Vikan


Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 8

Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 18, 1952 Bjarnargreiði. Teikning eftir George McManus. Rasmína: Aumingja veslings konan hans Dúg- ans . . . Gissur: Dúgan á svo sem bágt líka. Hann á ekki eyri eftir, og var auk þess rekinn burt úr Ibúðinni. Rasmína: Enda þótt frú Dúgan væri engin hefð- arkona, þá kom okkur alltaf vel saman í þvotta- húsinu. Ég held þú ættir að fara yfirum og borga fyrir hana leiguna. Gissur: Ég skal gera það, Rasmína, en ég er bara blankur. Þú veröur að lána mér svona þrjú- f jögurhundruð! Dúgan: Aumingja Gissur! Ég var að frétta hann hefði farið á hausinn! Ég vildi ég gæti hjálpað hon- um, en ég á bara ekkert sem stendur. Frú Dúgan: Ég skal lána þér fimmhundruð krón- ur. Enda þótt Rasmína foragti mig núorðið, kom hún vel fram við mig, þegar við þvoðum saman! Frú Dúgan: Ég ætla að líta inn til hennar Rasmínu, vina mín. Hún á svo bágt, og ég ætla að reyna að tala i hana kjark. Litla Dúgan: Við bósi kennum voða mikið í brjósti um konuna! Frú Dúgan: Rasmína, ég sagði sisvona við mig áðan gleymt er það sem gleymt er, og svo datt mér í hug að líta til þin og bjóða þér hjálp, þangað til hann Gissur fær aftur einhverja vinnu. Rasmína: Þú bjóða mér hjálp! En Gissur sagði mér, að þið væruð að missa húsnæðið. Kalli káti: Spilaðu annað lag, Terri. Kannski Gissur gefi okkur þá aftur í glösin. Gissur: Hvilík nótt, Dúgan! Asskoti göbbuðum við kelling- arnar okkar laglega. Dúgan: Og það bezta er, að nú blæða þær. Rasmína: Eíði hann bara, þangað til ég get lagt á hann hendur. Nei, annars, hvers vegna skyldi ég nota hendurnar, þegar annað betra er til taks. Dúgan: Hæ, Gúgga mín, ertu vakandi? Ég hitti Gissur og honum líður mun skár núna! Dúgan: En þér á áreiðanlega eftir að líða verr. Gissur: Ég sé, að þú ert líka húsrækur. Dúgan: Það er nú það minnsta, Gissur. En hvert einasta bein í kollinum á mér hefur færzt úr stað!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.