Vikan


Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 6
6 gat þetta leitt Svtton á villigötur. Williams hafði sjálfur litla trú á hryssingslegum rannsóknarað- ferðum. Þeir hittu Cardew lækni í anddyrinu. Hann hafði haft fataskipti og var í buningi er hæfði starfi hans betur, og hélt á lítilli handtösku. Hann óg Beeding skiftust á snöggu, kunnuglegu augna- tilliti. „Vdrið það þér, sem sögðuð frá, herra minn?“ Spurði Beeding í ávítunartón. „Sagði frá? Hvað í ósköpunum eigið þér við, Beeding?“ svaraði læknirinn ergilegur. „Þér sögðuð mér frá vissum atvikum fyrr í kvöld, og ef þér hafið ýkt eitthvað, þá verðið þér sjálfur að leiðrétta það við lögregluforingjana." „En þér hlustuðuð á rifrildið sjálfur, herra minn,“ andæfði húsvörðurinn. „Þér heyrðuð ungu stúlkuna hrópa upp, og þér sögðuð, að þér hefð- uð haldiö að það værum við hjónin. Þér spurð- uð mig ..." „Það skiptir engu,“ sagði Cardew læknir og leit til hans með aðvörunarsvip. „Tungan í yður er of liðug í þolinmóðnum, vinur sæll, og ég ráð- legg yður að hafa betri hemil á henni fram- vegis.“ „Já, herra minn,“ sagði Beeding auðmjúklega. „Samt sem áður ber okkur að gera það, sem við getum, til að hjálpa lögreglunni,“ hélt lækn- irinn áfram. „Hr. Ólífant hefur verið myrtur, og skylda okkar er augljós. Hvað mig sjálfan snert- ir, dettur mér ekki í hug að trúa því, að stúlkan eigi sök á þessu, — en það er ekki okkar að dæma um það.“ Á leiðinni upp kynnti Sutton félaga sinn fyrir lækninum. „Því sögðuð þér ekki frá þessu fyrr, lögreglu- foringi" ? sagði Cardew. „Mér er mikil ánægja að kynnast yður, hr. Williams. Þér eruð einn hinna fimm stóru, er mér sagt. Ef ekki stæði svona leiðinlega á, mundi heimsókn yðar hafa orðið ánægjulegur viðburður fyrir mig.“ „Það er fallegt af yður að segja þetta, herra minn,“ sagði Williams og brosti breitt. „Mikill heiður fyrir mig líka — ég á við að kynnast yður. Ég held ekki að ég Sé að segja frá neinu leyndarmáli, þótt ég láti þá skoðun í ljós, að nafn yðar sé líklegt til að verða á heiðursmerkja- skránni um nýárið.“ „Hvað er hér á ferðinni — keppni í blómvanda- kasti?“ spurði Sutton og leit á lækninni af meiri eftirtekt en áður. „Afsakið, herra minn, en ég gerði mér ekki grein fyrir, að þér væruð hinn þekkti dr. Cardew.“ „Eg er hræddur um að yfirforinginn sé nokk- uð bersögull," sagði Cardew læknir brosandi. „Við megum ekki telja kjúklingana áður en þeir skríða úr egginu, ha ? Það er spakmæli sem einn- ig á stundum við yðar starf, skilst mér. Jæja, þá erum við komnir upp . . . Einkennilegt, að jafn ríkur maður og Ólífant skyldi búa í svona lélegri þakíbúð.“ Þeir gengu inn og lögregluþjónninn tilkynnti, að Bobby virtist vera að hressast. 1 raun réttri fylgdist stúlkan vel með öllu, sem gerðist í kring- um hana, en hún minntist áminningar Konkvest og lézt vera í móki og meðvitundarlítil, þegar Cardew læknir, sem hún þekkti og féll vel við, rannsakaði hana. „Já, hún er enn eftir sig eftir áfallið, vesalings barnið,“ sagði læknirinn í vorkunnartón. „Þér getið ekki yfirheyrt hana nú, lögregluforingi. Hún er elcki fær um það . . . Er enginn kven- maður hérna ? Einhver, sem getur litið eftir henni? Hvernig er það með konuna yðar, Bee- ding? Hversvegna kom hún ekki upp með yður?“ „Hún hefði komið, herra minn, en við vissum ekkert hvað var um að vera.