Vikan


Vikan - 15.05.1952, Page 10

Vikan - 15.05.1952, Page 10
10 VIKAN, nr. 19, 1952 HEIMILIÐ með Grænmetisréttur brauðsnúðum: 2 yz bolli hveiti, 3% tsk. lyfti- duft, % tsk. salt, % bolli steik- arfeiti, 1 bolli mjólk, 1% bolli niðurrifirm ostur, 3 bollar græn- meti (baunir, gulrætur, kart- öflur). Blandið lyftiduftinu og saltinu í hveitið og hrærið það saman við steikarfeitina. Hellið mjólkinni i, allri í einu og hrærið þar til það er vel blandað saman. Þetta er hnoðað, flatt út og ostinum dreift yfir. Deig- inu er nú rúllað upp og því skipt í sex hluta. Hver hluti er örlítið flatt- ur út og þeir lagðir á smurða plötu. Bakað í heitum ofni. Borið fram á fati, þannig að grænmetið sé í miðj- unni, tómatsósa í hring utan um og brauðsnúðarnir lagðir þar ofan á. Tómatsósan: 3 msk. feiti, 4 msk. hveiti, 2 tsk. salt, 2 tsk. sykur, % tsk. pipar, 3V2 bolli tómatar, (kreistir tómatar). Feiti, hveiti og kryddi blandað saman. Tómötunum bætt í og hrært vel í á meðan. Soðið yfir hægum eldi þar til það er þykkt og mjúkt. HÚSRÁÐ Ef yður virðist gólfið ekki lengur eins fallegt og þér viljið hafa það, er bezt að taka gamla lakkið af áður eh þér lakkið það aftur. Ágætt er aS leýsa % kg. af sóda upp í 1 líter af áfum. Gólfið er síðan þakið með jöfnu lagi af þessari blöndu og hún látin liggja á yfir nóttina. Auðvelt er þá að ná af gamla lakkinu, sem nú er upp- leyst, með því að þvo gólfið nokkr- um sinnum úr volgu vatni. Þessi að- ferð er mikið ódýrari og hættuminni en efni sem keypt eru í verzlunum og sprengihætta stafar af. Nýjung í fataframleiðslu. Saumastofa Gefjunar í Reykjavík hóf fyrir skömmu saumun ódýrra sumarfata. Er hér um að ræða sport- jakka og stakar buxur. Jakkarnir eru úr tvítefnum og kosta frá 473 krónum, buxurnar kosta frá 257 krónum. Slikar flíkur eru mjög í móð í Bandaríkjunum um þessar mundir, hafa reyndar lengi tíðkazt meira og minna og þykja hentugar, vegna þess, að kaupa má tvennar buxur við sama jakka. Ungur klæðskeri fór til Banda- ríkjanna að kynna sér fatafram- leiðslu. Hann hefur yfirumsjón með verkinu og eru fötin saumuð eftir sérstöku kerfi númera, sem gerir öllum mönnum kleyft að finna föt við sitt hæfi, enda eru jakkarnir t. d. i fjörutiu stærðum og úr yfir tuttugu mismunandi efnum. Fötunum hefur verið gefið nafnið Sólíd. Heimilissýningin í París. Á hverjum vetri er haldin heim- ilissýning í Grande Palais í París. Hún er miðuð við að gefa almenningi kost á að kynnast nýjungum í öllu því, sem lýtur að húsum, innanhús- skreytingu, heimilisvélum og matar- gerð. Utan við höllina er komið fyrir litlum húsum, sem sýna hentuga herbergjaskipun. Á sýningunni, sem haldin var síðastliðinn vetur, voru þar einnig húsaþök úr þykku gleri, þannig að sólarljósið skín óhindrað inn á efstu hæðina. Sum þeirra voru bylgjuð eins og bárujárn, svo ekki þarf að óttast, að vatn safnist fyrir og valdi leka. Arkitektar okkar ættu að athuga, hvernig þessi þök reynast, því ekki veitir okkur Islendingum af sólarljósinu. Það væri t. d. ekki ama- legt að útbúa leikherbergi barnanna uppi á háalofti, þar sem hver sólar- geisli næði til þeirra allan veturinn. Við innganginn var svo komið fyr- ir líkönum af byggingum og lóðum. Mest bar þar á húsum, þar sem neðsta hæðin er á stöplum, svo um- ferðin geti óhindruð legið undir hús- inu. Þegar inn er komið snúum við okkur fyrst að húsgagnadeildinni. Fyrst kemur röð herbergja, útbúin í einhverjum gömlum stil. Þar höfum við t. d. stofur Lúðvíkanna þriggja, 14., 15. og 16. Ef skreyta á herbergi þarf auð- vitað að byrja á að velja veggfóður, svo fyrsta herbergi nútíma deildar- innar er helgað því. Ræmur af vegg- fóðri hanga hlið við hlið niður vegg- inn. Á hverri þeirra er komið fyrir litlum glugga. Ef maður litur í hann, sést fyrst gamalt, drungalegt her- bergi eða jafnvel ruslakompa á háa- lofti, en eftir