Vikan


Vikan - 22.05.1952, Qupperneq 4

Vikan - 22.05.1952, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 20, 1952: Stúdentar eiga ekki að gifta sig smásaga frá Uppsölum eftir M. CULLBORG. AÐ VAR alls ekki mánudaginn 13. — en það var engu líkara en svo væri. Ég vakn- aði með hræðilega timburmenn og auðvitað átti ég ekkert til að rétta mig af. Það hamraði í höfðinu á mér þegar ég staulaðist fram í litla eldhúsið okkar og drakk fjögur glös af vatni í einum teyg. Því næst læddist ég aftur inn í dag- stofuna okkar, sem Hka var vinnu- og svefn- herbergi. Eva var vöknuð, og gægðist meinfýsin út und- an sænginni. Það fór í taugarnar á mér hvað hún var hress og vel út sofin. ,,Það er ágætt, að þú ert kominn fram úr, elskan mín,“ sagði hún, „þvi nú geturðu sett yfir vatnið og eldað grautinn." Þetta var sagt ákaflega elskulega en augna- ráðið gaf til kynna, að það væri ákveðin skip- un. Tilefni timburmannanna hafði nefnilega verið — jæja, nú ætlaði hún að hefna sín. „Æ,“ stundi ég hnugginn og á báðum áttum, um hvað gera skyldi. ,,Ég ætlaði eiginlega að sofa í liálftíma í viðbót.“ „Það er alls ekki rétta aðferðin,“ sagði Eva bliðlega. „Morgunleikfimi í fimm mínútur fyrir framan opinn gluggann meðan vatnið er að sjóða, og upplífgandi hjal við Lilla — og þá hverfa timburmennirnir eins og dögg fyrir sólu.“ Nú lagði Lilli orð í rökræður fjölskyldunnar. Hann lá í rúminu sínu og bullaði eitthvaö, sem mér virtist alveg óskiljanlegt. „Hann vill graut,“ útskýrði Eva. Það var engin leið út úr þessu. Innan fimm mínútna var ég farinn að elda hafragraut, og næstum samþykkti, i fyrsta skipti, þessa ágætu ráðleggingu pabba, þegar ég var nýorðinn stú- dent: „Giftu þig aldrei, drengur minn. Og ef þú endilega villt, þá gerðu það eins seint og þú getur.“ Pabbi forðaðist vandlega augnaráð mömmu, þegar hann gaf þessa yfirlýsingu. Við hlógum hjartanlega, því við héldum að þetta væri gaman — en, það var svei mér alvara hjá pabba. Ég komst að því, þegar hann setti það að skil- yrði fyrir fjárhagslegri aðstoð, sem ég bað um til námsins. Skilyrði hans var í stuttu máli svona: „Engin gifting fyrr en þú hefur lokið prófi." Hann hefur þessar gömlu skoðanir um, að ung- ur maður eigi að vera eitthvað og eiga eitthvað áður en hann eignast börn. É& lofaði iðni og dugnaði við námið og að ganga í gegnum ’það ógiftur. Síðan fór ég til háskólabæjarins Uppsala. En þar rakst ég næst- um strax á Evu, sem freistaði mín með epli af trénu, sem ber nafn skilningsins, en ekki fær næringu sína gegnum kvaðratrætur. 1 stuttu máli sagt: Papa-papa, eins og sonur minn segir — og hér stóð ég við hafragrautarpottinn og gat, ham- ingjan hjálpi mér, ekkert við því gert. „Hvað ertu eiginlega að hugsa um?“ sagði Eva inni í ,,svefnherberginu“. Og um leið heyrð- ist smellur í bréfakassanum. Fyrst einu sinni blöðin. Svo aftur — bréf. Eva varð á undan. „Bréf frá pabba þínum,“ sagði hún og kastaði velþekktu, brúnu umslagi til mín. „Hvað skyldi gamli maðurinn vilja núna?“ muldraði ég í hálfum hljóðum, um leið og ég reif umslagið upp með gaffli og Eva tók grautinn og svanga ríkiserfingann að sér. Þegar ég hafði lesið bréfið, féll ég saman eins og blautur klút- ur. „Hann kemur til Uppsala á morgun. Hann á eitthvert stúdentsafmæli. Hann skrifar, að við eigum að gera okkur glaðan dag saman, hann og ég — hvað sem það þýðir. Eva — þú verður að fara héðan undir eins.