — 4. Ö. M. —. 5. ref. — 6. fira. — 8. ærð. — 9. K.A. — 10. nutum. — 11. inum. — 12. nam. — 13. grillur. — 16. sagnfræðingum. — 19. mar. — 21. unun. — 24. rissa. — 26. suð. — 29. Staf- nes. — 31. taminna. — 32. hóar. — 34. safna. 36. gruni. — 38. und. — 39. agi. — 40. eima. — 41. neinu. — 42. kaupfar. — 44. karlana. — 46. Lux. — 47. taum. — 49. naumur. — 51. fetað. — 53. Ara. — 55. ritu. — 57. gröf. — 59. mura. — 61. efa. — 62. sir. — 63. trú. — 66. N.G. — 68. ks. 12,271 hringir! Hefur nokkur draumur lít- ils drengs rætzt jafn furðulega? Þegar þau komu heim í litla bjálkakof- ann, sem þau bjuggu í, lyfti hann varlega gimsteinunum af sjalinu og skreytti höf- uð, háls og handleggi móður minnar með þeim fallegustu. Á einhvern leyndardóms- fullan hátt fannst honum alltaf, að hún hefði fært honum velgengni hans. Ást þeirra og frægðin fyrir afrek hans voru honum eitt og hið sama. Eftir þennan sigur sinn við Troju fór faðir minn til Mykene í Suður-Grikklandi, þar sem Agamemnon hafði reist sína frægu höll. Agamemnon stýrði eins og kunnugt er, herjum Grikkja í sögu Hómers. Ennþá einu sinni fylgdi hann leiðbeiningum hinna fornu höfunda og eigin eðlishvöt og ákvað gröfum Agamemnons og manna hans stað. Einu sinni enn hlógu vísinda- mennirnir. Einu sinni enn fann hann ekk- ert markvert og ákvað að gefast upp. En á síðustu stundu gróf hann upp sex graf- ir. Þar fann hann beinagrindur manna og dýrlegan fjársjóð skartgripa úr gulli og gimsteina, 50 sinnum stærri en fjár- sjóðurinn við Troju. Menn hafa haft misjafnar skoðanir á því, hvort þetta var raunverulega legstað- ur Agamennons og félaga hans. En sú end- anlega niðurstaða hefur komið í ljós, að í Troju gróf faðir minn dýpra en vera átti. Troja Hómers í Ilíonskviðu var sjötta borgin að neðan og var eins stór og Hómer lýsti henni. Fjársjóðurinn, sem hann gróf upp, hlýtur að hafa verið í eigu einhverr- ar konungsfjölskyldu, sem hefur verið uppi nokkur hundruð árum á undan Helenu. Faðir minn varð oft fokreiður, þegar þessari skoðun var haldið fram, en hann unni sannleikanum meir en sinni eigin frægð, og hann réð til sín fornfræðing til að leiðbeina sér 1 þeim fornleifarannsókn- sóknum, sem hann síðar fékkst við. Sam- eiginlegar rannsóknir þeirra leiddu til þeirrar niðurstöðu, að honum hefði skjátl- azt í því, hver af borgunum væri Troja Hómers. Hann lifði það ekki að sjá þetta og viðurkenna það opinberlega, en hann hafði ekki lengur ímugust á þessari skoð- un, þegar hann dó. Og skiptir það líka nokkru máli ? Henry Schliemann sá draum sinn rætast — hann uppgötvaði og gróf upp borgarstæði Troju, sem Hómer ritaði um. Og hann setti fyrstur skrið á fom- leifafræðina. Ekkert nafn mun ljóma jafn skært í þeim vísindum og hans. Svar við mannlýsingaspurningu á bls. 4: Þórólfur Kveldúlfsson. 1 Egils sögu. Svör við „Veiztu —T á bls. 4: 1. Kodioxid, venjulega kallað kolsýra. 2. Windsor. 3. Markus, Mattheus, Lúkas og Jóhannes. 4. Karon. 5. St. Geneviéve. 6. Faðirvor mótmælanda. 7. Vatn. 8. Að flissa. 9. Tómas Guðmundsson. 10. Það er aðalslagæð líkamans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.