Vikan


Vikan - 03.04.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 03.04.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 14, 1952 3 Guðmundur Jónasson og snjóbíllinn. (Sjá mynd á forsíöu). AÐ er skoðun Guðmundar Jónassonar bíl- stjóra, að vetrarvegir framtíðarinnar skuli liggja ofan á snjónum, en ekki grafast í hann. Hann telur misráðið, þegar fönn leggst á vegi og snjókoma er stöðug, að láta ýtur ryðja hon- um burt, heldur vill hann senda á undan snjó- bíla eða beltisvélar og troða snjóinn, síðan geta aðrir bílar runnið brautina. Meira að segja kem- ur til álita að sprauta vatni á þessa vegi til þess að þétta snjóinn. Um að gera að ferðast ofan -á snjónum. Og það er langt síðan Guðmundur tók að íhuga, hvernig aka mætti ofan á snjónum. Strax vorið 1931 hafði hann eignazt þá bílategund, sem nú þykir flestum hlálegri í sjón sem reynd: Ford (kallaður þá Nýiford!). Á honum fór hann á snjó Uppi á Holtavörðuheiði 1931. Nýiford Guð- mundar Jónassonar. suður yfir Holtavörðuheiði (sjá mynd). Það var talsverður snjór á heiðinni, og flutti hann með sér timburborð og setti undir bílinn, þar sem verst var. Næsta vetur var hann líka uppi á Holtavörðu- heiði með snjóbíl Vegagerðarinnar, annan þeirra tveggja, sem þá höfðu borizt til landsins. En því miður gat hann ekki haldið lengi út við vinnu sína, því að brátt sprakk belti undir bílnum, •og þá var ekki um annað að gera en hætta, því að erfiðlega gekk að fá annað belti. Síðan hefur hann hugsað mikið um, hvernig aka mætti ofan á snjónum, og var m. a. einna fyrstur til að nota bíla með drif á öllum hjólum til fólksflutninga. En eftir mikið vafstur tókst honum að fá leyfi fyrir innflutning á nýtízku snjóbíl. Sá bíll kom til landsins 15. feb. 1951 (sjá mynd á forsíðu). Og brátt gafst honum færi á að reyna hæfni hans, því að fannlög gerðust mikil austur á landi, svo að horfði til skepnu- fellis vegna ónógra heyja, en allir aðdrættir erf- iðir sökum stöðugrar snjókomu. Og 12. marz var billinn búinn til ferðar; honum var síðan ekið upp á trukk, og trukkurinn brunaði með hann Ferðafélagar uppi á Holtavörðuheiði: Guð- mundur bílstjóri, Árni Oddsson verkstjóri, Sig- urður Helgason forstjóri og Magnús Jóhannsson. (Ljósm.: Magnús Jóhannsson). til Fornahvamms. Árla morguns þann 13. var svo lagt á heiðina og snjóinn. Og sunnudaginn 18. marz var Guðmundur kominn á bílnum austur að Egilsstöðum. Nú uppbyrjuðu erfiðir dagar fyrir Guðmund og bílinn. Hann fór venjulegast I lengstu ferð- irnar, og oft á tíðum var lögð nótt við dag. Styttri ferðir önnuðust jarðýtur og dráttarvél- ar. Aðallega var unnið í Jökuldal og Hróarstungu, en nokkuð líka í Jökulsárhlíð, Eiðaþinghá og Hjaltastaöa. Oft voru skepnurnar fóðurlausar, þegar Guðmund bar að garði með heybirgðir og fóður. Geta má nærri, að móttökurnar hafi verið góðar. Og þvílík voru kynni héraðsbúa af snjóbílnum, að nú nýlega keyptu þeir sér snjóbíl, sem þeir ætla að hafa í héraðinu og grípa til, ef nauðsyn krefur. Hann er af samskonar teg- und og bill Guðmundar: frá Bombardier-verk- smiðjunum í Kanödu, fluttur inn af Orku. Það varð Guðmundi til mikillar ánægju, að málin skyldu þróast svo þar eystra. Ari Björnsson frá Egilstöðum var með Guð- mundi í öllum flutningunum og rómaði Guð- mundur mjög ósérhlífni hans og vinnuþrek. Guðmundur heldur af stað að austan 2. mai og ekur í átt til öræfanna. Ari Björnsson var þá enn í fylgd með honum. Þeir höfðu náttstað norðvestur undir Snæfelli, en, héldu þaðan klukk- an tíu næsta morgun. Framan af degi var þoku- slæðingur og tafði nokkuð för þeirra, en snjó- bíllinn kemst á góðum snjó allt að 60 km. á klt. Um hádegið náðu þeir upp undir Kverkfjöll, sem risa i norðanverðum Vatnajökli. Þá létti þok- unni. Guðmundi sagðist bresta orð að lýsa þeirri