Vikan


Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 16, 1952 • HEIMIL Matseðiliinn Dagmar-siipa: fylla þær til hálfs af köldu vatni og bæta í það barnaskeið af sinneps- dufti. Hrista þær síðan vel og láta þær svo standa i hálftíma; skola að lokum úr köldu vatni. 2 1. kjötsoð, 60 gr. svínakjöt, 1 lítili laukur, 1 sneið seljurót, 80 gr. smjörlíki, 50 gr. hveiti, 1 kg. tómatar, salt, pipar, 1 matsk. brytjuð péturselja. Svinakjötið er skorið niður og soðið með lauknum, seljurótinni og 40 gr. af smjörlíki í 10 mín. Tómat- arnir eru skornir sundur, látnir út í og soðið í 20 mín. Þá er það síað. Það sem eftir er af smjörlíkinu er brætt, hveitinu hrært út í og þynnt með kjötsoðinu og tómatsósunni og látið sjóða í 5 mín. Péturseljunni er bætt út í og salti -og pipar eftir smekk. Litlar eggjabollur eru born- ar fram i súpunni. Saltfiskréttur með tómötum: 1 kg. saltfiskur, 150 gr. smjör- líki, 1 matsk. niðurskorin pét- urselja, 1 laukur, y2 1. tómat- sósa, % 1. vatn, % 1. fisksoð. Saltfiskurinn er afvatnaður og roðið og beinin tekin úr honum. Þá er hann skorinn niður i lítil stykki (um það bil 5 cm. á hvern veg). Smjörlíkinu, niðurskornum lauknum, tómatsósunni, soðinu og vatninu er hrært saman og suðan látin koma upp á því. Saltfiskstykkjunum er bætt út í og allt soðið í lokuðum potti við hægan hita í 20 mínútur. HÚSRÁÐ Skósólar verða vatnsþéttir, ef bor- in er á þá fernisolía og látin þorna. Ekki má þó þurrka þá við eld, því að þá springur olíuhúðin. Til þess að skola flöskur, á að Til þess að ná flís úr fingri, má þrýsta fingrinum ofan i stút á flösku, sem er full upp i axlir af heitu vatni. Gufan dregur þá ílísina út, ef hún hefur ekki íariö mjög djúpt. Notuð rakvélablöð er gagnlegt að hafa i saumakörfunni. Þau eru miklu betri en vasahnífar til þess að spretta upp saumum. Tízkumynd. Mjög smekkleg og hentug ferða- dragt úr köflóttu þunnu ullarefni. Hún er dumbrauð og græn á lit. Víð kápa úr svipuðu efni. Teiknað hefur tízkuteiknarinn Davidow. Þegar börn fuma í frá- sögn og rekur í vörðurnar. Eftir G. C. Myers Ph. D. Þið hljótið að eiga einn eða fleiri uppkominn kunningja, sem lætur flækjast í aukaatriðum, þegar hann segir ykkur einhvern atburð eða sögu, og ofbýður þannig þolinmæði ykkar, svo að þið óskið einskis framar en sögunni ljúki. Ykkur get- ur leiðzt svo, að hlusta á þannig menn, að þið hvarflið huganum að öðru, meðan á frásögninni stendur. Það verður aftur á móti til þess, að frásegjandinn verður sér ófærni sin æ betur áskynja, hann verður vand- ræðalegur, rekur í vörðurnar, og stamar ef til vill. Segjum, að þið eigið tólf ára telpu og tíu ára son. Ef allt er með felldu, hafa börnin sífellt reynt undanfarin ár að verða miðpunktur fjölskyld- unnar. Og á matmálstimum tala þau oft geysimikið, því að allir foreldrar reyna að gera máltíðir þægilegar og óþvingandi. Á viðfelldnari hátt. Ykkur finnst ef til vill annað þeirra tala á viðfelldnari hátt en hitt, og með því verður hitt sífellt frábitn- ara því að taka þátt í samræðum. Á hinn bóginn má vera, að ómælskara barnið reyni mikið til þess að á sig verði hlustað og tali meira, af þeim sökum, því að undir niðri veit það óorðlagni sína. Barnið, sem finnur, að bróðir sinn eða systir nýtur meiri athygli, verð- ur sér smám saman meðvitandi um frásagnarhátt sinn og talsmáta, það endurtekur og rekur í vörður, fer meir út í einstök atriði, á verr með að draga fram aðalatriði og • halda svo með hægð að lokum sögunnar. Meira að segja getur svo farið, að barnið missi af öllurfi aðalatriðum í frásögninni og endirinn komi aldrei. Óþolinmæði foreldra. Sumum foreldrum leiðist vand- ræðaháttur barna sinna, en láta þau samt afskiptalaus. Slikir foreldrar verða til lítillar hjálpar. En minni hjálp felst í því að þruma: „Ósköp leiðist mér malið í þér, barn“. Nýlega skrifaði móðir mér um 12 ára dóttur sína. Þar segir: „Þegar hún segir okkur eitthvað hratt og eðlilega, þá er eins og ekk- ert trufli hana, en eigi hún að segja sögu, greina frá ákveðnum atburði o. s. frv., þá fumar hún og fer að stama. Allt fram að þessu höfum við látið sem við tækjum ekki eftir því, hlustað á hana með athygli og beðið, þangað til hún var búin með það, sem hún ætlaði að segja“. Ég ritaði þessari konu til baka: Aðferð þín er rétt i grundvallarat- riðum. En samt held ég hún leiði ekki að því, sem þú ætlast til. Ótti við gagnrýni. Varla getið þið foreldrarnir leynt óþolinmæði ykkar og gremju, enda þótt þið reynið að hlusta af fyllstu athygli. Áreiðanlega getur bróðir- inn það ekki. Og vitanlega verður það systurinni til mikillar þvingunar, ef hún óttast, að bróðirinn grípi fram í og verður ljós hin gagnrýnandi þögn hans. Ef til vill ættuð þið foreldrarnir og bróðirinn að ræða um þetta í ykkar hóp. Og einhvern tíma þegar þið mæðgurnar eruð vel til þess fallnar, skaltu rabba við dóttur þína um þetta, benda henni á, að ákjósan- legast sé að geta dregið aðalatriði skýrt fram í hverri sögu og auka- atriði megi mörg hver missa sig. Hrósaðu henni í hófi, ef hún tekur framförum í þessa átt. Jón Engilberts sýnir málverk í í>j óðleikh ússkjaliaran um. Sú nýbreytni var fyrir stuttu tek- in upp í veitingasölum Þjóðleikhúss- ins að hengja þar upp á veggi mál- verk eftir Jón Engilberts listmálara. Myndirnar eru um 35 að tölu, lit- skærar og lífgandi og bregða skemmtilegum, heimalegum blæ á salarkynnin. Það er ætlunin, að myndir Jóns verði þarna nokkrar vikur, en síðan taki aðrir málarar við, og svo koll af kolli. Þorvaldur Guðmundsson veitingastjóri átti upp- tökin að þessari hugmynd. Gleðilegt sumar. ? Gleöilegt sumari r H.f. Hreinn, H.f. Nói, H.f. Sirius S. Arnason & Co. Gleðilegt sumarl t Tjárnarcafe h.f. t Gleðilegt sumari Verzlunin Brynja Verzlunin Málmey

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.