Vikan


Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 19, 1952 • PÓSTURINN • Svar til NN. Peter Lawford er fæddur í London 7. ágúst 1923. Hann er af enskri aðals- ætt, hefur ferðast mikið og var af tilviljun staddur í Flor- ida, þegar stríðið brauzt út. Hann tók um tíma hvaða vinnu sem bauðst, þvi f jölskylda hans átti erfitt með að senda hon- um peninga og honum hafði verið hafnað til herþjónustu. Fyrst lék hann smáhlutverk í Mrs, Miniver og hefur síðan leikið ungan ástfanginn mann í mörgum myndum, eins og t. d. The White Cliffs of Dover, On an Island with you; og Easter Parade. Peter Lawford er 6 fet á hæð, hefur blá augu og ljósbrúnt hár. Framhald á bls. 7. Pefet lawford Bréf asambönd Birting á nafni, aidri og heimilisfangi kostar 5 krónur. Jón Sigurðsson (18—20 ára), Marinó Friðjónsson (16—18 ára), Hjálmar Ólason (17—20 ára), t Jóhann Jóhannsson (18—21 árs) og Baldvin Sigurðsson (16—19 ára), allir á m/s Ver, Dalvík. FRlMEBK J ASETT: Finnland, íþróttir 1945 ón. (5) .. kr. 6.00 --- Olympiaden 1952 ón. (4) ..... — 9.50 Noreeur 1952 ón. (3) . — 5.50 Nicaragua, iþróttir 1948 (4) ......... — 2.40 Jón Agnars Erímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavík. . Norire — Island I Noregi, innanlands eða öðrum löndum, getur hver valið sér í gegnum Islandia, bréfavin við sitt hæfi. Skrifið eftir upplýsingum. BafFAKlÚBBURlNN IUANDIA Reykjavík TÍMAKITIÐ SAMTlÐIN Flytur snjallar sögrur, fróðlegar greinar, bráðsmelhiar skopsögur, iðnaðar- og tækni- þátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. — Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. — Askriftarsími 2526. — Pósthólf 75. Frímerki og frímerkjasöfnun. Iþróttir og frímerki: Þar sem tími íþróttanna er nú genginn í garð hér hjá okkur er ekki úr vegi að athuga svo- lítið frímerki í sambandi við iþróttir. Það hafa verið gefin út fjölmörg frimerki með myndum af ýmsum íþróttagreinum, og það eru mjög margir sem safna eingöngu frímerkjum sem eitthvað eru varðandi íþróttir, annaðhvort með myndum af íþróttum eða myndum af íþrótta- frömuðum o. s. frv. Sumir safna öllum íþrótta- merkjum sem þeir ná í, aðrir eingöngu sérstök- um iþróttagreinum t. d. fótbolta, sundi o. s. frv. Mér telst svo til að það séu á milli 40 og 50 tegundir íþrótta sem sýndar hafa verið á frí- merkjum, og yrði of langt mái að telja þær allar upp hér, en til þess að nefna eitthvað þá hafa að minnsta kosti 15 riki gefið út frímerki sem sýna knattspyrnu, þar á meðal er eitt merkið í nýju Olympíuseríunni finnsku. Jafnvel steinkast er sýnt á frímerki, sem kom út í Sviss árið 1932. Steinkast er æfagömul íþrótt, sem t. dH er getið um í sambandi við hina fornu Olympíuleika í Aþenu. Á Olympíuleikunum í Aþenu árið 1906 vár steinkast ein keppnisgreinin og var kastað steini sem vóg 6.35 kg. Sviss er nú eina landið sem ennþá hefur steinkast sem keppnisgrein í iþrótt- um. I sömu seríunni og þetta steinkastsfrímerki er einnig frímerki með mynd af hinni gömlu svissnesku glímu, sem eftir myndinni að dæma er eitthvað svipuð íslenzku glímunni, en þetta er einhverskonar sveifluglína þar sem andstæð- ingarnir reyna að koma hvor öðrum á bakið. Hvernig væri annars að kynna umheiminum ís- lenzku glímuna á fallegu vel gerðu frímerki ? Því er varpað fram til athugunar fyrir þá sem ráða þeim málum. Jón Agnars. ÍSLANDSKLUKKAN Framhald af bls. 3. mynd: 1 Skálholti. Dómkirkjupresturinn (les): „hef sannspurt að kvinna min gángi þrá- lega í hús til yðar, herra commissarie, þar sem þér eruð aleinn inni . . .“ Gestur Pálsson sem júngkærinn, Jón Aðils sem dómkirkjuprestur- inn. Þriðja mynd: Kaupinhafn um nótt. Jón Mar- teinsson: „Við skulum fá okkur franskt brenni- vin og — súpu. Island er sokkið hvorteð er.