Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 17, 1952 5 Framhaldssaga: Konkvest 9 skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY ■og einhver skyndileg breyting I framkomu yfir- foringjans vakti eftirvæntingu Davidsons. „Það er afleit birta hérna,“ tautaði Williams. „Komdu með vasaljósið þitt, Mac. Ég held ég hafi uppgötvað dálitið rétt áðan . . . Já, eins og* ég er lifandi — líttu á þetta!“ Hann beindi vasaljósi sínu á ábreiðuna hin- um megin við skrifborðið —< milli þess og glugg- ans. Vasaljós undirforingjans jók á ljósmagnið. Nokkrir ógreinilegir blettir komu nú allvel i ijós. „Leirblettir," tautaði Williams, um leið og hann lagðist á hnén. „Fótspor — nýleg. Þau eru ennþá rök, Mac.“ ,,Rök!“ endurtók undirforinginn. „Hvernig má það vera? Jafnvel þótt einhver hefði komið inn í húsið á blautum skóm, þá hefðu þeir verið orðn- ir svo þurrir, eftir þrammið upp alla stigana, að engin för hefðu sézt.“ „Einmitt það sama og ég hugsaði. En maður- inn, sem gerði þessi spor gekk ekki upp stigana. Hann hefði ekki getað það. Hérna er lika sót- blettur. Þetta er ekki óhreinindi af götunni, Mac — það eru óhreinindi af þakinu. Einhver kom hingað inn um gluggann — eftir að hafa farið um þakið.“ VI. KAPlTULI. Bill Williams að verki. Snilldarlega gert, Bill. Og jafnframt önnur sönnun þess, að Konkvest var ekki óskeikull. Samt sem áður verður það að viðurkennast, að hann hafði „öðrum hnöppum að hneppa“ og lít- inn tíma til að þurrka óhreinindi af gólfábreið- um, meðan hann var að bjástra við að koma lík- inu sem lengst í burtu. Það mundi flestum hafa veitzt nægilegt viðfangsefni. „Hæ, bíðið við, Bill,“ andmælti Davidson undir- foringi, og var auðheyrð undrun í röddinni. „Hvernig ætti nokkur að koma hér inn um glugg- ann, — við erum á efstu hæð hússins ?“ „Það eru svalir utan við gluggann, auðvitað." „Ha, — hvernig vitið þér það?“ „Þér komizt aldrei langt, Mac, ef þér notið ekki augun,“ sagði Williams höstuglega. „Fransk- ir gluggar! Til hvers væri að hafa þá, ef ekki væru veggsvalir." Undirforinginn reiddist sjálfum-sér fyrir aula- skapinn. Hann ætlaði að fara að svara einhverju, þegar Sutton kom inn til þeirra. „Hæ, hvað eruð þér að gera þarna á gólfinu, yfirforingi ? “ spurði hann í undrunartón. „Það er mikið, að þér skulið ekki vera með stækkunar- gler .... Ég er hræddur um, að við verðum að handtaka stúlkuna, þegar hún raknar úr yfir- liðinu og hægt er að fara með hana. Mér hef- ur verið sagt ýmislegt . . . . “ „Eins og hvað?" „Hún hefur verið ein heima með gamla mann- inum allt kvöldið, og engin hefur komið hing- að fyrr en við komum," sagði lögregluforinginn. „Hún hafði ekki aðeins tækifærið, heldur einnig aðkallandi ástæðu. Orðasenna þeirra var beisk og áköf. Ólífaht gamli hafði afsagt þennan Gilles- pie, piltinn hennar. Og í óstjórnlegri bræði stakk hún bandprjóninum á hol í bakið á honum.“ „í óstjórnlegri bræði," sagði Williams kald- hæðnislega, „tók hún að leggja stund á líffæra- fræði, valdi staðinn nákvæmlega og fékk frænda sinn til að fara að skoða vegakort af London. Á meðan hann var að þessu, stakk hún hann með prjóninum ....“ Yfirforinginn rauk allt í einu upp. „Bölvað þvaður. Þetta dugar ekki, Sutton. Þessi glæpur var framinn af djöfullegri kænsku, — kaldri, tilfinningalausri yfirvegun. Ef þér takið stúlkuna fasta, þá gerið þér yður að fífli." Lögregluforinginn vissi sýnilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „En það er engum öðrum til að dreifa," and- æfði hann. „Hvað vitið þér um það ? Beeding var ekki alltaf viðstaddur. Hver sem var, hefði getað laumazt inn í anddyrið, án þess að nokkur yrði þess var, á dimmviðriskvöldi eins og þessu. Þér talið um tilefni. Hvað um þennan Gillespie ? Hann gekk einmitt fram hjá okkur, þegar hann fór frá Beeding, og ég veitti þvi eftirtekt, að hatturinn hans, og frakkinn líka, voru moldug. Hann var hérna á þessum stað í kvöld. Hve langa viðdvöl hafði hann haft áður en hann talaði við Beeding?" „Guð sé oss næstur! Hann vissi lika um rimm- una milli stúlkunnar og frænda hennar; Beeding sagði mér, að hann hefði sagt honum frá henni í símtali fyrr um kvöldið," sagði Sutton og hug- leiddi þetta nýja viðhorf. „Hann var líka sýni- lega æstur, þegar við mættum honum, og fjand- ans flaustur á honum." „Hann er ekki síður grunsamlegur — tilefnið engu minna," tautaði Williams. „Það er bezt við náum sem fyrst I piltinn og spyrjum hann í þaula. Hann vill fá stúlkuna, en gat það ekki vegna frænda hennar. Nú, þegar gamli maður- inn er