Vikan


Vikan - 03.04.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 03.04.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 14, 1952 11 Æ veiöum SAKAMÁLASAGA að einhver skyldi vera þar. Ef ég hefði getað farið beina leið inn til læknisins, þá hefði ég gert það. En nú ákvað ég að fara niður á benzínafgreiðsluna og biðja einhvern að aka með mig heim og tala við Sue sjálfa áður en ég talaði við lækninn eða nokkurn annan. Ég var dálítið kvíðafullur — og, jæja það var þetta sem ég gerði. Mér er sama hvort það er trúlegt eða ekki, því að það er sannleikur. Og ég veit ekki, hver var inni hjá læækninum, og í rauninni er þetta allt og sumt, sem ég veit.“ Henley skellti' aftur hurðinni og kom til þeirra. „Hafa þeir orðið nokkurs visari?“ spurði skír- isdómarinn. Henley hristi höfuðið. „Þeir hafa lista yfir alla þá, sem taka þátt í veiðunum, en þeir hafa ekki getað náð tali af öllum. Sumir eru ekki komnir á fætur, og aðrir eru á þönum um héraðið. Af þeim, sem þeir hafa fengið upplýsingar um, hafa þrír dottið af baki, en ekki í Luddingtonsskóg- inum.“ Hann leit á Woody: „Ég tók vel eftir því sem þér sögðuð, og ég verð að segja, að mér finnst það undarlegt." „Eigi að síður er það satt.“ „Segið það áftur.“ „Það skal ég gera, en sagan verður sú sama, því að það gekk til alveg eins og ég hef þegar sagt.“ Sagan var alveg eins, en Henley virtist ekki vera allskostar ánægður með hana, þó bar ekki á öðru en hann íhugaði hana. „Skyldi það hafa verið karlmaður eða kvenmaður, sem var inni hjá lækninum?" spurði hann að lokum. Woody hugsaði sig um andartak. „Ég hélt það hefði verið karlmaður. Það var talað í hálf- um hljóðum, svo að ég gat ekki greint orðin. En mér datt bara ekki í hug, að það gæti verið kven- maður." „Systir yðar var með svipu," sagði Henley. „Hún fannst seinna í biðstofunni." Woody fölnaði, en hann leit ekki undan augna- ráði Henleys. „Ég hefði þekkt rödd systur minn- ar, hvar sem var.“ „Einnig gegnum lokaðar dyr?“ „Ég hygg, að það sé rétt hjá honum," tók Benjamín skírisdómari fram í. „Ég býst við, að hann hefði þekkt rödd systur sinnar. Hann hefði aldrei sagt okkur þetta, ef það hefði verið rödd hennar, sem hann heyrði." Þessi rök virtust hafa nokkur áhrif á Henley, en eigi að síður sagði hann ákveðinn, að það væri engin endanleg sönnun. „Ég gæti svarið, að þannig var þetta," sagði Woody. „Þér mynduð nú sverja, hvað sem væri til þess að hjálpa systur yðar. Þér skulið ekki gera yður neinar vonir um, að þér fáið að koma fram sem vitni. Og ég ráðlegg yður að vera ekki að fmna upp einhverjar sögur til þess að hjálpa henni. Haldið yður við sannleikann . . .“ „Þetta er sannleikur." Það lá við, að bráðlyndið (þetta ákafa bráðlyndi, sem hafði einkennt hann frá því hann var barn) hlypi með hann í gönur. Skírisdómarinn sagði hraðmæltur: „Þér sögðust hafa farið?" „Ég sagðist hafa farið að benzínafgreiðslunni. Það er engin bílastöð í Dobberly, en mér datt í hug, að einhver af mönnunum við benzínaf- greiðsluna vildi keyra mig heim. Það var þó enginn bill, þegar ég kom þangað. Mér var sagt, að einn af mönnunum væri í mat og kæmi fljót- lega og ef ég biði þá myndi hann fara með mig heim. Á meðan ég beið, kom lögreglubíll til að taka benzín. Einn lögregluþjónninn fór að tala við mig og strax og hann vissi, hver ég var, vildi hann, að ég kæmi með.