“ Augu Evu skutu gneistum og ég vissi hvað beið mín, því að hún hafði alveg frá byrjun haldið því fram, að ég ætti að segja foreldrum mínum frá því, sem ég hafði gert. Jafnvel þó árangurinn af því yrði sá, að þau hættu að senda mér peninga. „Sjáðu nú til, elskan,“ byrjaði ég, „gamli mað- urinn verður hér ekki nema í tvo daga. Getur verndun friðarins innan fjölskyldunnar ekki veg- ið upp á móti óþægindunum af því, að þú takir drenginn og skreppir til Kristínar, Ullu eða ein- hverrar af ógiftu vinkonum þinum.“ „Já, taki drenginn, barnarúmið, leikgrindina, barnaborðið, balann, viktina og barnafötin, er það ekki?“ sagði hún kuldalega. „Annars er Kristín að lesa undir próf og herbergi Ullu er svo lítið, að maður verður að snúa sér á hlið til að komast út og inn, án þess að velta húsgögn- unum.“ „En þetta er aðeins í einn eða tvo daga,“ full- vissaði ég hana ákafur. „Æ, Eva, gerðu það fyrir mig.“ Eva hvæsti eins og köttur, sem er strokið öfugt. „Fyrir þig, sem ekki þorir að kannast við mig fyrir foreldrum þínum. En nú skal ég trúa þér fyrir því, að ég er búin að fá nóg af þessum feluleik þínum. Þú hugsar ekkert um, hvað ég hefi lagt í sölurnar fyrir þig. Nám mitt, framtíð mína sem sjálfstæð kona og möguleikana til að keppa við ykkur, þessa sjálfselsku karlmenn. Og til endurgjalds hefi ég eignast heimili og barn, eins og það hljómar fallega. Jæja, allt í lagi. Kastaðu mér þá út. Ég skal vissulega vera í burtu í nokkra daga — og drengurinn lika. En þú mátt búast við hefnd, það skal ég segja þér fyrir- fram.“ Það efast ég ekkert um, hugsaði ég skapillur. Þegar þ’essi glampi er í augunum á Evu, er hún hættuleg. Fari hefndin til fjandans. Henni yrði ég að taka eins og maður, þegar pabbi væri aftur farinn heim, eftir þessa óheppilegu Uppsala- ferð. Aðalatriðið var að hann kæmist ekki að neinu. Ég sótti pabba á stöðina, og það var reglulega gaman að sjá hann, þrátt fyrir allt. Þó hann sé lullur af reglum er hann ágætis karl og hann lítur ágætlega út. Hann er heldur ekkert skóla- kennaralegur, þó hann hafi eytt mörgum áratug- um á kennarastólnum. „Góðan daginn, drengur minn,“ sagði hann glaðlega. „Nú skulum við skemmta okkur ær- lega.“ Ég sýndi eins mikla tilhlökkun og ég gat, enda verð ég að viðurkenna, að horfur fyrir nokkrum VEIZTU -? 1. Bergbogi nokkur í Vesturbandaríkjun- um er svo hár, að Kapitólíumbyggingin í Vosington gæti staðið inni í honum án þess að snerta hann. Hvað heitir boginn og í hvaða ríki er hann? 2. Eftir hvern er ævintýrið Stagnálin? 3. Rautt flaksar við rassinn svarta. Hvað er það? 4. Hvað þýðir: 1) lung, 2) lungur, 3) lungi ? 5. Hver eru helztu líffæri æðri plantna? 6. Hvenær var Þjóðleikhúsið vígt? 7. Hvað heitir sundið sunnan við Suður- ameríku ? 8. Hvar er kymríska töluð ? 9. Hvenær gekk stórabóla á Islandi? 10. Hvar eru heimkynni ljónsins? Sjá svör á bls. 14. Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „Hann var snemmendis bæði mikill og sterkur, og vel að íþróttum búinn, því að þá er hann var sjö vetra samvægði hann hinum sterkustu mönnum um afl og allar íþróttir. Ekki hafði hann ástríki mikið af föður sínum, enda var hann ódæll, og vildi ekki vinna; en móðir hans unni honum mikið.