“ Jón Hreggviðsson: „Það held ég það mætti vera margsokkið min vegna.“ Fjórða mynd: Kjalar- nesþing, flengingarnóttin. Böðullinn: „Ég er bú- inn að lesa faðirvorið." Baldvin Halldórsson sem böðullinn. Þriðja röð, í miðju: Dýflissan á Bessastöðum. Jón Hreggviðsson (við Jón Þeófílusson): „Hvað ert þú að gera hér?“ Jón Þeófílusson: „Ég ætl- aði að galdra til mín kvenmann. Hún var prests- dóttir. Það fannst hjá mér vindgapi." Lárus Ingólfsson sem Jón Þefólíuson, Jón Hreggviðsson og Ævar Kvaran sem Guttormur Guttormsson. Önnur mynd: Fyrir hallardyrum í Jagaralundi. Von TJffelen: „Mér hefur verið boðið Island til kaups.“ Ævar Kvaran sem Von tjffelen. Neðsta röð frá vinstri: Fyrir hallardyrum í Jagaraltmdi. Etasráðið: „Má bjóða yðar hável- borinheitum sultutau ?“ Arnæus: „Ég þakka yðar góðvild. En hafi mitt fólk tapað sinni æru, hvað dugir mér þá sultutau?" Þorsteinn Ö. Stephensen sem Amas Arnæus, Valdemar Helga- son sem etasráðið. Önnur mynd: Bókasafn Arnæusar í Kaupinhafn. Kona Amæusar: „Hvað er þessi soldát að vilja hér?“ Regína Þórðardóttir sem kona Arnæusar. Þriðja mynd: Halldór Kiljan Laxness. Kaupinhafn, gestagarður. Snæfríður: „Allir munu vera vinir okkar; því fólkinu líður vei.“ Arnæus: „Og þrælakistan leggjast niður á Bessastöðum. Því í landi þar sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpir." Snæfríður: „Og við ríðum um landið á hvitum hestum." Arnas Arnæus og Herdís Þorvaldsdóttir sem Snæfríður Islandssól. Skýringar á forsiðumyndum: Efsta röð frá vinstri: Kaupinhafn, eldnóttina: Jón Marteins- son, Arnas Arnæus, Jón Grinvicensis, framreiðslu- stúlka og Jón Hreggviðsson. Önnur mynd: Skál- holt, hlaðið. Staðarkona: „Afturámóti fleingríða þeir nú hérum staðarhlöðin um bjartan dag sem urðu að læðast þar seint á kvöldin í vetur." Edda Kvaran sem staðarkona. Þriðja mynd: Þingvell- ir, nótt á undan dómum. Sýkn kona: „En sem þú ert fyrir nokkra orðsök komin til manna, snör min, þurfandi beina, þá gáttu í tjald með mér.“ Snæfríður: „Ég er dæmd.“ Steinunn Bjarnadóttir sem sýkn kona, og Snæfríður. Önnur röð: Skálholt, hlaðið. Emilía Jónasdóttir sem móðir Jóns Hreggviðssonar. önnur mynd: Snæfríður: „Farðu útí tjald og leystu manninn , sem situr þar í járnum." Jón Jónsson varðmað- ur: „Ha. Manninn? Hann Jón Hreggviðsson. Nei.“ Valdemar Helgason sem Jón Jónsson varð- maður, og Snæfríður. Þriðja mynd: Eldiviðar- > skýli að húsabaki í Kaupinhafn: Kona Arnæusar: „ . . . Á hún peninga? Og hvernig er hún búin?“ Jón Hreggviðsson: „Sagðirðu peninga, — hún á meiri peninga en nokkur kvenmaður í Danmörku. Hún á alla peninga Islands. Hún á gull og silfur framanúr öldum. . . .“ Fjórða röð: Þingvellir, nótt á undan dómum. Snæfríður: „Hafið þið nokkuð séð hesta Magn- úsar Sigurðssonar ?“ Hrossastrákur: „Magnús- ar Sigurðssonar ? Er það ekki sá sem drakk konu sina á húsgáng?" Snæfríður: „Jú.“ Snæfriður og Hildur Kalman sem hrossastrákur. Fimmta röð: Þingvellir, nótt á imdan dómum. Snæfríður: „Mig langar að sjá Drekkingarhyl." Eydalín lögmaður: „Hversvegna?" Snæfríður: „Mér hafa lengi leikið landmunir að sjá staðinn þar sem siður er að drekkja sekum konum. Mimdi mér verða drekt ef ég væri sek?“ Önnur mynd: Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem Snæfríður Is- landssól. Þriðja mynd: Jón Aðils sem dómkirkju- presturinn. • Geta má þess, að nokkur breyting hefur orðið á hlutverkaskipun: Steinunn Bjarnadóttir leikur nú framreiðslustúlku, Amdís Bjömsdóttir móður Jóns, Róbert Arnfinnsson leikur Guttorm Gutt- ormsson, Gísli Halldórsson Von TJffelen og Guð- björg Þorbjarnardóttir leikur Snæfríði Islandssól. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.