Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 17, 1952 En henni varð brátt ljóst, að hugmynd Woodys um það, að árásin á hana væri sönnun þess, að hún væri ekki morðinginn, fengi ekki góðan und- irtektir hjá Henley. ,,Eruð þér þess fullkomlega viss, að morðtil- raun hafi í rauninni átt sér stað?“ sagði hann. Sýslumaðurinn leit kuldalega á hann. Shepson dómari hreyfði sig, opnaði munninn, en lokaði honum aftur. ,,Já — já, ég hef þegar sagt yður . . hóf Sue máls. „Já, einmitt," sagði Henley lögreglufulltrúi. „Þér hafið sagt!“ „Já, en stólpinn — flísarnar . . .“ Henley stóð á fætur. „Það er engin sönnun fyrir því, að þessi árás hafi átt sér stað. Það getur hafa verið undirbúið einmitt til þess að koma okkur til að halda, að það hafi verið gerð tilraun til að myrða þessa ungu stúlku, og að hún geti þar af leiðandi ekki verið morðinginn sjálf. Að minu áliti er þetta blátt áfram tilraun til þess að villa okkur.“ „Þér getið samt ekki neitað því, að það var skotið úr byssu," sagði sýslumaðurinn. „Það heyrðu allir þegar skotið reið af. Karólína, Woody og eldhússtúlkan . . .“ „Ungi maðurinn hefur gert þetta sjálfur. Hann mundi gera hvað sem er til þess að hjálpa syst- ur sinni.“ „Og hvað um hestinn?“ sagði sýslumaðurinn. „Hvaða hest?“ Það var ekki fyrr en þá, að þau fengu að vita að lögregluþjónarnir, sem leituðu í skóginum, höfðu ekki orðið varir við, að neinn reyndi að flýja, eða fundið skothylki, vindlingastubba eða eldspýtur heldur fundið hófaför. „Það var við lítið tré. Börkurinn hafði fletzt ofurlitið af í þeirri hæð sem hestur er bundinn. Sporin voru djúp og að áliti yfirlögregluþjóns- ins alveg ný til komin. Það er afar lítið vatn í læknum. Það litur út fyrir að hestur hafi stað- ið þarna bundinn í um það bil hálftíma, ef til vill skemur. Það er ekki hægt að segja um það fyrir víst, en það er enginn vafi á, að þarna eru för eftir hestshófa." „Hve langt inni í skógi?“ spurði dómarinn. „Um það bil hundrað metra. Við athugum þetta á morgun í dagsbirtunni." „Hvert liggja sporin ?“ „Eftir því sem við fáum séð hefur hesturinn stokkið yfir lækinn. Sporin hverfa, höldum við, annars var orðið svo skuggsýnt. En það tekur annað belti af furutrjám og það er ekki auðvelt að sjá spor í lagi af furunálum." „Það verður erfitt fyrir þá að hrekja þetta í réttinum," sagði Shepson dómari. „Það verður ennþá erfiðara að sanna, að spor- in hafi komið í kvöld,“ svaraði Henley stuttur í spuna. „Við eyðum bara tíma og kröftum og fé skattgreiðendanna með þessu, sýslumaður. Wilkins hafði rétt fyrir sér. Stúlkan er sek eins og skollinn sjálfur. Þetta er ekkert annað en uppspuni . . .“ Sýslumaðurinn, sem var hár og magur, stóð hægt á fætur. Þér verðið að hafa almennileg rök fyrir ákærunni í þetta skipti, Henley. Ég álít, að unga stúlkan hafi ekki myrt lækninn, og ég trúi ekki að svo verði álitið í kviðdómnum." „Það er ekki hægt að vita, hvert álit kvið- dómsins verður,“ sagði Henley reiðilega. Rautt andlit hans glansaði næstum eins og lakkstíg- vélin sem hann var i. Því næst snerist hann á hæli og þrammaði til dyranna, líkt og hann væri að hlýða hernaðarlegri skipun, sem enginn heyrði nema hann sjálfur. Þegar hann var farinn leit Sue á sýslumann- inn. Ef hún hefur átt von á uppörfunarorðum, þá mun hún hafa orðið fyrir vonbrigðum. Hann var þreytulegur og það var úrræðaleysi í svipn- um. Hann gekk til Revellers og klóraði honum bak við eyrað. „Þér heyrðuð ekki í neinum hesti?" sagði hann. „Eða hljóð sem minnti á hest?“ Hún hristi höfuðið: „Eg heyrði ekki í öðru en fuglunum, sem flugu úr trjánum. Eftir öðru man ég ekki.“ „Ekkert skrjáf úr skóginum. Ekkert brothljóð í greinum eða annað slíkt?“ Sue reyndi að muna. Hann las það í augna- svip hennar, að henni tókst það ekki. „Nú, jæja,“ sagði hann og stóð á fætur. „Ef til vill finnum við einhvern, sem hefur séð eitt- hvað. Segið við frænku yðar, að hún skuli ekki vera alltöf kviðafull. Og raunar . . .“ hann sneri sér við í dyrunum. Andlit hans var hrukkótt og hvítt. „og raunar . . . segið bróður yðar heldur ekki, að hann megi ekki vera of fljótur þegar fingraförin verða tekin. Hann fær að hafa skammbyssuna sína.