Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 17, 1952 9 Þesum unga gríska uppgjafarhermanni frá Aþenu, John Skou- likaris, 28 ára að aldri, bauð Truman forseti til New York til að gangast undir skurðaðgerð hjá þekktum ameriskum „plastic“- skurðlækni. Analit hans skaddaðist illa í skæruhernaði. Einnig missti hann annað eyrað. 1 byrjun marz bar það við, að 3 ungir piltar réðust inn í hótel eitt í New York, náOu á vald sitt skrifstofufólkinu, biðu síðan eftir að fórnarlambið, Mollie Parnis tízkuteiknari lyki símaviðtali. Að þvi loknu rændu þeir hana skrautgripum upp á 114.000 dali. Þeir náð- ust skömmu síðar. Efri myndin er af unglingunum. Neðri mýndin sýnir þegar skrautgripirnir voru afhentir tízkuteiknaranum. Thelma Ritter, sem kunn er í Bandaríkjunum fyrir góða leikhæfi- leika, var nýlega kjörin „yndisleg- asta móðir ársins". Hún á 14 ára gamlan dreng og 9 ára gamla telpu, leikkonan á bráðlega silfurbrúð- kaupsafmæli. Til vinstri: Herdon Smith, úr björgunarsveit Rauða krossins, forðar Mrs. Joe Garcia, frá Artesia í Kaliforníu, undan flóðinu, sem þar varð. Til hægri eru nokkrir ibúar flóðasvæðanna að reyna að flytja ýmislegt á fleka og hesti. Tvö þúsund manns voru flutt burt. Þetta mun vera eitthvert mesta flóð, sem sögur fara af í Kaliforníu. Að minnsta kosti 21 maður fórst.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.