Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 20, 1952 Fra mha Idssaga : 12 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY Wijliams létti mjög, er hann sá læknirinn hneigja höfuðið, ¦— þó að hann væri mótfallinn svona rannsóknaraðferðum, — og undraðist stórum. „Hví skyldi ég neita því?" sagði sálsýkissér- fræðingurinn, dauflega og þó ákveðið. „Ég er ekki svo skyniskroppinn að sjá ekki, að fyrst þið komuzt að þessu, þá munuð þið komast að öllu hinu. Já, ég drap Ólífant, svínið að tarna —¦ og það gleður mig stórlega." ,,Hæ,' Ég vona að þér vitið hvað þér segið?" „Já, ég veit vel hvað ég segi." „Þá verð ég að aðvara yður . . ." „Ég vissi, að allt hafði farið í hundana, þegar vökumannsskrattinn tók líkið i burtu," hélt Cardew áfram gremjulega. „Ég reyndi að kippa þessu í lag með því að flytja líkið aftur á sinn stað og hringja á lögreglustöðina . . ." Hann ^þagnaði og yppti öxlum. Nú, þegar þið vitið að það er beint sambandi milli íbúðar minnar og þessarar íbúðar — leynistigi, sem enginn vissi xim nema við Ólífant — hlýtur málið að vera ykkur augljóst." „Það er betra að tala ekki meira, dr. Cardew," sagði Sutton, sem var ekki síður undrandi en "Williams. „Eg verð að handtaka yður fyrir ásetningsmorð. Það er skylda mín, að aðvara yður um, að allt sem þér segið, verður skrifað upp og notað gegn yður." „Samt sem áður óska ég að gefa fullkomna yfirlýsingu — nú og hér," sagði dr. Cardew með nokkrum virðuleik. „Ég vil koma yður, í skiln- ing um að þetta verk er fullkomlega réttlætan- legt." Hann lét fallast niður í stól og Williams gaf Davidson, sem einnig var þarna, bendingu. Hann tók upp vasabók sína og skrúfaði hettuna af sjálfblekungnum. „Ef þessi bölvaður vökumaður hefði ekki verið að skipta sér af þessu, held ég að allt hefði far- ið að óskum," sagði Cardew. „Hversvegna var hann að skipta sér af þessu? Hvað kom honum það við? Ihlutun hans ruglaði algerlega útreikn- inga mína. Og svo þessi maður . . ." Hann leit •á Konkvest forvitnislega. „Hann er bersýnilega fikki úr lögregluliðinu, en samt vissi hann um heimilisfangið í Gravelstræti . . . Margt í þessu máli er mér harla óljóst." „Afsakið, Cardew læknir, en þér getið ekki haldið áfram máli yðar á þennan hátt," sagði Williams höstuglega. „Þér sögðust ætla að gefa skýrslu um morðið . . ." „Já, þér óskið að vita, hversvegna ég drap JÆatthew Ólífant? Ég skal segja yður frá því." Cardew talaði nú alveg rólega. Hann hafði jafnað sig og það var eins og hann væri að tala um eitthvert læknisfræðilegt efni, sem ekki snerti hann persónulega. Venjulegum áheyranda hefði ¦virzt hann góðlegur miðaldra menntamaður. En Bill Williams, sem virti hann fyrir sér með rannsóknaraugum glæpasérfræðingsins, sá bak við þetta ytra gerfi kaldan og forhertan ásetn- ingsmorðingja. „Þið lítið á mig sem þekktan og heppinn lækn- ir," hélt Cardew áfram; „mann í hálaunaðri stöðu; mann, sem búast mætti við að yrði í heiðurs- merkjaskránni innan skamms. En þið vitið ekki, að ég var ekkert annað en litilmótlegt peð í hönd- um Matthew Ólífants. Fyrir f jórum arum var ég óþekktur og stund- aði lítt launað læknisstarf í Vestur-Kensington — já, ég átti heima i