Vikan


Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 24.04.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 16, 1952 „Þú hefur verið eins og í leiðslu, líkt og þig væri að dreyma,“ sagði hann. „Það er hræðilegur draumur, Fitz.“ „Já, en það er nú meira en það,“ sagði hann. Hann kveikti sér í vindlingi og hallaði sér aftur á bak. „Það er bezt að ég segi þér, Sue, að það er einhver að reyna að gera þér til miska.“ „Gera mér til miska . . .“ „Sá, sem myrti Luddington, hefur að yfirlögðu reynt að láta líta svo út sem þú hafir gert það.“ ,,Hver . . . hvislaði hún. „Ég veit ekki, hver það er. Og sízt af öllu vil ég hræða þig. En ég vil vara þig við — ég veit ekki einu sinni við hverju. Hann sat um stund þögull og reykti og augnaráð hans var fjarrænt. Hann var að sjá sem hann hefði sofið lítið. Það voru skarpir drættir kringum augu hans og munn, og látbragð hans og hreyfingar lýstu taugaóstyrk. Hann leit upp og mætti augnaráði hennar og brosti. Þetta fer allt vel, Sue. En nú ætla ég að segja þér af Lissy gömlu. Hún ætlaði að hringja á bíl. Hún átti frí þennan dag, og hún ætlaði í bió í Bedford. Síminn er inni í lækningastof- unni, en það er líka tæki í eldhúsinu, svo að henni væri hægara um vik að svara í símann, þegar hann væri ekki heima. Þegar hún tók heyrnartólið upp, heyrði hún, að hann var að tala. Það sem hann sagði var þetta, að svo miklu leyti, sem hún mundi: „Ég sór rangan eið. Ég hefði aldrei sagt sannleikann, en nú neyðist ég til þess.“ Hún segist muna þessi orð nákvæm- lega, og ég held, að hún segi satt.“ . Sue sat teinrétt í stólnum og starði á Fitz. „Já, en — hver . . .“ „Það vissi Lissy ekki. Hún hefur svarið, að hún hafi ekki hugmynd um, hver það hafi verið, sem hann talaði við. Svo nefndi læknirinn þig. En hún man það ekki alveg greinilega. Hún sagði, að hún hefði verið í þann veginn að leggja heyrnartólið á þegar hún heyrði hann segja: „Núna, þegar það er Sue, neyðist ég til að segja sannleikann." „En . . . hvernig . . .“ Fitz stóð á fætur, gekk að svalariðinu og fleygði vindlingnum á milli lárberjatrjánna og sneri sér aftur að henni. „Hann hefur eflaust meint, að hann hafi svarið rangan eið, þegar Jed var annarsvegar. Og það er einnig augljóst, að honum hefur fundizt, að hann yrði að segja, það sem hann vissi, ef ætti að handtaka þig. Þessvegna er ekki ósennilegt að hann hafi látið þann vita, sem — já, sem sást . . .“ TJtitekið andlit Fitz var hörkulegt eins og andlit Woodys hafði verið. „Það lítur út fyrir, að hann hafi vitað, hver hafi myrt Ernestinu, og það hafi ver- ið einhver, sem hann hefur ekki viljað fórna fyrir Jed, en fyrir þig. Auðvitað getur þessu verið öðruvísi farið. Og ef það hefur verið sama mann- eskjan, sem drap hann, þá er einhver einkenni- leg mótsögn við það, hvernig hann dó.“ Fitz gaf enga skýringu á því við, hvað hann ætti með orðum sínum. Hann stóð þögull og þreytulegur. „Fitz, það var mín vegna. Hann var að reyna að hjálpa mér . . .“ „Vitleysa," sagði Fitz stuttur í spuna. „Hættu nú bara að hugsa um þetta. Hann getur hafa átt við svo margt annað. Ef til vill fáum við aldrei að vita það fyrir víst. Lögreglan hefur reynt að komast fyrir við hvaða númer hann talaði. Það er aðeins eitt númer, sem þeir eru vissir um, og það var heima hjá Ruby, þar svaraði vinnukonan og Ludington sagði ekkert við hana. Og svo . . . heyrðu Sue manstu ekki, hvað þú gerðir við þennan hlut, spegilinn eða hvað það nú var?“ „Nei, Fitz! Það getur hafa verið hvað sem er. Ég — hvernig er með Jed og Ruby?“ „Þau segjast hvorugt muna, að þau hafi séð hann. En þú hlýtur að muna, að þau hafi séð um líður. Svo er það annað, sem mig langar til að fá að vita. Ertu viss um, að þú hafir bundið hann svo vel, að hann hafi ekki getað losað sig sjálfur ?“ Hún var viss um það. Henley álítur, að þú hafir ekki gert það, en ég held það. Ég held, að það sé orðinn svo rík- ur vani hjá þér, að binda hann vel, jafnvel þó að þú sért taugaóstyrk og sért að hugsa um eitt- hvað annað. Og ef þú hefur gert það — hver var það þá, sem reið burt á honum? Og var ein- hver, sem gerði það?