Vikan


Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 19, 1952 árSarson. A.R.RS Nr. 3. II: Fyrir byrjendur, Kassavélin, einfaldasta gerð Ijósmynda- véla. í VIKUNNI 10. apríl var rætt nokkuð um upp- runa einföldustu myndavéla og einföldustu gerðir linsa í myndavélum. Við skulum nú líta nánar á aðra hluta kassamyndavélarinnar, eins og hún gengur og gerist í dag. Til skýringar skulum við líta á 3. og 4. mynd. S. mynd. Þessi mynd sýnir hina einstöku hluta kassamyndavélarinnar. Þœr geta veriö lítið eitt frábrugðnar hver annarri, en pœr eru allar í stórum dráttum likar þessari að fyrirkomulagi. 1. Linsa myndavélarinnar. 2. Lokari, sem er aðeins blikkplata með af- ¦löngu gati í pessum myndavélum. Þegar pessi blikkplata snýst um festiás sinn, pýtur gatið framhjá Ijósopinu, sem er rétt fyrir aftan lokar- ann, og sleppir pannig Ijósinu eitt augnablik í gegn, inn að fihnunni. S. Ljósopið, punn blikkplata, oft með tveini götum mismunandi stórum, sem hægt er að stilla á miðja linsuna. Jf. Linsur stilliopsins. Þegar horft er í opið, sést, hvað kemur með á myndina af því, sem fyrir framan vélina er. Þessi op eru tvö, eitt op fyrir uppháar myndir, annað fyrir ibreiðar myndir. 5. Tréklossi, en á hann er fest mikið af pví, sem innan í véli/nni er. 6. Spola, sem filman er undm upp á með hand- fangi merkt 12. 7. Spóla með óátekna hluta filmunnar. 8. Ruttur, sem filman rullar eftir, án pess að rispast. 9. Filman. 10. Svartur rammi, sem takmarkar pann hluta filmunnar, sem verður fyrir áhrifum Ijóssins í hvert skipti, sem lokarinn opnast. 11. Handfang til að bera kassann. 12. Handfang, sem filmnrúllunni innan í vélinni er snúið með til að flytja fram nýjan hluta film- ¦unnar. 13. Vogarstóng til að stilla vélína á „augna- blikf' (Oft merkt M=Moment) eða á „tima" (Merkt T=time, eða Z=Zeit, á pýzkum vélum.J lJf. Stilling á stœrð Ijósopsins. 15. Vogarstóng, sem opnar og lokar .lokaranum. Sjálf myndavélin er kassi, oft búinn til úr málmi, bakaliti eða pappa. 1 öðrum enda kass- ans er komið fýrir linsu (sjá mynd 3) sem er af mjög einfaldri gerð, sjá 2. mynd í blaði nr. 14. Linsurnar eru oft dýrasti hluti vandaðra mynda- véla. Þessvegna eru þær alltaf mjög einfaldar í kassavélum, svo þær verði sem allra ódýrastar. Oftast er linsan aðeins eitt gler, stundum þó tvö. Ekki er hægt að búast við að fá megi alveg skarpa mynd með svo einföldum linsum, en ef lítið ljósop er notað þarf myndin ekki að verða slæm. Notkun á litlu ljósopi hefur það í för með sér, að aðeins miðjan á linsunni er notuð, en sá hluti gefur greinilegasta mynd. En um leið og Ijósopið er minnkað, minnkar ljósstyrkleikinn, það er, að mynd sú, sem linsan myndar, verður óljós- ari eða dekkri. Þessi ljósstyrkleiki linsunnar er reiknaður með þvi að athuga hve oft ljósopsþvermálið geng- ur upp í (er deilanlegt í) brennividd linsunnar, en það er sú fjarlægð frá linsunni þar sem skörp mynd kemur fram af fjarlægum hlut, t. d. sól- inni. Á flestum kassavélum er ljósstyrkleikinn um 12,5. Sá hluti linsunnar, sem notaður er, er þá 1/12,5 af brennivíddinni. Athugið, að linsa með ljósstyrkleika t. d. 11 er Ijóssterkari en linsa með ljósstyrkleika 12,5, lægri tala gefur þannig til kynna meiri ljósstyrkleika. Fyrir ofan linsu myndavélarinnar eru tvær aðrar linsur, miklu minni. Þær eru hluti úr kíki- opum þeim, sem sýna í skáhallandi speglum hve mikið kemur með á myndinni, þegar vélinni er snúið að þeim stað, sem taka á mynd af. Oft- ast er bezt að líta í báða þessa kíka áður en myndin er tekin, til að ganga úr skugga um, hvort betra sé að taka uppháa eða íbreiða mynd. Sé nokkur vafi á hvort betra er, og fyrirmyndín virðist vera góð, þá er alltaf hættu- minnst að taka eina mynd af hvorri gerð. Þá er á eftir hægt að velja þá, sem betri þykir. Lands- lag fer oftast bezt á íbreiðri mynd, standandi maður aftur betur á upphárri mynd. PÖSTURINN Framhald af bls. 2. Kæra Vika! Mig lángar til að biðja þig að segja mér eitthvað um tenorsöngvarann Benjamino Gigli. Og helzt að birta stóra mynd af honum t. d. póstkortsstærð. Og hvað heitir bezta platan sem hann hefur sungið inn á, og fæst hún, og hvar? Mér likar vel