Vikan


Vikan - 22.05.1952, Síða 2

Vikan - 22.05.1952, Síða 2
2 VIKAN, nr. 20, 1952 FRÍMERKJASKIPTI Sendið mér 100 islenzk fri- m.erki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Gunnar H. Steingrímsson Nölíkvavogi 25 — Heykjavík 1. Geturðu gefið mér upplýsingar um meðferð á Híulitum. Hvernig á að blanda Linolíu og terpentinolíu saman við litinn. 2. Eiga litirnir að vera þunnir eða þykkir þegar búið er að hræra þá út. 3. Má ekki mála með olíulitum á góðan pappír. Með fyrirfram þakklæti. Einn úr hópnum. Svar: 1. Engar reglur eru um magn terpentínolíunnar,. sem blanda þarf í litinn. Það verður að vera eft- ir þörfum. Linolía mun vera í litn- um og óþarfi að blanda henni í. Þó má setja örlítið á pensilinn um leið og málað er. 2. Bezt er að hafa litinn þunnan til að byrja með, en þykkari, þegar byrjað er að mála yfir. 3. Það er ekki hægt að mála með olíulitum á pappír, nema hann sé lím- borinn. ____ Kæra Vika! Þú sem hefur veitt okkur svo marga skemmtilega miðvikudags- eftirmiðdaga. Okkur langar til að biðja þig að svara nokkrum spurn- ingum fyrir okkur. 1. Er A1 Jolson á lífi. Ef svo er viltu þá segja okkur eitthvað um hann, t. d. hvar heima, hvað gamall? 2. Er hann mjög líkur Larry Parks ? 3. Er óhollt að baða sig úr mjög heitu vatni? Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. 4. Hvað er hægt að gera við bláa og bólótta handleggi til að fá þá hvíta og slétta? 5. Hvað eigum við að vera þungar? önnur er 17 ára og 156 cm. t bæð, en hin er 16 ára og 160 cm. á hæð. Með fyrirfram þakklæti og von eftir svari sem fyrst. Tvær heimasætur. Svar: 1. A1 Jolson er dáinn. Hann dó i fyrra í Kóreu, þar sem hann söng fyrir hermennina. 2. Eftir myndum að dæma hefur hann ekki verið mjög likur Larry Parks í útliti. 3. „Heit böð eiga að jafnaði ekki að vera heitari en 32—36°“, segir Fegurð og snyrting. „Þegar kalt er í veðri, má vatnið vera 2° heitara". 4. Gætið þess vel að fara ekki út í kuldann með bera handleggi. Gott er að bursta handleggina með gróf- um bursta og bera síðan krem á þá, til að halda þeim mjúkum. Ef um ljótar bólur er að ræða ættuð þið að leita læknis. 5. Sú sem er 17 ára ætti að vega 50.8 kg. Sú 16 ára ætti að vega 53.5 kg. ____ Kæra Vika! Viltu vera s\ - góð og svara fyrir mig eftirfarandi spurningum. 1. Hver er talin vera hámarksald- ur álftar, arnar og hrafns? 2. Hvað er randafluga? 3. Er jötunuxinn lirfa kaupmanns- fiðrildisins ? Með' fyrirfram þökk. Steini Stormur. Svar: 1. Það er ekki hægt að vita um hámarksaldur fugla. — 2. Það er ekki sama flugan, sem kölluð er randafluga í ýmsum landshlutum, og því get ég ekki svarað þessu, nema vita hvaðan þú ert og við hvaða ílugu þú átt. — 3. Jötunuxinn er sér- stök bjöllutegund. Kæra Vika! Ég ætla að biðja þig að gefa mér nokkrar upplýsingar um mín vanda- mál. En svo er mál með vexti að mig langar að fara á námskeið í hússtjórn og svoleiðis en get ekki tekið heilan vetur og langar nú mig að biðja þig að svara eftirfarandi spurningum fyrir mig. 1. Eru ekki haldin námskeið í Rvík og hvert á maður að senda umsókn ? 