Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 17, 1952 11 .1 veiöutn SAKAMÁLASAGA Framhafdssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 17 milli runnanna. Hvað varð um hina, vissu þau ekkert. Þau.vissu heldur ekki, hvað varð um þann sem hafði staðið milli furutrjánna og beðið eftir tæki- færi. Það vildi svo til, að lögregluþjónarnir, sem gættu hússins, voru ekki á verði þennan dag, ekki af því að grunur Henleys lögreglufulltrúa gagn- vart Sue hafði minnkað, heldur af því að hann þurfti á þeim að halda til annars. Að öði'u leyti var þessi tími mjög kyrrlátur og án frekari viðburða. Sá, sem hafði komið í námunda við húsið, hafði farið þaðan aftur án þess að nokkur yrði hans var. Að visu var ekki mikill tími til undankomu en nægilega mikill á meðan Woody hljóp inn eftir skammbyssunni sinni. Woody rannsakaði skógarþykknið, og að- stoðaði Kristin hann með kolaskóflu, úfin á svip. Leifur var einnig með þeim, en hafði verið heldur ófús að fylgja þeim og hékk alltaf i pilsinu henn- ar ömmu sinnar. Hann rak upp ámátlegt hljóð, þegar Woody skaut á eitthvað, sem . hann hélt að væri maður á bak við tré, en það reyndist ekki. Karólína kom þjótandi frá hesthúsinu. Hún fór inn i íbúðarhúsið og kom út aftur vopnuð gam- alli skammbyssu með löngu hlaupi, sem. hafði ekki verið notuð síðan í borgarastyrjöldinni. Sue tók hana af henni. ,,Hún er hlaðin," sagði Karólína. ,,Ég gætti þess alltaf að láta hana vera hlaðna." Sue hélt á henni þannig að hlaupið sneri niður og ætlaði að hlaupa þangað, sem Woody var, en Karólina hélt í hana. ,,En ef það verður nú skot- ið á þig Sue. Vertu kyrr hérna! Farðu inn Sue!“ Woody kom hlaupandi í áttina til þeirra og Kristín á eftir honum. „Hringdu til lögreglunn- ar. Flýttu þér, Sue. Þeir geta lokað veginum." Kai'ólína flýtti sér inn á eftir Sue, og Systir Pritches, sem var orðin æst af ákafa hinna, hljóp geltandi á milli þeirra og þvældist fyrir. Þegar ekki svaraði á miðstöðinni, þreif Karólína heyrn- artólið af Sue og sló óþolinmæðislega á gaffal- inn og hrópaði í sífellu: „Halló — lögreglustöðin — halló!" þangað til stöðvarstúlkan svaraði loksins. Það hafa ekki liðið meir en tíu mínútur áður en fyrri lögreglubíllinn kom. ,Þau heyrðu þegar hann kom hvínandi eftir þjóðveginum. Þau fóru öll út á tröppur og tóku á móti þeim, sem komu. Lögregluþjónninn, sem kom á undan út úr bílnum horfði á þau fullur undrunar — Kristínu með kolskófluna, Sue með gömlu skammbyssuna og Karólinu, sem var hrædd og reið í senn. Lög- regluþjónninn leit með nokkurri velþóknun á skammbyssu Woodys. Báðir lögregluþjónarnir skoðuðu stólpann, og var þeim skýrt frá því sem gerzt hafði í stuttu máli, og fóru þeir því næst til að rannsaka furu- skóginn. Woody fór með þeim. Rétt á eftir kom annar lögreglubíll. Þetta var njósnarbíll, sem hafði heyrt útvarpstilkynninguna, og voru í hon- um tveir lögregluþjónar, sem tóku þátt í leitinni með hinum, sem fyrr komu. Raunar fundu þeir nokkuð, sem var athyglis- vert. Sue fékk ekki að vita það fyrr en seinna og Woody heldur ekki, því að hann var farinn inn til þess að hringja í Benjamín sýslumann, þegar lögregluþjónarnir urðu þess varir. Ljóst hár hans var úfið og það. var rispa á andliti hans, sem hann hafði fengið, þegar