við þáttinn, f rimerki og f rímerkja- söfnun. Ég safna frímerkjum og langar til að biðja þig að segja mér, í hvernig bækur er bezt að líma þau? V. S. Svar: Benjamino Gigli er fæddur á Italíu 20. marz 1890. Hann lærði hjá Cotogni og Rosati í Róm. Hann byrjaði að syngja í óperum 1914, fyrst í Róm, Neapel og Milano. Frá 1920—1934 söng hann við Metropolitan-óperuna í New York. Auk þess ferðaðist hann um alla Evrópu, Suður- og Norður-Ameríku. Því miður getum við ekki birt mynd af honum né skorið úr því hver sé bezta platan, sem hann hef ur sungið inn á. Frímerki eru límd í þar til gerðar bækur, sem fást hjá frímerkjasölum. Jf. mynd. Kassamyndavél. Lokarinn varnar ljósi því, sem kemur í gegn- um linsuna, frá því að komast inn að filmunni nema þegar lokarinn er opnaður. Ljós má auð- vitað aldrei komast inn í myndavélina, nema þeg- ar mynd er tekin, ella myndi filman eyðileggj- ast. Lokarinn er úr þunnri plötu (sjá nr. 2 á 3. mynd), sem snýst um ás. Á plötu þessari er af- langt gat, sem þýtur fram hjá Ijósopi vélarinnar þegar myndin er tekin, þannig að Ijós kemst inn í kassann á meðan. Þessi tími er á kassavélum oftast 1/25 til 1/35 úr sekúndu, en hann er nógu langur samt til að hafá áhrif á ljósnæmu himn- una á filmunni. Þegar hún síðan er framkölluð, sést, að filman verður dökk þar sem ljósið var sterkast. Filman verður því negativ mynd raunveruleikans, en þegar búnar eru til pappírs- kopíur eða stækkanir af filmunni, snýst þetta aftur við þannig að ljósmyndin verður rétt (positiv). Islandsmeistarar I>róttar í II. fl. kvenna 1952. Aftari röð, talið frá vinstri: Ásgeir Bene- diktsson, þjálfari liðsins, Helga Emils, Edda Bald- ursdóttir, Ólafía Lárus- dóttir, Aðalheiður Stein- grimsdóttir. — Fremri röð: Elín, Guðmundsdótt- ir, Ragnheiður, Matthías- dóttir, Lára Fahning. Á myndina vantar Grétu Hjálmarsdóttur. Elsku Vika min'. Þú gefur alltaf góð og greinileg svör. Viltu þá ekki svara þessu fyrir míg. Svo er mál með vexti að ég er ægilega hrifin af strák, hann er á heim- ilinu sem ég er á, en hann vill ekkert með mig hafa eða það sýnist mér. Hann fer alltaf á böllin en ég þori ekki að fara því þar á ég enga vini nema þá hann. Hann gerir voða oft að gamni sínu en ég er þá aldrei eða sjaldan upplögð til að svara. Hann spyr mig alltaf hvort ég ætli ekki á ball þegar þau eru, en ég segi alltaf að mig langi ekki neitt, þó mig dauðlangi til að fara en ég kem mér bara aldrei að því. Hvað á ég að gera? Heldur þú, Vika mín, að ég geti orðið málari, mér finnst svo gaman að teikna? Hvaða litir fara mér bezt? Eg er 165 cm. há, grönn, brúnhærð og brúneyg? Aldís Dröfn. E.s. Ég vona að þetta lendi ekki í ruslakörf- unni. Svar: Úr þvi hann spyr þig alltaf hvort þú ætl- ir á böll ættir þú að herða upp hugann og segja honum að þig dauðlangi, en þekkir engan til að fara með. Hver veit nema hann langi líka til að fara með þér. Það getur að minnsta kosti ekki skaðað, að reyna það. Ég legg til að þú fáir þér tilsögn í að mála og teikna. Siðan getur kefmarinn skorið úr um, hvort þú hefur nokkra hæfileika í þá átt. Allir hlýir litir fara þér vel, en ég ráðlegg þér að forðast bláa liti. Viltu svara fyrir mig nokkrum spurningum. Þarf maður að hafa eitthvert sérstakt próf til að læra hjúkrun ? Og hvað þarf maður að vera gam- all til að byrja og hvar er hjúkrun kennd? Hvernig er svo skriftin? Vonast eftir svari í næstu Viku. Lesandi Vikunnar. Svar til lesanda Vikunnar. Til að fá inngöngu í Hjúkrunarkvennaskól- ann þarf að hafa gagnfræðapróf og vera eldri en 18 ára. Skólinn starfar í Landspitalanum og tekur þrjú ár og 2 mán. Hann hefur bæði verk- legt og bóklegt nám. Skriftin er skýr. ÚR ÍMSUM ÁTTUM — Englendingur, sem heimsótti Indjánaþorp í Bandarikjunum, heyrði sögur af hinu furðulega minni Indjánanna, og til þess að komast að hinu sanna spurði hann einn þeirra: ,,Hvað borðaðir þú í morgunverð fyrir tveim mánuðum." Og Indjáninn svaraði án umhugsunar: „Egg". Árum síðar kom Englendingurinn í þorpið aftur, rakst þá á sama Indjánann og heilsaði honum með þessum orðum: „Hvernig matreitt?" „Soðið," svaraði Indjáninn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.