fallinn frá, er ekkert lengur til fyrirstöðu — og hún hefur fengið peningana líka. Allt í lagi, Sutton, — en þetta er svo fjandi blátt áfram. Hvað um kvenmanninn, sem hringdi á lögreglustöðina og skýrði frá glæpnum?" „Það var satt, — ég var búinn að steingleyma henni,“ sagði Sutton og starði á yfirforingjann. „Það er erfitt að koma þessu heim. En setjum svo, að einhver kvenmaður hefði framið morð- ið, því í f jandanum var hún þá að hringja á lög- reglustöðina?" „Af því að hún vissi, að ungfrú Ólífant var ein heima og að rimma hafði orðið milli þeirra fyrr um kvöldið. Þessi gáta er örðugri viðfangs en yður grunar, Sutton. Það er einhver á bak við þetta — og ég held ekki, að það sé kona.“ „En þér sögðuð, að það hefði verið kona, sem hringdi ... . “ „Okkur heyrðist það. En það er vandalítið að líkja eftir kvenrödd í síma. Það eru ýms at- riði í þessu máli, sem þarfnast frekari athug- unar.“ Williams beindi skyndilega vasaljósi sínu á bakið á likinu. „Til dæmis þetta. Sjáið þér nokkuð athyglisvert ? “ „Ég sé auðvitað hnúðinn á prjóninum ....“ „Nokkuð fleira?“ „Fjandinn hafi það, hr. Williams, þér komið mér til að fyrirverða mig eins og græningi," andæfði Sutton. „Ég sé ekkert .... æ, þér eig- ið við .... hver skrambinn! Það er deiglublett- ur hérna á treyjunni og þarna eru leirklínur líka.“ „Og Matthew Ólífant var inni allt kvöldið — eða var það?“ tautaði Williams. „Hvar stönd- um við nú? Ætli þetta breyti ekki dálítið við- horfinu? Ólífant var bersýnilega ekki heima allt kvöldið — eða hvernig ætti að skýra þessa vætu aftan á treyjunni öðruvísi Viljið þér líta á buxurnar? Þær eru líka rakar á blettum." ’ Sutton skoðaði þetta og brá í brún. „Þetta er stórfurðulegt, herra minn,“ sagði hann dræmt. „Hvert er álit yðar.“ „Ekkert að svo stöddu, annað en það, að Ólí- fant var ekki allt kvöldið heima. Hann fór út. Ennþá vitum við ekkert um hvernig eða hvers- vegna hann fór út. Svo er það merkið á landa- bréfinu. Getur það haft einhverja sérstaka merk- ingu, að Ólífant bendir með vísifingrinum á vissa götu, sem merkið er við?“ „Já, ég sé hvað þér eigið við,“ sagði Sutton og leit á kortið. „Gravelstræti í Vestur-Kensing- ton-hverfinu. Það hlýtur að vera tilviljun, herra minn? Það getur varla haft neina þýðingu." Frammi í anddyrinu heyrðist mannamál. Það voru fleiri lögreglumenn að koma, þar á meðal, að líkindum lögreglulæknirinn. Sutton lögreglu- foringi fór fram til að hafa tal af þeim. „Nú skulum við lita á svalirnar, Mac.“ Williams ýtti þykku gluggatjöldunum til hlið- ar. Birtan frá vasaljósinu sýndi nokkur ógreini- leg spor rétt við gluggann. Á gólfinu sást líka einn eða tveir örsmáir kögglar af þurri máln- ingu, og leirmolar. „Sjáið til, Mac,“ sagði Williams ákafur. „Þess- ir gluggar voru opnaðir í kvöld — í fyrsta sinn eftir marga mánuði. Einhver kom inn — og vel getur verið, að Ólífant hafi opnað fyrir honum. Eða kannske var það ekki svo,“ sagði hann efa- blandinn um leið og hann opnaði gluggann. „Hérna er far eftir eitthvert verkfæri — gseti verið eftir innbrotsjárn. Slóðin er að skýrast, Mac.“ Þegar þeir komu út á svalirnar, sáu þeir, að þokan var ekki alveg eins dimm og áður. Þeir gengu meðfram húsveggnum, þvi að sporin voru hingað og þangað um svalirnar. „Hann kom þessa leið,“ sagði Williams. „Sval- irnar hafa ekki verið notaðar i 4angan tíma þangað til í kvöld." Þeir héldu gætilega áfram og röktu sporin. Þá komu þeir að öðrum glugga. „Þetta er setustofan," sagði Williams og varð hugsi. „Hinn leyndardómsfulli gestur kom út um þennan glugga. Takið eftir sporunum í bleyt- unni þarna. Hann hlýtur að hafa farið inn um lesstofugluggana og. út hérna. En hvernig í fjandanum komst hann fyrst upp á svalirnar?“ Þeir komust brátt að þvi. Sporin enduðu skyndilega, og við nánari athugun fann Williams rispur, að likindum eftir fót, á handriðinu á svölunum. „Hver þremillinn! Morðinginn hlýtur að hafa verið fimleikasnillingur, Mac, — og hann var bersýnilega ekki kvenmaður!" sagði Williams og beindi vasaljósi sinu upp á við. „Lítið á, Mac! Hann steig upp á svalahandriðið og kleif það- an upp framhlið hússins, upp á þakið.“ „Það virðist svo,“ sagði undirforinginn undr- andi, „Jæja, ekki förum við nú samt þessa leið upp; ég ætla ekki að gera neina sjálfsmorðstilraun. En upp á þakið skulum við fara. Þetta skýrir sótið á gólfábreiðunni. Þrjóturinn kom ofan af þakinu." „Gíott! Við erum að fá góða mynd af morð- ingjanum, hvað sem öðru liður," sagði Davidson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.