Vikan


Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 16, 1952: r=s=fD ÓA. ÞÝDD SMÁSAGA 1 Við rekumst sífellt á nýja menn, konur og karla, unga og gamla. Við og við sé ég „Óu“ eins og hún var, barnunga, grannvaxna og þeldökka og ó- framfærna. Hvernig líður þér, Óa? hugsa ég með mér. 1 þá tíð hefur þú ef til vill verið sextán ára. Ó, drottinn minn ... Hún kom svífandi fram milli tveggja stórvaxinna álma fyrir utan matsöluhúsið, þar sem ég gisti. Öa kom á hverjum degi í rökkurbyrjun og beið þess, að ég kæmi út á svalirnar til þess að stríða henni. Þegar ég opnaði dyrnar hopaði hún örlítið aft- ur á bak, stóð svo kyrr og horfði á tærnar á skónum sínum, sem hún hreyfði fram og aftur í sandinum meðan ég lét eins og kjáni og erti hana. Skyndilega leit hún upp og brosti. Tvö dökk augu glömpuðu framan í mig eins og tveir vit- ar, tveir heitir blossar í fölu og yndislegu andliti. Líkaminn kvenlega grannur, en þó ekki horaður, langir armar og lang- ar hendur. Allhá eftir aldri, ber- sýnilega af suðrænum uppruna, spænsk. Já, það er nú svo. Spán- verjar heimsóttu írland á sín- um tíma, hugsaði ég. Allir þar um slóðir þekktu hana, því að allir þeir mörgu, sem bjuggu í litlu timburhús- unum uppi á hæðinni, þekktu VEIZTU —? ríkjunum. Hvaða ríki varð fyrst til þess? 2. Hvað heitir stærsti flokk- ur Irlands? 3. Hvenær var Metrapólitan- óperan í New York opn- uð í fyrsta sinn? 4. Hvað er að nölta? 5. Hvor mundi vera fljótari að hlaupa fíllinn eða mað- urinn ? 6. Hvað er Evrópa stór? 7. Hver var Luca della Robbia ? 8. Hverjar eru helztu fram- leiðsluvörur Pensylvaníu ? 9. Hvað er basilíka? 10. Þorkell mælti: „Hver er sá hinn mikli og hinn feiknlegi, er fjórir ganga fyrri, fölleitur og skarp- leitur, ógæfusamlegur og illmannlegur ?“ Hver var sá? Sjá svör á bls. lh- hver annan. Ég vissi það eitt, að hún var kölluð „Óa“. Allir írsku karlmennirnir á hæðinni unnu í verksmiðjunni, en hún var sú stærsta í sinni grein í allri hinni stóru Pennsylvaníu. Fljótt á litið virtist svo sem ekkert færi fram á milli mín og Óu, en samt gerðist þó eitt- hvað. Hún staðnæmdist þarna bara á hverjum degi, og ég gekk út og erti hana. En áður langt liði, fór ég að sakna hennar mjög, þegar hún kom ekki. Ein- staka sinnum kom hún ekki. Ég var ekki nema tuttugu og eins, og það var að vorlagi. Um miðjan maí sást hún ekki í átta daga. Frú McLaughlan brosti hæðnislega með sjálfri sér í hvert skipti sem hún sá mig. við gluggann á þessu tímabili. Dálítið illgirnislegt bros í feit- fölu andliti. Ég fann svo sem ákaflega vel hið írsk-kaþólska, dyggðum sýrða og mollulega andrúmsloft í matsöluhúsinu. Sú gildvaxna og fölbleika fni McLaughlan lét mig kenna á því. En freknótt og rauðhærð starfstúlka hló og stríddi mér áberandi. Það bætti sízt úr skák. Þegar Óa kom loks í augsýn, kom hún alla leið niður að svöl- unum, horfði á tána á skónum, sem iðuðu aftur og fram í sand- inum, og sagði hljóðlega: — Ég hef verið veik. Svo hopaði hún í flýti aftur á bak. Eins og stygg- ur hreinn, hugsaði ég. Ég ósk- aði mér, að hún segði eitthvað aftur, því að röddin var einskær hljómfegurð. Hún leit upp nokkrum sinnum, en ég fékk ekki af mér að stríða henni að þessu sinni. Svo kom hún á hverjum degi í nokkra daga. Nú var sumarið komið fyrir alvöru og heitt í veðri. Trén voru í fullum skrúða. Ég tók mynd af henni á mynda- vélina mína, og hún horfði ó- feimin og brosandi á mig, þeg- ar ég smellti af. Þá mynd á ég enn. Það var Óa eins og hún var þá, fyrir mörgum, mörgum árum. Með löngu millibili tek ég myndina upp og horfi lengi á hana. Þá er ég tuttugu og eins aftur, og það er sumar í Penn- sylvaníu. Á hverjum morgni, þegar ég fór niður í verksmiðjuna, þá sá. ég Óu í litlu húsi dálítið hærra upp í brekkunni. Hún veifaði aldrei, en stóð þarna aðeins við opnum glugga og fylgdi mér úr hlaði með augunum. Ef hún stóð þar ekki, þá fannst mér eitthvað vanta á þeim morgni. En næsta morgun var hún aftur komin í gluggann, og allt var eins og það átti að vera. Sumarkvöld nokkurt, þegar rétt var farið að húma, varð ég afskaplega glaður. Ég mætti ó- vænt Óu og mömmu hennar, þar sem þær leiddust undir laufum trjánna í hljóðri götu uppi á brekkunni. Móðirin brosti, og Óa brosti, og báðar kinkuðu kolli til mín. Nú var það siður í landinu, að kona átti rétt á að heilsa að fyrra bragði. Ef henni fannst maður þess verður, hneigði hún höfuðið og gaf til kynna, að karl- maðurinn mætti náðarsamlegast lyfta hattinum alla leið upp af höfðinu. Það