Vikan


Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 18, 1952 „Nei, ég trúi þessu öllu — og ég skal segja yður, Davidson, hvers vegna ég geri það,“ sagði Williams. ,Ekkert annað skýrir betur óhrein- indablettina á fötum Ólífants." ,Hamingjan góða, já, ég var alveg búinn að gleyma þeim, herra minn.“ „Sei—sei! Var ég svona ógætinn?" sagði Kon- kvest og hristi höfuðið. „Þú skilur það, Bill, að ég var i myrkrinu og hugsaði ekkert út í þetta atriði. Naumast gat ég búist við, að neinn færi að fara með líkið til baka, finnst þér það? Ef einhver var athugalaus, þá var það morðinginn. Það bendir ótvírætt í ákveðna átt, að líkið komst aftur á sinn fyrri stað, Bill Williams, og ég hef verið að brjóta heilann um ýmislegt í sambandi við þetta, sem staðfestir grun minn. Meðal ann- arra orða, manstu það, að ég sagði að mér hefði komið skemmtilegt ráð í hug til að losna við líkið ?“ „Hvaða ráðagerð var það — kannske þú hafir ætlað að láta það á inngöngutröppurnar á Scot- land Yord?“ sagði Williams háðslega. „Nú—nú, þú ert bara skýr drengur. Á inn- göngutröppur, var rétt til getið, að minnsta kosti. En ekki á tröppurnar hjá ykkur, heldur hjá Ever- don lávarði.” „Hvað segirðu?" „Já,“ Það var eftirsjá í rödd Konkvests. „Hugs- aðu þér Bill, hvað þetta hefði verið skemmtilegt bragð! Everdon lávarður finnur líkið af litla lög- mannspúkanum sínum á dyramottunni hjá sér, þegar hann fer út um morguninn, — ég býst þó við, þegar ég hugsa málið nánar, að þrjóturinn sé einn þeirra, sem ekki fer á fætur fyrr en undir kvöld. Hann er einn af þessum nátt- hröfnum, sem sjaldan bregða þeirri venju, að koma heim um svipað leyti og mjólkursendill- inn.“ „Hamingjan góða, Konkvest, ég verð víst að trúa þér,“ sagði yfirforinginn og glápti á hann undrandi. „Ég trúi því, að þú hafir ætlað að gera þetta, þótt ótrúlegt sé. Þetta er svo fjandi líkt þér . . Hann þagnaði og stóð á fætur. „Við höfum tafið nógu lengi,“ sagði hann svo snögglega. „Ég vil að þú komir með okkur, Kon- kvest.“ „Til hvers?“ „Hafðu engar áhyggjur. Ég ætla ekki að ákæra þig fyrir morðið. En þú verður að gefa ýtarlega skýrslu á lögreglustöðinni . . .“ „Á, einmitt? Heldurðu að ég fari að gefa ýtar- lega skýrslu á lögreglustöðinni núna?“ tók Kon- kvest fram í fyrir honum, og reis líka á fætur. „Láttu ekki eins og óviti, Bill. Ég hef verkefni fyrir höndum, skal ég segja þér. Ég ætla að fara og ná í morðingjann. Heyrirðu ekki í bíl- flautunni ? Ég hef verið að bíða eftir þessu merki síðustu mínúturnar.“ V. KAPlTULI. Bakdyrastiginn. Gaulið, sem þeir Konkvest heyrðu, kom frá bifreið þeirra hjóna, sem kona Konkvests ók. Þegar hann nálgaðist bílinn utan úr þokunni, augnabliki síðar, óhreinn og sóðalegur, hafði henni gleymst dulargerfi manns síns og hélt, að þetta væri einhver umrenningur og bjóst til varnar. „Hæ, hvert er erindið?“ kallaði hún um leið og hún opnaði aðrar afturdyrnar. „Láttu ekki eins og kjáni — þetta er ég,“ svaraði Norman um leið og hann stökk upp i bíl- inn. „Aktu á stað, elskan, og vertu fljót. Úr því ég er hér hlýtur Bill Williams að vera skammt undan. Satt að segja er hann aðeins tiu skrefum á eftir mér.“ Um leið og Joy setti bilinn í gang, heyrði hún kallað á eftir þeim. Hún lét sem hún heyrði ekki. Billinn jók fljótt ferðina. „Hvert skal halda, snillingur snjalli?" „Eitthvert — fyrst um sinn. Haltu bara áfram.