Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 1
Hú n fa n n í fjörunni stein. Viðtal við frú Tove Ólafsson myndhöggvara. Sumarið 1945 flykktust heim margir þeir íslendingar, sem urðu að dveljast í erlendum löndum meðan heimsstríðið geis- aði. Meðal þeirra var Sigurjón Ólafsson myndhöggvari. Öll stríðsárin hafði hann búsetu í Kaupmannahöfn og var kvæntur danskri konu, frú Tove, sem einnig stund- aði höggmyndagerð. Þau áttu eina dóttur barna. Sigurjón hélt heimleiðis snemm- sumars 1945, en kona hans og dóttir nokkru síðar. Skyldi hann undirbúa sýn- ingu, sem þau hjón ætluðu að halda sam- eiginlega með haustinu. Þetta var ekki fyrsta ferð frú Tove til landsins, hún kom út hingað með manni sínum sumarið 1934, þá í brúðkaupsferð og var farið norður um land, allt til Mývatns. Og að þeirri ferð lokinni hafði hún spurt sjálfa sig eins og svo margir aðrir: „Hvernig er hægt að lifa í svona hrjóstugu landi?“ Nú kemur hún rúmum tíu árum síðar og hyggst setjast að fyrir fullt í þessu landi hinna lítt sjáanlegu lífsskilyrða. Og enginn get- ur láð henni þótt mikil þætti henni við- brigðin frá heimalandinu, þar sem mýkt og grózka ríkir í hverjum drætti lands- lagsins: þetta nýja land var svo nakið, fjöllin svo gneip þó falleg væru. Því fór eins fyrir henni og forníslendingum, sem gerðust handgengnir erlendum konungum: þegar leið á sumar tók hún ógleði mikla, hafði ekki vinnufrið, kom engu í verk. Ekki var annað sýnna en hún yrði að láta af þeirri ætlun sinni að dveljast í þessu landi, sem var svo harðbrjósta að svipta hana dýrustu eign listamannsins, vinnu- friðinn. Þá varð henni dag einn gengið niður í fjöru. Þar fann hún stein. Hún gekk í hring um hann og skoðaði, þetta var venjulegur grásteinn. En lögun hans vakti með henni forvitni og hún fékk menn til að bera hann heim í vinnustofu. Síðan tók hún að meitla hann og móta eins og hún hafði áður gert við tré og gifs. Og sjá, steinninn sveigðist fús undir vilja hennar, tók á sig þau form, það sköpulag, sem hún kaus. Og hún tók aftur gleði sína. Síðan hefur frú Tove dvalizt hérlendis og segist una sér með ágætum, ef hún fær að skreppa til heimkynna sinna svona ann- að hvert sumar til að rifja upp gamlar minningar. Og án afláts meitlar hún líka myndir úr íslenzku grágrýti. Þeir sem Frh. á bls. 3. Amman. Ljósin.: Sig. Guðmundsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.