var bersýnilegt, að móðir Óu fannst allt í lagi með mig. Það yljaði mér um hjarta, og auðvitað fór mér að þykja vænt um móðurina, þessa lág- vöxnu, dökkhærðu, írsku konu. Svo að segja allir í brekkunni voru írskir, nokkrir þeirra lag- legir, en aðrir aftur á móti-- írskir og kaþólskir, svo til ólæs- ir, og flestir þeirra hjátrúar- fullir. Og síra Patrekur gekk hljóðlega um á meðal þeirra og gætti þeirra fyrir hönd Guðs og verksmiðjunnar. Því að þeir fluttu Irland með sér til Gósen- landsins, og þar sungu þeir um Erín og þá dreymdi um, að þeir kæmu aftur heim með frelsi og fullar hendur fjár. (En að safna í sparisjóðsbók, þegar menn vinna sér inn tvo dali á dag, það gengur svo sorg- lega seint.) Árla sunnudag nokkurn, þeg- ar ég vissi, að foreldrarnir voru í kirkju, gekk ég í hægðum mín- um upp í brekkuna. Eg veifaði einu sinni, leit í kringum mig og veifaði aftur varfærnislega. Ég var áreiðanlega búinn að sitja í fullan hálftíma í brekkunni, rétt hjá læk, þegar Óa kom -svíf- andi og drúpti höfði. Æ, það var ekki laust við glettni í brosi hennar. Hún nam staðar nokk- urn spöl frá mér og sagði með syngjandi fallegri rödd: — Hvað er þér á höndum. Ég svaraði: — Óa ? Hérna er mynd af mér. Viltu eiga hana? Hún hikaði dálítið, svo færði hún sig nær og teygði hand- legginn í áttina til mín. — Thank you, hvíslaði hún. Ég settist í grasið. Seztu svolitla stund, sagði ég. Hún settist allfjarri mér, sat hljóð og horfði á mynd- ina. Hún stóð ekki lengi við. Efst uppi á hæðinni sneri hún sér við og veifaði. Grannvaxin stúlka í stuttum kjól brosti og veifaði í sólskininu, sunnudags- morgun í Pennsylvaníu. Síðari hluti mánudags og mánudagskvöld. Óa kom ekki í ljós á milli trjánna. Allt í einu stóð reiður Iríendingur í svala- stiganum. Augun skutu neistum, andlitið var grett. Myndin af sjálfum mér þaut gegnum loftið ásamt reiðiyrðum og asnalegum ásökunum. Hvað var um mig? Var ég ekki freistarinn, svín og fyrst og fremst heiðingi. Allir í brekkunni vissu, að ég var heiðingi; var ekki í neinum söfnuði, því sízt í hinni einu sáluhjálplegu kirkju, hinni kaþ- ólsku. — Afsakið, sagði ég. — Ég Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „Hann var bæði mikill og sterkur, manna fríðastur sýn- um og hærður vel, blíður í máli, örlátur, stilltur vel, manna bezt vígur, góðorður til allra manna og vinsæll.“ Hver er maðurinn og hvar stendur lýsingin ? Svar á bls. 14. hefi ekki móðgað Óu. Yður skjátlast. Þér eruð illorður. Þér hafið saurugar hugsanir. Svei, sagði ég út um gættina. Og á eftir tautaði ég: — Eins og þetta var saklaust, drottinn minn, eins og þetta var saklaust um mig og Óu. Um kvöldið rjátlaði ég þetta af mér á langri göngu upp dal- inn í tunglskininu. — Óa, hugs- aði ég. — Óa, sagði ég upphátt. Svo fór ég heim og lá fyrir opn- um glugga og starði út á milli trjánna. Það leið skuggi út úr skugga trésins. Óa stóð á götunni í tunglskininu. Óa? hvíslaði ég. Hún leið nær og rétti fram hönd. ina^ — Myndina, hvíslaði hún. Ég sótti myndina. Ég fann fyrir grönnu, fallegu hendinni í hönd minni. — Ég þakka, hvíslaði hún. Hún leið inn í skuggann á bak við tréð og hvarf. Næsta morgun stóð hún ekki við gluggann og hún birtist ekki milli trjánna í húminu. Mér barst til eyrna, að hún væri farin norður. Þegar hún kom aftur, dvaldist ég ekki í Pennsylvaníu. Ég sendi bréf, sem faðirinn endursendi. Jörðin snerist um möndul sinn og gekk sína braut í sex löng ár. Eða máske þau hafi verið stutt. Ég fór líka mína braut, bjó í borgum, gekk um götur, vann í vinnustöðvum, í verk- smiðjum, ferðaðist undir jörð- inni og yfir jörðinni og á hafinu og mætti ekki allfáum konum á þessum sex árum. Ef til vill er það einhver á einhverri stjörnunni, sem teikn- ar hringferðir manna og kráku- stigu á jarðhnettinum. Ef til vill situr einhver Ariadne og heldur á hnyklinum, en við drög- um þráðinn á eftir okkur og bú- um til með honum undarlega hringi á hnettinum. Ef til vill er einhver veran að fást við kukl og veldur því, að þræðir tveggja mannvera liggja að síð- ustu saman aftur. Hvað vitum við ? • Ég sat við gluggann í hrað- lest, sem þaut inn á litla stöð í Michigan. Lestin hemlaði snöggt og nam staðar við hlið- ina á lest, sem ætlaði í gagn- stæða átt. Ég hékk í gluggan- um og einblíndi á fagurt konuandlit, sem sást í glugg- anum í hinni lestinni. Það var ekki mikið meira enn einn metri á milli okkar. Við horfð- umst í augu. Svona höfðu lest- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.