Vikan


Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 16, 1952 3 LEIKSKÖLINN DRAFNARBORG Myndirnar hér að ofan eru frá leikskólanum Drafnarborg. „Aðsóknin er svo mikil,“ sagði Bryndís Zöega forstöðukona, þegar við áttum tal við hana um daginn, „að mikill vandi er að greiða úr svo öllum liki. Það eru alltaf einhverjir að spyrja um pláss.“ — 1 Drafnarborg eru nú um 100 börn. Tveggja og þriggja ára börn eru fyrir hádegi frá 9—12. Þau eru um 40 að tölu. Frá 1—6 eftir hádegi eru börn þriggja til fimm ára. Þau eru 60 að tölu. Flest börnin eru þó um þriggja ára aldur. Börnin leika sér ýmist úti eða inni eftir því sem viðrar. Inni við una þau sér við ýmiskonar föndur, mála með vatnslitum, lesa bækur, móta leir, byggja úr kubb- um og fleira. Á veggjum heimilisins eru fjölmargar vatnslita- myndir, sem börnin hafa gert: það eru skærar og fjölbreyti- legar litasamsetningar. Úti við leika börnin sér í sandköss- um, rólum og grindum. Sömuleiðis er þarna aflóga skekta, svo ekkert er hægara er bregða sér í dálitla sjóferð. Þegar vel viðrar er farið í göngufeðir. Leikskólinn er vel settur í bænum, því bæði er skammt að fara út úr bænum sem og niður í hjarta hans. Til dæmis er farið niður á Náttúrugripa- safn, oft og einatt niður í f jöru að tína skeljar, og meira segja kom stundum fyrir í fyrrasumar að farið væri út í Örfirisey og síðdegismjólkin drukkin þar í góða veðrinu. Það vou líka stærstu atburðir sumarsins. (Ljósm.: Hjálmar R. Bárðarson). Starfsemi Sumargjafar 1951. (Vikan fór þess á leit við Boga Sig- urðsson framkvæmdastjóra Sumargjafar að fá leyfi til að birta skýrslu um starf- semi félagsins, og fer hún hér á eftir). Félagið starfrækti barnaheimili allt árið, eða 365 daga. Starfsemin var í 7 húsum og 11 deildum, eins og hér segir: 1. Grœnaborg: Sumarleikskóli frá 2. júní til 9. sept. Starfsdagar 84. Dvalar- dagar 5288. Barnafjöldi 128. 2. Vesturborg: Ársstarfsemi, vistar- heimili. Starfsdagar 365. Dvalardag- ar 6130. Barnafjöldi 45. 3. Tjarnarborg: 1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga (sumarfrí frá 17. júlí til 3. ágúst). Starfsdagar 290. Dvalardagar 17927. Bamafjöldi 138. 2. Leikskóli: Starfaði alla virka daga frá 2. jan. til 1. júní og frá 1. okt. til 31. desember. Starfsdagar 200. Dvalardagar 8277. Barnaf jöldi 107. 4. Suðurborg: 1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga. (Heimilinu lokað frá 14. júlí til 30. júlí. Sumarfrí). Starfsdagar 290. Dvalardagar 14060. Barnafjöldi 138. 2. Leikskóli: Starfaði alla virka daga frá 2. janúar til 1. júní og frá 1. október til 31. des. Starfsdagar 209. Dvalardagar 5963. Barna- fjöldi 98. 3. Vöggustofa: Ársstarfsemi. Starfs- dagar 365. Dvalardagar 6027. Barnafjöldi 38. 5. Steinahlíð: 1. Leikskóli: Starfaði alla virka daga frá 2. jan. til 15. febr. Starfsdagar 49. Dvalardagar 708. Barnafjöldi 23. 2. Dagheimili: Alla virka daga frá 15. febr. til 31. des. Starfsdagar 264. Dvalardagar 7537. Barna- fjöldi 79. Breytt var um rekstur í Steinahlíð á árinu. Eins og sést á því, sem hér að framan er skráð var leikskóli í Steinahlíð frá 2. jan. til 15. febr. Þá var breytt um rekstur og stofnað dagheimili, sem þar hefur verið starfrækt síðan. 