Vikan


Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 19, 1952 5 Framhaldssaga: Konkvest 11 skerst í leikinn Eftir BERKELEY GREY g'etað rakið slóðina sem ég skildi eftir; slóðin var um allar svalirnar og í sótinu á þakinu,“ sagði Norman. „filg bjóst ekki við neinum snuðrur- "um fyrr en í fyrramálið, í fyrsta lagi. Þá hefði lík Myrka Matthews verið nýfundið á tröppun- um á Everdonhöllinni, og samtímis hefði Sam Pepper horfið út í buskann og enginn orðið neins vísari. Þá hefði lögreglan, getað haldið áfram að leita i það óendanlega.“ „Hversvegna komu þeir svona fljótt ?“ „Sagði ég þér það ekki. Bill Williams var kall- •aður í símann á lögreglustöðinni, — hann var að enda við að segja mér frá þvi. Það var kven- rödd, sem sagði að Ólífant hefði verið myrtur. Hann ók í loftinu til Wigmorestrætis, tók með sér mann úr hverfislögreglunni í leiðinni." „Hversvegna gerði morðinginn þetta?“ „Bersýnilega til þess að koma sökinni á Bobby. Eg var búinn að fjarlægja líkið einu sinni, og hann ætlaði ekki að gefa mér tækifæri til að leika sama leikinn aftur. Hann hlutaðist þvi til um að sveit lögregluþjóna kæmi á staðinn í snar- heitum. Hann er fljótur að hugsa, þrjóturinn — og líka fljótur að koma hlutunum i kring. Hann setti laglega gildru fyrir mig, dóninn, — gerði það með snilld og prýði. Lausu gólfborðin og járngrindurnar . . .“ Hann fór ekki út í að lýsa Jiessu ýtarlegar, og hún gerði sér ekki fulla grein fyrir hættunni, sem maður hennar hafði lent í. „Jæja, hvað eigum við að gera næst?“ spurði hún dálítið tyrtulega. „Hvers vegna baðstu mig að koma með bílinn? Og hver er tilgangurinn með því að aka út í Vestur-Kensington ? Eg er auðvitað algerlega með þessu, — því lengra frá Wigmorestræti, því betra. Sá staður er ekki að mínu skapi.“ Norman var nú búinn að hafa fataskipti, og hallaði sér aftur á bak og kveikti i vindlingi. „Hvar er bakdyrastiginn ?“ tautaði hann við sjálfan sig, eins og í leiðslu. „Ha?“ „Gömul hús, eins og húsið hans Ólífants, hafa öll bakdyrastiga.“ „Hvað um það?“ „Þar er enginn stigi, en ætti að vera. Þegar ég sat við eldstóna, fyrir stundarkorni og var að hugsa um þessa einkennilegu staðreynd, datt mér dálítið í hug, Fía. Þessvegna býst ég við árangri innan stundar. Mig hlægir það, ef mér tekst að skjóta Williams ref fyrir rass. En framar öllu segir mér svo hugur, að för okkar hingað verði ekki fýluferð." „Og þú læzt enn búa yfir einhverju leyndar- máli,“ sagði frúin gremjulega. „Tautar með spek- ingssvip um bakdyrastiga og þessháttar, alveg eins og Sherlock Holmes við Watson. Til hvers er ætlazt af mér?“ „Þér er falið að finna Gravelstræti," sagði hann hlæjandi. „Ég sagði þér frá landakortinu, sem var á skrifborðinu hans Ólífants, var það ekki? Ég skoðaði uppdráttinn vel —- og litla, rauða krossinn, sem merktur vajr við Gravelstræti. Annað hvort af ásettu ráði eða tilviljun benti líkið með vlsifingri á krossinn. Gætileg eftirlits- ferð fram og aftur Gravelstræti gæti því haft sfna þýðingu." Þau voru þá þegar komin í Vestur-Kensington- hverfið, og þokan var að þynnast. Gravelstræti reyndist vera venjuleg íbúðargata, hvorki mjög fin né sóðaleg. Gömul, skellótt húsin stóðu hvert út af fyrir sig með mjóa garðræmu götumegin. Konkvest skildi bílinn eftir við annan enda göt- unnar og gekk síðan eftir gangstéttinni. Það var svo framorðið, að hvergi sást ljós í glugga og mannaferð var engin. „Að hverju erum við að leita?“ spurði Joy. „Ég veit ekki?“ „Hvern skrambann erum við þá . . .“ „Þetta getur vel orðið til einskis, en krossinn á uppdrættinum hlýtur þó að merkja eittlivað. Gatan er ekki tiltakanlega löng og það tekur okkur aðeins fáar minútur að athuga þetta. Ef við sjáum eitthvað — eitthvað grunsamlegt — getum við athugað það nánar." Henni fannst þetta allt ráðgáta. Konkvest gekk hægt og virti hvert hús vandlega fyrir sér, um leið og þau gengu fram hjá. Við og við beindi hann vasaljósi sínu á framdyr húsa, sem stóðu fjarri götuljósi. Þannig gengu þau meðfram allri húsaröðinni öðru megin götunnar. „Hm.“ tautaði Konkvest gremjulega. „Ekkert enn?“ „Ekkert. Þetta er þýðingarlaust." „Ef þú ert að leita að mannlausu húsi, þá er þér bezt að hætta,“ sagði hún. „Geturðu hugsað þér nokkurt hús i Vestur-Kensington, þar sem enginn býr? Það er jafnvel búið í húsum, sem orðið hafa fyrir sprengjum." Þau höfðu farið þvert yfir götúna og voru nú á leiðinni til baka aftur, á hinni gangstéttinni. Nærri miðri götunni komu þau að húsi, sem ber- sýnilega vakti athygli Konkvests. Hann stanzaði framan við dyrnar og beindi vasaljósinu á hurð- ina. Svo gekk hann áfram og gekk hraðara en áður. Þegar þau voru komin götuna á enda, kinkaði hann kolli. , „Já, þetta er líklega eina húsið,“ sagði hann glaðlega. „Þú átt við húsið, sem þú beindir vasaljósinu á?