Vikan


Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 01.05.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 17, 1952 Heppni í ástum - óheppni i spilum Framhald af bls. 7. Jafnvel loddararnir — þeir stóðu honum fyrir hugskotssjónum, sitjandi í ró og næði inn í vögnum sínum. Ungir menn og ungar konur, sem sátu á bekkjunum á víð og dreif. Hann mundi jafnvel eftir rauðum hana og nokkrum hænum, sem héldu sig oft við virkisvegginn. HJninn gal- aði glaðlega, það var langdreginn, tær lúður- hljómur, sem barst gegnum kyrrt loftið. Allir nutu lífsins í ást og ánægju, aðeins hann var einstæðingur og yfirgefinn. Bara að hún elskaði hann, elskaði hann svo mikið, að eymd hans og kjánaskapur drægi ekki úr ást hennar, en þvert á móti fyllti hug hennar hlýju og löng- um til að hugga hann — Hann heyrði rödd mannsins við spilabankann í fjarska, það var eins og það snerti hann ekki lengur: — Rautt — Rautt hafði komið upp. En hvað kom það honum við? Spilið var tapað. Sennilega var hann sjálfur glataður að eilífu. Hann virti enn á ný fyrir.sér hópana á bað- ströndinni. Gleðihróp þeirra komu illa við hann. Saltþefur fylgdi loftinu frá ströndinni og trjá- lundinum. Ofurlítill blómailmur barst að vitum hans. Hann fór ósjálfrátt að hugsa um mat. Nasavængir hans titruðu. Hann var hræðilega svangur. Rödd mannsins við spilabankann hljómaði til- breytingarlaust bak við hann. Ungur maður, sem var fátækur og niðurdreg- inn eins og hann sjálfur, kom til hans. „Vitið þér, herra, að yðar litur kemur alltaf upp ? Þér hafið unnið mikið, nú ættuð þér að hirða ágóðann —- þetta getur ekki haldið áfram endalauát." Hann starði á unga manninn án þess að skilja raunverulega, hvað hann sagði. „Kemur rautt alltaf upp?“ sagði hann annar- Iegri röddu, sem hljómaði ókunnuglega x eyrum hans sjálfs. Hinn var svo hrifinn, að orðin streymdu af vörum hans: „Já, herra, alltaf, mörgum sinn- um.“ „Hvað mörgum sinnum?" spurði hann. „Ég taldi það ekki, herra — ef,til vill tíu sinnum — eða fimmtán — flýtið yður, herra, þessu getur. ekki haldið áfram." Hann sá kvíðafulla eftirvæntingu speglast í augum unga Frakkans. En það hafði engin áhrif á hann. Hann var undarlega óákveðinn; Það var alveg eins og hann hefði stirnað upp. Andstæðar hugsanir þutu gegnum huga hans: heppni í spil- um — óheppni í ástum, -— óheppni í spilum —- heppni í ástum. Hvort var betra. Allt í einu áttaði hann sig. Auðvitað varð hann að bjarga peningunum sínum. Það skipti mestu máli ■— áhyggjuleysi, matur, vín, vellíðan, örugg heimferð — Það var líf hans, sem var x veði. Hann ætlaði að hraða sér í sæti sitt við borðið. En þá sortnaði honum aftur fyrri augum. Hann titraði í hnjáliðunum. Enginn mátti veita því athygli ■— hann komst að djúpum hægindastól, sem stóð við vegginn og hneig niður í hann. Og nú hljómaði rödd mannsins við spilabank- ann, hann hélt niðri í sér andanum og hlustaði: „Svart". Svart! Þá var öllu lokið. Allt var tapað. Hann tók að reikna út, hversu mikið hann liefði grætt, ef hann hefði tímanlega tekið pen- ingana. 1 fyrsta skipti urðu það 10 frankar, í annað skipti 20, þriðja skipti 40, fjórða skipti 80, fimmta skipti 160, sjötta skipti 320, sjöunda skipti 640, áttunda skipti 1280, níunda skipti 2560, tíunda skipti ... Nei, það var óþolandi að hugsa um þetta. En nú, þegar eftirvæntingunni var lokið, fannst hon- um hann ná sér aftur. Hann reis á fætur og gekk til sætis síns til að leggja síðasta seðilinn undir. Og svo — þegar allt var tapað — var um að gera að hverfa hirðuleysislega. Enginn mátti •nurau unJ3 620. KROSSGÁTA . VIKUNNAR ur. — 31. pjötlu. — 32. mannsnafn. — 34. að nýju. — 36. innan í. — 38. flakk. — 39. kven- marmsnafn. — 40. úrgangur. — 41. afkvæmi. — 42. fyrirsát. — 44. óhreint. — 46. áherzlufor- skeyti. — 47. strok. — 49. fuglar. — 51. mistök (slanguryrði). — 53. tilvera. —- 55. hnuplaði. — 57. óbundinn. — 59. völdu. — 61. trylli. — 62. kvíða. — 63. þrír eins. -— 66. tveir eins. — 68. skammstöfun. Lárétt skýring: 1. staðarheiti. — 7. batna. — 14. keyri. — 15. sjúkdómur. — 17. sjúkdóms. — 18. hæna. — 20. skeri. — 22. hests- nafn. — 23. príl. — 25. hjálparsögn. — 26. á- vöxtur. —- 27, skamm- stöfun. -—■ 28. öfugt kvenmannsnafn. — 30. svíðingur. -—• 32. á fæti. — 33. keyra. — 35. til- finning. — 36. greinir. — ' 37. leyfi. — 39. af- leiðsluending (forn rit- háttur). 