Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 17, 1952. Heppni í ástum — óheppni i spilum ÞÝDD SMÁSAGA HANN gekk hægum skrefum upp bratta, hækkandi götuna. Þrátt fyrir einstæSings- skap sinn naut hann þess fyllilega að virða fyrir sér umhverfið, og satt að segja var athygli hans enn meir vakandi af því, að maginn var tómur. Augnaráð hans leitaðist ákaft við að missa ekki af neinu, sem fram fór í kringum hann. Þarna voru verzlanir fullar af grænmeti, ávöxt- um, olíu og víni í gullnum og dökkgrænum flöskum, pylsur, salad og annað matarkyns. 1 hvert skipti, sem lítil dökkhærð ungfrú gekk framhjá, fann hann óljósan ilm af krydduðu ilmvatni. Patandi menn ræddu vandamál dagsins af miklum áhuga, börn léku sér — allt var lítill sérstakur heimur útaf fyrir sig. Allir voru önnum kafnir. Honum var hrundið af þeim, sem ekki veittu honum athygli. Enginn veitti honum athygli. Honum fannst hann vera ósýnilegur. Næm eyru hans skynjuðu hvert hljóð: hávaða bifreiðanna, sem fóru með auknum hraða upp brattann, hljómfegurð frönskunnar. Þetta dásam- lega mál með sínum töfrum, blæbtigðum og yndisþokka var alveg óviðjafnanlegt. Nú var hann kominn alveg upp. Uppi yfir honum gnæfðu gamlir, geysimiklir borgarmúrar við bjartan, sólheitan himinn. Fyrir neðan lá hafnarborgin, böðuð heitum sólargeislum, en frá henni lagði óþverralegan þef af fiski, kræklingi og köttum — og gulur, glóandi sandur bað- strandarinnar teygðust frá litla trjálundinum bak við spilavítið meðfram grænbláum hafflet- inum. Hér var ákaflega fagurt. En hann stóð utan við þetta allt, af því að hann var útlendingur — nei, ekki aðeins þessvegna, heldur af því að hann var fátækur útlendingur, fjárhagsástæður hans vógu salt á glötunarbarmi. Hann var málari. Hann hafði farið til Boul- ogne-sur-mér með mjög léttvæga pyngju. Hvers- vegna til Boulogne? höfðu vinir hans spurt. Það kvað vera svo fagurt þar, svaraði hann. En sannleikurinn er ekki alltaf sagna beztur: 1 Boulogne var sem sé spilavíti, alveg eins og i Monte Carlo. Hann var ágætur fjárhættuspilari og dreymdi um að vinna — ekki mikið, aðeins svo að hann gæti í ró og næði notið þess ólýsan- lega yndis og heillandi fegurðar, sem Frakk- land hafði upp á að bjóða. En hann hafði ekki unnið. Þvert á móti — hann hafði tapað. Nú hafði hann undir höndum fé, sem nam ná- kvæmlega ferðakostnaðinum heim. En hann gat ekki sætt sig við að fara. Um leið og hann gekk fram hjá styttu hins fræga fornmenjafræðings Mariette, sem stóð uppi á pýramída og studdi hendinni á höfuðið á meyljóni, velti hann því fyrir sér, hvort hann ætti að hætta ferðapeningunum. Ef hann ynni — og auðvitað hafði hann eins og allir aðrir fjárhættuspilarar óbrigðult kerfi — ja, þá var allt í lagi. Ef hann tapaði — þá var hann glat- aður. En sannleikurinn var sá, að hann var ástfang- inn. Þessi ást hans var tveggja daga gömi 1, og allur einstæðingsskapur hans, vesöld og vanmátt- arkennd stóðu í beinu sambandi við hana. Spilavitið í Boulogne er ekki opnað fyrr en kl. 3 síðdegis, og meðan hann beið þess, var það daglega dægrastytting hans að ganga sér til skemmtunar upp að gamla virkinu hér uppi. Ef hann gekk dálítið lengra meðfram virkisveggj- unum gegnum garðinn, fullan af blómailmi, kom hann inn á markaðstorgið, þar úði og grúði af vögnum Zígauna og hermannaskálum. Hér