“ Hann kinkaði kolli og fór. Shepson dómari stóð á fætur og stundi þungan. „Það er undarlegt með þennan hest. Og einnig með veiðihest frænku yðar. Eruð þér viss um að hafa bundið hann — Jeremy, meina ég — íyrir utan hús læknisins?" Sue kinkaði kolli. Hann andvarpaði á ný, brosti þreytulega og klappaði henni vingjarnlega á öxl- ina. „Við getum víst ekki gert meira i kvöld,“ sagði hann og gekk virðulegur út í anddyrið. Hann var duglegur málafærslumaður. Hann hafði flutt frábæra málsvörn fyrir Jed. En hún óskaði þess, að hann hefði getað sagt eitthvað uppörv- andi við sig. Það heyrðist mannamál fyrir utan húsið, og hún heyrði, að bílar óku burt. Woody kom inn í bókaherbergið og Fitz á eftir, Woody var fölur af reiði. Henley hafði beðið um að fá að sjá skammbyssuna hans, hafði skoðað hana, þefað af henni og spurt svo, hvort það hefði verið hann, sem hefði hleypt úr byssunni. „Og það bölvanlega við þetta allt saman var, að ég skaut!“ Ég skaut inni í skóginum. Mér sýndist ég sjá eitthvað á hreyfingu og áleit bezt að skjóta fyrst og rannsaka það á eftir. Þetta var þá bara svolítið hey, sem Leifur hafði hrúg- að upp, þegar hann sló í skóginum. En það hafði sem sagt verið hleypt af byssunni. Hann fann púðurlykt. Og það vantaði eina kúlu. Já, þessi fjandans Henley . . .“ „Stilltu þig nú, Woody," sagði Fitz. „Við get- um ekki kippt þessu i lag í einni svipan.“ Rödd hans var róleg, en hann leit á Sue og hún gat séð, að hann var hræddur. Hann reyndi að láta ekki á því bera. Það var kallað í Woody og hann fór og var sýnilega þungt í skapi. Fitz gekk til Sue, sem sat í gömlum hægindastól og hafði sett annan fótinn upp i stólinn. Hún var einna líkust skólatelpu i brúna pilsinu sínu, hvítu blússunni og gulu peysunni, dálítið úfin, og hon- um fannst hún fremur undrandi en hrædd á svip. „Því hefði nokkur átt að skjóta mig? Hvers- vegna?“ sagði hún. Hann dró fótaskemil að stólnum, tók nokkur tímarit af honum og bók um meðferð hunda, lét það á gólfið og settist því næst hjá henni. Við verðum að sjá svo um, að þú fáir lögreglu- vernd. En ef það verður ekki hægt, þá hefur Woody skammbyssu, og ég verð hérna líka. Hann tók hönd hennar sneri henni við likt og hann vildi festa sér i minni hverja línu í lófa hennar. Þvi næst lagði hann hana við kinn sér. Um leið og hann gerði það, kom Kamilla þjótandi inn í fráhnepptri kápu. Hamangjan góða, Sue! Þarf líka að halda í höndina á þér?“ Jed kom á eftir henni. Fitz sagði glaðlega: „Þetta er svo falleg hönd.“ Jed hrópaði: „Sue, hvað hefur eiginlega komið fyrir? Sástu alls engan?“ Kvíða hans átti sér djúpar rætur. Sue blygðaðist sín ofurlítið fyrir, að ótti hans hafði ekki lengur áhrif á hana. „Ég varð ekki fyrir neinu,“ flýtti hún sér að segja. „Og ég hef ekki hugmynd um, hver það var — eða hversvegna," bætti hún við og var henni undarlega innanbrjósts. „Það verður að vera einhver ástæða," sagði hún við Fitz. „En það getur ekki verið. Það er enginn, sem mundi .... gera það . . . .“ Wat og Ruby komu inn, sömuleiðis Woody og Karólína. „Þetta hlýtur að hafa verið voðaskot," sagði Jed. „Það hefur einhver verið á veiðum 1 skóginum og er nú hræddur við að gefa sig fram. Eða einhver vitskertur . . . .“ Wat kom og heilsaði Sue með handabandi. Andlit hans var fölt og áhyggjufullt og minnti allt I einu á andlit föður hans. „Þetta er skelfi- legt.“ Hann stóð og horfði niður á hana og var í vandræðum með, hvað hann ætti að segja. En andartaki siðar hafði hann náð valdi yfir sjálf- um sér og varð yfirlætislegur eins og hans var Að ofan til hægri: Níundu aldar olíulampi skorinn úr sérstakri steintegund fannst nýlega við Nishapúr í noröaustur hluta Irans (Persiu). Svona ljóstæki eru notuð enn þar í landi, og eru þau ekki óskyld grútarlampanum íslenzka. — 1 miðju til hægri: Áður en járnbraut var lögð milli Moskvu og Pétursborgar (Leningrad), ferðaðist fólk milli þessara staða í svona vagni. — Til vinstri: George Washington Whistler, faðir James McNeill Whistlers, hins þekkta bandaríska málara, lagði fyrstu járnbrautina milli Pétursborgar og Moskvu. — Að neðan til hægri: Er eldingin aðeins eitt vold- ugt rafmagnsleiftur ? Svar: Nei, mörg rafmagnsleiftur mynda sömu eldinguna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.