Vikan


Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 16, 1952 5 i Framhaldssaga: Konkvest 8 skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY notaði morðinginn tækifærið til að vega að hon- um aftan frá, á þennan óvenjulega hátt.“ „Hann vissi lika, að morðinginn var þarna, en hafði enga ástæðu til að óttast árás,“ sagði Sutton hugsandi. „Hver annar en stúlkan . . .“ Hann þagnaði. „Ég er ekki sannfærður um þetta yfirlið hennar. Eruð þér viss um, að það hafi ekki verið nein látalæti ? Gleymið ekki hve rugl- uð hún var, þegar hún opnaði dyrnar fyrir okkur.“ „Var hún utan við sig?" andæfði yfirforinginn. „Fyrir alla muni látið ekki yfirborðsútlit hlut- anna rugla yður, Sutton. Að þvi er mér virðist, bar framkoma hennar helzt vott um undrun — og það var mjög eðlilegt. Ég er ekki vanur að láta fallegt andlit ráða neinu um viðhorf mitt til hlutanna, — en fjandinn hafi, að ég gæti feng- ið mig til að trúa því, að þessi stúlka hafi stung- ið prjóninum í bakið á frænda sínum. Gat hún gert það? Hafið þér athugað, hve mikla krafta þarf til slíks lags?“ „Ég skil ekki, að miklg krafta hafi þurft til,“ sagði Sutton. „En leikni — eflaust. Hún hefði orðið að þekkja rétta staðinn, — og manni með nokkra þekkingu í líffærafræði yrði ekki skota- skuld úr því. Hún gæti hafa ásett sér þennan verknað fyrir löngu síðan, án þess við höfum nokkra hugmynd um, og lesið sér til þekkingu á líffærafræði. Hvað vitum við!“ „Og verið svo hyggin, að velja þann tíma er það var á allra! vitorði, að hún var ein með fórn- ardýri sínu, og á þann hátt lagt snöruna örugg- lega að eigin hálsi,“ urraði Williams og hristi höfuðið. „Fjandinn eigi það, Sutton, þetta stend- ur ekki heima . . .“ Hann hætti i miðju kafi, því Davidson undir- foringi kom inn í þessu og var stórvaxinn lög- regluþjónn í fylgJU með honum. „Hún er enn í yfirliði," sagði undirforinginn og sneri sér að Williams. „Ég var að enda við að líta á hana. Hérna er lögregluþjónninn, sem þér báðuð mig að ná í. Allt er kyrrt í húsinu; enginn sjáanlegur neinstaðar." Sutton fór með lögregluþjóninn að dyrunum á setustofunni og skipaði honum að standa þar vörð. Bobby lá á legubekknum og virtist enn með- vitundarlaus. „Hafið auga með henni, og ef hún hreyfir sig, þá látið mig strax vita,“ sagði lögregluforing- inn. „Þetta er nægilegt, þar til lögreglukona kemur á vettvang,“ bætti hann við um leið og hann kom aftur inn í lesstofuna. „Það ætti að fara að koma skriður á þetta bráðum, herra minn. Læknirinn er líka á leiðinni. Sáuð þér engan niðri, undirforingi?" „Ekki lifandi sál.“ ,,Nú, það hlýtur þó einhver að vera í húsinu, sem getur gefið okkur einhverjar upplýsingar. Það er ekki enn mjög framorðið. Ég þarf að fá vitneskju um, hvort nokkur hefur heimsótt Ólífant í kvöld," Hann flýtti sér niður dimman stigann og Williams fór með honum, en Davidson var eftir hjá líkinu. Þegar þeir komu niður í skrautlega anddyrið, var þar enginn. Sutton hringdi dyra- biöllunni, og að stundarkomi liðnu var hurðin opnuð af Cardew lækni sjálfum. Hann var í innislopp og ilskóm. „Afsakið ónæðið, herra minn, en getið þér sagt mér hvort hér sé nokkur umsjónarmaður eða húsvörður?