grein slóst framan í hann. Hann var mjög ákafur á meðan hann var að segja sýslumanninum frá því, að það hefði verið skotið á Sue. Það táknaði það, að morð- inginn léki lausum hala og héldi til í námunda við húsið og þannig var hægt að sanna, að Sue var ekki morðinginn, það hlaut Henley að skilja. Sue hafði ekki dottið það í hug. Kristín, sem stóð hjá og hlustaði á, tuldraði samþykkjandi: „Ekkert er svo með öllu illt, að ekki boði nokk- uð gott. Hann hitti Sue ekki, og nú verður hann hengdur sjálfur fyrir vikið." En svo auðvelt var þetta samt sem áður ekki. Sýslumaðurinn vildi ekkert um þetta segja við svo búið, en sagði, að hann ætlaði að koma þang- að með Henley. Þegar Woody hafði lokið símtalinu og sett heyrnartólið á, bað Sue um Fitz. Stöðvarstúlk- an svaraði fljótt og var nú hin liprasta. „Hann er ekki heima, ungfrú Poore,“ sagði hún áköf. „Hann fór á bifreiðavei'kstæðið. Það sprakk hjól á bilnum hans, og hann hringdi heim og bað um að senda eftir hinum bílnum, en ungfrú Duval var stödd þar heima og svaraði í símann og bauðst til að sækja hann í bílnum sínum. Á ég að reyna að ná í hann á verkstæðinu? Var skotið á yður ungfrú Poore?" „Já, ég . . . viljið þér vera svo góð að reyna að ná í bifreiðaverkstæðið." „Hamingjan góða, hvað þetta er hræðilegt. Við erum öll dauðhrædd við að fara héðan á kvöldin og nóttunni, ungfi’ú Poore . . . nú skal ég gefa yður bifreiðaverkstæðið." Karlmannsrödd svaraði og sagði, að ungfrú Duval hefði sótt Wilson fyrir f jórðungsstund .... ungfrúin hafði komið í bil Jed Bailys. Hann áleit, að þau ætluðu til Duvalsetursins. Hann heyi'ði að ungfrú Duval var eitthvað að tala urn að boi’ða kvöldverð þar. Sue hringdi á Duvalsetrið og það var Kamilla, sem svaraði. Jú, Fitz var þar. Þau voru að drekka kokteil og ætluðu að fara að setjast að borðinu. Rödd hennar var ekki rnjög vingjarnleg. Hún líktist rödd Ernestínu svo mikið, að Sue sá hana fyrir sér — kuldalega og með eitthvað það i fari sínu, sem lýsti því að hún var ákveðin í að fá vilja sínum framgengt, hvað sem það kostaði. Kamilla rak'upp lágt hljóð, þegar Sue sagði henni frá því, sem fyrir hafði komið. Jed og Fitz hafa staðið mjög nálægt símanum, því að Jed kom i hann og Sue heyrði rödd Fitz rétt hjá. Þau ætl- uðu að koma þegar í stað. „Hver var það, Sue? Sástu hann ekki? Veiztu ekki, hver það var?“ spurði Jed. Þegar Sue hafði skýrt honum frá því litla, sem hægt var í sambandi við morðtil- raunina, töluðu þeir Fitz hvor í kapp við annan. Fitz kom í símann og hann var hás er hann sagði: „Hefur áreiðanlega ekkert hent þig, Sue?“ „Nei, nei . . .“ „Ertu búin að gera lögreglunni aðvart?" „Já, það eru lögregluþjónar að leita í skóg- inum.“ Þau þögðu andartak, þvi næst sagði Fitz: „Beiddu þá um að rannsaka húsið líka, og hest- húsið. Bíllinn er fyrir utan, við verður komin eftir fimm mínútur." Það liðu auðvitað meira en fimm mínútur. Það var fimm kílómetra löng leið eftir þjóðveginum fi'á Duvalseti'inu. Þegar þau komu hafði Woody einnig hringt í Ruby og Wat Luddington, og það var einkennilegur glampi í augum hans. „Hversvegna ertu að því? spurði Karólina. „Mér finnst, að við ættum að láta Shepson dómara vita, en Wat og Ruby . . Woody svaraði ekki, en var ákveðinn og leynd- ardómsfullur