Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 17, 1952 13 Lærisveinn galdra- mannsins Allt í einu varð honum ljóst, að þetta var allt andstyggi- legur draumur. Og hann hljóp glaður af stað til að sækja vatn og lofaði sjálfum sér, að hann skyldi aldrei framar sofna, þegar hann ætti að sækja vatn. Endir. BiBLÍUMYNDIR 1. mynd: Páll boðaði til sin öldunga safnaðarins og minnti þá á að hann hefði alltaf verið trúr trú sinni, en nú væri hann á förum til Jerúsalem og hann vissi ekki hvað biði hans þar. 2. mynd: Hermennirnir björguðu Páli frá fjöldanum, sem ætlaði að lífláta hann, og því næst staðnæmd- ist hann á tröppum fangelsisins og sagði fólkinu frá fyrra lífi sínu, sam- ræðum sínum við Krist og predik- unum sínum um Jesúm Krist. 3. mynd: Eftir að hafa hlustað á vörn Páls frá fangelsiströppunum, hrópaði fólkið: „Burt með slíkan mann af jörðinni, því að eigi hæfir að hann lifi“. Og þeir æptu upp og köstuðu af sér klæðum sínum og jusu mold í loft upp. 4. mynd: Hersveitarforinginn batt Pál og ætlaði að láta húðstrýkja hann, þegar hann spurði hvort það væri löglegt að húðstrýkja rómversk- an mann og það ódæmdan. Þá urðu þeir hræddir og ieystu hann úr bönd- unum. Pósturinn Framh. af bls. 2. E.s. Hvernig er skriftin ? Svar: „Eg kom á eftir honum“ er tvímælalaust réttara, og undrar okk- ur, að þið skulið vera í vafa. For- setningin „eftir“ stýrir þágufalli, nema þegar um tíma er að ræða, t. d. eftir brúðkaupið, eða þegar hún táknar geranda: kvæði eftir einhvern. Kæra Vika! Heldurðu að þú vildir gjöra svo vel að segja mér, hvert ég eigi að snúa mér til þess að komast í bréfa- samband við einhvern erlendis og hvað það muni kosta? Einnig lang- ar mig til þess að spyrja þig að ei- lífðarspurningunni: „Hvernig er skriftin“ ? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Þ. G. Svar: Þú getur skrifað Skolenes Brevklubb, Drammensvegen 19, Oslo. Skriftin er heldur óþjál, en gæti orðið góð við meiri þjálfun. Svar til Öllu: Hvernig væri að vera meira undir beru lofti ? Fórstu á skíði um pásk- ana? Ef ekki, reyndu þá að fara um Hvítasunnuna verði einhver snjór. Fyrst læknar segja þér, að fölvinn stafi ekki af blóðleysi, trúum við ekki öðru en hann stafi af því, sem kall- ast má innivera og hreyfingar- leysi. Kæra Vika! Við þökkum þér fyrir allar ánægju- stundirnar. Við ætluðum að biðja þig að svara nokkrum spurningum, sem okkur er kappsmál að fá svar við. 1. Hvað kostar farið til Kanada, flugleiðis fram og til baka, og hvað tekur það langan tíma? 2. Hvort er talið snúa fram á hand- snúinni hakkavél. Það er mjög áríð- andi að þessu sé svarað, og þessvegna biðjum við þig að henda þessu bréfi ekki í ruslakörfuna. Hvernig er skriftin okkar beggja fyrir sig? Litla og Stóra. Svar: Við fengum þær upplýsingar að flugleið til Kanada lægi gegn- um London og mundi því fargjald frá Reykjavík til Montreal í Kanada nema 13842,30 krónum. Annars mun líka hægt að fljúga til Gander á Ný- fundnalandi, en erfitt mun komast þaðan og áfram. Erfitt er að segja um tímann. 