Vikan


Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 08.05.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 18, 1952 Fólkið sem við kynnumst. 4. grein: eftir GEORGE CHECKLIN. George Checklin Vikan hefur fyrr birt fjórar greinar eftir þennan höfund, í 6., 7., 8. og 14. tbl. þessa árs. Hann er enskur að þjóðerni og hefur farið mjög víða. Þessi grein segir frá kynnum hans við óvenju- lega tvíbura, tvær miðaldra konur, sem voru svo líkar í orðum sem gjörðum, að ekki mátti á milli sjá. Miðaldra tvíburar. ÉG VAR á gangi með kunningja mín- um í borg einni í Suðurenglandi. Þá bauðst hann allt í einu til að sýna mér nokkuð óvenjulegt. Við námum staðar í fá- förnu stræti fyrir framan lítið hús. Tvær miðaldra konur nákvæmlega eins í útliti komu til dyra. Þær heilsuðu okkur í sam- einingu, og önnur eins og bergmálaði orð hinnar. Þær buðu okkur inn í stóra setu- stofu, og mér varð strax undarlega við, þegar ég kom þangað inn. Tveir armstólar voru við arininn, og hjá þeim báðum voru ljóslampar. Á armi beggja stólanna lá lítill útsaumaður strammi, með sama munstri. I eldstónni voru tveir skörungar. Það virtist vera tvær gerðir af öllu. Það sá ég við fyrstu yfirsýn. Nú var ég kynntur, en einungis fyrir ungfrú Harrison, þær virtust báðar bera sama nafnið. Þá og síðar, meðan við stöldruðum, rann smátt og smátt upp fyrir mér, að allt í þeirra fari væri nákvæmlega eins í öllu tilliti — skór þeirra og klæðn- aður, belti og borðar. Þær báru báðar granateyrnalokka og kóralhálsmen, og hár þeirra var tekið saman í hnút í hnakk- anum. Ég held að drættirnir í andliti þeirra og höndum hafi verið eins djúpir og legið á sama hátt. Þegar þær fóru til að hita okkur kaffi, gengu þær út úr herberginu hvor eftir annarri, og ég bjóst við þær mundu koma aftur hvor um sig með tvo bolla og könnu, en í þess stað komu þær með sinn bakkann hvor. Áður en við fórum bað kunningi minn þær að sýna okkur fallega mynd, sem vegna rúmleysis hékk uppi í svefnherberg- inu. Við gengum öll upp stigann, og því næst komum við inn í lítið svefnherbergi. Rúmið var eitt, og ósjálfrátt skyggndist ég um eftir öðru. Þá tók ég eftir því, að þarna voru tvö svefnherbergi, aðskilin með mjóum dyrum, og meðan hin ræddu um myndina, steig ég hugsunarlaust inn í hitt herbergið. Áhrifin voru stórkostleg. Það var líkt og að ganga inn í spegil, því að 621. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. í fjósi. — 4. undir- förull. — 10. fornafn. — 13. kvenmannsnafn. —■ 15. hljóðfæri. — 16. end- urgjald. — 17. lélegri. — 19. meðvindur. — 20. mælieining. — 21. batna. — 23. bjór. ■— 25. skips- kenningin. — 29. friður. — 31. frumefnistákn. — 32. nafnorðsforskeyti, ■— 33. ónefndur. ■— 34. bæj- arnafn þf. — 35. fæða. —< 37. líkamshluti. — 39. tímamark. — 41. for. — 42. ske. — 43. kvenkenn- ing. — 44. gúli. — 45. nudd. — 47. henda. —: 48. á litinn. — 49. keyr. — 50. heimili. — 51. þrír eins. — 53. skammstöf- un. — 55. tónn. — 56. geðshræringarmerki. — 60. hylur. — 61. bönd. 63. árstíð. — 64. refsa. — 66. hljóð. — 68. verk- færi. — 69. rifa. — 71. langt nef. — 72. sjór. — 73. mannkenning, fl. - 74. steinefni. Lóðrétt skýring: 1. hvilustaður. — 2. ávítur. — 3. á veiðarfæri, þf. — 5. frumefnistákn. — 6. fangamark félags. — 7. fisk. — 8. ílát. — 9. beygingarending. — 10. jurt. — 11. sigraði. — 12. sprækur. — 14. skínandi. — 16. vinn úr ull. — 18. veikur. — 20. skjólflíkurnar. — 22. tveir eins. — 23. titil- skammstöfun. — 24. skálar. — 26. steinefni. — 27. skelfing. — 28. þolandi. — 30. grikk. — 34. sprænur. — 36. nafnorðsforskeyti. — 38. boi'ða. — 40. bæn. — 41. afleiðsluending. — 46. mánuð- ur. — 47. eyða. — 50. matreiðir. — 52. fum. — 54. afhendir. — 56. yrkir. — 57. skammstöfun. — 58. tveir samstæðir. — 59. flokkar. — 60. ljóð. — 62. röð. — 63. forskeyti. — 64. keyra. — 65. = 36 lóðrétt. — 67. líkamshluti. — 69. skamm- stöfun. — 70. tveir eins. Lausn á 620. