Vikan


Vikan - 22.05.1952, Qupperneq 3

Vikan - 22.05.1952, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 20, 1952 3 LEOIMARDO DA VINCI Einn mesti snillingur allra alda. 1453—1952. Leonardo da Vinci. Leanardo da Vinci átti 5 alda afmæli á þessu ári. Hann er ekki aðeins frægur sem einn mesti málari heimsins heldur lika sem myndhöggvari, arkitekt, tónlist- armaður, verkfræðingur, stjörnufræðing- ur og heimspekingur. Þó hann sé fæddur á undan Francis Bacon, skildi hann betur en Bacon mikilvægi vísindalegra tilrauna; hann vissi að menn eins og Galileo og Isac Newton myndu verða til í framtíðinni. Ef hann hefði haft yfir að ráða einhverju afli eins og olíunni, er ekkert líklegra en að hann hefði fullkomnað flugtilraunir sínar, svo langt voru þær á undan sínum tíma. Leonardo er fæddur í Vinciþorpinu, ná- lægt Florens, árið 1452. Móðir hans var falleg sveitastúlka, en faðir hans lögfræð- ingur. Þegar hann kom til Florens til að læra tónlist og aðrar listir, fór þegar orð af gáfum hans og hinum einkennilegu áhugamálum. Florensbúar töluðu hálf- skelkaðir um skjöld, sem hann hafði mál- að fyrir bónda nokkurn, en á honum var Medúsu-höfuð, svo hræðilegt og raunveru- legt, að faðir hans ákvað að eiga það. Margir listfræðingar álíta, að Leonardo hafi verið fyrirmynd hins granna, stælta, glæsilega og dálítið stolta Davids, styttu Rafaels. 1 Florens byrjaði hann athuganir sínar og tilraunir í allskonar vísindum, en hann duldi vandlega skoðanir sínar og skrifaði þær aðeins með spegilskrift. Hann gerði 235 uppdrætti úr líffærafræði og hélt því fram að blóðið rynni um líkamann, 100 ár- um áður en Harvey kom fram með sína kenningu um blóðrásina. Við þessar rann- sóknir á líkamanum þurfti hann að kryf ja lík, en það var álitið óguðlegt á þeim tím- um. Var líkaminn ekki hinn heilagi bústað- ur sálarinnar? En Leonardo leit öðruvísi á málið. Rannsóknir hans á byggingu mann- legs líkama sönnuðu honum, að hann hefði verið skapaður til þess að geyma og þjóna hinni guðdómlegu sál. Aldarfjórðungi áður en Kopernikus kom opinberlega fram með kenningu sína, um að jörðin hreyfðist, en ekki sólin, hafði Leonardo komizt að sömu niðurstöðu. Hann skrifaði líka í minnisbækur sínar: „Allir hlutir leitast við að falla skemmstu leið að miðjunni", 175 árum áður en Newton fann upp þyngdarlögmálið. 1 listum lagði hann mikið upp úr athug- unum á náttúrunni. Hann var mikill teikn- ari og varð fyrstur til að mála myndir með tilliti til ljóss og skugga. 1485 fór hann frá Florens til þjónustu við prins- inn í Mílanó. Þar málaði hann Kvöldmál- tíðina, eitt bezta verk sitt, á vegginn í klausturskirkjunni St. María delle Grazia. Því miður hefur málningin ekki tollað vel á kalkinu og kalkið flagnað af veggnum, svo myndin er nú mikið skemmd. Hinar mörgu tilraunir, sem gerðar hafa verið til að gera við hana, hafa gert meira tjón en gagn, en nógu mikið sést þó enn af henni til að kraftur hennar og fegurð sjáist. Meðan hann var í Mílanó gerði hann ridd- arastyttu af ættföður Sforza f jölskyldunn- ar. Þegar Frakkar náðu borginni og tóku prinsinn til fanga eyðilögðu þeir styttuna, en nokkrar teikningar af henni hafa geymzt. Árið 1499 fór Leonardo frá Mílanó til Feneyja og þaðan til Florens. Meðal verka hans í Florens, þar sem hann naut mikilla vinsælda, var altaristafla í Annunziata kirkjunni og konumyndin Mona Lisa (La Gioconda), sem hann gerði á f jórum árum. Þetta konuandlit, sem brosir dularfullt út í annað munnvikið, hefur