“ Charlie Beeding þagnaði. Hann heyrði rödd, sem hann þekkti. Frú Beeding hafði komið upp á eftir þeim og var nú að tala við Davidson und- irforingja frammi í anddyrinu. Hún vildi fá að vita hvað væri á seyði. Hún var móðurleg og tók strax að sér að hjúkra Bobby. „Ófagurt útlit þetta,“ tautaði Sutton og leið illa. „Ég vil ekki trúa því, að stúlkan hafi framið verknaðinn, en það virðist ekkert annað . . . Vilduð þér líta á líkið, læknir?" „Vissulega, ef þér óskið,“ sagði dr. Cardew og hleypti brúnum. „Ég get ekki annað en hugs- að um ungu stúlkuna. Henni hefur liðið illa. Ólí- fant fór illa með hana, trúi ég, og setti sig allan á móti fyrirhugaðri giftingu hennar. Ég held að orðasenna þeirra í kvöld hafi staðið í sambandi við piltinn hennar.“ „Segið okkur meira, læknir,“ sagði Williams vingjarnlega. „Ólifant leigði mér íbúðina, og ég þekkti hann dálítið. Hann hafði umráð yfir arfi stúlkunnar samkvæmt erfðaskrá föður hennar, og gifting VIKAN, nr. 16, 1952 hennar hefði svipt hann lögverndara- og fjár- haldsréttinum." „En núna, þegar hann er dauður, er stúlkunni frjálst að giftast hverjum sem vill og hvenær sem hún óskar, ha?“ spurði Sutton með tor- tryggnissvip. „Sömuleiðis fær hún umráð yfir peningum sínum.“ „Guð komi til! Þér eruð þó ekki að gefa í skyn . . . Það er óhugsandi, að hún hafi myrt frænda sinn . . . Hver rækallinn! Þetta er blátt áfram voðalegt!“ Dr. Cardew þagnaði þegar hann stóð andspænis líkinu. „Svo hann var myrtur á þennan hátt, þar sem hann sat við skrifborðið sitt?“ Hann gekk um og þjálfuð augu vísinda- mannsins tóku eftir hverju smáatriði. „Hvað í ósköpunum er þetta?“ Hann starði á stálhnúðinn á prjóninum, sem virtist vera festur á bakið á líkinu. „Mér virðist það vera einskonar rýtingur, herra minn,“ sagði Sutton. „Að minnsta kosti vann það sama verkið í þetta sinn. Haldið þér að venjuleg stúlka hafi krafta til að reka vopn- ið svona djúpt?“ Cardew hristi höfuðið hugsandi. „Ef til vill næga krafta, en síðar kunnáttu; að mínu áliti er þetta mjög ólíklegt," sagði hann. Hún hefði þurft að hafa góða þekkingu á líf- færafræði. Ef lagið hefði komið þumlungi hærra, hefði vopnið lent á rifi . . . Tilræðið hlýtur að hafa verið mjög snöggt, leifturhratt, því Ólífant hefur bersýnilega hlotið bana áður en hann vissi hvað gerzt hafði." „Ekkl varð hann að miklum notum,“ muldraði Sutton eftir að læknirinn var farinn. „Ég var að vona, að hann yrði að einhverju gagni. Þegar stúlkan kemur til yfirheyrzlu, þarf ekki að vænta mikils af honum í vitnastúkunni." „Það er ekki víst að hún verði yfirheyrð," tók Williams fram i. „Ég er hreint ekki ánægður, Sutton. Það er eitthvað bogið við þetta allt, og ég get ekki gert að því, að mér finnst á mér, að við séum á villigötum." Davidson kom inn og skýrði Sutton frá að lög- reglukonan væri komin og óskaði að tala við hann. Sutton fór fram fyrir. „Lokaðu hurðinni, Mac,“ sagði Williams snögg- lega. Davidson gerði það, hálf-undrandi. Scotland Yard-mennirnir voru nú einir í fyrsta skipti, Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Ég keypti hérna dálítið af nótum handa Lilla Lilli: Pabbi! Má ég æfa mig núna? — ég veit ekki hverjum hann mun líkjast mest Bach — Pabbinn: Ágætt — drengur minn — gerðu það — það gleður Beethoven — Mozart! Ég ætla að setja þær á hlaghörpuna. mig, að þú ert svona ástundunarsamur! Pabbinn: Ég er stoltur af þessum dreng — hann á eftir að láta til sín taka! Pabbinn: Hvað gengur á fyrir þér? Sérðu augað I mér! Ég hélt, að þú ætlaðir að æfa þig! Lilli: Ég er að því — pabbi — ég er að æfa körfu- bolta!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.