2. Hvað tekur námskeiðið langan tíma og hver kostnaður er áætlaður við það ? Annars ef þú getur ekki leyst úr þessu þá bið ég þig að vísa mér á annan stað. Með þakklæti fyrir ómakið, þin Didda Stina. Svar: Húsmæðraskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12, hefur 2 námskeið yfir veturinn, annað frá miðjum september til 1. febrúar og hitt frá 1. febrúar. Skólatíminn er frá 8.15 til 4.30. og er skipt milli matreiðslu- starfa og hannyrða. Við kostnaðinn kemur þrennt til greina: skólagjald, fæðiskostnaður og efni, og mun þetta vera nokkuð breytilegt. BUÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Stefán Halldórsson (við ungt fólk 14 —16 ára, mynd fylgi), Gili, Gler- árþorpi, Akureyri. Jenný Marteinsdóttir (við ungt fólk 15— 17 ára, mynd fylgi) og Kolbrún Viggósdóttir (við ungt fólk 16— 18 ára, mynd fylgi), báðar í Stykkishólmi. Guðrún Eggertsdóttir (við ungt fólk PÓSTURINN 6. bekkur Barnaskóla Reykjavíkur vorið 1902. Góða Vika, Viltu segja okkur eitthvað um Lionel Barrymore og helzt birta mynd af honum. Hann leikur í kvikmynd- inni Down to the Sea in Ships, sem Nýja Bíó sýndi um daginn. Abba og Laba. Lionel Barrymore er fæddur í Philadelphia 28. apríl 1878. Hann var, ásamt syst- kinum sínum, John og Ethel, alinn upp til að verða leik- 15—25 ára), Útibleiksstöðum, Mið- firði, V.-Hún. Ólafía Bjarney Ólafsdóttir (við ungt fólk 14—16 ára), Króksfjarðar- nesi, A.-Earl. Maður þessi á hundinum líf að launa. Eldur kom upp í húsi hans í Minneapólis, og hundurjnn vakti hann i tíma með því að sleikja and- lit hans. 17 menn fórust í eldsvoða þessum. Maðurinn er nýkominn af sjúkrahúsi þegar myndin var tekin. ari. Hann lék fyrst á leiksviði, og síð- an 1909 hefur hann leikið í fjölda kvikmynda. Hann hefur þjáðzt af gigtveiki í mörg ár, svo að hann verður oft að leika Efsta röð frá vinstri: Guðríður Guðmundsdóttir, Guðlaug Magnúsdóttir frú, Elísabet Halldórsdóttir Egilson frú, Guðrún Þorkelsdóttir verzlunarstjóri, Ragnheiður Bertelsen húsgagnasm. — Efri miðröð: Sigurjón Pét- ursson, Álafossi, Jón Halldórsson skrifst.stj. Lb„ Haraldur Viggo Björnsson, bankastjóri, Jón Sívertsen verzl- unarskólastjóri, Ólafur Coghie, Halldór Kristinsson, héraðslæknir, Geir Thorsteinsson útgerðarmaður, Sigríður Blöndal Fjelsteð — Neðri miðröð: Guðríður Einarsd. frú, Helga Jónasdóttir, Sigríður Zoega, ljósmyndari, Svava Þórhallsdóttir frú, Sigríður Jóhannesdóttir frú, Martha Indriðad. Kalman, frú, Steinunn Gísladóttir. — Neðsta röð: Bjarni Snæbjörnsson, læknir, Ásmundur Guðmundsson, prófessor, Sigtryggur Eiríksson Kaldan, læknir, Kornelíus Sigmundsson, múrarameistari, Ólafur Einarsson frá Háholti. Lionel Barrymore í hjólastól, en það stöðvar hann ekki. Lionel Barry- more er 6 fet á hæð, hefur blá augu og grátt hár. Kæra Vika. Ég hef aldrei skrifað þér áður, en vonast samt eftir að fá svar. Otgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.