Vikan


Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 18, 1952 Opnað í misgripum Eftir Harolcl Goldman. HANN lét bréfið falla niður í póstkassann, kallaði á bíl, sagði bílstjóranum heimilisfang, hallaði sér aftur á bak í sætinu og kveikti sér í vindlingi og reykti, meðan bíllinn þræddi gegnum síðdegisumferðina. Hann hafði veitt því eftir- tekt á póstkassanum, að næsta tæming yrði klukkan fimmtán mínútur yfir sex. Hann gat því ekki gert ráð fyrir, að bréfið kæmist til móttakanda fyrr en morguninn eftir, í fyrsta lagi; líklegra var, að það kæmist ekki til hennar fyrr en síðdegis næsta dag. Hún mundi ekki vera heima, þegar það kæmi, svo það mundi vera um þetta leyti á morgun, sem hún fengi bréfið. Hann gerði ráð fyrir, að það tæki hana hálftíma að ákveða, hvort hún ætti að lesa það, annar hálftími myndi fara í að ákveða, hvort hún ætti að hringja hann upp, og tvær mínútur myndu fara í hringing- una sjálfa. Samkvæmt þessari áætlun myndi síminn hans hringja um 7-leytið annað kvöld. Hann brosti- með sjálfum sér að þessari áætlun sinni; ekki þó að því, hve langan tíma hvert atriði tæki, -— um það gat hann ekkert vitað eða ráðið, — heldur hitt, að hún ákvæði að lesa bréf- ið eða síma til hans. Hann hafði nefnilega sent henni mörg bréf, eða réttara sagt þetta sama bréf margoft, en alltaf fengið það endursent óopnað. Ekki rifið eða þess háttar, heldur bara alveg eins og hann hafði gengið frá því. VEIZTU 1. María Skotadrottning átti úr, sem var í lögun eins og hauskúpa, um þrír þumlungar í þvermál. Hver er meðalstærð kvenmanns- úra nú á dögum? 2. Hvar baulaði kálfurinn, sem allir i heiminum heyrðu til? 3. Hvort er Líma höfuðborg Bólivíu eða Chile? 4. Eftir hvern er málverkið Don Baltasar Charlos. 5. Hvað vegur nýra í full- vöxnum manni ? 6. Hvernig eru horn á pekil- hyrndum hrúti? 7. Hvert var hið rétta nafn Moliers ? 8. Hver hlaut nafnið sólkon- ungurinn ? 9. Hvenær fæddist ameríski rithöfundurinn O. Henry, og hvert var hans rétta nafn ? 10. Hvað heitir syðsti oddinn á meginlandi Evrópu. Sjá svör á bls. lJf. Jæja, hún gat þó ekki endur- sent þetta bréf óopnað. Það skemmtilegasta var, að hún myndi aldrei komast að því, að hún hefði verið beitt dálitlu bragði. Nei, hann gat ekki kall- að þetta bragð — guðdómlegur innblástur var réttara. Og ef hún gat ekki endursent bréfið óopn- að, hvað var þá eðlilegra en að hún læsi það? Og ef hún læsi það, þá vissi hann, að hún hlaut að síma til hans. Auðvitað hefði hann getað skrifað utan á bréfið með ritvél, svo að hún hefði ekki getað séð frá hverjum bréfið var, en það hefði að líkindum reitt hana til reiði. Nei, hún skyldi lesa bréf- ið hans, vitandi það, að það var frá honum. Nafn hans varð að vera á umslaginu, — og hana mátti ekkert gruna að hann hefði neytt hana til þessa . . . Nú þurfti hann bara að gera einn hlut og bíða svo rólegur til klukkan sjö annað kvöld. Bíllinn stanzaði fyrir framan stórt sambýlishús. Hann bað bíl- stjórann að bíða sín og gekk inn í húsið. Hann gekk að síma- borðinu. Unga stúlkan við skipti- borðið leit upp. „Má ég biðja yður að gera mér greiða?