Vikan


Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 18, 1952 11 Æ veiðwm SAKAMÁLASAGA ______________________________ vandi. Nú tók spurningunum að rigna úr öllum Kamilla, sem skyldi, hvað um var að vera, áttum. En enginn var fær um að svara. Ruby var sú eina sem gat komið með sennilega skýringu. „Þetta er einhver flakkari — einhver, sem hefur falið sig í skóginum, brjálaður maður, sem hatar annað fólk — ó, Wat!“ sagði hún við mann sinn og sneri sér að honum með saman- hnýttar hendur. Það var annarlegur hreimur i rödd hennar. „Wat, þið verðið að finna hann! Er ekki hægt að senda út vopnað lið til þess að leita. Það var alltaf gert hérna einu sinni.“ „Þetta er hreint ekki svo fráleit hugmynd,“ sagði Wat dálítið óstyrkur, en vingjarnlegur, „annars var nú lögreglan venjulega fær um að leiða slík mál til lykta sjálf. Njósnarbílar voru sendir á vettvang ef álitið væri, að þess gerðist þörf.“ Hann brosti daufu brosi og klappaði Ruby á öxlina. „Þeir gömlu dagar eru nú liðnir, Ruby. Þú talar eins og afi þinn. Vopnað lið.’“ Nú brosti hann í alvöru. „Eitthvað verður að gera,“ sagði Ruby. „Eitthvað verður að gera,“ endurtók Wat sef- andi. „En það getur bara tekið dálítinn tíma.“ Öllum til undrunar brast Ruby allt í einu í grát. Að svo miklu leyti, sem Sue var kunnugt, liafði aldrei neinn vitað til, að tilfinningarnar bæru Ruby ofurliði. Sue komst við og fann til dálítillar sektarmeðvitundar. Henni hefði aldrei dottið í hug, að það hefði slík áhrif á Sue, að hún sjálf var í hættu. Karólína leit af einu þeirra til annars óttasleg- in á svip, en þannig hafði hún verið frá þvi að Luddington læknir dó, eða allt frá því tilkynning- in um handtöku Sue barst henni til eyrna. Kamilla strauk hárið og fór úr kápunni. Hún var klædd eins og hún væri að fara i kvöldverðarboð. — „1 kvöldverðarboð með Fitz,“ hugsaði Sue allt í einu. Síði rauðrósótti kjóllinn var alltof glæsi- legur í þessari vinalegu stofu með snjáðu hús- gögnunum. Jed stóð og horfði rannsakandi á Sue. Fitz hallaði sér aftur á bak á skemlinum og spennti greipar um hnén. „Við höfum eiginlega aldrei rætt þetta mál út í æsar. Við, sem hér erum saman komin stóðum Luddington og Ernestínu næst. Ættum við ekki að gera okkur greinilega ljóst allt sem við vitum. Hér er enginn laganna þjónn, svo að við getum sagt allt, sem við viljum.“ „Hvað í ósköpunum-------“ byrjaði Wat og leit óttasleginn á Fitz yfir Ruby, sem grét við öxl hans. „Þú getur byrjað," sagði Fitz. „Hvað varstu að gera kvöldið, sem skotið var á Sue ? Hvar varstu ? 16. KAFLI. Sue átti von á, að allt mundi fara í háa loft. Suðurríkjamenn eru bráðlyndir og það er auð- velt að reita þá til reiði. Flest það fólk, sem hún þekkti var mjög ákaflynt, einkum Woody og Jed einnig Kamilla og Karólína. Um Wat var það að segja, að hann var uppnæmur fyrir hinni lítilfjörlegustu móðgun, en jafnaði sig venjulega fyrr en varði. Hún sá, að Woody datt það sama í hug og henni. Það var óeðlilegur glampi í augum hans, þegar hann sagði: „Já, við erum vissulega öll undir sömu sökina seld, Fitz. Brigzlum bara hverju öðru um morð.