Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 17, 1952 / • HEIIVI ........... Matseðillinn Vínarbrauðslengja með ávaxtamauki: 125 gr. soðnar kartöflur, 125 gr. smjörlíki, 125 gr. hveiti, 1 tesk. salt, 1 tesk. fyftiduft, epla- eða rababaramauk, sykur, kanell eða kardemommur, egg, grófur sykur, saxaðar möndlur. Soðnar, kaldar kartöflur eru mal- aðar í kjötvél, hveitið sigtað með lyftiduftinu og smjörinu núið saman við. Kartöflunum bætt út í og deigið hnoðað saman. Látið bíða um stund á köldum stað. Flatt út og brotið saman og látið aftur bíða um stund. Þetta er endurtekið 2—3 sinnum. Þá er það flatt út i ca. y2 cm. þykka köku. Kakan skorin í 15 cm. breiðá lengju. Maukið lagt eftir miðri lengj- unni, kanel og sykri stráð ofan á. Skorið upp í raðir lengjunnar með eins cm. breiðu millibili og þær flétt- aðar saman. Lengjan látin á smurða plötu og pensluð með eggjablöndu, stráð á hana sykri og söxuðum möndlum. Bessastaðakökur: 250 gr. smjör, 250 gr. flórsykur, 250 gr. hveiti, eggjablanda, syk- ur og saxaðar möndlur. Flórsykurinn og hveitið sigtað saman. Smjörið brætt, látið storkna aftur og sorinn tekinn undan. Hveiti og sykri hnoðað upp i smjörið og deigið látið bíða á köldum stað. Flatt þunnt út, stungnar út kringlóttar kökur, penslaðar með eggjablöndu, stráð á þær grófum sykri og söxuð- um möndlum, bakaðar ljósgular. Það getur verið hentugt að baka þessar tvær brauðtegundir samtímis, þar eð svipuð aðferð er höfð við þær. Það er t. d. heillaráð að baka Bessa- staðakökur, ef afgangur verður af grófa sykrinum (sem oft er mulinn molasykur), og söxuðu möndlunum, þegar vínarbrauðslengjan er fullgerð. HÚSRÁÐ Ef ofurlitlu af hrísmjöli er bland- að saman við hveiti, verða kökurn- ar léttari og fínni. Blandið sitrónusafa við vatnið, sem fiskurinn er soðinn í. Hann verður þá bæði bragðbetri og hvitari á litinn. ILIÐ • Vortizkan í Paris Á hverjum ársf jórðungi . er beðið með eftirvæntingu eftir fyrstu sýn- ingum stóru tizkuhúsanna i Paris, enda hafa þau mikinn viðbúnað til að halda í burtu forvitnum blaða- mönnum, sem keppast við að geta sér til um hvaða nýungar muni bæta kvenlega fegurð í framtíðinni. Fyrstu tvær vikurnar eru sýning- arnar algerlega helgaðar eigendum kvenfataverksmiðja, sem streyma að frá öllum löndum, sérstaklega frá Ameríku. Þeir borga gjarnan í aðgangseyrir stórar fjárhæðir sem tryggingu fyrir væntanlegum kaup- um. Sá modelfatnaður, sem þeir kaupa er síðan framleiddur í þús- undavis í verksmiðjum þeirra. Eftir það eru sýningarnar opnaðar al- menningi, þ. e. s. þeim, sem eru svo heppnir að fá boðskort. Tízkuhúsið HEIM hefur í ár ákaf- lega smekklega og ekki of íburðar- mikla vorsýningu. Kápumar hafa engum verulegum breytingum tekið frá í fyrra. Þær eru yfierleitt víðar, með lítið eða alveg óstoppuðum öxlum. Litlar rúskinn- húfur fylgja. Sérstaklega er þar eftirtektarverð svört kvöldkápa úr tafti, mjög víð niður með hálfstutt- um, viðum ermum. Dragtarjakkarnir eru yfirleitt stuttir, mjög aðskornir i mittið, með stoppuðum mjöðmum. Pilsin eru ekki eins þröng og í fyrra og lítið eitt síðari. Heim sýnir nokkra rósótta sumar- kjóla, en meir ber þó á ejnlitum. Sem skreyting eru mikið notaðir stórir vasar, eða hvítir kragar og uppslög. Mjög eru áberandi kragar hnýttir eins og karlmannsbindi með breiðum endum, sem annaðhvort eru stuttir og breiðast út eða næstum jafnsiðir kjólunum og rykktir undir beltinu. Einn kjóllinn, sem er dökkblár,. er skreyttur slíkum kraga úr blá og hvítröndóttu efni og fylgja honum samskonar hanzkar. Kvöldkjólarnir eru siðir og stuttir, yfirleitt með berum öxlum og fylgja þeim annaðhvort litlir jakkar eða slæður yfir axiirnar. Kjólar þessir bera hin undarleg- ustu nöfn, eins og „Craven A, Gri- grí, Monte-Cristo, Elegante“ og eru sýndir á þvengmjóum og ákaflega háum sýningarstúlkum. S.