Vikan


Vikan - 03.04.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 03.04.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 14, 1952 7 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: þess vegna skiljum við. Eftir Guðmund, Kamban. Öllum er í fersku minni Marmari eftir Kamban sem Leikfélag Reyk- víkinga sýndi í fyrra við mikinn orð- Ætír. 1 því leikriti ræðst Kamban með snilld á róttarfar og refsingar- löggjöf vestrænna þjóða. 1 leikritinu Þess vegna skiljum við hefur hann •eflaust ætlað að gera hinu borgara- lega hjónabandi sömu skil, en út- koman verður ekki jafn, snjöll sem í Marmara. Hann reisir ádeiluna á heldur vafasömum forsendum: i leik- ritinu kennir nokkurrar kynþátta- -dýrkunar, þar sem íslenzki stofninn virðist álitinn hinn ,,sterki“, en Dan- ir siglandi hraðbyri í gin lasta og lausungar. Höf. teflir fram íslenzkri hefðarætt i Kaupmannahöfn, sem vædd er gömlum góðum hugmynd- um um ástina og skyldu mannsins við sjálfs síns sóma, sumar þeirra ■sóttar alla leið aftur í fornritin. Leik- :ritið fjailar mikilstil um það hvern- ig hugmyndum þessarar ættar af hinum „sterka" stofni lýstur saman við hugmyndir ungu kynslóðarinnar, sem blandast hefur blóði Dana og lát- ið hrífast af gagnkvæmri og jafnvel frjálsri ást. Það er deilt á lausung og óheilindi í hjúskap samtimans, en hlaðið undir fórnarlund, hún talin máttarstoð hjónabandsins og lykill að hamingju hvers einstaklings. Fimm hjónabönd eru tekin fyrir í leikritinu, og það dreifir svo athygli höfundar sem áhorfanda frá aðal- atriðum, að stefnumarkið verður harla óljóst. Efalítið hefðu nægt tvenn, í hæsta máta þrenn hjóna- bönd til að gera efninu nægileg skil, Eggert (Indriði Waage), Sigþrúð- ur (Inga Þórðardóttir). en um leið hefði leikritið orðið hnit- miðara, og dramatískara. Hæfni Kambans til að leiða saman sterkar andstæður er venjulegast talinn að- all hans sem rithöfundar, en í þessu leikriti tekst honum illa að sanna þá hæfni, samtölin skortir drama- tíska spennu, þau eru ekki vel upp- byggð. Kamban hefur engu að síð- ur samið mjög sæmileg leikrit, og hann á sannarlega skilið, að þau leikrit séu kynnt, því að í rödd hans er talsverður hreimur af rödd hróp- andans, en hann á ekki skilið, að byrjað sé í Þjóðleikhúsinu á einu lakasta leikriti hans. Heildarsvipur sýningarinnar var því heldur daufur, enda þótt leikend- ur sýndu mikla viðleitni til að blása lífi í þessar skarpdregnu, en óút- fylltu persónur. Arndis Björnsdóttir lék meið ættarinnar, Frú Sylvíu Thorlacius af virðuleika, en ef til vill ekki nógu mikilli festu. Indriði Waage lék Eggert, son hennar við- Axel Thomsen (Haraldur Björnsson), Stefanía (Þóra Borg). felldnislega, Regina Þórðardóttir lék Dagmar konu hans. Róbert Arnfinns- son lék Karl son þeirra. Karl er sér- kennileg manngerð og leikur Róberts sannur. Baldvin Halldórsson lék Baldvin bróður hans fjörlega, en þó var ekki nægilegt jafnvægi i leik hans. Inga Þórðardóttir lék Sigþrúði. Með Sigþrúði reynir höfundurinn að skapa nútímakonu í ætt við kven- skörunga liðins tíma og kemur eink- um til hennar kasta í síðasta þætti. Hlutverkið er ekki við hæfi frú Ingu. Það vantaði ástúðina í leik hennar. Þóra Borg lék Stefaníu syst- ur Eggerts. Hildur Kalman lék af- bragðsvel Louise, konu Baldvins. Auk þess voru nokkur smáhlutverk: Gestur Pálsson, Haraldur Björnsson o. fl. Leikstjóri var Haraldur Björns- son, leiktjöld eftir Lothar Grundt. E. E. H. Hvað er í pokanum? Eftir H. A. E. Pyshorn. Ú þekkir kannski ekki Belp- her-stórhýsið í New York“, sagði Sandy. „Jæja, hvort sem þú þekkir það eða ekki, þá get- urðu borið mig fyrir því, að það er kofi, sem segir sex. Fyrir- myndarhús, og þess er gætt eins vandlega og það væri hvítvoð- ungur. Og hátt! O, sei—sei, víst er það hátt. Og f jöldi snuðr- ara við hvert fótmál, glápandi og gónandi. Þrír á fyrstu hæð, sex á sjöttu, tylft á tólftu. Þeir eru á ferð og flugi, þess- ir snápar, um hvern krók og kima,“ sagði Sandy. „Með arn- araugu, ef svo mætti segja. Ef þú slórir eitthvað svo mikið sem eina mínútu á sama stað, hviss — þá koma þeir askvað- andi.