var ýmislegt, sem gladdi augað — og i gistihúsher- berginu gat hann ekki verið nerha á næturna. Hann bjó i gistihúsi, sem var vægast sagt þriðja flokks. Það hafði orðið fyrir valinu af því, að það leit ekki út fyrir að vera dýrt. Engir gluggar voru á herberginu hans, en það litla ljós, sem hann naut þar, skein inn um ein- kennilega trekt í loftinu. Rúmið fyllti næstum út í herbergið, sjálfsagt hefði getað sofið þar rúmlega ein tylft manna — að minnsta kosti Frakka. Auk rúmsins var þarna inni geysistórt, ljótt snyrtiborð, mikilfengleg vatnskanna úr ryðguðu járni og þvottaskál úr glerungi, sem var eiginlega þokkalegasta húsgagnið í herberginu. Á hverjum degi ætlaði hann sér að flytja á ein- hvern þægilegri stað, en alltaf hafði hann frest- að því. Hann hafði nú sett svip sinn nokkuð á herbergið bætt hið nakta volæði þess með per- sónuleik sínum, vanmáttarkennd og öðrum sál- arlegum eiginleikum. Hann fann til ótta við tómleikann, við umhugsunina um nýtt her- bergi; hér tóku þó á móti honum hans eigin persónulegu einkenni og þó að vanmáttarkenndin og sjálfsásakanirnar væru bölvaðir órar við að eiga, þá heilsuðu þeir honum samt, þeir komu kurteislega fram úr skúmaskotum herbergisins og buðu honum sína venjulegu dægrastyttingu. Hérna uppi á markaðstorginu hvíldu loddar- arnir sig og eigendur búðarholanna, svo að þeir gætu tekið til starfa, er dagur leið að kvöldi, og torgið var lýst með skærum rafmagnsljósum. Þá varð allt líka sveipað meiri töfraljóma: skræpótt fiðrildi skartgripabúðanna og kol- svartar köngulær úr gleri, stórir kringlóttir eyrnalokkar úr gylltu pjátri, Madonnumyndir, allt þetta marglita rusl, sem neistaði og Ijómaði á upplituðum flauelspúðum. Og allir þeir furðu- legu leyndardómar, sem báru fyrir augun: hérna var spákona, umvafin babylónskri dulspeki, sem sagði fyrir alla möguleika framtiðarinnar í fjár- málum og ástamálum með krystallafræði, lófa- lestri og spádómum í spil -— þarna var „Höll leyndardómanna“, en fyrir innan málaðar glugga- hlífar hennar gat á að líta skelfilegt athæfi, að því er ætla mætti af hinum girnilegu auglýsing- um af framhlið „Hallarinnar": Þar var böðull, klæddur dumbrauðri skikkju, á meðan græn- klæddur riddari horfir á taugaóstyrkur. — Og í einum af stórum íbúðarvögnunum kemur á hverju kvöldi fram maður, sem dó úr hungri af ásettu ráði — afturganga! Hann hafði enga löngun til að vera viðstadd- ur þessar sýningar; þar að auki fór hann á VEIZTU -? 1. Firðrildin hafa 6 sterka fætur og 2—5 pör af gangvörtum aftan á búknum. Hvað heita lirfur þeirra? 2. Hvað þýðir að hrófna? 3. Hvenær var danska tónskáldið ,,Gade“ uppi? 4. Hvað þýðir nafnið „Georg“ og hvers lenzkt er það ? 5. Á hvaða tré eru blöðin öðrum megin svört en öðrum megin björt? 6. Hver var Dionisos í grískri goðafræði ? 7. Hver leikur aðalhlutverk í kvikmynd- inni Faust ? 8. Hvers son var Hreiðar heimski ? 9. Eftir hvern er vögguvisan: Sofðu unga ástin mín? 10. „Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin, klöppuð úr bergi.“ Hver stóð svó? Sjá svör á bls. 14. Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „Hann var mikill vexti, en ljótur á yfir- lit, og þótti vatía sjálfráði fynr vits sakir; hann var styrlmr að afli, manna fóthvat- astur og hógvær í skapi; var hann jafnan heima.