Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 7
“VIKAN, nr. 20, 1952 7 Sumarrevían 1952. Þriðjudaginn 6. maí hafði Bláa stjarnan frumsýningu í Sjálfstæðis- liúsinu á Sumarreviunni 1952. Skemmtiskráin var fjölbreytt og til bragðsbætis komu aðilar frá útlönd- um til að skemmta, fakírparið Charib Indra og söngkonan Lulu Ziegler. Indra fremur ýmsar kúnstir, sem vekja öllu heldur hrelling en ánægju, gengur á eggjárnum, gleypir eld, ber logandi kyndil að armi sér án þess að láta sér bregða, klýfur með sverði ávöxt á barka systur sinnar, sem auk þess gerir sér að leik að reka prjóna gegnum hörund sitt á handleggjum og hálsi án þess að blæði. Og Indra fullyrðir að engin brögð séu í tafli, heldur einungis geipileg þjálfun, m. a. segist hann vera ónæmur fyrir áhrifum elds. — Miklu hugðnæmari er söngkonan Lulu Ziegler, en hún syngur létt, mannúðarfull kvæði. Það er í fyrsta skipti sem við heyr- um hérlendjs dægurlög sungin af list. Revían hófst með því að Alfred og Haraldur fluttu leikþátt sem gerast átti úti fyrir hinu Gullna hliði: það var Pétur og Óvinurinn að ræðast við, og má um þann þátt það segja, að ennþá er húmorinn hjá þeim ekki vaxinn upp úr klámi og persónuníði. Seinna flutti þó Alfred afbragðsþátt: kom fram fyrir tjaldið í gervi götu- stráks og sagði sögur af sér. Árni Tryggvason flutti ágætlega gaman- kvæði eftir andað skáld (Jón úr Efrivör); þau voru stíluð til atóm- skálda, en einhvern veginn snerist háðið gegn höfundi sínum. Nína Sveinsdóttir söng gamanvísur, svo og Soffía Karlsdóttir. Það voru þarna nokkrir leikþættir og léku þar fyrr- nefnd, en auk þess Inga Laxness smá- hlutverk í einu þeirra. Karl Billich lék undir söng Lulu Zieglers, Lothar Grundt málaði tjöld- in. Þjónn, flýttu þér! Þegar ég var i París, kom ég á hverjum degi í lítið kaffihús á Montmartre og drakk síðdegis- kaffið mitt þar. Auk yfirþjónsins, sem þótti mjög gaman að sitja með eina eða tvær ungar stúlkur í fang- inu, sáu þrír þjónar um afgreiðsluna. Þetta voru þrír mjög venjulegir Frakkar, en ég undraðist oft hve ólíkir þeir voru í framkomu. Tveir þeirra sátu alltaf frammi við bar- inn og nenntu ekki að hreyfa sig. Það leið löng stund, áður en þeir höfðu sett nógu marga vöðva á hreyf- ingu til að standa upp, þegar við- skiptavinur kom inn. Auk þess voru þeir alltaf í slæmu skapi og óþolin- móðir. Þriðji þjónninn var aftur á móti snar í snúningum og alltaf í góðu skapi, þó öll vinnan lenti á hon- um. Hann var einn af þessum mönn- um, sem alltaf eru vel fyrir kallaðir og gera sífellt að gamni sínu. Let- ingjarnir aftur á móti mótmæltu öllu og nöldruðu stöðugt. ,,Þetta er hundalif," sögðu þeir. ,,Allan daginn verður maður að hlaupa og snúast fyrir gestina, gera allt fyrir þá og vera svo ef til vill skammaður á eftir: Þjónn, ætlið þér ekki að koma með blaðið? Þjónn, hvað er klukkan? Þjónn, það eru kakkalakkar i súpunni ? Þjónn, hvað er orðið af kaffinu? Maður verður alltaf að vera til taks og verður leið- ur og þreyttur, fjandinn hirði það allt.“ Ég var ekkert hissa á kvörtunum þeirra, þvi það var ekki öfundsvert starf, sem þeir höfðu. Aftur á móti var ég hissa á því, að Jean var öðru vísi. Alltaf viljugur og ánægður. Ég hugsaði oft um hver væri orsökin og dag nokkurn komst ég af hreinni til- viljun að leyndarmálinu, sem hélt í honum lífinu. Dag nokkurn vaknaði ég um sex leytið og fór á fætur til að fá mér gönguferð og anda að mér freskum kolareyk. Ég fór inn á veitingahús við járnbrautarstöðina, til að hita mér og drekka bolla af kaffi, eins og þeir kölluðu þetta