Vikan


Vikan - 03.04.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 03.04.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 14, 1952 13. KAFLI. Eftir langa þögn, sagði Fitz stillilega og ákveðið: ,,í>að er bezt að ég segi þér, hvað hefur komið fyrir, Woody. 1 rauninni hefurðu aldrei haft tækifæri til að heyra það allt saman." Og hann sagði frá því, sem fyrir hafði komið allt frá þeim degi, sem Woody hafði farið að heiman, en það var daginn eftir, að Ernestína var myrt. Og Woody sat þögull og hlustaði, þangað til bílljósin féllu skyndilega á rök lár- berjablöðin. Bíllinn tók beygju og ók upp að tröppum milli hvítra súlna. Það var !jós í and- dyrinu. Kristín beið þeirra. Hún sagðist hafa getað fengið Karólínu til þess að hátta fyrir nokkrum klukkutímum. ,,Ég gaf henni nokkrar pillur, sem læknirinn lét okkur fá í gærkvöldi!“ Henni varð litið á Sue og gekk þegar í stað á undan þeim upp tröpp- urnar. Fitz bar Sue næstum því og Woody kom á eftir. „Heldurðu, að ég eigi nokkur nátt- föt hérna heima, Kristin, og rakvél? Allt mitt dót er á stöðinni." Kristín færði Sue úr reiðstígvélunum og tók af henni krumpað bindið. En hvað var langt síðan hún hafði hnýtt það á henni — skjálf- hent og í miklum flýti! Fyrir alla muni, hafið ekki hátt, Woody. Þér vekjið Karólínu,“ sagði Kristín í umvöndunar- tón við Woody, sem hafði tekið annað stígvélið, auðsjáanlega vegna þess að hann vildi rétta hjálparhönd með einhverju móti, og nú stóð hann ráðleysislegur með það í hendinni, og Kristín mun liklega hafa verið hrædd um, að hann henti því frá sér alveg óafvitandi. „Ég kem hérna með mjólk,“ sagði Fitz allt í einu fram við dyr. Kristín sneri sér við, áhyggjufull á svip. „Ég held, að það væri bezt, að þér og Woody færuð niður, þið þurfið eflaust að tala saman, en verið nú samt ekki á fótum í alla nótt. Það er nú reyndar ekki langt til morguns. Getið þér ekki staðið upp rétt sem snöggvast, Eue, svo að ég geti klætt yður úr reiðbuxunum." Woody og Fitz voru farnir. Það var koníaks- bragð af mjólkinni. „Hvernig varð frænku við?“ Kristín setti á sig totu. „Við biðum og biðurn og Karólina varð æ kvíðafyllri. En þér þekkið hana — hún reyndi að láta ekki á því bera. Svo kom Fitz, og lögregluþjónninn hringdi og . . .“ Kristín hristi höfuðið, hún var bæði reið og hrelld að sjá. „Fitz fór strax til Shepsons, dóm- ara. Skömmu síðar heyrðum við í Jeremy gamla, og Karólína fór út með vasaljós, og þarna stóð hann aleinn með stórt sár á einum fætinum. Karólína varð óttaslegin. Hún var hrædd um, að þér hefðuð meiðzt, og það væri verið að leyna hana einhverju. Hún hringdi hvað eftir annað, og loksins náði hún í skírisdómarann, og hann sagði, að þér væruð í dómshúsinu. 1 fang- elsi!“ bætti Kristín við næstum því volandi og liélt á náttkjól Sue. „Já, svona,“ sagði hún um leið og hún hjálpaði henni í hann. „Nú, svo mundi ég allt í einu eftir pillunum. Jæja, nú slekk ég ljósið, og ég verð hérna í næsta herbergi, ef þér eða Karólinu skylduð þurfa einhvers með.“ „Gleymdu ekki Woody,“ sagði Sue og fannst sem hún heyrði sína eigin rödd í fjarska. „Hef ég nú ekki alltaf hugsað um Woody?“ sagði Kristín um leið og hún fór. Sue vissi ekki hversu lengi Fitz og Woody töluðu saman niðri í dagstofunni. Það var ekki fyrr en síðar, að hún komst að því, að Fitz íór ekki eftir að Woody var háttaður. Hann hafði numið staðar á tröppunum í grárri morg- únskímunni og horft á bílinn sinn. Því næst hafði hann farið inn aftur vegna kvíða, sem hann gat ekki sjálfur gert sér grein fyrir af hverju staf- aði, og það sem eftir var nætur hafði hann leg- ið á slitnum legubekk í bókaherberginu, en hafði átt í nokkru höggi við Reveller áður en hann fengi að halla sér út af. Kristín kom þarna að honum um morguninn, gaf honum að borða og fór út og horfði á eftir honum. Þegar hann fór upp í bílinn tók handbremsuna af og lét hann renna niður brautina til þess að vekja hvorki Sue né Karólínu. Niðri við beygjuna setti hann mótorinn í gang og ók heim I rigningarúðanum. Þessi dagur var