augnablik breytist myndin og sýnir nú annað herbergi með sömu húsgögnum, öðruvísi fyrir- komið og með nýja veggfóðrinu, ann- að hvort yfir allt herbergið eða ásamt öðrum lit. Þá tekur við gangur með her- bergjum til beggja handa skreyttum af beztu innanhússkreyturum Frakk- lands, og þar eru líka nokkur her- bergi af öðru þjóðerni. Mest áherzla virðist lögð á að koma húsgögnunum haganlega fyrir eða sameina þau. I einu barnaherbergi fyrir tvö börn, er annað rúmið lækkað og ýtt undir hitt, sem er legubekkur á daginn. Þar eru tvö skrifborð, sem má hækka, þegar börnin stækka og bóka- hillum er komið fyrir í göflum rúm- anna. Eitt svefnherbergið vekur sérstaka athygli. Hjónarúmið er úr körfu, sem er í laginu eins og stór kúskel. Manni kemur ósjálfrátt í hug að hjónunum þurfi að koma mjög vel saman því þau muni annars velta saman í miðri skelinni, en botninn hlýtur að vera jafnaður með dýnunni. Ábreiðan er úr brún- og hvítskjöldóttu kúskinni og ekki látin ná út fyrir brúnirnar. Annað herbergi var líka útbúið körfuhúsgögnum. Það var ætlað fyr- ir unga stúlku. Rúmið var aflöng karfa á fótum, með himni úr rósóttu efni. Borðfóturinn var úr körfu, mjóstur um miðjuna og' platan úr gleri. Venjulegur körfustóll fylgdi. Standlampinn var úr einum körfubút og sveigðist þannig að nota mætti hann fyrir borðlampa eða náttlampa, með því aðeins að færa hann að borð- inu eða rúminu. Aftur á móti var herbergi fyrir karlmenn útbúið húsgögnum i ein- földum línum og úr fallegum ljósum viði. Áklæðið var úr skozku ullar- efni. Á þessari sýningu var mikið um bókahillur, og þær voru allar þannig útbúnar, að bilið milli hillanna mætti stækka og minnka eftir stærð bók- anna. Eitt herbergið hafði t. d. heii- an vegg þakinn hillum. Málmlistar lágu með jöfnum millibilum niður eftir veggnum. Á þessum listum voru nokkuð þétt göt, sem hillurnar voru hengdar í, þannig að þær stóðust ekki á. Hillurnar voru aðeins borð með tveim krókum á. I sumar var raðað bókum og skrautmunum í aðrar. Yfir lágum skáp í einni borðstof- unni og yfir sófa í setustofu var kom- ið fyrir nútímamálverkum. Þau voru ekki máluð á striga, heldur nokkurs- konar plastefni, sem hafði sérkenni- lega lögun og sveigju. Ljós var bak við myndirnar. 1 stórum sal vár komið fyrir borð- búnaði. Þar voru fjögur veizluborð, skreytt sitt með hverju móti. Með veggjunum voru hillur fullar af dýr- indis silfri, postulíni og kristal. Eitt Framhald á bls. 13. Tízkumynd Trefill, belti, hanzkar og skór úr skozku ullar- taui. Það má nota allt saman t. d. við einfalda dragt eða hvert fyrir sig. Treflin- um má vefja um hálsinn, eins og sýnt er á mynd- inni, eða hafa hann yfir herðun- um, svo vasarnir séu báðir að fram- an. Beltið er skreytt giltum hnöppum. Flugfélag íslands h.f. FLUGÁÆTLUN fyrir maí 1952 Innanlandsflug. REYKJAVÍK : Sunnudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Mánudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Seyðisfjarðar — Neskaupsstaðar — Isafjarðar — Vatneyrar — Kirkjubæjarklaust- urs — Fagurhólsmýrar — Hornafjarðar — Siglufjarðar. Þriöjudaga: ‘ Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Blönduóss — Sauðárkróks — Bíldudals — Þingeyrar — Flateyrar. MiöviTcudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Isafjarðar — Hólmav. (Djúpav.) — Hellisands — Siglufjarðar. Fimmtudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Blönduóss — Sauðárkróks . — Reyðarfjarðar — Fáskrúðsfjarðar. Föstudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Kirkjubæjarklaust- urs — Fagurhólsipiýrar — Homafjarðar — Vatneyrar — ísafjarðar. Laugardaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Blönduóss — Sauðárkróks — Isafjarðar — Siglufjarðar. Flugferðir til Kópaskers og Egilsstaða verða aug- lýstar síðar. Flugfélag íslands h.f.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.