“ Enginn virti Woody einu sinni viðlits. Athygli allra beindist að Fitz og undrun þeirra leyndi sér ekki. Það var aðeins Ruby, sem ekki leit upp, hún gróf andlitið ennþá í öxl Wats, en hún var hætt að gráta og lagði nú við hlustirnar. vék strax að efninu. „Já, en hamingjan góða, Fitz,“ sagði hún. „Ekki getur Wat hafa farið að skjóta föður sinn!“ Wat hafði ekki dottið þetta í hug, en við orð Kamillu, varð magurt andlit hans eldrautt og stórt nef hans sýndist ennþá stærra sökum þess, hve nasavængirnir þöndust út. Hann losaði sig við Ruby með því að ýta henni harkalega niður í legubekkinn og gekk í áttina til Fitz og tók að klæða sig úr jakkanum. „Við skulurn gera út um þetta hér, maður á móti manni, Fitz Wilson," sagði hann. „Þú hefur móðgað mig. Þú hefur sært tilfinningar mínar, sært mig i sorg minni.“ „Svona, svona, Wat!“ Fitz hreyfði sig ekki af skemlinum. Þú átt ekki að fara að halda neina stjórnmálaræðu.“ Það lék dauft bros um varir hans, en það var alvara í augunum. Hann sagði stillilega og fullur einlægni. „Það var ekki ætlun mín að særa tilfinningar þínar, Wat. Mér kemur ekki til hugar að halda að þú hafir myrt föður þinn. Engurn kemur það í hug. Farðu í jákkann aftur.“ Allt í einu sagði Karólína: „Það er mjög hlífð- arlaust að gefa þann möguleika í skyn, að maður drepi föður sinn — eða kona systur sína eða . . .“ Kamilla rak upp snöggt óp. Karólína hélt áfram alvarleg í bragði, næstum því hátíðleg, og allir hlustuðu: „eða vinur leggi hendur á vin. En morð er hræðilegt.“ Hún horfði á þau góða stund, hrygg á svip. Enginn sagði orð. Hún hélt áfram: „Ég held, að það hafi ekki verið álit Fitz, að þú hafir skotið á Sue í kvöld, Wat. 1 fyrsta lagi hefur þú enga ástæðu til þess. Það þarf enginn að óttast Sue. Hún mundi engum gera mein -— ekki einu sinni . . .“ Karólína leit niður á sterklegar hendur sína. „Jafnvel þó að hún vissi um eitthvað sem gæti spillt fyrir öðrum, segði hún ekki frá því. En Fitz á við, að við, sem hér erum, höfum þekkt Ernestínu lengur en nokkur annar og einn- ig betur. Og við þekktum . . . .“ hún beit í vör- ina og sagði titrandi röddu: „og við þekktum einnig Tom Luddington. Auðvitað átti Ernestína aðra kunningja, einkum eftir stríðið, þar sem það hefur komizt i tízku, að fólki frá New York og Washington legði hingað leið sina, keypti hér hús og færi á veiðar — og sjórnmálamennirnir, stjórn- arerindrekarnir og allt það,“ sagði Karólína og stundi við. „En ég held samt sem áður, að við gætum komizt á snoðir um eitthvað, ef við reynd- um, komizt . . .“ hana rak í vörðurnar, hún strauk úfið hárið, og Woody sagði í senn glettn- islegur og sigrihrósandi á svip: „komizt á rétta slóð . . .“ „Já, það var einmitt það, sem ég átti við! Aðeins, svo að við gætum talað um það . . .“ „Við höfum talað um það,“ sagði Ruby allt i einu. „Við höfum talað látlaust um það í allan vetur.“ „Já, en samt . ..“ Karólína sneri sér áhyggju- full að Fitz: „Var það ekki þetta, sem þú hafðir í huga?“ Utitekið andlit Fitz var leyndardómsfullt. Og það var ekki fyrr en eftir nokkrar sekúndur, að hann svaraði: „Jú, jú, það var það.“ „Það' getur til dæmis verið, að Wat hafi mætt einhverjum á þjóðveginum, einhverjum sem beygði inn í skóginn . . .