Vikan


Vikan - 15.05.1952, Síða 11

Vikan - 15.05.1952, Síða 11
VIKAN, nr. 19, 1952 11 Á veiöuwn SAKAMÁLASAGA Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 19 „Góða nótt, Karólína," heyrðist Kuby segja stillilega að framan, því næst lokuðust útidyrnar. Wat stakk höfðinu í gættina og lagfærði bindið skjálfhentur. ,,ÍIg verð að biðja yður að afsaka, Karólina, en þér vitið hvernig konur eru. Og Kamilla hagaði sér ekki mjög vel. En samt . . .“ „Ruby hagaði sér heldur ekki vel. Wat, þér megið gjarna segja henni það frá mér. YSur er velkomið að vera Fitz, ef þér viljið. Eða . . .“ hún var áhyggjufull á svip, en sneri sér spyrj- andi að Sue. Eða Jed, ef . . . ef . . .“ Wat hvarf fram í anddyrið. Jed lagði handlegg- inn utan um Sue, og Fitz sagði stillilega: „Við skulum ekki fara að rífast um það. Það er aðal- atriði, að það verði hér einhver. Ekki af því að ég haidi, að sá sem var i skóginum, komi aft- ur í nótt . . . á ég að aka þér heim, Kamilla? Þú getur verið alveg róleg, og Sam Bronson er áreiðanlega kominn." ,,Nei,“ sagði Kamilla. „Hann hefur verið að heiman í marga daga. Hann er blátt áfram horf- inn án þess að láta nokkurn vita. Hann er skelf- ing hyskinn og . . .“ hún dró djúpt andann og gekk til Jeds og lagði höndina á handlegg hans: „Jed, viltu fyrirgefa mér, ef ég hef sagt eitthvað ljótt. Þú hefur verið svo góður við mig, alveg eins og þú værir bróðir minn. Ég er satt að segja alls ekki leið yfir því, að Emestína varð fyrir valinu. Ég meinti bara . . .“ „Það er ekkert að fyrirgefa, Kamilla." „Mér finnst, að þið Woody ættuð að skiptast á um að halda vörð,“ sagði Fitz við Jed. „Þakka þér fyrir, en við þurfum engar ráð- leggingar frá þér,“ sagði Jed, og það var reiði- glampi í augum hans. „Allt í lagi.“ Fitz sneri sér að Sue og lét engan bilbug á sér finna: „Vertu sæl, Sue, ég held, að það komi ekkert fyrir i kvöld. Hann tók í hönd hennar. Hún gat ekki lesið neitt í svip hans. Það var ólíkt Fitz að gefast þannig upp og fela hana umsjá Jeds. Hann kvaddi Karólínu og Woody fylgdi honum og Kamillu til dyra. „Þú vilt nú ekki vera svo góð að gefa mér einhverja hressingu?" sagði Jed og andvarpaði. „Jú ég . . . nú skal ég sækja eitthvað." Karó- lina leit á Sue áhyggjufull á svip, en stóð því næst upp og fór út. Systir Britches horfði ógn- andi á Sue og Jed og þrammaði þvi næst út á eftir Karólínu. „Sue, gætir þú hugsað þér — mér var að detta i hug rétt í þessu — gætirðu hugsað þér, að það hafi verið Sam Bronson, sem var úti í skóginum um kvöldið ?“ sagði Jed. Sue starði á hann sem þrumulostin. „Jed þó! Hversvegna? Sam Bronson ?“ „Við hringjum þá á morgun, Fitz,“ heyrðu þau Woody segja fyrir utan. Þau heyrðu, að bíll var settur í gang og ók burt. „Ég vildi, að þú gæfir Fitz ekki svona undir fótinn, Sue,“ sagði Jed. „Það er . . „Jed,“ sagði hún full örvæntingar. „Þú verður að trúa mér. Það er eins og ég hef sagt -— þetta er allt breytt. Þú mátt til með að trúa mér.“ Hún var viss um, að hann trúði henni. Hann hafði trúað henni þá um daginn. — En það dimmdi yfir svip hans. Hann horfði á hana, og í dökkum augum hans var þrjózkuglampi, sem gerði hann drengjalegan. Að lokum sagði hann: „Það er þá Fitz . . .