upphaf tímabils, sem leið líkt og í þoku fyrir Sue, og ef til vill fleirum. Það komu stundir, sem voru raunverulegar og aðrar sem virtust ótrúlega fjarri veruleikanum. Lögreglurannsókn var nú hafin og sóttist seint, allt var rækilega rannsakað, en með mikilli leynd, að minnsta kosti, hvað varðaði Sue og Karólínu, sem mest snerist um. Kimningjar Sue gerðu allt til að vernda hana. Shepson dómari kom hvað eftir annað, og hún varð að segja, það sem hún vissi um morðið á Luddington lækni æ ofan í æ. Fitz og Woody, Jed, Karólína og Kristín og jafnvel Ruby og Wat sátu í bóka- herbergi Karólínu og ræddu málið og tíndu til allt það, sem gæti komið að gagni í þeirri máls- vörn, sem þau vissu, að yrði óhjákvæmileg. En þau urðu einskis visari af öllum þessum umræð- um. Líkskoðunin fór fram fyrsta daginn. Hún tók stuttan tima og var einungis fólgin í upptaln- ingu þeirra staðreynda, sem öllum voru kunnar. Það voru fáir viðstaddir. Skírisdómarinn hefur, ef til vill flýtt henni til þess að komast hjá því að vekja athygli og eins að forðast troðning í réttarsalnum. Nafn Sue var ekki nefnt í úr- skurðinum. Það var ókunn manneskja, sem hafði myrt Luddington lækni. Eftir þetta var ekki um annað að gera en bíða þess, að lögreglan gerði frekari ráðstaf- anir. En það var greinlegt, að málið mundi tefjast, þar eð skírisdómarinn var mótfallinn því að láta handtaka Sue, en Henley krafðist þess, og báðir gerðu allt, sem þeir gátu til þess að finna sönn- un, sem gæti leyst hnútinn. Sue fékk aldrei að vita, hvað blöðin sögðu um morðið, Kristin sá um það, og Sue spurði einskis. Enginn hringdi til þeirra. Blaðamönnunum hefur ef til vill verið gert skiljanlegt, að þeim væri bezt að leita upplýsinga hjá lögreglunni, en hin- um venjulegu símahringinum, heimboðum og rabbi var einnig lokið — ekki sökum óvildar heldur ef til vill af meðaumkun, sem kom þann- ig fram. Það voru oft einn eða tveir lögregluþjónar niður við hliðið. Það var ekki um að villast, að þeir höfðu gát á húsinu. Fitz og Kristínu til mikils hugarléttis, enda þótt hvorugt gæti sagt ástæðuna fyrir því. Luddington læknir var jarðaður á sunnudag. Litla kirkjan með hvítu turnspirunum, var fullskipuð. Fólk stóð á götunni fyrir framan hana og í kirkjugarðinum. Karólína, Sue og Woody voru auðvitað við jarðarförina og dyra- vörðurinn, ungur maður, sem vann á benzinaf- greiðslunni og þekkti þau, vísaði þeim til sætis á næsta bekk fyrir aftan Ruby og Wat. Með því vottaði hann opinberlega, að Sue hefði ekki skot- ið Luddington lækni, að hans áliti, og að sá orð- rómur, sem gengi, ætti ekki við neitt að styðj- ast. Ruby sneri sér við í sæti sínu og talaði við þau. Hún var róleg og stillt, en ekki var laust við, að hinn fagri litarháttur hennar væri með gráleitum blæ, og það voru dökkir baugar í kringum augun. Þegar þau gengú fram eftir kirkjugólfinu, tók Wat undir handlegg Karólinu, svo að allir sáu, og þau gengu út í litla, gamla kirkjugarðinn með mosavöxnu legsteinunum. Þau fóru öll heim með Fitz og borðuðu hjá honum. Jed sat í rauða hægindastóLnum með leðuráklæðum og varð smám saman rauður i framan af Búrgundarvíninu, sem Fitz veitti. Hundurinn Kerry kom og lagði höfuðið í kjöltu Sue, og hún minntist þess dags, er hún hafði gætt honum á köku, þegar hún hafði hugsað sér, að hún ætti eftir að eiga þessa stofu með Fitz. Regnið hafði lamið rúðurnar og það snarkaði í eldinum, hún hafði séð í huganum að- eins andartak það, sem henni var þegar ljóst þá, að yrði aldrei annað en draumur. „Hin kon- an“ í morðmálinu hæfði ekki þessum stað. Að ofan: Höfnin í Rio De Janeiro er svo djúp, að allir flotar heimsins geta lagzt þar að. — Neðst til vinstri: Þrír forsetar Bandaríkjanna börðust í uppreisninni gegn Englendingum — fimm í styrjöldinni 1812 — þrlr í mexíkanska stríðinu — sex í borgarastyrjöldinni — einn í styrjöldinni við Spánverja og einn í fyrri heimstyrjöldinni. — Neðst til hægri: Hver er talin bjartasta stjarna himinhvolfsins ? — Sírius.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.