“ Hver var þetta og hvar stendur lýsing- in? Svar á bls. 14. dýrindis máltíðum dró úr erfiðleikum í þessu leiðindamáli. „Góðu, gömlu Uppsalir," endurtók pabbi aftur og aftur, meöan hann gaf nákvæma skýrslu um heilsufar mömmu og systkinanna og heimsku nemenda sinni. „Ég skal segja þér nokkuð,“ sagði hann, þegar við settumst að morgunverðinum, sem mér fannst ég væri nauðbeygður til að bjóða honum í heima hjá mér. „Ég ætla að skemmta mér reglulega vel. Þú mátt ekki misskilja mig, en þú skilur að árin líða og æskan fjarlægist um leið og hárin grána og maginn . . . En heyrðu góði“ honum aatt allt í einu eitthvað í hug, „hvernig hefurðu efni á að búa einn í herbergi og hafa eldhús?“ „Ég ber kostnaðinn með félaga mínum, sem er á ferðalagi," svaraði ég. „Nú jæja, það er skemmtilegra að búa svona, en að hafa herbergi í heimavist. Átt þú hús- gögnin ?“ „Að nokkru leyti. Ég hefi borgað þau með því að kenna við og við,“ laug ég forhertur. „Það verð ég að segja,“ sagði sá gamli og tæmdi glasið sitt, „að þetta getur maður kallað skynsemi í peningamálum, og ef þér skyldi ein- hverntíma detta í hug að ganga í heilagt hjóna- band, þá hefirðu leiktjöldin tilbúin, ef svo mætti segja. Hvernig gengur þér annars í kvennamál- um ?“ Mér fannst ég sjá eitthvað annað en föðurlega umhygju í augnaráði pabba, en ef til vill var það bara vínið. Hvað um það — hann var maður á bezta aldri og ef hann langaði til að skemmta sér örlítið á saklausan hátt, með mig sem vagt- mánn siðferðisins, þá . . . „Það eru ma'rgar fallegar stúlkur hér í Upp- sölum, ef þú átt við það, pabbi,“ sagði ég, „en ég hefi aldrei haft mikið saman við þær að sælda. Ég vil heldur rólegt heimilislíf." Þetta gekk eins og í sögu —• og færði mér auk þess hundrað krónur sem laun fyrir góða hegðun og til að halda brottför pabba hátíðlega með einhverri Evunni (hm!): „Maður hefur sjálfur verið ungur,“ lauk hann ræðu sinni hátíð- legur, „annars hvílir aldurinn ekki þungt á mér.“ Nei, það átti ég sannarlega eftir að reyna, og hefði mig grunað, hvað í vændum var, hefði ég hiklaust tekið ráði Evu, og viðurkennt allt. Afmælishóf pabba var haldið á Gillet og þar sem ég átti að eyða laugardagskvöldinu einhvern- veginn, fór ég á veitingahús með tveimur félög- um mínum. Um ellefu leytið heyrðist hávaði frá inngangi veitingahússins — það voru afmælis- börnin, sem komu inn. Pabbi kom strax auga á mig og við urðum allir þrír þátttakendur í af- mælishófinu. Við fengum vin og kaffi og gömlu mennirnir heimtuðu að við, hinir yngri, kölluð- um þá fornafni og þúuðum þá. Þegar veizlan stóð sem hæst, nálguðust þrjár stúlkur borðið okkar. Ein þeirra var Eva. Hún var allt of falleg. 1 tilefni dagsins hafði hún greitt hárlokk djarflega fram á ennið og í aug- um hennar dönsuðu þúsund smádjöflar. „Er þetta ekki Bertil," sagði hún og stefndi beint á mig, „það er orðið langt síðan þú hefur sézt. Ertu að lesa undir próf, eða hvað? Þú hef- ur þó ekki gift þig, þú hefur verið alveg ósýni- legur í seinni tíð.“ „Góðan daginn, Eva,“ sagði ég og þvingaði fram glaðlega rödd. Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.