“ 1 því kom Karólína inn með bakka, og rétt á eftir kom Woody, hann leit á bakka og iyfti brúnum. Á honum var mjólkurglas handa Sue, mjög dökkur drykkur handa Jed og annar handa Woody — það var einskonar viðurkenning við þroska hans og karl- mennsku, en hann var mun ljósari en sá sem var ætlaður Jed. „Nú verðið þið að fara að hátta,“ sagði Karólína um leið og þau tóku hver sitt glasið. Karlmennirnir komu sér saman um að skiftast á um að halda vörð i anddyrinu. Jed átti að byrja. Karólína, Jed og Woody gengu um húsið og litu eftir hurðum og gluggum. Sue náði í vindlinga handa Jed og Karólína kom með ullar- ábreiðu og púða. Seint og siðar meir slökkti Sue ljósið í her- bergi sinu. Herbergið hafði róandi áhrif á hana. Það var næstum því hægt að efast um, að nokk- uð væri til sem héti morð, þegar þangað var komið. Húsið var harðlæst og þess var gætt. Enginn gat komizt inn, og ef einhver gerði til- raun til þess, mundi Systir Britches hafa svo hátt, að hvert mannsbarn í húsinu vaknaði við það. En hvaða ástæðu ætti nokkur að hafa til þess að ráðast á hana? Þetta hlaut að hafa verið voðaskot. Það hefur verið einhver, sem var á veiðum í skóginum, hann hefur orðið hrædáur við að gefa sig fram vegna áhrifanna sem morð- ið á Luddington lækni hafði haft. Henni fannst varúðarráðstafanirnir, sem þau höfðu gert, mjög heimskulegar og engin nauðsyn á þeim. Himininn var skýjaður þessa nótt. Það var fráleitt, að nokkur gæti brotizt inn í húsið. Ef til vill mundi heldur enginn reyna það. Það vildi til rétt fyrir dögun. Woody heyrði það og lýsti þvi síðar. — Jeremy gamli fékk eitthver kast, ef svo mætti segja. Woody fór út í hesthúsið. Hann og Jed urðu ekki varir við neitt merkilegt fyrr en þeir komu inn i húsið aftur og tóku eftir, að glugginn í búrinu var opinn. Sláin hafði verið brotin, og Woody mundi greinilega, að hann hafði sjálfur sett hana fyrir um kvöldið. 17. KAFLI. Þeir vöktu hvorki Sue né Karólinu. „Hvers- vegna ekki?" spurði Karólina morguninn eftir. „Það var engin ástæða til þess,“ sagði Woody dálítið önugur, eins og honum væri ljóst, að það hefði í rauninni verið skylda hans að gera það. „Sá sem í hlut átti var að minnsta kosti horf- inn. Við rannsökuðum allt húsið við Jed, og það cina, sem við sáum var opni búrglugginn." „Það var kannske nóg,“ sagði Karólína, sem ætíð varð stutt í spuna, þegar hún var hrædd. Og hvemig var þetta með Jeremy? Hvað var að ?“ „Ekkert," sagði Woody. „1 hreinskilni sagt, Karólína, var ekkert hægt að gera. Við fórum um allt húsið nema inn i yðar herbergi og herbergið hennar Sue. Woody opnaði rifu á dyrnar hjá yður og hlustaði. Hann varð einskis var, svo að við vissum, að allt mundi vera í lagi. Það heyrðist ekki hinn minnsti háv- aði og Systir Britches opnaði varla augun, svo að við vissum, að það mundi ekki vera neinn í húsinu. Það eina, sem var athugavert, var opni búrglugginn, og sá sem hefur farið þar inn, var allur á bak og burt. Það var ekkert gagn af því að vera að hræða ykkur Sue á þessum tima nætur. En mér finnst, að við ættum að láta lögregiuna vita.