“ spurði hann. ,,Ég þarf að koma boðum til ungfrú Virgina Horner.“ ,,Ég held hún sé ekki heima,“ sagði stúlkan. „Ég skal vita.“ Hún fór að setja símann í samband við herbergi hennar, en hann stöðvaði hana. „Ég þarf ekki að tala við hana,“ sagði hann, „ég óska aðeins að koma boðum til hennar. Ég heiti Philip Barr, og ég er nýbúinn að setja bréf í póstinn til ungfrú Horner. Viljið þér gera svo vel að biðja hana að senda mér bréfið aftur ? Þér gætuð sagt henni þetta, um leið og hún tekur bréfin sín ann- að kvöld. Segið henni einungis, að mér hafi snúizt hugur og óski, að hún endursendi bréfið óopnað.“ Stulkan leit til hans forvitnis- lega. „Ég skal segja henni þetta,“ sagði hún og skrifaði það á minnisblað sitt, um leið og hún endurtók nafn hans — Philip Barr. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann, um leið og hann hraðaði sér út. Hann kærði sig ekki urp að eyðileggja ráðagerð sína með því að rekast á Virginíu þarna. Hann fór inn í bílinn og lét aka sér beint heim til sín. Virginía Horner kom heim til sín um sexleytið næsta kvöld. Það hafði verið mikið annríki á skrifstofunni allan síðara hluta dagsins, og hún hlakkaði til þess að fá sér heitt bað og svo sem klukkutíma hvíld í ró og næði. Hún hafði ákveðið að borða um kvöldið með Donald, og það mundi verða skemmti- legt. Donald var þægilegur og hæglátur aðdáandi, og eftir að búið var að segja „nei“ þrisvar sinnum, þá lét hann fólk í friði það sem eftir var kvöldsins. Hann var ólíkur öðru fólki, sem hún þekkti, sem „nei-ið“ verkaði eins á og púðurreykur á stríðs- hest eða viðbragðsskot á hlaup- ara eða sig á hunda, — en um það vildi hún ekki hugsa núna. Hún ætlaði að fá sér gott, heitt bað og svo „hanastél“ á eftir. Svo ætlaði hún að koma þessum þrem „nei-um“ að eins fljótt og unnt væri og eftir það myndi kvöldið líða við þægilegar til- finningar gómtamra veitingá. Virginía nálgaðist símaborðið á leiðinni að lyftunni. Það var þarna, sem pósturinn var geymd ur í smáhólfum, fyrir þá leigj- endur, sem ekki voru heima, þeg- ar bréfberinn kom. Símastúlk- an var önnum kafin við skipti- borðið, þegar Virginía kom, en hún sá nokkur bréf standa út úr hólfi sínu, og beið því róleg. Stúlkan endaði símtalið og leit upp: „Gott kvöld, ungfrú Hor- ner,“ sagði hún og teygði sig upp í hólfið. Virginía leit yfir bréfin í flýti. Ekkert þeirra var áríðandi — umburðarbréf, reikn- ingur, auglýsing um fyrirlestur. Hún ætlaði að fara að ganga í burtu, þegar stúlkan tók um- slag af borðinu sínu og rétti henni. Virginía leit augnablik á utan- á skriftina og nafn sendandans og leit svo snöggt á stúlkuna. „Hversvegna lá þetta bréf á borðinu yðar?“ spurði hún svo. Stúlkan brosti. „Hr. Barr var hérna í gærkvöldi og bað mig fyrir skilaboð til yðar viðvíkj- andi þessu bréfi. Hann lagði mikla áherzlu á, að ég gleymdi ekki að skila þeim.“ „Hvaða skilaboð voru það?“ spurði ungfrú Horner og horfði enn á umslagið. „Hann sagði, að þetta væri misskilningur. Hann vill ekki að þér lesið bréfið, heldur að þér endursendið það óopnað.