“ Hvaða maður er þetta og hvar er honum svo lýst? (Svar á bls. 14). kvöldin í spilavítið. En það var samt dálítið sér- stakt, sem laðaöi hann hingað upp eftir, þegar spákonurnar, slöngutemjararnir og stjörnuspá- mennirnir hvíldu sig. Þegar hann gekk eftir mjó- um, grænum stíg meðfram virkisveggnum, gat hann virt fyrir sér hið viðkunnanlega hversdags- líf trúðanna í litlu íbúSarvögnunum, Hvernig þeir gerðu vagnana hreina, löguðu kaff' og spjölluðu saman. Inni í einum unaðslegum, litl- um Zígaunavagni, bar hálshöggna konan mat á borð fyrir böðulinn, hinn grænklædda riddara og babýlónsku spákonuna, Hann hefði gjarna viljað borða með þeim og fá eitt glas af rauðvíni; þetta virtist allt svo lokkandi, og maginn var tómur — síðastliðna tvo daga hafði hann aðeins etið eina máltíð. Á bekk í blómagarðinum sat alltaf ungt par í innilegum faðmlögum, slíkt sést aðeins í Frakk- landi — að minnsta kosti er það aðeins þar, sem því fylgir svo heillandi yndisþokki og feg- urð. Þau sáu hann ekki. Hann var ósýnilegur. Á hverjum degi klukkan hálf þrjú gekk hann and- varpandi og einmana niður fjallið. Vit hans voru enn full af sætum ilmvatnsþef, hvitlaukslykt og ilm af rauðvíni, súpu Og saladi í olíu. En það var sem sé þannig, að dag nokkurn hafði ung kona talað við hann. Hérna uppi. Hún. var dökk á brún og brá, bláklædd, grannvaxin og yfir öllu fasi hennar hvíldi frönsk glaðværð. Hún var að þvo matarílát fyrir utan einn vagn- inn, og hann sat á bekk rétt hjá, og skemmti sér við umhugsunina um öll sin vandamál. Hann hafði oft ætlað að tala við hana, en vanmáttar- kennd hans tók alltaf í taumana. Ef hann reyndi að þrjóskast við og opna munninn, þá sóttu gömlu árarnir aftur að honum, og munnurinn lokaðist án þess að nokkurt orð kæmist fram af vörum hans. Og hvað gat hann Hka? Hvað átti hann upp á að bjóða? Ef þú ætlar að koma þér í kynni við konu, verður þú að hafa eitt- livað upp á að bjóða? Töfra einbeittrar og djarf- legrar framkomu, ef ekki annað. Hann var fá- tækur, ráðalaus og óánægður. En svo ávarpaði þess litla, dökkhærða þokka- dís hann. Og svo brosti hún og sýndi tvær raðir af glampandi hvítum tönnum. Hún spurði hvort hann vildi ekki kaupa hring með hauskúpu á, og þegar hann hristi höfuðið, stakk hún upp á, að hann léti spá fyrir sér, — það kostaði aðeins tíu franka. Honum fannst hann ekki hafa efni á að láta spá fyrir sér, en hann hafði heldur ekki efni á að láta tækifærið ganga sér úr greipum. Hún tók hönd hans. Hann fann magra, kvíðna hönd sina hvíla í lítilli, heitri og sterklegri hönd hennar. Snertingin var eins og rafmagnslost, honum fannst braka í olnbogunum og jafnvel eins og neistar hrykkju út úr hnjáliðum hans, að minnsta kosti varð hann hálfvegis máttvana. Hún leitaði að línum í lófa hans með vísifingri, sem kitlaði hann, og allt í einu fylltist hugur hans kæti og sælu. „Þér eruð fjárhættuspilari ?" sagði hún og hann kinkaði kolli undrandi, síðar fannst honum þetta ekki sérlega einkennilegt, því að hann hafði setið með vasabókina á hnjánum, þar voru langar talnaraðir, skrifaðar með rauðu og svörtu. „Ef þér eruð djarfur, virðist þér geta unnið stóran vinning," sagði hún — „og ef þér tapið, leitið þér huggunar hjá ungri konu, sem þér munið hitta hjá söngpallinum á baðströndinni." Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.