Vikan


Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 19, 1952 FRU BAPTISTE éftir GUY de MAUPASSANT Guy de Maupassant er einn éif beztu smásagnahöfundum Frakka. Á tœpum tólf árum gaf hann út tíu bindi af smásögum, og er „Oddatalan" almennt álitin þeirra bezt. Hann var fœddur 5. ágúst 1850 og starf- aði fyrst sem skrifstofumaður i sjóhernum og síðan i landhernum. Þegar hann gerðist rithöfundur, tók hann guðföður sinn Gustave Faubert, einkum sér til fyr- irmyndar. I mörg ár œfði hann sig og eyði- lagði allar sögur sínar. Fyrsta saga lians kom út 1880 og sama ár kom út bók með Ijóðum og leikritum. 1890 varð hann heilsii sinnar vegna að hœtta að skrifa og tveim- ur árum seinna varð hann algjörlega geð- veikur. Hann dó á geðveikrahaúi G. júlí. 1893. FYRSTA VERK mitt, þegar ég gekk inn í bið- stofuna á Loubain stöðinni, var að líta á klukkuna, og þá komst ég að raun um, að ég yrði að bíða eftir hraðlestinni til Parísar í 2 tíma og 10 mínútur. | Ég hafði gengið 20 mílur og fann skyndilega til þreytu. Þar sem ég sá ekkert á veggjum stöðvarinnar til að skemmta mér við fór ég út, og þar stóð ég og reyndi að finna mér eitthvað til að gera. Gatan var breið, prýdd blómum og báðumegin við hana var röð af húsum, mismun- andi að lögun og byggingarlagi, hús- eins og maður sér í litlum bæ. Gatan lá upp dálitla hæð og við enda hennar voru nokkur tré eins og hún endaði í garði. Við og við hljóp köttur yfir götuna og stiklaði varlega yfir forina. Hundur snuðraði utan í hvert tré og leitaði að æti við eldhúsdyrnar, en ég sá ekki nokkra lifandi veru, og ég var daufur og niðurdreginn. Hvað gat ég gert við sjálfan mig? Ég var strax farinn að hugsa um þessa óhjákvæmilegu og endalausu bið á kaffihúsi við járnbrautarstöð þar sem ég yrði að sitja yfir glasi af ódrekkandi bjór og með ólesandi dag- blað, þegar^ég sá líkfylgd koma út úr hliðar- götu og halda inn í götuna, þar sem ég stóð og mér létti við að sjá líkvagninn. Það mundi, að minnsta kosti veita mér eitthvað að horfa á í 10 mínútur. Skyndilega vaknaði þó forvitni mín. Líkvagninum fylgdu 8 menn. Einn þeirra grét, hinir töluðu saman, en þar var enginn prestur og ég hugsaði með sjálfum mér: „Þetta er ekki guðrækileg jarðarför" og svo fór ég að hugsa um að í bæ eins og Loubain hlytu að vera að minnsta kosti hundrað frí- hyggjumenn, sem leggðu mikið upp úr sýning- um. Hvernig gat þá staðið á þessu? Hraði lík- fylgdarinnar sýndi greinilega að likið yrði graf- ið án guðsþjónustu, og þar af leiðandi án af- skipta kirkjunnar. 1 iðjuleysi mínu og forvitni myndaði ég mér hinar flóknustu ágizkanir, og þegar líkfylgdin fór framhjá, datt mér sú einkennilega hugmynd í hug, að fylgja henni ásamt þessum átta mönnum. Það mundi að minnsta kosti eyða klukkutíma fyrir mér og þess vegna slóst ég í fylgd með hinum, hryggur á svipinn. Þegar þeir tveir sið- ustu sáu þetta, sneru þeir sér undrandi við og hvísluðust á. Þeir voru vafalaust að spyrja hvern annan, hvort ég væri úr bænum og svo ráðguðust þeir við næstu tvo, sem líka fóru að stara á mig. Mér leiddist þessi nákvæma rannsókn og til að binda endi á hana, gekk ég nær þeim, hneigði mig og sagði: „Afsakið, herrar mínir, að ég trufla samræður ykkar, en þegar ég sá líkfylgd- ina datt mér í hug að slást i hópinn, þó ég hafi ekki þekkt látna manninn, sem þið eruð að fylgja til grafar." „Það var kona," sagði einn þeirra. Ég varð mjög undrandi að heyra þetta, og spurði: „En þetta er borgaraleg jarðarför, er það ekki?" Annar maður, sem auðsjáanlega langaði til að segja mér frá öllu saman, sagði þá-: „Ja og nei. Prestarnir hafa neitað okkur um leyfi til að nota kirkjuna." Ég rak upp undrunaróp, þegar ég heyrði þetta. Þetta gat ég alls ekki skilið, en þessi greiða- sami fylgdarmaður minn hélt áfram: „Það er nokkuð löng saga. Þessi unga kona framdi sjáífsmorð, og þess vegna er ekki hægt að grafa hana með trúarlegri athöfn. Maðurinn, sem gengur fyrstur og grætur, er maðurinn hennar." Ég svaraði dálítið hikandi: „Éger mjög undrandi og forvitinn, herra minn. Er'það óviðeigandi að biðja yður að segja mér þessa sögu? Ef ég geri yður ónæði, þá gleymið því að ég hafi minnzt á þetta." Maðurinn greip kunnuglega undir handlegg minn. „Það gerir ekkert til, það gerir ekkert til. Við skulum dragast svolítið aftur úr og ég skal segja yður frá því, þó að það sé mjög sorgleg saga. Við höfum nægan tíma áður en við komum í kirkju- garðinn, en hann er þarna sem trén eru. Það er.