Vikan


Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 19, 1952 13 S=? Skraddarinn FRÆKNI Einu sinni var skraddari nokkur. Hann sat einn morg- un uppi á saumaborði sínu, rétt við gluggann. Þá heyrði hann allt í einu konu kalla hárri röddu úti á götu: „Hér er hunang til kaups, ágætt hunang!“ Og skraddarinn sleikti út um, þegar hann hugsaði til hun- angsins. Hann kallaði þess vegna á konuna, bauð henni að stíga inn fyrir, og báð hana siðan leyfa sér að bragða á hun- anginu. Konan opnaði krukkur sínar, og skraddarinn rak fingurinn oní þær allar. urn eina skeið, þegar hann skápinn sinn og dró fram hafði velt lengi vöngum. stóran brauðhleif. BIBLlUMYNDIK 1. mynd. Lydia, sem var guðhrædd kona, hlýddi á ræðu Páls og eftir að hún var skírð bauð hún Páli og fé- lögum hans að vera gestir á sínu heimili. 4. mynd. En í fangelsinu báðust lærisveinarnir fyrir og sungu. Jarð- skjálfti leysti fjötrana. Um morgun- inn fóru þeir til Lýdíu. 2. mynd. Þerna nokkur, sem hafði spásagnaranda elti lærisveinana, þar til Páll bauð spásagnarandanum að fara úr henni, en það reytti hús- bændur hermar til reiði. Beztu þroskaleiðir ungs manns eru: að tala lítið, hlusta vel, velta fyrir sér í einrúmi því, sem hann hef- ur veitt athygli í samvistum við annað fólk; vantreysta sínum eigin 3. mynd. En mennirnir, sem höfðu grætt fé á spásagnargáfu stúlkunn- ar, drógu lærisveinana á torgið, þar sem þeir voru barðir. skoðunum og meta mikils þær, sem virðast verðskulda mat. — (Sir William Temple). Heimilissýningin í París Framháld af bls. 10. matarsettið var svart, skreytt litlum fiskum í skærum litum. Það væri áreiðanlega upplífgandi og sérkenni- legt á borði. Uppi á lofti voru svo herbergi, þar sem sameinuð voru svefnherbergi og stofur. Þar bar mest á svefnsófum og stólum, sem opnuðust ýmist til hliðar eða beint fram, svo í ljós komu umbúin rúm. Frakkar nota yfirleitt ekki legubekki, sem búa þarf um á kvöldin. Auk þess voru stórar lampadeild- ir, Norður-Afríkudeild með dýrindis handofnum teppum o. m. fl. Baðherbergin og eldhúsin voru al- amerísk, búin nýjustu tækjum, og vöktu geysi mikla athygli meðal Frakkanna, sem fram að þessu hafa kært sig kollótta um eldhúsin, en ráð- ið nóg vinnufólk til að vinna í þeim. Það er mjög algengt þegar breytt er gömlum íbúðum, að ekki sé hægt að koma fyrir stórum baðkerum. 1 þess- um tilfellum má setja lítil ferköntuð baðker, þannig útbúin, að sitja má í þeim (annar helmingurinn af botn- inum hærri en hinn). Það má líka setja steypibað fyrir ofan ag draga plastiktjald hringinn í kring. 1 miðjum salnum var komið fyrir borðum með allskonar hentugum eld- húsáhöldum og þar voru sérstakir menn, sem kenndu meðferð þeirra og bjuggu til mat í þeim, þar sem það átti við. Sýningargestirnir gátu svo smakkað matinn og keypt hlutinn, ef þeim leizt á hann. Á einum stað voru fljúgandi diskar (ekki þó frá tunglinu), sem svifu yfir borði án þess að koma við það og buðu gest- unum ávexti. Ekki get ég skýrt, hvernig á því stóð að þeir svifu, en þeim var einhvernveginn stjórnað með rafmagni. Ein deildin var tileinkuð barnaupp- eldi og gátu sýningargestir keypt bækur og leitað upplýsinga varðandi það mál. Þar voru leikföng og ann- að við hæfi barna á öllum aldri. Margt fleira var þarna að sjá, sem of langt yrði upp að telja. Sýningar þessar eru haldnar árlega, eins og sagt var í upphafi og vekja alheims- athygli. Menn koma langt að til að sjá þær og heimilisblöð um allan heim birta myndir og umsagnir um þær.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.