Vikan


Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 18, 1952 PÓSTURINN * Til yngstu lesendanna: Lærisveini galdramannsins lauk í síðasta blaði, en næstu seriu hefur seinkað frá útlandinu (hún er um skraddarann, sem sló sjö flugur í einu höggi). Von- andi getur hún byrjað í þvi næsta. Halló Vika! Nú iæt ég loks verða af því að skrifa þér í þeirri von að fá svar. 1. Viltu segja mér eitthvað um Esther Willíams og helzt birta stóra mynd af henni? 2. Ég er með grængrá augu, ljósa húð, skoHeitt hár og rjóð i kinnum, hvaða litir fara mér bezt? 3. Er hægt að fá tekið eftir mynd- um ? fær maður myndirnar aftur ógallaðar? hvar er bezt að láta taka eftir myndum ? 4. Ég er búin að vera einn vetur í gagnfræðaskóla en mér leiðist svo voða mikið, finnst þér ég ætti að halda áfram? 5. Ég er 14 ára gömul 162 cm á hæð. Hve þung á ég að vera? 6. Eg er með tvær litlar vörtur, hvernig á ég að fara að ná þeim af. 7. Ég er alltaf svo þreytt í fót- unum þó ég standi í svosem 3—4 mínútur. Hvað segirðu um skriftina ? Ein af átján. Svar: 1. Esther Williams er fædd 8. ágúst í Los Angeles. Hún byrjaði sem módel hjá ljósmyndurum, en hafði ákveðið að verða sundkona. Hún ferðaðist um sem sundkona með skrautsýningar- flokki, þegar um- boðsmenn frá Holljrwood sáu hana. Hún byrj- aði með smáhlut- verk í Andy Hardy-myndum, en varð fljótlega stjama í skraut- legum litkvikmyndum, þar sem feg- urð hennar nýtur sín. Esther Williams er 5 fet og 7 þumlungar á hæð, hefur ljóst hár og brún augu. Almennt er álitið, að bezta kvik- mynd hennar sé „Fiesta" (hefur ver- ið sýnd hér), sem gerist á Spáni og fjallar um tvíbura nokkra og þátt- töku þeirra í nautaati. Af öðrum myndum má nefna „On an Island with you" og „This time for keeps". 2. Bláir litir klæða þig vel, sér- staklega grænbláir og fjólubláir. Rauðfjólublátt og gulrautt er líka ágætt og svo grágrænt. Svart og hvítt klæðir þig líka mjög vel. Tímaritið SAMTÍÐIN I Flytur snjallar sögur, fróðlegar i | greinar, bráðsmellnar skopsögur, | i iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. = | 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. | 1 Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. i i Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. i 3. Verzlun Hans Petersen í Banka- stræti endurtekur gamlar myndir. 4. Það er sjálfsagt fyrir þig að halda áfram í skólanum og taka að minnsta kosti gagnfræðapróf. Ahug- inn getur komið fyrr en varir, og hætt er við að þú sjáir eftir þvi ein- hvemtíma á lífsleiðinni, ef þú hætt- ir við svo búið. 5. Þú átt að vega 59 kg. 6. Vörtur eru teknar af með egg- járni eða hátíðnistraumi. öruggast er að láta læknir gera það. 7. Þreyta í fótum getur haft ýms- ar orsakir, t. d. getur hún stafað af ilsigi. Við venjulegri þreytu er ágætt að taka heit fótaböð. 8. Skriftin er nokkuð smá og ekki búin að taka á sig fast form ennþá. Mér finnst að þú ættir að reyna að skrifa svolítið stærra. Svar við fyrirspurn. Dálítið af kartöfluméli er hrært saman við benzín, svo úr því verði þykk leðja. Bletturinn er gegnvætt- ur í þessari blöndu og hann nuddað- ur burt eins vel og hægt er. Síðan er bletturinn aftur þakinn vel. Þegar benzínið hefur gufað burt er kart- öflumélið burstað vandlega af. Ef um lýsisbletti er að ræða er hætt við að liturinn hafi leystst upp og úr þvi verður ekki bætt. Kæra Vika mín! Nú langar mig til þess að biðja þig að svara fyrir mig nokkrum spurningum. Hvað kosta einfaldar, tvöfaldar og þrefaldar harmonikur núna og hvar er hægt að fá þær. Og geturðu svo að endingu sagt mér hvar er hægt að fá gítara og hvað þeir muni kosta. Með fyrirfram þökk fyrir svörin. SJSSAST. Svar: Harmonikur fást t. d. í Verzluninni Rin, Njálsgötu 23, og kosta þær frá 500 krónum með þre- faldri bassaröð. Verzlunin Drangey á von á gítur- um á næstunni og munu þeir kosta milli 450 og 1000 krónur. Elsku Vika mín! Ég þakka þér fyrir alla skemmt- unina og fróðleikinn, sem ég hef fengið frá þér. Þú hefur verið vin- kona mín, frá því ég man eftir mér og nú ætla ég að skrifa þér i fyrsta sinn og spyrja þig eins og allir aðrir. 