þ. aðstoða Evrópu í barátt- unni gegn lömunarveiki. Læknar og hjúkrunarlið frá 10 löndum leitar nú til Frakklands og er ^ferðinni heitið í kyrrlátt úthverfi Parísarborgar, en þar er Raymond Poincaré-sjúkrahúsið, en það er stór stofnun, sem hefur aðeins eitt verk- efni: að berjast gegn lömunarveiki. Þangað koma lömunarsjúklingar frá öllu Frakklandi til lækninga. En næstu fjóra mánuði er sjúkrahúsið samtímis skóli fyrir fjölda útlend- inga. Þeir kynna sér starfið, aðstoða börnin í sjúkraleikfimi,, tala við þau og fylgjast með bata þeirra. Síðari hluta dags eru svo haldnir fyrirlestr- ar fyrir námsfólkið. I júní fara gestirnir heim með nýjan fróðleik um nýtízku lækninga- aðferðir, en síðan kemur nýr hópur útlendinga til sjúkrahússins. Raymond Poincaré-sjúkrahúsið er stolt franskra sérfræðinga í lömunar- sjúkdómum. Stendur það í nánu sam- bandi við rannsóknarstarf Banda- ríkjamanna á þessu sviði. Sérfræð- ingar þess eru þekktir um heim allan og læknar frá sjö löndum starfa þar, en reksturskostnað allan greiðir franska rikið. Nú hefur Barnahjálp S.Þ., UNICEF, beitt sér fyrir því að útvega fjár- magn til þess að hægt sé að kynna starfsemi sjúkrahússins um alla Evrópu. Meðal fyrstu námsmanna við sjúkrahúsið er norska stúlkan Ava Arbo Höeg frá norska Landssam- bandinu til baráttu gegn lömunar- veiki. ,,Ég hefi starfað í þessarri sér- grein í þrjú ár,“ segir hún, ,,og marg- ar aðferðirnar þekki ég, en það er mjög fróðlegt að kynna sér hvernig unnið er eftir aðferðum, sem að nokkru leyti eru frábrugðnar þeim, sem við notum heima. Siðar kynn- umst við því, hvernig lömunarsjúkl- ingum er hjálpað við að hefja vinnu á ný og sjá sér farboða." Meiri fatnaöur en fyrir styrj- öldina - en flestir fá minna en þá. Fatnaður og fataefni var rikulegra 1950, en fyrir stríðið. Þrátt fyrir þetta voru tveir-þriðju hlutar mann- kynsins verr fataðir en fyrir stríðið. Matmæia- og landbúnaðarstofnun S. Þ., FAO, hefur látið fara fram athugun á klæðaburði 80 ríkja og Maria Schell (til hægri) leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni „The Magic Box“. Með henni á myndinni eru Jacqueline Chaib (til vinstri) og John Bouelting (sem ásamt bróður sínum sá um fram- leiðslu myndarinnar). niðurstaðan varð siður en svo á- nægjuleg. Meðaltalsnotkunin af baðmull, ull og gerfisilki til fatnaðar var 3,8 kg. á mann árið 1950, en tölur þessar gilda ekki fyrir öll lönd. Austurhvel jarðar, sem hefur 70% af ibúum jarð- arinnar, ef Evrópa, Ástralia og Nýja Sjáland eru ekki reiknuð með, not- aði minna af fatnaði en fyrir styrj- öldina. Árið 1938 notuðu þessi lönd aðeins 36% af ölulm fatnaði heims- ins, en árið 1950 hafði talan lækk- að niður í 30%. Þeir 10 af hundraði af íbúum jarð- arinnar, sem efnaðastir voru, keyptu 40% af öllum fatnaði, sem framleidd- ur var 1950. Hlutfallstalan nam að- eins 30% á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöldina. Nú er að vísu óréttlátt að leita aðeins efnahagslegra orsaka fyrir hinni ójöfnu skiptingu fatnaðar milli hinna ýmsu íbúa heimsins. Loftslagið hefur einnig mikið að segja. Veruleg- ur hluti af þeim 70%, sem minnst nota af fatnaði, búa i heitum löndum, þar sem engum er kalt þótt ekki sé gengið í öðru en mittisskýlum, og þar sem ekki er vani að nota annan klæðnaði. Þó fer klæðnaður mannsins oft eftir þjóðfélagsstöðu hans. 1 Ind- landi má t. d. sjá menn, sem einungis eru klæddir til að skýla nekt sinni, og einnig má sjá þar fullklædda menn. GAO hefur nýlega sent frá sér nið- urstöðurnar af rannsókn þessari í skýrslu, sem ber nafnið: „Per Capita Fiber Consumption Levals". I skýrsl- unni séjgir meðai annars í ályktunar- orðum: Notkun baðmullar um heim allan er ennþá minni en fyrir styrj- öldina og minnkandi notkun er ein- göngu í Asíu. Gerfisilki er æ meira notað og ullamotkunin fer vaxandi. Mesta sala á ullarfatnaði er í Banda- ríkjunum. 1 kenningum felst fátt, sem hindr- ar okkur í að fylgja því, sem fyr- ir okkur er lagt; en í lífinu sjálfu glepur okkur margt. — (Epictetus). Breið belti eru mjög mikið notuð í ár og er það í fullu samræmi við vortízkuna, sem mest virðist leggja upp úr mjóu mitti. Þau eru mest notuð með pilsum og síðbuxum, en þó sjást þau á eftirmiðdags- og kvöld- kjólum. Belti nr. 5 kemur frá Worth tizkuhúsinu og hefur læsingu úr kopar. Nr. 6 er teygjubelti, með spennu úr tré. Þvi má snúa við og fá þannig annan lit. Nr. 7 er í þremur litum með spennu úr kopar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.