Gravelstræti. Dag nokkurn lenti Matthew Ólifant í bifreiðaslysi í næstu götu og var borinn inn í móttökustofu mína til að fá læknishjálp. Rannsókn mín leiddi í ljós, að hann var hvergi beinbrotinn, en taugakerfi hans var allt úr lagi gengið. Ég sá, að hann hafði lengi verið slæmur á taugum, og slysið rak svo að segja smiðshöggið á þetta ástand og hafði nærri riðið honum að fullu. Hann var taugabilaður vesalingur. Að öðru leyti var enga veiklun að finna — og seigur var hann. Jæja, þó ég ætti annríkt við venjulegar lækningar, þá hafði ég lagt mikla vinnu í að kynna mér taugasjúkdóma, allt frá fyrstu námsárum minum. Ólífant var fyrirmyndar sjúklingurí, og með lækningarað- ferð minni tók hann svo skjótum bata, að hann varð alheill á þrem mánuðum. Batinn var undra- verður; Ólífant varð sem nýr maður. Grannur og renglulegur að vísu, en stálhraustur. Hann var mjög hrifinn af þessu afreki mínu og kom með uppástungu, sem kom mér á óvart, — en trúði mér fyrir þvi um leið, með lymskulegu brosi, að hann vissi um leyndarmál mitt." „Hvaða leyndarmál?" spurði Konkvest for- vitnislega. „Hægan, kunningi," sagði Williams. „Engar spumingar . . ." „Hversvegna ætti ekki að mega spyrja. Ég er enginn lögreglumannslúpa. Ég má spyrja eins margra spurninga og mig lystir. Hvert var þetta leyndarmál yðar, læknir?" „Það er eins gott að segja ykkur það straX," sagði Cardew í uppgjafartón. „Það hlýtur að vitn- ast fyrr eða síðar — og þar sem það snertir beint frásögn mina, ætla ég að segja ykkur það. Ég er sonur Christófers Brady, morðingjans frá Leéds, sem var tekinn af lífi fyrir þrettán árum." Hann skýrði frá þessu á sama rólega hátt og hann hafði talað áður, en þó gætti meiri beiskju í málrómnum en áður. Williams og Sutton skipt- ust á íbyggnu augnaráði, en Konkvest kinkaði kolli. „Ég skil þetta," sagði hann. „Ólífant vissi þetta — og notaði sér það auðvitað?" „Ólífant hafði verið í dómsalnum þegar faðir minn var dæmdur ¦—¦ og ég held að ég sé mjög svipaður föður mínum í sjón," sagði Cardew. „Já, hann' þekkti mig. Hann vissi, að ég var son- ur dæmds morðingja. En hann sagði mér að hafa engar áhyggjur ¦— hann hefði enga löngun til að afhjúpa mig og eyðileggja framtíð mína. Hann virtist vera góðmennskan einskær, og ég hélt hann væri innilega þakklátur fyrir það, sem ég hafði gert fyrir hann . . ." Cardew þagnaði snöggvast, en hélt svo áfram: „Aður en faðir minn framdi glæp sinn, hafði ég ágæta læknis- stöðu í Norður-Englandi, en þetta brennimerkti nafn mitt svo, að ég varð að víkja þaðan og byrja lífið á nýjan leik. Það er óþarft að segja ykkur frá fátækt og bágindum næstu ára . . . Ég fluttist suður á bóginn, og loks settist ég að sem læknir í Vestur-Kensington, undir dulnefni. Ég hafði talsvert að gera, þegar Ólífant varð fyrir slysinu. Fyrst eftir að ég kynntist honum, gerði ég mér í hugarlund að ég hefði þarna fyrir- hitt velgerðamann og vin, sem ætlaði að skapa mér bjarta framtíð. Ólífant sagði mér af sann- færingu, að ég færi illa með tíma minn meðan ég fengist við venjuleg heimilislæknisstörf. Ég sagðist þurfa að vinna fyrir mér; enginn læknir gæti gerzt sérfræðingur nema með fjárstyrk að baki. Ólífant gerði lítið