Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 20, 1952 meira og meira þekktur og læknisálit mitt óx, og tekjur mínar að sama skapi. Manndjöfullinn hirti þær að mestu leyti. Ég var peð í höndum hans. Á hverjum degi hló.hann að mér — minnti mig á, að smánarhlutur minn væri miklu meiri heldur en hann hefði verið sem óþekktur heimilis- læknir. Eflaust hafði hann rétt fyrir sér — en ég fylltist hamslausri reiði yfir því, að mestur hluti tekna minna skyldi renna i vasa svíðings- ins .... Þegar Ólífant lét endurbyggja húsið, hafði hann ekkert hreyft við bakdyrastganum, en fal- ið hann svo, að enginn vissi neitt um hann. Hann lét taka hann algerlega úr sambandi, en að neðan var hann í sambandi við leynidyr í móttökuher- bergi mínu; hérna, við efri endann, opnaðist hann inn í lesstofu Ólífants gegnum bókaskápinn, eins og þið sáuð. A hverju kvöldi, þessi þrjú, fjögur ár síðan ég kom í þetta hús, neyddi hann mig til að koma á vissum tíma og gefa sér skýrslu um tekjur mínar þann daginn. Á hverjum mán- uði varð ég að skila nákvæmum reikningum — og borga." Cardew þagnaði og eldur brann úr augum hans. Á meðan hann sagði söguna, hafði róleg og dá- lítið tilgerðarleg framkoma hans smátt og smátt breytzt; bálandi reiði hans var að ná yfirhönd- inni. „Ótal sinnum síðustu tólf mánuðina hefur mér flogið í hug að myrða Ólífant," hélt hann áfram fastmæltur. „Læknisstörfin uxu stöðugt — miklu meira en mig hafði nokkurntíma dreymt um. Orðstír minn sem taugalæknis hafði borizt um allt landið og mestur hluti sjúklinga minna var ríkt fólk, þekkt fólk úr samkvæmislífinu. ViS fráfall Ólifants myndi samningurinn missa gildi sitt. Hversvegna ætti ég ekki að uppskera laun atvinnu minnar og kunnáttu ? Eitur var of hættu- legt. Enginn minnsti grunur mátti falla á mig. Eina úrræðið var að drepa hann þannig, að grun- ur félli á einhvern annan. Svo sem hvern? Ég vissi, að frænka hans hataði hann, en það var mjög ólíklegt að hún yrði grunuð um morðið. Beeding, húsvörðurinn, sagði mér oft frá ósam- komulagi og deilum þeirra. Hann sagði mér frá siðustu rimmu þeirra, sem hafði verið svo heift- úð, að hún hafði hótað að stúta honum. Ólífant hafði bannað henni að fara út og ég vissi þess- vegna að hún var heima — að líkindum alein með frænda sínum. Af heimskulegu fljótræði ákvað ég að hefjast þegar handa. Þegar ég fór upp til hans í kvöld, drap ég hann — og notaði bandprjón til þess. Vopn, sem líklegt var að kven- maður myndi grípa til." „Pallega hugsað, læknir," sagði Konkvest með fyrirlitningu. „Svo að yður fannst viðeigandi að láta sökina bitna á saklausri stúlkunni?" „Hversvegna ekki?" svaraði Cardew og starði á hinn. „Hún er mér á engan hátt viðkomandi . . . að öðru en því, að hún er skyld Ólífant. Það er nóg til þess að ég hata hana. Hún féll alveg að hlutverkinu — og var tilvalið fórnarlamb." „Pélegur náungi þetta!" sagði Konkvest og leit á konu sína, sem horfði á Gardew með viðbjóði. „Án minnsta samvizkubits rekur hann mann í gegn aftan frá og festir af ráðnum hug morðgrun á Bobby litlu. Eitt atriði enn, Cardew: Hvernig vissuð þér, þegar þér voruð að heimsækja Ölí- fant, að stúlkan var ekki inni hjá frænda sínum?" „Álítið þér mig einhvern heimskingja. Ég sím- aði alltaf áður en ég kom," svaraði Cardew. „Já, á venjulegan hátt, um símstöðina. Við álitum of hættulegt að láta leggja sérstakan sími milli íbúðanna. Þegar ég kom upp í kvöld, hafði ég fastráðið morðið. Eg sagði Ólífant, að ég þyrfti að fara í læknisvitjun til Hammersmith og bað hann að líta