á svip. Það var óðar svarað i hinu stóra og ríkmannlega húsi. Hinn virðulegi þjónn, sem Ruby hafði ráðið til sin frá New York, kom i símann. Hann sagði, að herra Luddington væri ekki heima og frúin heldur ekki, en þau væru væntan- leg til kvöldverðar. Ákefð Woodys og ísmeygileg rödd hans gerðu það af verkum, að hann gaf honum þær upplýsingar, að hann héldi, að Ludd- ington hefði farið á stjórnmálafund í Bedford, og að frúin væri að temja hestana og ætti i í’auninni að vera komin heim. Kvöldvei'ður á heimili Luddingtonshjónanna var boi'ðaður kl. 8.30, var það ætíð hin hátið- legasta athöfn, sem Ernestína og Kamilla höfðu litið öfundaraugum. Ernestína hafði látið snæða kvöldverð kl. 7.30 til 8. Það var mjög skrýtið að hugsa til þessa metings milli hinna tveggja kvenna. Ernestina hafði verið sjálfkjörin foringi, ekki aðeins fyrir hinn litla vinahóp þeirra Kam- illu, Sue og Rumy heldur einnig fyrir hinum glað- væra kunningjahóp í héraðinu, sem fór saman á veiðar og í útreiðarferðir, þangað til Ruby kom aftur heim með allan sinri auð og stjórnaði heimili sem kona Wats með miklu meiri glæsibrag en Ernestína. Minningin um þessar smáskærur var sem minning um glaðværan og áhyggjulausan heim, sem aldrei hefði verið til. 1 þeim heimi var ótti óþekkt fyrirbrigði, hið sama var að segja urn morð. Sue varð hugsað til Ernestinu í gula kjólnum þegar hún hélt hend- inni við bakið og blóðið seytlaði milli fingranna á henni. Henni varð hugsað til Ludingtons lækn- is. Hún hugsaði um skotin frá frumskóginum. Woddy var að tala í símann við Shepson dómara, og lögregluþjónarnir voru á leiðinni frá skógin- um. Hún heyrði þungt fótatak þeirra á tröpp- unum. Það var orðið of dimmt í skóginum til þess að halda leitinni áfram. Að minnsta kosti leit ekki út fyrir, að þeir myndu finna neitt. Sá, sem faldi sig í skóginum mun hafa haft nægan tírria til að komast undan. Einn þeirra, sem var yfirlögregluþjónn, spurði Sue, hvort hún hefði heyrt í bíl á veginum. „Ég man ekki til þess. En það getur vel verið, að bíll hafi ekið fram hjá, án þess að ég veitti því athygli." Það sést svo lítið af þjóðveginum héðan,“ sagði Woody. „Limgerðið skyggir svo mikið á.“ Woody kom með flösku af Búrgundarvíni og bauð þeim, er þeir neituðu mjög treglega. Kristín kom inn með egg og svínsflesk og heitt kaffi, sem þeir höfnuðu ekki. Þegar sýslumaðurinn og Henley lögreglufulltrúi komu, gekk yfirlögreglu- þjónninn með þeim út á svalirnar og töluðu þeir þar saman í hálfum hljóðum. Þeir voru þar, þeg- ar Fitz, Jed og ICamilla komu. Mölin þeyttist upp þegar Jed stöðvaði bílinn snögglega. Shepson dómari, sem var rjóður í andliti og í góðu skapi eftir kokteil og kvöldverð, kom rétt á eftir. Þetta varð æ líkara samkvæmi í hátíðlega upplýstu húsi •— að undanteknum skammbyssum, sem lög- regluþjónarnir höfðu við beltið. Þegar Henley og sýslumaðurinn höfðu lokið við að tala við yfirlögregluþjóninn, fóru þeir með Sue inn í bókaherbergi Karólínu og spurðu hana spjörunum úr, en Reveller gamli leit þá illu auga úr körfunni sinni. Shepson dómari hlustaði á. Hann sat og blés og var á sífelldu iði, en lagði fátt til málanna. Sue hafði raunar ekki margt að segja heldur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.