Vikan


Vikan - 22.05.1952, Page 9

Vikan - 22.05.1952, Page 9
VIKAN, nr. 20, 1952 9 Tveir óeirðarseggir, sem ekki kemur saman í Trieste-deilunni, réðust hver á annan i upphlaupi, sem nýlega varð í Róm. Það er nú aftur orðið rólegt í höfuðborg Italiu, eftir að Bandaríkin hafa samþykkt, að hefja samninga, þar sem Italiu verður leyft að taka þátt í stjórn A hernámssvæðisins í Tríeste, ásamt Eng- landi og Bandaríkjunum. FRÉTTAMYNDIR Dr. John J. Wild (til vinstri) frá háskólanum í Minnesóta sýnir hér aðferð til að finna krabbamein á frumstigi. Hann notar tæki, sem kalla mætti bergmálsritara, en John Reid (til hægri) teiknaði tækið og bjó það til. Tækið er lítið og hentugt og beitir endurvörp- uðum hljóðöldum til að finna krabbann. Það var reynt á 211 sjúkl- ingum og sýndi það krabbameinið undantekningarlaust. Fyrri hluta árs gekk mislingafaraldur í New York, svo að til vand- ræða horfði. 1 janúar voru 3.710 sjúkdómstilfelli, en ekki nema 282 um sama leyti í fyrra. Þessvegna voru upp teknar almennar bólusetningar gegn mislingum, og á 90 dögum voru þannig 14.000 manna verndaðir gegn þessum hvimleiða sjúkdómi. Á myndirfni sést ungur læknir sprauta tíu ára stúlku gegn mislingum, hún er tekin í Rósveltspítalanum l New York. Hermenn „árásarhersins" svífa til jarðar á heræfingu nálægt Ft. Hood í Texas (efri myndin). Á neðri myndinni sést einn af fallhiifarmönnum 82. flugdeildarinnar berjast við að ná niður fallhlífinni, eftir lendinguna. Þetta er stærsta heræfingin, sem gerð hefur verið síðan í síðustu styrjöld.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.