1. Hverrar þjóðar er Somerset Maugham ? 2. Hvar og hvenær er hann fædd- ur ? ^MMMMIMHHMIIHHIMHIHHIIIIIHIMIHMHIMIHHMIIIMMMMI'^, Norge — ísland í Noregi, innan- lands eða öðrum löndum, getur hver valið sér í gegnum Islandia, bréfavin við sitt hæfi. Skrif- ið eftir upplýsingum. BafrAKlÓBBURlNN IIUANDIA Reykjavík '"iMMIIimimMHIIIMMIIIIMIMMIIMMMHMMMIIIIIMMIMIIIIIIl'' 3. Hvaða bók hans er talin bezt? 4. Hvaða litir fara mér bezt, ég er brúnhærð með blá augu og ljósa húð? 5. Hvernig er skriftin? Þín Ýr. Svar: 1. Somerset Maugham er enskur rithöfundur. 2. Hann er fæddur 1874. 3. Erfitt er að segja um hver sé bezt bóka hans, en þekktar eru t. d. Of Human Bondage (1 fjötrum) First Person Singular, og The Mix- ture as Before. 4. Þú ættir að klæðast í rauða liti, Framhald á bls. 13. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Helga Árnadóttir (18—21 árs), Dúna Þórarinsdóttir (17—20 ára), Salvör Georgsdóttir (20—24 ára), Rúna Ragnarsdóttir (19—24 ára), allar í Nótastöðinni h/f, Akranesi. Ragna Magnúsdóttir (15—19 ára), Bakka, Bakkafirði. Kristrún Eiríksdóttir (16—20 ára), Höfn, Bakkafirði. Halldóra Þórhallsdóttir (18—20 ára), Höfn, Bakkafirði. Ingibjörg Þórhallsdóttir (12—14 ára), Höfn, Bakkafirði. Kolbrún Jónasdóttir (12—14 ára), Steinholti, Bakkafirði. Anna Antonsdóttir (við pilta 15—18 ára, mynd fýlgi), Skeggjastöðum, V.-Landeyjum, Rangárvallasýslu. Leifur Halldórsson (við stúlkur 17— 25 ára, mynd fylgi), M/B Mumma, Ólafsvík, Snæfellsnessýslu. Gunnar Randversson (við stúlkur 17 —25 ára, mynd fylgi), M/B Fróða, Ólafsvík, Snæfellsnessýslu. Eygló Steinsdóttir (við ungt fólk 16 —18 ára, mynd fylgi), Sjónarhól, Ólafsvík. Þórunn Sigurðardóttir (við ungt fólk), Kirkjuveg 57, Vestmanna- eyjum. Anna P. Þórðardóttir (við ungt fólk 17—19 ára), Skagfirðingabraut 9, Sauðárkróki. Ásta Magnúsdóttir (við pilta 16— 19 ára), Alda Árnadóttir (við pilta 16—19 ára) og Bára Jónsdóttir (við pilta 15—18 ára), allar á Bíldudal, Arnarfirði. Gunna segir frá: ... afi gamli er indæll gamall maður og svo er hann líka mjög hress eftir aldri. Ég er ekki viss um að ég muni öll erindin í Blessuð sértu sveit- in mín þegar ég verð 82 ára. Það ger- ir afi nú heldur ekki, en hann man fjórtán erindi úr sjómannavalsi frá því hann var sjóari, eins og hann segir og mér finnst það alls ekki svo illa gert. Þið getið skilið, að okkur finnst það dálítið leiðinlegt að hann skuli alltaf þurfa að sitja í ruggu- stól, þegar við förum út að skemmta okkur. Þegar við svo á laugardaginn stungum upp á því við hann, að hann næði sér í stúlku og kæmi með okk- ur í leikhúsið og á kaffihús á eftir^ ljómaði andlit hans, og hann leit út fyrir að vera tíu árum yngri. „Það er bara þetta, að ég þekki víst enga stúlku." Svo sat hann lengi þögull og hugsandi og að lokum sagði hann. „Ég get auðvitað hringt í Guðrúnu. og svo fann hann númerið í síma- skránni og hringdi. Og nú skulið- þið heyra hvað liann sagði: „Það er ég, Valdemar. Ég ætlaði að hringja til þín fyrir löngu, en þú veizt Guðrún, hvernig tíminn líður, og auk þess hefur maður svo margt að hugsa um, allt þetta með fyrri heimstyrjöldina, kreppuárin, og svo aftur heimstyrjöldina, stofnun lýð- veldisins og núna síðast forsetakosn- ingarnar . . .“ Eiginmaður þessarar konu varð fyrir skoti, er hann gekk inn i íbúð sina í New York. Hún segist „ékki hafa hugmynd um“ hver var bana- maður hans. Og er ekki að undra þó hún sé hnipin á myndinni, því að hún er tekin rétt eAir ao morðið var framio. Estes Kefauver forsetaefni Banda- ríkjanna sést hér skrifa nafn sitt 4 mynd af sér fyrir aðdáenda i Berlín. Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.