“ „Þeir trúa okkur ekki,“ sagði Woody vondauf- ur. Karólina stóð upp. „Ég ætla að fara og lita á Jeremy," sagði hún. „Það er ekkert að honum, frænka. Hann hef- ur orðið hræddur við eitthvað, ef til vill rottu. Hann hefur alltaf verið hræddur við rottur. Hann var orðinn rólegur, þegar við komum þangað, hann titraði bara svolitið." „Geturðu ekki sagt okkur nákvæmlega frá því sem gerðist?" sagði Karólína og settist aftur og tók að mylja brauðið sitt. Og Woody sagði frá — nokkuð treglega i fyrstu. Jæja þá, þetta gerðist — ég veit annars ekki nákvæmlega, hvað klukkan var — en það var rétt fyrir dögun. Ég er viss um, að ég svaf ekki, það getur verið, að ég hafi aðeins blundað. Ég sat í forstofunni. Glugginn, sem ég sat við var opinn, en flugnanetið var fyrir. Allt í einu heyrði ég hljóð, það var ekki ósvipað þrumu. Ég þaut á fætur. Það var Jeremy sem sparkaði og lét öllum illum látum úti í hesthúsi. Skamm- byssan lá við hliðina á mér. Ég þreif hana, opnaði bakdyrnar og hljóp út. Það var ekkert farið að birta, og allt í einu datt mér i hug, að það væri óviturlegt að vera einn. Ég var ekki hræddur, en mér fannst það bara ekki hyggilegt. Ég heyrði ekki lengur í Jeremy, svo að ég vissi, að hann var áreiðanlega farinn að jafna sig, en samt . . . ég sneri við og hljóp til baka, þá mætti ég Jed, hann var búinn að heyra það . . .“ „Ég hafði lagt mig á legubekkinn í bókaher- berginu yðar og svaf,“ sagði Jed. og hann hljóp strax fram, og við flýtt- um okkur út i hesthús, kveiktum ljós, en sáum engan. Jed fór strax inn í aktygjageymsluna, en ég fór til þess að aðgæta Jeremy. Hann var hræddur og iðaði sér, en það var ekkert að hon- um. Við leituðum í öllum krókum og kimum, en svo sagði Jed, að það væri bezt, að við flýtt- um okkur inn, þvi að við höfðum skilið dyrn- ar eftir opnar. Það var auðvitað heimskulegt, en hvorugum okkar datt í hug, að þetta hefði verið undirbúið til þess að villa okkur og fá okkur til að yfirgefa húsið. Við leituðum mjög vandlega." „Mér hefur alltaf fundizt Sam Bronson hafa slæmt lag á hestum," sagði Karólina. „Hann er alls ekki til þess fallinn að sjá um hesta, og hestar eru minnugir — það er alveg furðulegt, hve þeir hafa gott minni — maður þarf ekki að láta hest gera eitthvað nema einu sinni til þess að hann haldi því áfram. Og ef hann verður hræddur fyrir alvöru einu sinni . . .“ hún þagði um stund og strauk hárið frá einninu. „Annars man ég ekki til þess að Sam Bronson hafi nokk- urn tíma skipt sér að Jeremy." Sam Bronson, sem hafði komið inn í ljósaskipt- unum, þegar Ernestín var skotin! Sam Bronson, sem Sue hafði kallað á, og sem fyrstur manna hafði fengið að vita um morðið. Sam Bronson, sem hafði beðið ásamt Sue og Jed, aðgætinn á svip þangað til Ernestína gaf upp öndina. Sam Bronson sem hafði borið vitni fyrir réttinum, en frambui-ður hans hafði verið að því er virtist, heiðarlegur og afdráttarlaus. Hann og Ernestína höfðu aldrei átt í deilum að þvi er vitað var. Hann hafði aldrei sagt neitt sem gæti bent til þess, að hann vissi nokkuð, sem aðrir vissu ekki, varðandi dauða Ernestinu. Nú var hann horfinn, en hvarf hans var ekki nýr viðburður, því að það hafði komið fyrir nokkrum sinnum áður. Jed hafði sagt, að það gæti hafa verið Sam Bronson, sem hefði leynzt inni í furuskóginum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.