“ „Já, vissulega. Hann heitir Beeding," sagði læknirinn með undrunarsvip. „Hann býr í kjall- aranum. Inngangurinn í ibúð hans er utan á hús- hliðinni. Er nokkuð að?“ „Ég er nú hræddur um það, herra minn. Við erum lögregluforingjar. Hr. Ólífant, sem býr á efstu hæð, hefur verið myrtur.“ „Guð sé oss næstur! Þá hefur aumingja stúlk- an talað i fullri meiningu. Ég óttaðist alltaf, að Ólífant mundi knýja hana til einhvers óyndis- úrræðis." „Samdi þeim illa, herra minn?“ „Samkomulagið var víst eins og það verst gat verið, er ég hræddur um,“ sagði Cardew. „Þér hafið sjálfsagt heyrt um deilu þeirra i kvöld . . .“ Hann þagnaði snögglega. „Eða kannski þér haf- ið ekki heyrt það?“ „Ég er að heyra það núna, herra minn,“ sagði lögregluforinginn þurrlega. „Þér heitið . . .?“ „Ég heiti Cardew og er læknir. Ég er leigj- andi á þessari hæð. Hr. Ólífant lét breyta henni sérstaklega fyrir mig . . . Ég get ekki varizt þess að hugsa um aumingja stúlkuna. Svo þetta eru þá afleiðingarnar af harðstjórn og kúgun gamla mannsins. Hvílíkur sorgarleikur! Ég er viss um að ungfrú Ólífant hefur haft fyllstu ástæðu til, ef hún á einhverja hlutdeild í þessu. Ég get vel dæmt um lyndiseinkun fólks, og ég veit, að hún er ekki heiftrækin. Hvernig líður henni? Hefur hún meðgengið . . .?“ „Hún hefur ekkert meðgengið, herra minn. Hún hefur ekkert sagt. Það steinleið yfir hana, þegar við opnuðum dyrnar á lesstofunni og hún sá lík frænda síns,“ sagði Sutton. „Hún féll um, að minnsta kosti. Þér eruð læknir . . . já, auð- vitað, Wigmorestræti . . . kannski þér vilduð skreppa upp og líta á ungfrúna, herra minn?“ „Vissulega," svaraði læknirinn hálf-hikandi. „Hvað viðvíkur þvi, sem ég sagði áðan . . . þá má vel vera, að það sé rangt. Sennilega gerði Beeding meira úr þessu en ástæða var til. Hann er málskrafsskjóða og heimskingi." „Við skulum ræða það mál seinna, læknir," sagði lögregluforinginn. „Ef þér viljið gera svo vel að útbúa yður, þá ætla ég að skreppa niður til húsvarðarins og hitta hann að máli.“ „Ég verð tilbúinn innan þriggja minútna." Um leið og þeir gengu niður götutröppurnar og út í þokuna, leit Sutton íbyggilega til yfir- boðara sins. „Hvernig lízt yður á þetta, herra?“ „Engan veginn. Sú staðreynd, að stúlkan átti orðasennu við frænda sinn, sannar ekkert að hún hafi drepið hann.“ „Orsök og afleiðing, herra,“ andæfði lögreglu- foringinn. „Þetta kemur allt heim . . . Hvar i fjandanum er þessi kjallarainngangur! Það sést ekkert í þessari bölvaðri þoku.“ „Hann virðist vera hérna," tautaði Williams og snerti skyndilega handlegg Suttons. Hann hafði náð í grindverk og það var op framundan, og ógreinilega birtu lagði að neðan. Þeir heyrðu mannamál. Tveir karlmenn ræddu saman . . . „Þetta er nóg, Beeding minn,“ sagði önnur röddin, „segðu henni bara að ég hafi ekki getað komið. Þokuskrattinn hefur gert mér svo erfitt um vik og tafið mig svo, að ég verð að flýta mér eins og ég get.