“ „Hvað hefurðu verið að gera?“ spurði frúin. „Hvernig stendur á Williams? Mér skildist þú segja, að þetta væri eitthvert vandalítið verk, — „eins og að sötra mjólk“, sagðir þú. Hvað hefur komið fyrir?“ „Margt, — og allt óþægilegt." Konkvest var að brölta við að koma sér úr lörfunum, í aftur- sætinu. „Engin þörf á þessum feluleik lengur. Ég sé, að þú hefur komið með hattinn minn og frakkann, eins og ég bað þig. Góð kona, Fía mín. Þú verst ekki lengi að koma, eftir að ég símaði.“ „En hvað hefur komið fyrir?“ endurtók hún. „Þú sagðir mér ekkert í símanum og ég bjóst sannarlega ekki við að þú lentir i erfiðleikum við Bill Williams.“ „Myrki Matthew steindauður — stunginn gegn- um fóarnið með bandprjóni. Fjandi óþægilegt.“ „Hamingjan góða! Þeir halda þó víst ekki, að þú . . .“ „Ekki ég, — en Bobby litla." „Það lagðist í mig, að einhver leiðindi myndu sigla í kjölfar afskipta okkar af þessu leiðinda- máli,“ sagði Joy og leit aftur fyrir sig. „Það er alltaf svona, þegar þú kemst í tæri við þær ljós- hærðu.“ „Bobby er að sönnu ljóshærð, en skrambinn hafi að hún komi mér úr jafnvægi,“ andæfði hann. „Fjandinn hafi það, Fía, þér er jafnkunn- ugt og mér, að stelpan er rétt aðeins komin af gelgjuskeiðinu; sparaðu þvi þessa gömlu fyndni þína um ljóshærðu stúlkurnar. Einhver hefur myrt frænda hennar og reynt að koma sökinni á hana.“ „Áttu við að einhver hafi af ásettu ráði reynt að láta líta svo út sem hún hefði framið morðið.“ „Já, en hann valdi ranga nótt. Hann valdi sömu nótt og ég. Það sýnir . . .“ „Sýnir hvað?“ „Það sýnir, að örlaganornin er allstaðar á sveimi og albúin þess að hlutast til um málin, og stundum allharkalega. Ég valdi kvöldíð í kvöld af því að þoka var á; morðinginn valdi það vegna þess að Robby litla hafði lent í rimmu við frænda sinn, og sagt, svo ýmsir heyrðu, að hún gæti stútað honum með köldu blóði." Hann sagði henni að aka í áttina til Vestur- Kensington, og skýrði henni á leiðinni nánar frá atvikum. Hún hlustaði af fjálgleik, og dæsti síðan. „Ja, — þú sérð lífið, fullhugi, það má nú segja!“ „1 þetta sinn sá ég dauðann." „Ég skil þetta ekki,“ hélt hún áfram. „Hvern- ig gat líkið komizt aftur upp í þak-ibúðina? Þú verður að láta Bill Williams athuga þetta; sá var ekki lengi að hafa upp á þér.“ „Það væri lélegur lögregluþjónn, sem ekki hefði Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Sei, sei, klukkan er gengin í sex. Ég hafði ekki hugmynd það væri svona framorðið; ég var svo niðursokkinn í vinnuna. Jón: Við ætlum að bregða okkur á billjardinn. Ertu með? Jónatan: Þú getur spilað á móti mér. Jóhannes: Við tökum bara eina lotu. Pabbinn: Mér þykir það leitt, en ég vil ekki gera konunni minni gramt í geði. Hún hefur matinn alltaf tilbúinn stundvíslega klukkan sex. Og ég veit henni fellur það mjög þungt, ef ég kem seinna. Pabbinn: Ég sé fyrir mér tárin í elsku Pabbinn (hrópar): Hæ, hæ, elskan! Mamman: Ó, vinur minn, ég hafði svo mikið að gera, að ég mátti litlu bláu augunum hennar, ef ég segði Ég er kominn! hreint ekki vera að því að búa til mat fyrr en núna rétt áðan. Æ, henni ég spilaði billjard eftir vinnu! þú ert alltaf svo stundvís. Hvers vegna geturðu ekki skroppið út eftir vinnuna og spilað billjard eða eitthvað, eins og aðrir skrif- stofumenn gera svo oft?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.