^F; erfitt að ganga upp hæðina." - Og hann byrjaði: „Þessi unga kona, frú Paul Hamot, var dóttir auðugs kaupmanns I nágrenninu, herra Fontan- elle. þegar hún var ellefu ára gömul kom óhugn- anlegur atburður fyrir hana; vagnstjóri nokkur réðist á hana og hún næstum dó. Árangurinn VEIZTU -7 ttaaflfcflfc Érigjt 1. Árið 1935 var stolið 144 eldingarvör- ; um með platínubroddi af toppi Wash- i ingtonminnismerkisins. I hvaða skyni : var það reist? : 2. Hvað hét fyrsta bók Halldórs Kiljans ? ; 3. Hver var faðir Auðar djúpúðgu? • 4. Hvar er eyjan Zanzibar? • 5. Hvað er að smiltra? • 6. Hvaða dýr er minnst allra spendýra? S 7. Hvers lenzkur var tónskáldið Gluck? : 8. Hver 'samdi Sögur herlæknisins ? ¦ 9. Hvar er mest ræktað af sykurreyr? ¦ 10. Hvað heitir danska konungsskipið ? ; Sjá svör á bls. 14. r Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „ . . . því að.........var mikill ráða- gerðarmaður, öllum auðsær að dyggð og skynsemd, styrkur að afli og hugaður vel, vígkænn og snarpur í orustum, mildur og örlyndur af peningum og reyndur að full- komnum trúleik og lítillætis þjónustu. ..." Hver er þetta og hvar stendur lýsingin?" Svar á bls. 14. af þessu varð hræðilegt sakamál og maðurinn var dæmdur í æfilangan þrældóm. Litla stúlkan óx upp, brennimerkt þessari van- sæmd, alein, án nokkurra féíaga; jafnvel full- orðið fólk kyssti hana varla, því það hélt að það óhreinkaði varir sínar með því að snerta enni nennar og hún varð að nokkurskonar ófreskju, einkennilegu fyrirbrigði í augum bæjarins. Menn hvisluðu hver að öðrum: „Þú kannast við Fontan- ell© litlu" og allir á götunni sneru sér frá henni, þegar hún fór framhjá. Foreldrar hennar gátu varla fengið barnfóstru til að fara út með hana,. þvi allt þjónustufólkið hélt sig i burtu frá henni, eins og hún eitraði alla sem nálægt kæmu. Það var aumkunarlegt að sjá vesalings barnið leika sér hvern eftirmiðdag. Hún stóð alein við hliðina á stúlkunni og horfði á hin börnin leika. sér. Stundum, þegar hún lét eftir ómótstæðilegri löngun sinni til að blanda sér i hópinn, gekk hún feimnislega og taugaóstyrk nær og laumaðist flóttalega með, eins og hún vissi af eigin van- sæmd. Og undir eins komu allar mæður, frænk- ur og barnfóstrur hlaupandi úr sætum sínum og^ þrifu í hendur barnanna og drógu þau harkalega í burtu. Fontanelle litla hélt áfram að vera eih og hrygg, án þess að skílja hvernig á þessu stóð, og svo fór hún að gráta, hjartað næstum brast af sorg, og hún hljóp og faldi höfuðið snökkt- andi í kjöltu barnfóstrunnar. Þegar hún stækkaði varð þetta enn verra. Stúlkunum var haldið frá henni, eins og hún væri holdsveik. Minnist þess, að hún var mjög \el að sér; að hún hafði engan rétt til að bera sveig af appelsínulaufi; áður en hún kunni að lesa hafði hún komist að leyndardóminum, sem mæður leyfa dætrum sínum ekki einu sinni að gruna fyrr en þær fræða þær skjálfandi um hann á brúðkaupskvöldið. Þegar hún gekk eftir götunni, alltaf í fylgd með barnfóstrunni, eins og foreldrarnir óttuðust annað hræðilegt slys, horfði hún niður vegna þessarar leyndardómsfullu vansæmdar, sem henni fannst alltaf hvíla á. sér. Hinar stúlkurnar, sem voru ekki nærri eins saklausar og álitið var, hvísluðust á og skríktu um leið og þær horfðu íhyggnar á hana, en litu undireins undan, ef hún horfði á þær. Fólk heilsaði henni varla; örfáir menn tóku ofan fyrir henni, mæður létu sem þær sæju hana ekki og nokkrir gárungar kölluðu hana frú Baptiste, eftir manninum, sem hafði ráðist á hana. Enginn vissi um þær sálarkvalir, sem hún leið, þvi hún sagði næstum aldrei neitt og hló aldrei, og jafnvel foreldrum hennar leið illa í návist hennar, eins og þau væru alltaf að ásaka hana fyrir einhver óbætanleg mistök. Heiðarlegur maður myndi ekki fúslega rétta fyrrverandi glæpamanni hönd sína, jafnvel þótt sá maður væri sonur hans ? Og Fontanelle-hjónin litu á dóttur sína eins og á son, nýkomin úr hegningarhúsinu. Hún var falleg, föl, há, grönn og glæsileg í framkomu og mér mundi hafa lit- izt mjög vel á hana, ef þessi óhaming-ja hefði ekki komið fyrir. Jæja, þegar nýi fylkisstjórinn kom hér fyrir 18 mánuðum. Með honum var einkaritari. Það var einkennilegur náungi, sem hafði búið í Latinuhverfinu. Hann sá ungfrú Fontan- elle og varð ástfanginn af henni og þegar hon- um var sagt hvað hafði komið fyrir hana, sagði Framhald é. bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.