“ „En það myndi ekki taka þig nema mínútu, að hitta hana snöggvast sjálfur." „Þú heldur það. En hugsaðu þig um, félagi. Þú kannast við kvenfólkið, ekki satt? Sægur af spurningum . . . andmæli: o. s. frv. . . . Ég þekki þetta allt, þori ekki að hætta á það. Ég er þegar orðinn of seinn. Þar að auki langgr mig ekkert til að lenda aftur í rifrildi við karlskrattann. Segðu henni, að ég komi á morgun.“ Eftir þetta heyrðist hratt fótatak á steinstétt- inni og augnabliki siðar straukst einhver hratt fram hjá lögreglumönnunum. Williams sá snöggv- ast háan og grannan pilt — og veitti því ósjálf- rátt eftirtekt, að hattur hans var moldugur og það var líka moldarblettur á vinstri öxl hans. Um leið og hann fór fram hjá leit hann til þeirra forvitnislega, hikaði, eins og hann ætlaði að yrða á þá, en hélt svo. áfram út í þokuna. „Hæ, þið þarna niðri, — Beeding," kallaði Sutton um leið og hann fann kjallaraopið og steig niður í tröppurnar. „Hver var hann, þessi, sem var að fara?“ „Hann? Það var herra Gillespie," sagði Bee- ding og rýndi á hina óvæntu gesti. „Vinur yðar?“ „Ekki beinlínis herra minn. Hann er pilturinn hennar ungfrú Ólífant, ef þér viljið vita það. Vinnur við dagblað. Hann hafði gert ráð fyrir að koma og heimsækja hana í kvöld, en þokan seinkaði honum; hann sagðist hafa verið að elt- ast við þjófa . . .“ Beeding þagnaði og sá að mál- æði hans var að hlaupa með hann í gönur. „En hvað varðar ykkur um þetta?“ hélt hann áfram tortryggnislega. „Hvað er ykkur á höndum?" „Við þurfum að tala við yður. Óvæntir atburð- ir hafa gerzt á efstu hæðinni og við þurfum að spyrja yður um ýmislegt." „Á efstu hæðinni?" endurtók Beeding skelk- aður. „Hver þremillinn! Ungfrú Bobby hefur þó víst ekki unnið eitthvert óhappaverk — eða hvað ?“ „Bjuggust þér við einhverju slíku?“ spurði Sutton snögglega, „Við erum lögregluforingjar, maður minn. Sögðuð þér Cardew lækni fyrr í kvöld, að ungfrú Ólífant og frændi hennar hefðu átt orðasennu?" „Já, ég gerði það, og það var satt,“ sagði Beeding .„Þau hnakkrifust . . . Sjáið til. Ég ætla ekki að fullyrða neitt. Ungfrú Bobby hefur ekki farið út allt kvöldið, og heldur ekki gamli mað- urinn, að því er ég bezt veit. Og enginn hefur heldur komið.“ „Þökk — það er einmitt það, sem ég vildi fá að vita,“ sagði Sutton hörkulega. „Það er bezt þér komið með okkur, Beeding." „En hversvegna? Hvað hefur gerzt?“ spurði húsvörðurinn með miklum undrunarsvip. „Ung- frú Ólifant hefur þó víst ekki framið sjálfsmorð — eða hvað?“ „Það er ennþá verra; hr. Ólífant hefur verið myrtur, og ef til vill getið þér hjálpað okkur. Komið nú — standið ekki þarna eins og glópur. Ég þarfnast yðar uppi.“ Á meðan Beeding fylgdist dauðskelkaður með lögreglumönnunum að framdyrum hússins, var Bill Williams að kíma með sjálfum sér að hryss- ingslegum vinnuaðferðum Suttons, Þessar aðferð- ir færðu honum upplýsingar, sem ef til vill hefðu ekki komið fram hjá þessum tveim mönnum, sem bersýnilega voru stúlkunni hliðhollir; en um leið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.