Vikan


Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 18, 1952 9 FRÉTTAM YNDIR Myndin er tekin meðan egyftska deilan stóð sem hæst. Sir Ralph Stevenson (til vinstri) sést hér á tali við Ali Maher Pasha for- sætisráðherra Egyfta í Kaíró. Hér sjást átta af fimmtán leiðtogum Kommúnistaflokks Kali- forníu, sem ákærðir voru fyrir samsæri gegn stjórninni. Þetta er í upphafi réttarhaldanna. Átta konur og fjórir karlmenn voru kvadd- ir i dóm til að hlýða á málið. Nýlega var skipuð nefnd til að komast fyrir spillingu meðal bandarískra stjórnardeilda, og sést hér formaður hennar, Newbold Morris (t. v.), vera á tali við McGrath ríkissaksóknara, en deild hans var fyrst tekin til athugunar. Morris sagði fréttamönnum hann hefði frjálsar hendur til hverskonar aðgerða. Eisenhower sést hér í bíl á götum Parísar. Hann hefur nýlokið viðtali við Faure forsætisráðherra Frakka, sem nýlega lét af völd- um. Fyrir skömmu kom upp eldur í Péturskirkjunni i Pittsburg, U.S.A. Myndin sýnir slökkvistarfið. Tjónið af brunanum var metið á 150.00 dali. Við könnumst flest við þessa tvo ,,stórlaxa“ heimsstjórnmálanna. Truman, forseti Bandarikjanna, og Winston Churchill, forsætisráðherra Breta ræðast við í Hvítahúsinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.