úr mótbárum mínum og kvaðst hafa hugsað málið. Hann sagðist eiga heima í stóru, gamaldags húsi í Wigmorestræti, og hefði þegar ákveðið að breyta húsinu í séríbúðir. Hann stakk svo upp á því, að hann léti útbúa neðstu hæðina eftir nýj- ustu og viðhafnarmestu tízku og fengi mér hana til íbúðar endurgjaldslaust. Hann ætlaði sjálfur að búa á efstu hæð hússins, aleinn, með ungri frænku sinni, sem nú var í heimavistarskóla. Mér kom þetta auðvitað óvænt og vildi fá meira að vita. Ég ímyndaði mér, að brátt mundi ég fá. vellaunað starf sem taugalæknir, með hans að- stoð. Þessvegna hreifst ég af þessari „höfðing- legu" hjálp — jafnvel eftir að hann tilkynnti mér að þetta ætti að byggjast á hreinum viðskipta- grundvelli. Hann lagði fram samning, sem hann vildi láta mig skrifa undir. Samkvæmt þeim samning átti ég sjálfur að fá aðeins tiu af hundr- aði af tekjum mínum fyrsta árið — níu hundr- uðustu hluta áskildi hann sér. Þetta var einstakt og óvenjulegt tækifæri. Menn í stöðu minni þurfa oft að vinna þrjátíu ár, áður en þeir geta sezt að í Harleystræti eða Wigrnore- stræti — flestir komast aldrei svo langt. Þarna bauðst mér tækifæri til að komast þangað í einu stökki. Eg vissi, að mér væri borgið, þegar ég hefði unnið mér vinsældir í Wigmorestræti . . . Jæja, herrar mínir, eftir níu mánuði hafði ég aflað mér álits. Það er ekkert gort, þó ég full- yrði, að meðferð mín á taugasjúkdómum aflaði mér fljótt álits. Við lok fyrsta ársins voru tekj- ur mínar orðnar gífurlegar, — að minnsta kosti borið saman við fyrri tekjur minar. Ólífant tók það nærri allt. En hvað um það; hann hafði bara fengið þá peninga aftur, sem hann hafði lagt í þetta. Framvegis myndu allar tekjur mínar renna í minn vasa, hugsaði ég. Þá kom áfallið." „Það mátti búast við að mannrotta eins og Ólífant myndi nota sér traust yðar til að fremja eitthvert ódæðið," sagði Konkvest. „Samningur- inn hefur auðvitað verið eitthvað sviksamlegur í yðar garð?" „Ég sé, að þér hafið þekkt manninn," sagði Cardew gremjulega. „Já, það var ákvæði í samn- ingnum sem mér hafði sést yfir, þegar ég skrif- aði undir. Þið verðið að gæta þess, að ég treysti Ólífant algerlega, þegar ég skrifaði undir. Ógæti- legt af mér, vafalaust, — mjög heimskuleg við- skiptaskyssa." Hann yppti öxlum. „En ég er þá heldur enginn kaupsýslumaður — og vissulega ekki jafnoki bragðarefs á borð við Matthew Ólí- fant. Ég komst að því, að ég hafði undirritað samning um samskonar skiptingu á tekjum mín- um um alla framtíð. 1 það minnsta meðan Ölí- fant lifði. Það sem mér bar, var. tíu af hundraði — Ólífant það sem eftir var. Þetta var eins og rothögg. Þetta var fantalegt bragð. Þegar ég mótmælti og sagði að ég myndi kæra þetta, hló hamvupp í opið geðið á mér. Ætlaði ég að ger- ast svo djarfur að fara með þetta fyrir dómstól- ana? Ef ég gerði nokkuð i þá átt, sagði hann að fréttablöðin myndu flytja fregnina af skyld- leika mínum við Bradley, morðingjann, strax daginn eftir. Hvað gat ég gert? Slík uppljóstran myndi hafa dregið mig aftur niður i sorpið; lækn- isstarf mitt hefði orðið að engu. Ég neyddist því til að halda áfram. Ég varð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.