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Kolkuós. — 7. vænkast. — 14. aki. — 15. slag. — 17. kramar. -— 18. laða. — 20. murki. — 22. Nasi. — 23. klifr. — 25. mun. — 26. ber. — 27. lo. — 28. aeL. — 30. násál. — 32. il. — 33. aka. — 35. kenning. — 36. inu. — 37. fríi. — 39. ungr. — 40. stásstofunni. — 42. laup. — 43. snar. — 45. aur. -— 46. mannlig. ■—■ 48. aga. — 50. ur. —i 51. forug. — 52. sal. — 54. au. — 55. sek. — 56. gul. — 58. ríkur. — 60. sæti. — 62. uglan. — 64. fuku. — 65. áralag. ■— 67. lund. — 69. sag. — 70. tillaga. — 71. snoturt. Lóðrétt: 1. kalklag. — 2. okalok. — 3. liði. — 4 U.S. — 5. ólm. — 6. saum. — 8. æki. — 9. nr. — 10. kanel. — 11. amar. —- 12. SAS. — 13. trillur. — 16. grunnstingull. — 19. afa. — 21. knái. — 24. rekís. -— 26. bág. — 29. leistar. — 31. snifsis. — 32. Ingi. — 34. aftur. — 36. innra. — 38, ráp. — 39. Una. — 40. saur. — 41. ungar. — 42. launsát. — 44. saurugt. — 46. mok. — 47. nugg. -— 49. gaukar. — 51. feill. — 53. líf. — 55. stal. -— 57. laus. — 59. kusu. — 61. æri. ■— 62. ugg. — 63. nnn. — 66. aa. — 68. do. það herbergið var algjörlega samsvarandi hinu. Samskonar silfraður hárbursti lá á sama hátt á samskonar náttborði úr eik, samskonar litur á rúmábreiðunni, sams- konar mynstur í veggfóðrinu. Yfir rúminu í þessu herbergi var nákvæm eftirmynd af málverkinu í hinu herberginu. Við vorum báðir fegnir að komast út úr húsinu og frá hinum óeðlilegum eig- endum þess — því að vissulega er það óeðli, þegar tvíburar verða jafnlíkir þegar árin færast yfir þá eins og þegar þeir voru smáangar og gengu í samskonar fötum. Kunningi minn sagði mér allt sem hann vissi um æviferil þeirra og benti á það, að einungis sérstök atburðakeðja í bernsku þeirra, hefði getað haft þetta í för með sér. Venjulega verða tvíburar, enda þótt þeir alist upp í sama umhverfi, fyrir tals- vert ólíkum áhrifum, sem móta þá á ólík- an hátt. En með þessar konur var það svo, að þegar önnur þeirra veiktist, veikt- ist hin samtímis. Þær voru uppalnar á afskekktu prests- setri. Foreldrar þeirra höfðu ekki viljað gera upp á milli þeirra, og af ofurmann- legri áreynslu fóru þeir eins með þær báð- ar. Tuttugu ár samfleytt gerðu þær sama hlutinn á sama tímq, og sama hátt og voru aldrei skilnar að. Og svo voru þær líkar, að ógerlegt hefði verið annað en þær gift- ust tvíburabræðrum, en slíkir tvíburabræð- ur birtust aldrei. Það skipti ef til vill ekki miklu, því að þær höfðu hvor aðra. Foreldrar þeirra dóu með mánaðar bili og það hefur eflaust þrýst systrunum fastar saman. Síðan urðu þær að yfirgefa prestssetrið og stóðu nú einar uppi í misk- unnarlausum heimi. Og upp úr þessu óx átrúnaður þeirra: að gera alla hluti eins. Ef önnur systirin gerir eitthvað, horfir hin systirin á hana á meðan. Ef önnur talar, hlustar hin þögul, og tautar ef til vill orðin fyrir munni sér. Þær lesa sömu bækur og hlusta á sömu útvarpsþætti. I raun og veru mætti ætla þær væru ein og sama manneskjan. Svar við maimlýsingarspurning- unni á bls. 4: Sneglu-Halli. I Sneglu-Halla þætti. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Þau eru yfirleitt svona á stærð við tuttugu og fimmeyring. 2. 1 örkinni hans Nóa. 3. Hvorugt. Líma er höfuðborg Perú. 4. Velasques (1599—1660). 5. Um 150 grömm. 6. Þau sveigjast í hring inn að kjammanum. 7. Jean Baptiste Poquelin. 8. Luðvík 14. Prakkakonungur. 9. Hann fæddist 1862 og hét William Sidney Porter. 10. Tarífa á Pyreneaskaga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.