blekvatn, sem þeir gáfu mér. Þarna var margt um manninn, sumir voru að borða og aðrir dottuðu á bekkjunum. Ég hafði setið þarna góða stund þegar ég kom auga á Jean. Hann sat hirðuleysislega úti í horni, drakk kaffi og reykti vindil. Ég varð undr- andi yfir að sjá hann drekka morg- unkaffi sitt hér, en ekki heima hjá konunni sinni. Brátt skildi ég ástæð- una. Hann breiddi úr sér á stólnum, eins og hann ætti allan heiminn. Hann kallaði stöðugt á þjóninn og baðaði út höndunum: „Þjónn, komdu með blöðin,“ sagði hann með skipandi rödd og: „Þjónn, hvað er klukkan?" Svona hélt hann áfram: „Komdu strax með vatnið, sem ég bað um, ég get ekki beðið hér allan daginn“ og „Komdu með sykur, þjónn, og annað blað, ég get ekki lesið þetta þvaður. Og annan vindil, þjónn, og meiri í'jóma. Komstu nú úr sporunum." Þjónninn fékk svo sannarlega að spretta úr spori. Þegar klukkuna vantaði tíu mínútur i sjö stóð Jean upp, og fór, blístrandi fjörugt lag. Klukkan sjö átti hann að vera kom- inn á kaffihúsið, þar sem hann vann. Þegar hann var farinn kallaði ég á þjóninn til að borga: „Hann er erfiður viðskiptavinur, þessi sem fór út núna,“ sagði ég. „Það má nú segja,“ svaraði hann og andvarpaði, „hann kemur hér á hverjum morgni — og alltaf vill hann fá blöð, vindla, rjóma og allt mögu- legt. Það er hundalif, að snúast og hlaupa svona fyrir fólk.“ Síðan hefi ég skilið, hversvegna Jean var alltaf í góðu skapi. Á hverjum morgni safnaði hann kröft- um fyrir erfiði dagsins. Það er gott að hundsa aðra, þegar maður verður sjálfur hundsaður það sem eftir er dagsins. Leyndardómurinn mikli er ekki að vera leiðinlegur í framkomu eða að hafa fallega framkomu eða yfir- leitt geta tamið sér sérstakt fas, held- ur að koma eins fram við allar mann- legar verur. — (Bernard Shaw). Smágrein um upphaf mannlífs á jöröinni. SÖGU jarðarinnar er skipt í fjögur megin- tímabil. Þau eru nefnd fornöld, miðöld og nýöld. Maðurinn birtist ekki fyrr en á nýöld, en þvi tímabili skipta jarðfræðingar í tvennt, þriðju öld og fjórðu öld. Ágreiningur er um það, hvort maðurinn hafi verið til á þriðju öld, og þær sannanir, sem hafa verið bornar fram fyrir því, eru ekki óyggjandi, en í jarðlögum frá fjórðu öld eða fyrir um einni ármilljón finnast á hinn bóginn ýmsar ótvíræðar minjar mannlegs lífs. 1 upphafi átti maðurinn allt að læra. Hann hafði enga reynslu við að styðjast, og stjórnaðist af raaganum einum. Hungrið gerði hann að veiði- manni, og ef hann fékk nóg að éta, var þessari einu löngun hans fullnægt. Þetta var hans eina þörf, en síðar komu fleiri, og þarfirnar breytt- ust í nauðsyn. Ekki er gott að segja, hvað maðurinn lagði sér til munns í upphafi. Líklega hefur hann all- snemma, mest sakir forvitni, bragðað á ávöxt- um, hnetum, laufum og rótum, sem hin grózku- mikla náttúra bauð honum i frumskógunum, þar sem hann lifði um þessár mundir. Margir apar eru fjölætur, og mannöpunum, sem eru í reynd ávaxtaætur, geðjast vel að kjötréttum, þegar mennirnir koma þeim á bragðið. Þó frummaðurinn legði önnur dýr í einelti, varð hann ekki síður sjálfur fyrir ofsóknum. Sverðtennt tígrisdýr, mammútar, birnir, vatna- hestar, vísundar og nashyrningar voru allt annað en auðveld viðfangs. En þrátt fyrir það að dýr þessi væru óvinir mannsins í bókstaflegasta skiln- ingi, voru þau engu að síður hjálpendur hans, þó erfitt sé fyrir okkur að skilja það: Þessi dýr hjálpuðu manninum til að þroska heila sinn og skynsemi. Hér voru það þeir hæfustu, sem lifðu ógn- irnar. Hnullungur, sem látinn er falla á réttu augnabliki ofan af kletti eða