“ „Heyrið mig nú,“ sagði Henley. „Þér voruð i Dobberly kvöldið, sem frú Baily var myrt! Hvað vitið þér um morðið?" Og satt að segja vissi hann eitthvað. Það gat Sue séð, þvi að hún þekkti hann svo vel. Hún tók eftir varúðarglampa I augum hans. En hann ‘svaraði tómlega: „Ég veit ekki neitt, ef ég vissi eitthvað, segði ég frá því.“ Skírisdómarinn stóð á fætur. „Ef yður langar til að heyra mitt álit, Hen- ley, þá finnst mér, að þér ættuð að leyfa þess- um unga manni að fara að sinni. Við höfum nóg að gera, og það er senn kominn morgunn. Látið hann fara.“ Hann þagnaði andartak og bætti svo við: „Leyfið þeim að fara báðum." „Ég átti svo sem von á, að þér mynduð segja þetta. Við höfum enga sérstaka ástæðu til að gruna þennan unga mann — ekki aðra en þá, að hann var þarna. Það getur verið, að hann hafi skotið gamla manninn. Eða, ef til vill reynir hann að halda hlífiskildi yfir systur sinni. Ég skal leyfa honum að fara. En unga stúlkan verð- ur kyrr.“ Skírisdómarinn sagði eftir langa þögn: „Ég hygg að þetta sé ekki rétt af yður.“ „Látum hann bara fara heim til sín,“ sagði Henley. „Við getum alltaf sent eftir honum, ef með þarf. Unga stúlkan verður kyrr hér!“ Hen- ley settist og víkkaði beltið um tvö göt. „Ég vil heyra alla söguna aftur, og í þetta skipti er bezt að hafa hraðritara." Eftir mikið vafstur tókst að hafa upp á hrað- ritara. Það var ekkert tillit tekið til þess, sem skírisdómarinn sagði. Woody var vísað fram í fremri skrifstofuna, og dyrunum var lokað, og allt hófst á nýjan leik. Það var mjög fram- orðið. Og ennþá meira áliðið, er öllu var lokið. Mesti móðurinn virtist runninn af Henley og snyrtimennska í klæðaburði og tíguleg framkoma með öllu horfin. Sue fannst sem hún gengi í svefni — henni fannst hún hreyfa sig að gagns- lausu, og það sem hún sagði, fannst henni vera út í bláinn. Þegar þeir höfðu loksins lokið við að yfir- heyra hana, gaf skírisdómarinn skipun um eitt- hvað, sem hún heyrði ekki, hvað var, en skömmu síðar kom lögregluþjónn með heitt kaffi handa henni. Hún var svo skjálfhent, að hún gat varla haldið á hvítu þykku krúsinni. Skírisdómarinn opnaði fyrir hana dyrnar fram í fremri skrifstofuna. Loftið var mettað af vindl- ingareyk. Woody sat þar ásamt Shepson dómara, sem var gamall og þreytulegur. Kinnar hans voru siappar og innfallnar og hrokkið hárið var úfið. Hann stóð á fætur með erfiðismunum. ,,Þið skulið ekki fara út um aðaldyrnar," sagði skírisdómarinn. „Ég hugsa nú samt, að gatan sé mannlaus núna, en það er vissara, að þið farið út um aðrar dyr.