“ Hann gekk um gólf litla stund. „Ég verð að fara til Shepso’ns og segja honum tíðindin. Það var sýslumaðurinn, sem sagði mér þetta. Hann hefur verið þér ákaflega góður. En ég veit ekki . . .“ hann þagnaði við og sagði því næst: „Ég veit ekki, hvort hann má sín all miklu lengur við Henley." Hann þagnaði og horfði beint í augun á henni. „Við skulum sjá um, að hann gefist ekki upp,“ sagði hann eins og hann væri að sverja hátíð- legan eið. Og allt í einu tók hann utan um hana. Hann þrýsti henni fast upp að sér og kyssti hana, þvi næst brosti hann til hennar. „Nú ertu eins og þú átt að vera.“ Hann varð brátt alvar- legur aftur. „Heyrðu Sue . . . þér finnst ég ef til vill eins og kvíðafull, gömul kona, en samt . . . á Woody skammbyssu ?“ „Já, það held ég.“ „Það er ekki af því, að ég telji það gagna svo mikið. En ég skal segja þér, að mér þykir allur varinn góður. Ég er ekki alveg rólegur hérna á staðnum.“ Henni fannst sem kökkur kæmi í hálsinn á sér. „Hvað meinarðu?" „Þetta er afar slæmt ástand, Sue. Það er hættu- legt. Segðu Woody að minnsta kosti, hvað ég hef sagt.“ Þegar hann var farinn hugsaði hún um, það sem Woody hafði sagt um Ernestínu. Ef til vill merkti það ekki neitt, en ef Ernestína hefur haft einhver ákveðin áform i huga — ef hún hefur haft hug á einhverju — þá gat það auðvitað ver- ið eitthvað í sambandi við morðið. Hún ætlaði að segja Fitz frá þessu. Það var þarfleysa að vera að minnast á þetta við Karólínu nema því aðeins að Woody vildi það sjálfur. Það kynni að hafa þær afleiðingar að hún yrði áhyggjufull og reið og það var engin ástæða til þess. „Þetta fer allt vel,“ hafði Fitz sagt. Hressandi vindblærinn lék um kinnar hennar. Skuggarnir umhverfis húsið og kringum hina þéttu sígrænu runna stækkuðu ört. Það var tekið að skyggja í furuskóginum sunnan undir húsinu. Húmið færðist hvarvetna yfir. Dökkblár litur skugganna rann saman við grænan lit vorsins. Nýútsprungið geitnablóm vaggaðist blíðlega fyr- ir vorgolunni eins og það væri að búast til svefns. Angan þess barst að vitum Sue. Kyrrlát kvöldljósin, dimmbláir skuggar furu- trjánna, fjólubláar fjallabrúnir í fjarska voru sem afneitun gegn þvi, sem einmitt hafði smogið i gegnum þessa sömu skugga. Frá hestshúsinu við hliðina á íbúðarhúsinu heyrði hún í Jeremy. Hún sneri sér við til þess að fara inn. í sömu andránni kvað við skot- hvellur frá kjarrinu. Tréflísar flugu úr stólpan- um, sem næstur henni var. Annað skot í viðbót rauf kvöldkyrrðina. Fáeinir fuglar flögruðu gargandi upp úr furutrjáaþyrpingu. Því næst varð allt hljótt á ný þangað til Woody kom hlaupandi út um dyrnar að baki hennar. 15. KAFLI. Þetta var bífræfnislega gert. Ef tilgangurinn með þessu skoti var morð, lá mjög nærri, að það heppnaðist. Kjarrið var um það bil fimmtíu metra frá húsinu yzt á grasflötinni. Það var nokkuð breið skógarspilda á Poorelandareigninni, sem lá næst Jamesonbúgarðinum. 1 þessum skógi var þéttur undirskógur og láberjatréin stóðu afar þétt. Ekkert var auðveldara en fela sig bak við breið blöð þeirra. 1 honum voru einnig djúpir uppþornaðir lækjafarvegir. Þetta var fyrirtaks felustaður, og var hægur vandi að nálgast húsið þaðan. Sue, sem hafði staðið kyrr á tröppunum í gulu peysunni sinni, hafði verið ágætis skot- spónn. Á eftir ræddu þau styrkleika byssunnar, Woody kom með uppástungu, sem ekki var hægt að sanna, því að fyrri kúlan hafði strokizt við stólpann við hlið Sue og tætt upp nokkrar tré- flísar, en hafði því næst dottið einhversstaðar Að ofan: Tíbetbúar leggja framliðna menn á tilbúin steinaltari, en það er gert samkvæmt gömlum jarðarfarasiðum. — Að neðan í miðju: Sendlingurinn er hánorrænn fugl, sem verpir í nyrztu héruðum Evrópu. Á veturna fer hann til dvalar suður um alla álfuna, allt suður að Miðjarðarhafi, en margt af honum staðnæmist samt í norðlægum löndum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.