Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 1
Bridgemeistarar Reykjavíkur í sveitarkeppni og tvímenning Bridgefélag Reykjavíkur hefur nú ■starfað í 10 ár. Það hefur alla tíð haldið uppi víðtækri starfsemi, gengizt fyrir :spilakvöldum til æfinga (nú í vetur tvisvar í viku) og síðan keppnum. Félagsmenn eru eitthvað um 200, en formaður er Her- mann Jónsson. Keppnir þeirra eru mjög vinsælar og fer þeim óðum f jölgandi, en sú þýðingarmesta af þeim öllum er keppnin um meistaratitil Reykjavíkur. 1 fyrra vann ;sveit Harðar Þórðarsonar þann titil, en í vetur sveit Benedikts Jóhannessonar, (sjá myndir). Tvímenningskeppni fer fram í mörgum flokkum, og í ár urðu bridge- meistarar Reykjavíkur í tvímenning þeir Guðmundur Ó. Guðmundsson og Jóhann Jóhannsson. Eins og kunnugt er hafa íslenzkir 'bridgespilarar tekið þátt í keppnum er- lendis og staðið sig þar mjög með ágæt- ~um. T. d. kepptu tveir Islendingar þeir Einar Þorfinnsson og Gunnar Guðnason, ásamt tveim Svíum í Bermúda árið 1950 •og urðu aðrir. Sveit Bandaríkjamanna vann. 1 september í haust verður Evrópu- meistaramót í Dyflinni í Irlandi og fyrir nokkru hófst keppni, þar sem veljast skal .sveit til að fara þangað. Bridgesamband Islands sér um undirbúning allra utan- ferða. Efri myndin; Bridgemeistarar Reykjavikur 1952, í sveitarkeppni: Fremri röð: Guðlaugur •Guðmundsson, Benedikt Jóhannsson, sveitar- •stjóri, Ingólfur Iseban. — Aftari röð: Árni M. Jónsson, Lárus Karlsson. —ÍSTeðri mynd: Bridge- aneistarar Reykjavíkur 1952, i tvímenning: Guð- anundur Ó. Guðmundsson og Jóhann Jóhannsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.