“ Hann drap í vindlingnum, Kamel, sem ég hafði gefið hon- um, setti stubbinn á bak við eyrað og vafði sér aðra úr eit- urbrasinu, sem hann hafði á sér. „Hvað um það,“ hélt hann áfram og púaði hringjum allt í kring um okkur, „litli náung- inn, — litli skrattinn með bögg- ulinn, hann víkur sér að mér, þar sem ég teygði úr mér uppi í Miðgarði, og segir: „Ég skal veðja fimmtíu dölum, að ég get komið okkur báðum og þessum böggh, — það er í honum tíma- sprengja —, alla leið upp á þak- ið á Belpher.“ Ég hélt, að hann væri ekki með öllum mjalla. Hvern langar til þess að fara upp á þakið á Belpher á heitum sumardegi? Og hvern langar til þess rogast upp með böggul og láta sem það sé tímasprengja í honum? En fimmtíukall er alltaf fimmtíu- kall, og hver er ég, að ég drepi hendi við slíkum. Svo ég tók hann á orðinu. Eftir hálftíma vorum við komnir inn í anddyrið á Belpher. Við höfðum ekki verið þar í tvær mínútur, þegar fyrsti snáp- urinn veður að okkur. „Hvað er í bögglinum?“ segir hann við litla-kút. Litli-kútur brosir og ypptir öxlum. „Tímasprengja,“ segir hann. Snápurinn hlær, og ég hlæ, og litli-kútur brosir. „Þetta er ekki nema lítil tíma- sprengja,“ segir litli-kútur. Og þá ætluðum við allir að springa af hlátri. „Allt í lagi, Smithovitch,“ seg- ir snápurinn; hann var sýnilega gamansamur. „Allt í lagi.“ Og hann hypjar sig og veltist um af hlátri. Á sjöttu hæð rákumst við á stóran gaur, kjálkabreiðan, með glerauga. Heilbrigða augað var bjart eins og í tittlingi. Ég sá, að þetta var enginn galgopi. „Hvað er í bögglinum?“ segir hann. „Tímasprengja,“ segir stubb- ur. „Ertu að reyna að vera fynd- inn, lagsi?“ segir sá eineygði. „Ég skal segja þér, að ég er ekkert mjúkhentur.“ „Ég segi alveg satt,“ segir kútur; „þetta er tímasprengja. Pínulítil." Sá eineygði glápir á okkur. Svo stynur hann. „Ég veit ekki, hvar þetta á að lenda, að láta hálfvita eins og ykkur ganga lausa,“ segir hann og skálmar burt. Þú getur ímyndað þér,“ segir Sandy, „að mér fór ekki að verða um sel. Fimmtíukall er Framhald á bls. 13. Guðmundur Jónasson og snjóbíllinn. Framhald af bls. 3. , margir aðrir mætir fjallamenn, hvernig opin- bera megi á sem hagkvæmastan hátt kyngifeg- urð þeirra landslýðnum, sem og erlendum. Þeg- ar ég rabbaði við hann um daginn, fór hann að lýsa fyrir mér framtíðarsýnum: Á Hveravöll- um er sæluhús Ferðafélags Islands, vermt hvera- hita. Þar skammt frá er ágætt flugvallarstæði, og svo er raunar víða um hálendið. Þangað mætti fljúga með fólk vetur sem sumar, og leyfa því síðan viðra af sér hversdaginn I heiðríkju jöklanna. Á veturna mætti einnig halda þangað uppi ferðum á snjóbílum. Þá þyrfti helzt stinga út skástu leiðirnar og setja niður bensínbirgða- stöðvar með hæfilegu bili. Þegar svo væri kom- ið, mætti segja að stór hluti öræfanna væri op- inn hverjum sem vildi. En til þess að allt væri sem ákjósanlegast, þyrfti vitaskuld reisa gott gistihús á Hveravöllum. Þetta er framtíðarsýn, þó langt í frá gripin úr lausu lofti, því að margir hafa unnið ötullega að þessum málum á liðnum árum. Ferðafélag Is- lands má telja oddvita. Starf þess verður ómet- anlegt komandi kynslóðum. Til dæmis eru þrjú sæluhús Ferðafélagsins á leiðinni, sem þeir félag- ar fóru um daginn (yfir Kjöl): við Hagavatn, Hvítanes og á Hveravöllum, það fjórða er stutt úr leið, í Þjófadölum, og það fimmta í Kerlingar- fjöllum. Það sjötta hefur Ferðafélag Akureyrar reist við Laugafell. Megi því þessi framtíðarsýn Guðmundar og annarra verða sem fyrst að reynd. Guðmundur Jónasson bílstjóri er Húnvetning- ur að ætt, frá Múla í Vestur-Húnavatnssýslu, sonur Jónasar Jónassonar bónda þar, og Guð- rúnar Jónsdóttur. Um tvitugt fór hann að heim- an, og hefur alla tið síðan fengizt við bílaakstur, eða samfleytt 30 ár. E. E. H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.