“ Woody kinkaði kolli til samþykkis. Fótatak þeirra í stiganum rauf kyrrðina. Tveir þreytu- legir lögregluþjónar létu þau fara fram hjá án þess að spyrja þau nokkurs. Ferskt næturloftið lék um andlit Sue. Þau gengu eftir gangstéttinni. Shepson dómari gekk upp og niður af mæði. Þau sáu tvo bíla standa, þar sem gangstéttinni lauk. Jed og Fitz stóðu hjá öðrum þeirra og voru að reykja á meðan Framhaldssaga: eftir MiGNON G. EBERHART þeir biðu. Kamilla sat í öðrum bilnum og hnipr- aði sig saman. Hún var föl í framan. Sue sveið i augun vegna hins skæra ljóss, sem verið hafði í skrifstofu skírisdómarans. Það rann allt saman fyrir augum hennar. Hún heyrði, að Shepson dómari sagði: „Það verður ekkert af handtökunni, og ekkert gert meira í þessu í kvöld.“ Jed tók yfir axlir henni. Kamilla hafði farið út úr bílnum. Sue tók eftir, að það var einhver óttahreimur í rödd hennar, þegar hún talaði. Fitz opnaði bílinn sinn og lét Sue setjast í fram- sætið. Woody settist við hliðina á henni, svo að hún sat á milli hans og Fitz. Fitz setti bílinn i gang og sneri honum við á litla malborna torginu. „Hvað ertu búinn að biða lengi?" spurði Woody. „Frá því að ég kom með Shepson. Gat hann nokkuð hjálpað?" „Nei, hann fékk ekkert tækifæri til þess.“ „Eftir nokkra þögn sagði Fitz: „Ég var líka hræddur um það, en ég vissi ekkert, hvað ég ætti að gera . . .“ „Hver sagði þér frá þessu? Var það lögregl- an?“ „Ég var staddur hjá frænku þinni, þegar ég frétti það. Ég hafði verið hjá Shepson, en þegar ég kom heim, sagði Jason, að frænka þín hefði hringt. 1 stað þess að hringja til hennar, fór ég þangað sjálfur. Rétt þegar ég var kominn, hringdi síminn, ég svaraði, það var lögreglu- þjónn, sem hringdi eingöngu til þess að segja frá þessu. Hann sagði, að- skírisdómarinn hefði sagt honum að gera það — ég hugsa, að Sue hafi beðið hann um það. Nú veit öll sveitin þetta.“ „Hvernig tók frænka þessu?" „Eins og við var að búast. Hún. er nú svo dug- leg . . . svo sótti ég Shepson." Þau óku sömu leið og hún og Fitz höfðu farið, beygðu í áttina til Dobberly og áfram heim á leið. Allt í einu fannst Sue rödd Woodys svo skýr og hvell fyrir eyrum sér: „Það er Jed, sem skaut Ernestínu." Billinn tók ofurlitla sveiflu út á aðra vegar- brúnina, og Fitz sagði: „Veizt þú eitthvað um þetta eða er þetta bara eitthvað, sem þú held- ur ?“ „Ég hef ekki séð það með eigin augum, ef það er það, sem þú átt við. En sjáðu nú til, Sue sannaði fjarveru Jeds með þvi að sverja, að hún hefði séð hann í bílnum. Hún elskar hann. En nú er um að gera að fá hana til að segja sannleikann, það skiptir engu máli, hvað um Jed verður. Líf hans eða hennar er í veði. Ég vissi, að þetta myndi fara svona," sagði Woody, og það gætti óánægju í rödd hans, sem var hás. „Ég las blöðin, og hvert orð, sem hún sagði, var gegn henni sjálfri. En nú skal hún fá að segja sannleikann um Jed.“ Sue, sem var yfirkomin af þreytu, hugsaði með sjálfri sér: „Ég get ekki talað um þetta núna. Ég er svo þreytt, og Woody er svo þver- móðskufullur. Ég get það ekki núna.“ „Hún hefur sagt sannleikann, Woody,“ sagði Fitz. „Ég trúi því ekki. Ég er viss um, að Jed hefur gert þetta. Það var Sue, sem bjargaði honum með því að sanna, að hann hefði verið fjarver- andi, og ef hún vill ekki viðurkenna það, þá verðum við að fá Jed til að játa.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.