6. Drafnarborg: Leikskóli starfaði allt árið. Starfsdagar 301. Dvalardagar 22096. Barnafjöldi 265. 7. Barónsborg: Leikskóli starfaði þar allt árið. Starfsdagar 300. Dvalardag- ar 25510. Barnafjöldi 350. Starfsdagar stofnana félagsins urðu þannig á árinu samtals 2.717 (í fyrra 2.403). Á árinu komu alls 1.409 börn á heimili félagsins (1.123 í fyrra). Börn þessi voru frá eins mánaðar til átta ára. Dvalardagar barna á árinu urðu samtals: 120.390 (81.874 í fyrra). Dvalardagatalan er þannig um V3 hærri í ár en hún var í fyrra. Þessi aukn- ing kemur hér um bil öll fram á leikskóla- starfsemi félagsins og er fyrst og fremst hinum nýju húsum, Drafnarborg og Bar- ónsborg, að þakka, en þar var nú í fyrsta skipti rekinn leikskóli allt árið. Helzta og mikilvægasta breyting á rekstri félagsins varð sú, að bærinn tók við þeim vistarheimilisbörnum, sem verið hafa í Vesturborg, frá 31. des. 1951 að telja, svo að frá ársbyrjun 1952 getur félagið ráðstafað húsinu Vesturborg til annars reksturs. Þetta er fyrsta heila starfsár hinna nýju leikskóla í Drafnar- borg og Barónsborg. Verður ekki annað sagt en að rekstur þessara stofnana hafi gengið vel. Heilsufar barnanna var frekar kvilla- samt á árinu. I Vesturborg gengu misling- ar yfir fyrri part ársins og upp úr þeim fengu nokkur börn lungnabólgu. Árið 1951 er 14. árið, sem félagið starf- rækir vistarheimili og jafnframt næst- seinasta árið, því að samkvæmt skýlausu loforði bæjaryfirvalda Reykjavíkur verð- ur félagið losað við rekstur vistarheim- ila að fullu og öllu hinn 1. maí 1952, og er þá fyrst komið í það horf, sem félag- ið hefur stefnt að undanfarin ár, að bæj- arfélagið sjái um rekstur vistarheimila, en Sumargjöf annist frekar dagstarfsem- ina. Þetta er 12. árið, sem félagið starfræk- ir leikskóla, 12. árið, sem það starfrækir dagheimili og 6. árið sem Uppeldisskóli Sumargjafar starfar. Var hann til húsa í Steinahlíð sem fyrr. Úr skólanum hafa verið brautskráðar 30 námsmeyjar. Und- anfarin ár hefur skólinn verið með sér- stakt og aðskilið reikningshald og sérstaka fjárhagsáætlun, en þar sem Sumargjöf hefur ætíð greitt reksturshalla skólans og hann er rekinn á ábyrgð félagsins í einu og öllu, þótti nú rétt að sameina rekstur hans bókhaldslega öðrum rekstri félags- ins. Frá því félagið hóf starfsemi sína 1924 og til ársloka 1951 munu hafa kom- ið á barnaheimili félagsins í Reykjavík kringum 9.165 börn. Fjárhagsafkoma félagsins í heild var slæm á árinu. Á árinu veitti bæjarsjóður félaginu 140 þúsund kr. aukaframlag vegna síaukins kostnaðar við vistarheim- ilisreksturs, sem félagið hefur að undan- förnu rekið fyrir bæjarfélagið. Félagsmenn voru um áramót 836. Kjörorð félagsins í framtíðinni skal vera það sama og hingað til: Fleiri dag- heimili. Fleiri leikskóla. Fjarlægjum smá- börnin slysahættu götunnar. Gleðilegt sumar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.