grein, gat vel ban- að illúðlegum úlfi þar undirniðri. Á Stórabret- landi hafa fundizt hingað og þangað jarðbrot, sem svipar mjög til dýragryfja. Vopn frum- mannsins hefur ekki bitið á þykka húð dýranna, en í gryfjunum sultu þau úr sér mátt og féllu að lokum fyrir hæfilegri grjóthríð. Eflaust hafa þeir gengið að slikri iðju í hópum en ekki einir sér, og það bendir til þeir hafi haft með sér samvinnu, ef ekki samfélag. Til þessa benda einnig blístrur og útskornir stafir, blístrurnar voru notaðar til að gefa veiðifélögum merki, stafirnir voru samkenni flokksins. Líklegt er talið, að fyrsta áhaldið, sem mað- urinn fann upp, hafi verið steinhamarinn, sem hann hélt í lófa sér. Seinna hefur hann upp- götvað, hve hentugt væri, að slík áhöld væru ydd. Ef til vill fékk hann þá hugmynd af flís, sem stakkst í hönd hans eða nibbu, sem skarst upp í fót hans. Hvernig sem þessu var háttað tók hann að ydda áhöld sín. 1 fyrstu var það klunnalega gert, en smátt og smátt lærðist honum það betui'. Mikið finnst af slíkum steinvopnum, en engir handhafar þeirra hafa staðizt tímans tönn. Tilraunirnar voru margvíslegar, en allar ófull- komnar. Kynslóðir hurfu og skildu ekki annað eftir en bein, og odda og enda af illa höggnum tinnusteinum, sem sanna, að þeir hafi með óþjál- um fingrum að minnsta kosti reynt að gera eitt- hvað. Vegslóð uppfinningamannsins er allt ann- að en auðveld. Svo var það þá, og þannig er það nú. Ofboðslegir hitar, nistingskuldar, grimm villi- dýr og hungur hefur eflaust verið orsök fyrir dauða frummannsins. Heili þeirra var ekki að- stæðunum vaxinn. Mjög það sama gerist nú á öld hraðans, en þó getur taugaveiklunin ekki gert út af við heilar þjóðir. Það gerist jafnvel ekki í nútímastríði. En apamaðurinn á Java, Hædel- bergmaðurinn, Pekingmaðurinn, Neanderdalsmað- urinn og allir hinir komu og fóru, rétt eins og hin risavöxnu dýr, sem lifðu á þessum tímum. Maðurinn leitaði sér skjóls i hellum og sveip- aði um sig húðum af dýrum, sem hann drap. Allt fram að þessu hafði hár vaxið um allan líkama hans og verið honum nægileg hlif. ömögu- legt er að segja, hvernig, hvar eða hvenær hann fann eldinn. Ef til vill hefur leyndardómurinn lokizt upp fyrir honum, þar sem hann sat við að höggva tinnu. Einnig má vera það hafi verið eld- fja.ll, eða elding sem kveikti í skógi. Hann hef- ur fundið hlýjuna, sem, lagði frá eldunum í hæfi- legri fjarlægð, síðar hefur hann lært að meta aðra kosti eldsins, og hagnýtt sér hann eftir beztu getu. Neanderdalsmennirnir voru lágir vexti, með sterklega kjálka, og klunnalegir í göngulagi, líklega hafa þeir verið mjög álútir. Þeir jörð- uðu hina dánu, og með þeim steináhöld og vist- ir. Þá þegar hafði lifnað sú von, að líf væri eftir dauðann. Neanderdalsmaðurinn svipaði í mörgu til apa, en þó hafði hann stærri heila en nútíma- maðurinn, þ. e. a. s. afturhluti heilans var þrosk- aðri en framheilinn, og bendir það á skarpa sjón en lítt þroskaðar gáfur. Neanderdalskynið er einungis nefnt hér sem dæmi um eitt þeirra kynja, sem hófst og hneig á þessum fyrstu árþúsundum mannlegs lífs. Fyrr hafa önnur verið nefnd. Slík kyn, hvert um sig að visu með sína sérstöku hætti, komu fram og liðu undir lok eitt af öðru út alla steinöld, eða þar til seint á fjórða árþúsundi f. Kr., þegar steinöld lýkur, og sú uppgötvun var gerð, sem leiddi til mikilla framfara meðal mannanna: þá er bronsið var tekið til vopnasmíða og verk- færagerða. Upp frá þvi risu fyrstu menningar- ríkin við stórfljót Austurlanda.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.