2. Það er ómögulegt að segja hvað er fram og aftur á hakkavél, ekki fremur en á öðrum vélum, t. d. saumavél. Þið virðist hafa ósköp svipaða rit- hönd, snotra en óþjálfaða. Látiö börnin hjálpa til á heimilinu. Eftir G. C. Myers, Ph. D. Þegar ég kom heim laugardags- kvöld nokkurt siðasta haust, sá ég einn nágranna minn uppi á ekki mjög háu þaki, þar sem hann var að festa síðustu röðina af þakhellum, með hjálp drengjanna sinna. Drengirnir virtust 13 og 10 ára gamlir. Við konan mín urðum hrifin af því að drengirnir skyldu vera að negla hellurnar, í staðinn fyrir að bera þær að og horfa á. Venjulegur íaðir mundi hafa álitið að þessir ungu drengir gætu ekki unnið slíka vinnu, en að hann einn væri fær um að vinna hana rétt. Þessi faðir var ekki hræddur við að lofa þeim að halda áfram og þeir gerðu það undarlega vel. Þessir drengir og faðir þeirra vinna margt saman á litla mjólkur- búinu þeirra, þar sem d'rengirnir leysa af hendi, ekki of erfiða eða þunga vinnu, en vinnu, sem aðeins unglingar leysa venjulega af hendi, og þeir hafa náð undraverðri tækni. Þar að auki þykir þeim og föður þeirra gaman að sameiginlegum fé- lagsskap. Á heimilinu. Sumar mæður eru þannig. Þær láta drengi og stúlkur, á þeim aldri þeg- ar flestar mæður álíta þau of ung, leysa af hendi á heimilinu allskonar vinnu, sem unglingar gera venjulega — elda og bera fram morgunverð- inn fyrir fjölskylduna, ákveða og sjá um máltíðir fjölskyldunnar, og jafn- vel kaupa það sem til þess þarf. Og þegar barnið er vant slíku er móðirin ekki taugaóstyrk og skjálf- andi yfir mistökunum, sem það muni gera ,eða barnið hrætt við slíkt. Hún býst ekki við fullkomnun, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Þó hún viti að hún geti gert það betur og fljótar sjálf, er hún þolinmóð og skilningsrik á framfarirnar. Samt sem áður hvetur slík móðir barnið ekki til að gera það, sem hún veit að er of erfitt fýrir það. Hún lætur það ná nægilegri kunnáttu og öryggi smátt og smátt. Léti hún það aldrei gera lítil og einföld störf, sem því finnst vera fyrir fullorðna, mundi . það varla hafa ánægju af því sem erfiðara er. Ef það hefur t. d. aldrei reynt að búa til mat, sem krefst lít- illar þekkingar og fylgir uppskrift- inni, getur tilraun til að búa til heila máltíð fyrir fjölskylduna valdið mikl- um mistökum og vonbrigðum. Drengir og byssur. Ef við snúum okkur aftur að drengjum nágranna míns — hvor um sig á byssu og skýtur skógarhænur, íkorna og kanínur um veiðitímann og er mjög góð skytta. Foreldrarnir fylgja drengjunum, þegar þeir fara með byssu, og láta eldri drenginn smátt og smátt skjóta einan. For- eldrarnir skjóta líka oft í mark með drengjunum. En drengirnir hafa ver- ið vel vandir, svo þeir fara vel eftir reglunum og fara ekki með byssu eða trana þeim fram þegar aðrir drengir eru viðstaddir. Ég vil grátbæna foreldra, sem hafa vanið börn sín á að nota byssu örugglega, um að kenna þeim líka að sýna aldrei öðrum börnum, sem ekki eru eins æfð, byssuna. Mörg börn sem æfð hafa verið undir hand- leiðslu foreldra sinna til að nota byssu, eru svo hrifin af yfirburðum sínum yfir önnur börn, að þau leggja þessi börn í mikla hættu. Óvanur drengur getur, þegar annar drengur sem kann að nota byssu, sýnir hon- um hana, skyndilega þrifið byssuna og skotið einhvern með henni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.