“ „Já.“ „Það var alveg eins og hin húsin." „1 öllum atriðum nema einu — það var eirþynna á hurðinni," sagði Norman. „Hvernig heldurðu að þér tækist að leika snoturt yfirlið núna, góða mín? Dálítil blóðgun gæti líka verið heppileg." „Hérna! Hvað er nú þetta?“ „Þú setur þig ekki á móti svolítilli rispu? Það er ekki hægt að hringja á lækni um miðja nótt án þess að hafa einhverja ástæðu.“ „Að visu bendir útlit þitt ekki til að þú sért mjög yfirliðagjarn, en hversvegna getur þú ekki alveg eins rispað þig sjálfan dálitið?“ sagði Joy napurlega. „Þú getur varla ætlast til að ég fari að ganga með ör allstaðar." „Jæja, kannske við getum fundið einhverja aðra frambærilega ástæðu fyrir þvi að hringja næturbjöllunni," sagði Konkvest og hló, um leið og hann opnaði garðhliðið hljóðlega og gekk upp að húsinu. „Já, hérna er læknir, eins og ég hélt.“ „Undursamleg uppgötvun — með nafnspjaldið fyrir augunum." „Hann hefði getað verið tannlæknir, þorsk- haus. En ég bjóst þó ekki við því. — J. W. Trent, M.D. — Fyrirgefið, Trent læknir, en ég verð víst að vekja yður. Ég þarf að spyrja yður nokkurra spurninga. . . . Bíðum við. Hvað er þetta.“ Hann fór að virða eirþynnuna vandlega fyrir sér og beindi vasaljósinu á hvern blett hennar. Allt sem Joy sá var nafn læknisins og undir því með smærri stöfum heimsóknartími hans. „Jæja — jæja! Annað hvort er Trent læknir nizkur þrjótur, eða hann var félítill, þegar hann tók við þessu starfi," tautaði Konkvest. „Athygl- isvert, Fía mín.“ „Hvað er athyglisvert við þetta?“ spurði frúin ergilega. „Og hversvegna ertu svona leiðinlega leyndardómsfullur. Ég sé ekkert annað en gamla, sóðalega eirþynnu, sem ekki hefur verið fægð í marga mánuði.“ „Komdu dálítið nær og líttu aftur á hana,“ sagði Konkvest þurrlega. „Það var ekki af tilvilj- un, að Myrki-Matthew benti á rauðan kross á uppdrætti af London. Nei, góða mín. Karlskrögg- urinn vísaði á morðingja sinn á viðskilnaðar- stundinni!" Joy einblíndi á mann sinn. „Og þú hefur komizt að því með því að lita bara á þessa eirþynnu," sagði hún. „Hversvegna í skollanum skyldi Trent læknir hafa myrt Ólí- fant gamla.“ Hún yppti öxlum. „Þetta getur ekki verið annað en hreinasta getgáta. Ólífant benti ekki á þetta ákveðna hús. Hann benti á rauða krossinn og krossinn var aðeins við götuna." „Svo er nú það, — en ef þú skoðar þessa eir- þynnu dálítið betur, muntu komast að því, að þetta er eina mögulega húsið," sagði Norman. „Komdu nær og skoðaðu nafnspjaldið vandlega." Tveim mínútum síðar voru þau komin í bílinn, og Norman sat nú sjálfur við stýrið. Hann ók hratt aftur til Wigmorestrætis. Hann eyddi ekki tíma í að fara upp á efstu hæð til að ráðfæra sig við Williams, sem að líkindum var þarna ennþá. Lögregluþjónn var á verði í skrautlegu forstof- unni á neðstu hæðinni og Konkvest tautaði eitt- hvað um að hann og förunautur hans þyrftu nauðsynlega að tala strax við dr. Paul Merrivale Cardew, geðveikralækninn. Norman hringdi bjöllunni, og skömmu síðar opnaði dr. Cardew sjálfur hurðiná. Hann var al- klæddur. „Ég hélt að lögreglan væri komin aftur," sagði hann og virti þau fyrir sér með undrunarsvip. „Ef þið eruð fréttamenn . . .“ „Nei, við erum ekki fréttamenn," tók Kon- kvest fram í. „Megum við koma inn fyrir, dr. Cardew?" Hann var kominn inn fyrir áður en hann spurði, og dr. Cadew hafði ekki ráðrúm til ann- ars en að hliðra til meðan þau gengu inn fyrir. Konkvest lokaði hurðinni. Þau voru í þröngri íorstofu með flóðlýsingu i loftinu. Herbergi þetta var skreytt í stíl við aðalforstofuna, og með fægðu togleðri á gólfinu. „Ég sé að þér hafið verið úti í kvöld, Cardew læknir." „títi?“ endurtók læknirinn og fylgdi augna- ráði Konkvests, sem beindist að ógreinilegum leirblettum á gólfinu. „Æ, nú skil ég. Þér hafið góða sjón, herra minn. Má ég spyrja um ástæð- una fyrir heimsókn yðar? Ef þið eruð ekki frétta- menn og ekki heldur í sambandi við lögregl- una . . „Þér hafið alveg rétt fyrir yður, læknir — sjón mín er í bezta lagi,“ tók Konkvest fram I rólega. „Ég sé lika örlítið af blautu leirdufti og steinlími. Skórnir yðar hljóta að hafa verið illa útleiknir, þegar þér komuð aftur úr kvöldgöngu yðar.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.