“ „Biður Iriann mig að endur- senda það óopnað? Jæja þá, þetta er það svalasta, sem ég hef lengi heyrt! Þau hafa öll verið endursend óopnuð! Þetta hefur gengið svona til árum saman! Ég skal gefa yður sjálfri leyfi til að endursenda bréfið; þér þurfið ekki einu sinni að spyrja mig um það framvegis. Ljáið þér mér ritblý — svart og feitt,“ sagði hún. Stúlkan rétti henni það. Vir- ginía ætlaði að fara að strika yfir nafn sitt, en af einhverri orsök sneri hún bréfinu við og leit á bakhliðina. Hjarta henn- ar tók stökk. Umslagið hafði bersýnilega verið opnað og því lokað aftur. „Hver opnaði þetta bréf?“ spurði hún stranglega. „Er það opið?“ spurði stúlk- an sakleysislega. „Ég tók ékki eftir því.“ „Það er ekki opið núna,“ sagði Mannlýsing úr íslenzku f ornriti: „ . . . hann var kallaður skáld gott og orðgreppur mikill... var hár maður og hálslangur, herðalítill og handsíður og ljót- limaður; hann var ættaður úr Fljótum." Hvaða maður er þetta og hvar er honum lýst? Svar á bls. 14. Virginía; „því hefur verið lok- að aftur.“ „Er það?“ sagði stúlkan og gaf um leið símasamband. „Gerið svo vel og hættið þessu símasnatti. Ég þarf að tala við yður,“ sagði Virginía. „Hvað eigið þér við með að opna bréf- in mín! Ég gæti komið yður í bölvun fyrir það.“ „Ég gerði ekkert slíkt,“ sagði stúlkan móðguð. „Ég hef bara U „Hver handlék þetta bréf á undan yður?“ spurði Virginía og reyndi að vera róleg. „Aðeins dyravörðurinn,“ sagði stúlkan. „Bréfberinn kom með það um 12-leytið, og mér var fengið það ásamt öðrum pósti. Ég lét það til hliðar, til þess að gleyma ekki skilaboðunum.“ „Allt í lagi,“ sagði Virginía. „Ég þarf að athuga þetta betur. Mér þykir leiðinlegt, að ég var ókurteis.“ Hún vatt sér við og gekk að lyftunni. Auðvitað hafði hún engar sannanir, en hún þóttist vita, hvað gerzt hafði. Forvitni stúlk- unnar hafði vaknað við hin ó- vanalegu skilaboð, og hún hafði fallið fyrir freistingunni. Hún hafði stungiö blýanti undir lok- ið, smávíkkað opið, náð út bréf- inu og að líkindum lesið það, potað því inn aftur og lokað um- slaginu. Þetta var gamalt bragð; hún hafði sjálf leikið það, þeg- ar hún var krakki. En það var engin ástæða til að hugsa um þetta núna; málið var orðið al- varlegra eðlis. Hvernig gat hún endursent bréf, sem auðséð var á, að hafði verið opnað hvað eftir annað. Hann mundi hugsa, að hún hefði gert það. Og væri nokkur hlutur í heiminum, sem hún vildi forð- ast, þá var' það, að hann hefði ástæðu til að ímynda sér, að hún hefði áhuga á nokkrum hlut, sem hann vildi segja henni. En hún gat ekki endursent bréfið; hún varð að halda því. Hún þurfti ekki að lesa það, en hún gat ekki sent honum það aftur. Það var meinið. Hún fór inn í íbúð sína og fór úr fötunum. Hún fór ekki í heita, róandi baðið, sem hún hafði hugsað sér, heldur þvoði hún sér úr sviðköldu vatm. Og hún söng ekki núna, eins og hún var vön. Hún talaði þó margt, en þau orð mundu varla liafa þótt Ijóðræn eða fara vel með sönglagi. Þetta skyldi hún gera: Seuda honum það aftur. Láta hann. Framhald á bls. T.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.