40. vistar- verunni. — 42. llát. —- 43. röskur. — 45. óhrein- indi. — 46. mennsk (forn ritháttur). — 48. stjórna. — 50. beyging- arending. —51. óhrein. -— 52. herbergl. — 54. tvíhljóði. — 55. hefur brotið af sér. — 56. á litinn. — 58. efnaður. — 60. hvílustaður. —■ 32. fuglinn. — 64. bárust með vindi. — 65. sam- tök. — 67. geð. — 69. smælki. — 70. uppástunga. — 71. laglegt. Lóðrétt skýring: 1. jarðlag. — 2. á iláti. — 3. færi hjá. — 4. fangamark rxkis. — 5. tryllt. — 6. nagla. — 8. akfæri. — 9. skammstöfun. — 10. krydd. — 11. hryggir. — 12. fangamark flokks. — 13. tóna- röð. — 16. ísmyndun. — 19. skyldmenni. — 21. sterki. — 24. ístegund. — 26. slæm. — 29. flík- Lausn á 619. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. fólk. — 5. flá. — 7. eyst. — 11. flór. — 13. biæk. — 15. ske. — 17. ristlar. — 20. öll. — 22. Teit. — 23. Natan. — 24. hróf. — 25. urg. — 26. ögn. — 27. tap. •— 29. pat. — 30. brun. — 31. anar. — 34. gutla. — 35. í’atar. — 38. ótal. — 39. míla. — 40. plast. — 44. skömm. —■ 48. apar. — 49. tara. — 51. auk. — 53. ina. — 54. ern. —- 55. all. — 57. grey. — 58. klefa. — 60. ofsi. — 61. far. — 62. útlista. — 64. sam. — 65. roði. — 67. arta. — 69. gapi. — 70. fat. ■— 71. malt. Lóðrétt: 2. ófeig. — 3. 11. — 4. kór. — 6. latt. — 7. err. — 8. ye. — 9. skörp. — 10. Ástu. — 12. ringul. — 13. banana. — 14. álft. — 16. keri. •— 18. sanna. — 19. latar. — 21. lóan. — 26. ört. — 28. pat. —~30. bulla. — 32. ramma. — 33. mót. — 34. gap. — 36. rím. — 37. mal. — 41. api. — 42. sankti. — 43. trall. — 44. stefs. — 45. karata. — 46. örn. — 47. fura. ■— 50. Elsa. —■ 51. Agfa. — 52. kerra. — 55. afsal. — 56. lima. — 59. eira. — 62. úði. — 63. arm. — 66. op. — 68. ta. Maðurinn við spilabankann brosti uppörvandi til hans, þegar hann tók sér sæti, og benti á hrúgu af peningaseðlum, sem lágu hjá blýant- inum hans og vasabókinni: hrúga af hvítum fimmfrankaseðlum, grænir Hlöðversdalir, stórir kringlóttir hundrað franka seðlar — og þar að auki fimmtán eða sextán þúsund franka myntir. Hann starði á þetta eins og dáleiddur: Hvað var þetta ? Átti hann þetta? Allt í einu varð honum ljóst, hvernig á þessu stóð. 1 ellefta skipti, sem rautt kom upp var há- markinu náð. Það mátti ekki leggja meira en 6000 franka undir rautt, hitt var lagt til hliðar. „Hvað oft kom rautt upp?“ spurði hann hásri röddu. Háls hans var þurr og herptist svo saman, að hann gat aðeins talað með erfiðismunum. „Þrettán sinnum, heri’a," var svarið. „Þetta var álitlegur vinningur, herra. Til hamingju!" Hann tók fram vasabókina og reiknaði út, nið- urstaðan var 16.240 frankar. Hann sat andartak grafkyrr, yfirbugaður af þessum óvænta gróða. Því næst ýtti harm hundr- að frönkum til mannsins við spilabankann, stakk peningunum x vasa sinn og reis á fætur. Nú ætlaði hann að fá sér afbragðs máltíð og hálfan líter af rauðvíni með. Um kvöldið gekk harm niður að ströndinni til að leita að ástinni sinni, yndislegu, dökkhærðu stúlkurmi af markaðstorginu. Nú stóðu honum allar dyr opnar! Hann sá hana alveg niður við sjóinn. Hún gekk við hlið lítils manns, sem var spjátrungslega klæddur. Þau leiddust ekki, heldur þrýstu sér hvort að öðru á ósviknum, frönskum stíl. Hann heilsaði glaður og hávær. Hún horfði á hann með andúð og endurgalt kveðju hans kuldalega og fráhrindandi, síðan gekk hún áfram og þrýsti sér enn fastar að vini sínum. Hanrx horfði á eftir þeim, Síðan yppti hann öxlum og muldraði: „Auðvitað!" Endir. Svar við mannlýsingaspurningu á bls. 4: Hreiðar heimski Þórgrímsson. I Hreið- ars þætti heimska. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Tólffótungar. 2. Verða hrörlegur. 3. 1817—1890. 4. Það er grískt og þýðir sá, sem erjar jörðina. 5. Tréð er tíminn; blöðin eru: dagur og nótt. 6. Hann var guð jurtagróðurs og víns og var tignaður með hátíðum á næturþeli, einkum af konum. 7. Italo Tajo; harm leikur djöfulinn. 8. Hann var Þorgrímsson, Hreiðarsonar, þess er Glúmur vó. 9. Jóhann Sigurjónsson. 10. Fjallið Einbúi. Þetta er úr kvæðinu Einbúi, eftir Stephan G. Stephansson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.