fyrir mig á vegakortið af borginni, af því þokan væri svo svört. Mjög eðlileg beiðni, og hann grunaði ekki hið minnsta hver tilgangur minn var. Hann breiddi úr uppdráttinn fyrir framan sig á borðið, og meðan hann laut fram yfir sig og var að reyna að finna götuna sem ég nefndi, dró ég bandprjóninn út úr bók, sem var á borðinu, — ég hafði oft séð hann áður — og rak hann á kaf, svo í hjarta stóð. Hann dó þegjandi og hljóðalaust. Laglega af sér vikið." „Of djófullega kænlegt til að vera að mínu skapi," tautaði Willams. „Ungfrú Ólifant hefði aldrei getað þetta. Til þess þurfti góða læknis- kunnáttu. Mér fannst þetta strax ólíklegt." „Ég viðurkenni, að þetta var skyssa," sagði Cardew. „Ein af mörgum. Maður sér ekki fyrr en um seinan, að mannsmorð er ekki svo auðvelt verk. Og mistök í því sambandi eru afleiðinga- rík." Hann yppti öxlum. „Jæja, Ólífant er dauð- ur, en ég mun ekki lifa það að hagnast á því. Það eru kaldhæðni örlaganna." Hann þagnaði og þagði svo lengi að Sutton. umsjónarmaður varð óþolinmóður. „Nokkuð frekar?" sagði hann svo. „Nei, ekkert verulegt. Ég varð mjög skelkað- ur rétt eftir að ég var búinn að vinna á karl- skrattanum," sagði Cardew. „Mér heyrðist ung- frúin vera á 'leiðinni inn í lesstofuna og smeygði mér út um bókaskáps-dyrnar og beið framan við þær. Ég heyrði hana æpa upp yfir sig — og svo féll allt í dúnalogn. Ég beið lengur . . . Ég veit ekki hve lengi . . . Eg sat á skörinni í myrkrinu og hlakkaði yfir því með sjálfum mér, að Óliant var dauður. Þá heyrði ég mannamál og forvitnin rak mig til að opna bókaskáps-dyrnar. Það var karlmannsrödd. Hann var að tala við Róbertu frammi á ganginum og af viðræðum þeirra komst ég á snoðir um það að maðurinn ætlaði að nema líkið á brott. Hann kom inn í lesstofuna, en ég gat ekki séð hann vegna þess að það hefði verið of hættulegt að opna hurðina. Þegar hann fór, að síðustu, sá ég að likið var horfið, uppdrátt- urinn lagður saman og morðvopnið hreinsað og komið á stað sinn í bókinni. Ég varð allur í upp- námi af skelfingu. Hver gat þessi ókunni maður verið? Hversvegna hafði hann hagað sér svona einkennilega ? Ég vissi, að þetta var ekki kær- asti ungfrú Ólífant — ég þekkti málróm Gille- spies. En hver — hver?" „Ég heyrði eitthvert þrusk utan af svölunum. Ég gægðist út og sá óhreinan og larfalegan karl- mann vera að klifra upp á þakið. Ég þekkti næt- urvörðinn frá nýbyggingunni. Og þótt ótrúlegt mætti virðast, þá var hann bersýnilega að flytja líkið á burt, yfir þakið og niður eftir stálgrind- inni í nýja húsinu! Jafnvel nú er mér þetta óskilj- anlegt." „Eruð þér viss um þetta?" spurði Sutton og starði á hinn. „Þetta virðist óhugsandi." „Þér gleymið einu, umsjónarmaður," tók Williams fram í. „Eg sagði yður frá Konkvest, var það ekki?" „Hamihgjan góða! Já, auðvitað. Ég var búinn að steingleyma . . ." Blessað barnið! Teikning eftir G«orge McManus. Pabbinn: Drengur minn, þú ert að verða stór maður núna. Þú ættir að hætta að leika þér svona mikið að leikföngunum þín- um. Ég veit að þú ert gáfaður, svo ég keypti fiðlu handa þér. Pabbinn: Þetta var alveg rétt. Að fara beint inn í hljóm- listarherbergið og hef jast handa. Lilli: Mér þykir gaman að öllu sem pabbi gefur mér. Pabbinn: Ég á eftir að verða Pabbinn: Hlustaðu á. Lilli er snillingur. hreykinn af honum. Eg sé hann Mamman: Þetta er einkennilegt. Eg virðist ekki í huganum uppi á hljómsveitar- kannast við lagið. pallinum þar sem hann hneigir sig hvað eftir annað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.