sýn, sem blasti við þeim félögum I hádegissól- inni. En ekki mátti láta fegurðina dvelja sig, því að við Geysisflakið, uppi á Bárðarbungu, biðu þeirra 5 menn. Þeir höfðu verið sambands- lausir í fleiri daga, og voru heldur en ekki glað- ir, þegar þeir sáu snjóbíl stefna til sín utan úr auðninni. Þarna stoppaði Guðmundur í 3 tíma, en síðan var haldið með fólk og farangur á sleða suður á Síðumannaafrétt, en þar sat Douglas- flugvélin, sem björgunarmenn höfðu nokkru áð- ur dregið niður aí jöklinum. Guðmundur kom þangað kl. 11 um kvöldið, og var stoppað þar í klt., en siðan ekið aftur upp á Bárðarbungu til að ná i meiri farangur. Og kl. 2% um nótt var Guðmundur aftur uppi á Bárðarbungu, og hafði hann þá ekið um daginn 270 km. alls, en það er heldur styttra en frá Reykjavik vestur að Króksfjarðarnesi, og þó verður að hafa í huga allar tafir sem á urðu, bæði við hleðslu farang- urs, og drátturinn niður af jöklinum var þungur. 4. maí var vaknað snemma og farnar tvær ferðir suður á Síðumannaafrétt. 1 síðari ferðinni var hriðarjag- andi niður af jöklinum og ekki komið fyrr en um eitt að nóttu í verustað. Næsta dag var sleitulaust unnið við að útbúa braut fyrir Douglasvélina og morguninn 6. maí var komin á norðanátt, og náði vélin sér á loft í fyrstu tilraun. Þann dag hélt Guðmundur á snjó- bilnum niður að Kirkjabæjar- klaustri og þaðan til Víkur og 7. mai heimleiðis aftan á trukk. Sagði Guðmundur það mikil viðbrigði eftir allan jökulinn og snjóinn fyrir austan að sjá Iðilgræn tún undir Eyjafjöllum. 1 vetur hefur Guðmundur oft verið á stjái í snjóbílnum. Hann hefur flutt síma- og rafmagnsmenn, ef slæmar bil- Farið yfir Tungnaá í fyrsta sinn, sumarið 1950. Fljótið er þarna 130—140 m. á breidd. anir hafa orðið, hann hefur sótt og flutt sjúklinga, þegar öðrum farartækjum reynd- ist snjórinn ókleifur, tvisvar hefur hann hjálpað fólki við leit að týndum mönnum. Enn- fremur hefur hann iðulega liðsinnt og flutt þung stykki upp i Skíðaskála. En það er ekki eins gott að aka snjóbíl i byggð sem á öræfunum. 1 byggð- inni myndast oftsinnis krappir skaflar og brekk- ur, en öræfin eru egaslétt, þegar snjórinn hefur máð burtu allar ójöfnur. Guðmund hefur því fýst að kanna þau nánar að vetrarlagi, og upp í slíka ferð lagði hann við fjórða mann fimmtudaginn 28. feb. Þeir félagar fóru yfir Kjöl og komu ofan í Eyjafjarðardali, en það er óþarft að rekja þá ferð nánar, því að hún er fólki enn í fersku minni. Á heimleiðinni höfðu þeir ætlað sér að halda suður heiðar, Tvídægru, Arnarvatnsheiði og Kaldadal, en fréttu i Húnavatnssýslu, að ár væru ótryggar á heiðunum, og fóru þvi yfir Holtavörðuheiði og fyrir Hvalfjörð. En þó að Guðmundur hafi orðið kunnastur fyr- ir vetrarferðalög sin á tveim síðustu vetrum, hafa öræfin löngum dregið hann til sin á sumr- um, og byrjaði hánn snemma að aka fólki um vegleysur. Og margar eru þær leiðir, sem hann hefur opnað, þ. e. ekið fyrstur manna. Þegar hann var í símavinnu hjá Björnes gamla, ók hann 1934 frá Staðarfelli út að Klofningsrétt. Það hafði énginn farið áður í bil. 1937 ók hann fyrstur frá Kópaskeri til Þórshafnar. Fyrstur ók hann einnig með farþega kringum Snæfells- jökul, og sömuleiðis yfir Arnarvatnsheiði. Marg- ar ár í óbyggðum hefur hann verið öðrum vog- aðri að yfirstíga, svo sem Þjórsá, Tungnaá (sjá mynd) og- Köldukvísl. Enda fullyrðir hann, og það eflaust af reynslu, að fólk njóti betur ferða- lags í óbyggðum en annarsstaðar, og er ekki efunarmál, að margir eiga honum þökk að greiða fyrir fyrstu kynni af öræfunum. Guðmundur sórst ungur óbyggðum Islands og um áratugi hefur hann velt fyrir sér, eins og Framhald á bls. 7. Snjóbíllinn að fara niður í Eyjafjörð. (Ljósm.: Mágnús Jóhannsson).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.