“ „Ég fór hina leiðina," sagði Wat. „Og það var miklu fyrr, nema þessi náungi hafi legið i leyni allan seinnihluta dagsins. Það getur svo sem Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 18 verið að hann hafi verið í felum allan daginn og beðið eftir tækifæri." „Beðið eftir tækifæri! Það var likt og óheilla- vættur læddist nær húsinu gægðist fram úr myrkrinu úti fyrir. Sue stóð ósjálfrátt á fætur og Fitz stóð einnig upp og tók aftur um hönd hennar. „Vertu róleg, Sue. Við erum hérna hjá þér!“ Hún mætti augnaráði hans, sem var sefandi, og settist hægt niður aftur og hélt fast i hönd hans. Karólína gerði tilraun til að brosa til henn- ar hughreystandi brosi. „Ég er alveg viss um, að þetta er einhver flakkari," sagði Ruby. Hún var ekki í reiðfötum, hún hafði gefið sér tíma til þess að fara í rauða dragt. Það glitraði á demantsnál í hálsmálinu á hvitu blússunni hennar. Jed tók eftir, að Fitz hélt í hönd Sue og hann tók einnig eftir augnaráðinu, þegar þau lituzt í augu. Hann ætlaði að ganga til þeirra, en hætti við það. Kamilla veitti þvi einnig athygli og rétti úr sér. Það kom hörkusvipur um, munn hennar. Það var svipur, sem minnti á Ernestínu. Sue fann að þau horfðu bæði i áttina til þeirra þó að hún liti ekki af Fitz. „Nú hefur þú verið vöruð við — og við raunar öll," sagði Fitz. „Við verðum að taka eitthvað til bragðs, við getum gert eitthvað, við getum . . .“ „Hvað er það eiginlega, sem við getum?“ spurði Jed, það var reiðisvipur á andliti hans, hann hnikkti til höfðinu og horfði þrjózkulega á Fitz. „Og hvaða vald hefur þú til að spyrja, Fitz? Þú hagar þér eins og þú ættir Sue. Ég skal sjá um hana. Ég þarfnast ekki þinnar hjálpar, og auk þess,“ bætti hann við öllum til mikillar undrunar, „auk þess er þin aðstaða ekki sem bezt í þessu máli. Þú eltir Ernestínu alltaf á röndum — hún sagði mér það. Þú hefur kannske skotið hana sjálfur. Kannske hefur hún ekki viljað sjá þig og þá . . Kamilla stóð upp. Hún var föl, og augun sýnd- ust ennþá dýpra inni í höfðinu en venjulega. „Það er ekki satt Jed Baily! Ernestína hélt alltaf að allir karlmenn sæktust eftir sér. Það hefur hún haldið frá því hún var smástelpa. Hún var eins hégómagjörn og nokkur manneskja getur verið. Hún ásældist menn, sem buðu mér út. Hún gat ekki þolað það, ef einhverjum leizt á mig. Og það veiztu mæta vel, Jed. Þú veizt vel, að þér geðjaðist fyrst að mér, þegar þú komst hingað. Þér leizt vel á mig, en Ernestínu fannst þú gott mannsefni, betra mannsefni en hún gat gert sér vonir um að ná í. Og hún gerði sér lítið fyrir og tók þig frá mér fyrir framan nefið á mér. Þú hafðir ekkert tækifæri til að sleppa." Jed ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það og stakk höndunum í vasann um leið og hann lokaði munninum. „Svona var Ernestína," hélt Kamilla áfram ónærgætin. „Hún gat ekki þolað, að nokkur væri henni fremri. Hún vildi ná i bezta mannsefnið, fá fínasta húsið og beztu stöðuna, og þegar Ruby kom heim aftur með öll sín auðæfi og Wat fór til Washington, þá vitið þið vel, að Ernestína var alveg viti sínu fjær. Og svo kom Fitz og öllum var kunnugt um, hvað hann hafði gert, og hve mikillar frægðar hann hafði getið sér sem fréttaritari í stríðinu, og nú settist hann að hér og stjórnmálamenn og allskonar fólk frá Washington heimsótti hann — fólk, sem Ernestínu langaði einmitt til þess að kynnast, og auk þess erfði hann hús Fitzjames-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.