orðið tákn kven- legrar fegurðar í margar aldir. Myndin er í Louvre-safninu og hefur henni nokkrum sinnum verið rænt, en alltaf komið í leit- irnar. Hin rökfasta skapgerð Leonardos var blönduð einkennilegum andstæðum. Hann taldi virðingu þá og aðdáun, sem honum var látin í té í ríkum mæli, alveg sjálf- sagða. Aftur á móti kærði hann sig ekkert um ástúð og blíðu. Fransesco Melzi, nem- andi hans, vinur og erfingi, virðist hafa komizt næst hjarta hans, en það var ef til vill vegna þess að Melzi dáðist takmarka- laust að honum. Leonardo lifði viðhafnar- miklu lífi við hirðir konunga, prinsa og páfa, og á ferðalögum fylgdu honum alltaf að minnsta kosti tveir nemendur hans og tveir þjónar. Leonardo hikaði ekki við að bjóða þjónustu sína þeim, sem hæst bauð. Hann kallaði stríð „ruddalegt æði“, en gerðist þó hernaðarsérfræðingur Sesars Borgia og bjó til sprengjur, eiturgas, skriðdreka o. fl. Aftur á móti eyðilagði hann uppdrætti sína að kafbátum, því hann óttaðist, að þeir yrðu notaðir til tortím- ingar. Madonnur hans, sem leika ástúðlega við bömin, sanna, að hann átti til mikla við- kvæmni. Það sýnir vel þessa tvo þætti í skapgerð hans, að meðan hann var að mála Monu Lísu, vann hann í sex mánuði að hernaðarvélum. Á árunum 1506—1513 bjó Leonardo í Mílanó. 1513 fór hann til Róm og tveim síðustu árum æfinnar eyddi hann í þjón- ustu Frans 1. Frakkakonungs. I október 1517, þegar Loðvík Kardínáli af Aragon heimsótti Leonardo, sem þá bjó í litla þorpinu Amboise í Frakklandi, var eins og hann gengi fram fyrir gamalt minnismerki. En þetta minnismerki hafði þá yfirburði að vera lifandi. Hann leit út eins og spámaður úr Gamla Testamentinu, alvarlegur á svipinn og riddaralegur í framkomu og hann lagði sjálfur mikla áherzlu á að líta þannig út. Þykkar auga- brýnnar sköguðu fram yfir rannsalcandi augunum. Hár hans, sem var þunnt efst, og vel burstað og ilmborið, skeggið féll í lokkum niður á axlir og brjóst. Þó hann væri aðeins meðalmaður á hæð, var hann tignarlegur. Leonardo, sem var orðinn gamall og far- inn að heilsu (önnur höndin að miklu leyti máttlaus), hlýtur að hafa fundizt áhugi og aðdáun gestanna hvetjandi. Hann byrj- aði á að sýna þeim málverkin, sem nú prýða Louvresafnið. Þá sýndi hann þeim athuganir sínar í líffærafræði, hreyfingu vatns og uppdrætti að nýjum vélum. Þetta fyllti allt margar bækur. Hann skýrði þeim frá því, að hann hefði krufið yfir 30 lík, menn og konur. Þó að gestur hans hlustaði með virðingu og áhuga hefur hann þó varla skilið mik- vægi verka hans. Það er mjög vafasamt að hann hefði skilið það, þó hann hefði lesið allar bækurnar — og það hefði hon- um ekki tekizt nema Leonardo fengi hon- um spegil, því hann skrifaði allt frá hægri til vinstri. 1 Leonardo voru fléttaðir allir hinir ríku, stoltu, spyrjandi og metnaðargjömu þættir Endurreisnar-tímabilsins, þegar það náði lengst í sköpun sinni. Hann brann af löngun til að fullkomna allt og hann fram- kvæmdi þessa löngun sína í ríkara mæli en nokkur annar sem mannkynsagan get- ur um, jafnvel nú tæpum 500 árum eftir dauða hans. Hann dó 9. maí 1519. Mona Lisa, mynd Leonardos var keypt fyrir 4.000 gyllini af Frans I. Frakkakonungi og er nú ein af dýrgripum Louvre-safnsins í Paris. Andlitið er undarlega fallegt, teikningin fínleg og nákvæm og grunnurinn lýsir rómantískri hug- vitsemi. Listfræðingar og aðrir hafa deilt um bros hennar og búið til margar sögur um hana.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.