Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 20, 1952 • HEIMILIÐ • Ég er of stór. Ég er of lítil. \,--\ Kökuuppskriftir Lin hunangskaka: 4 eggjahvítur, 100 gr. sykur, 1 tsk. engifer, 1 tsk. negull, 200— 250 gr. hunang eða sýrop (ljóst), 250 gr. mjöl, 2 tsk. lyftiduft. Eggjarauðurnar og sykurinn hvít- hrært og kryddinu bætt út í. Mjöl- inu og lyftiduftinu er blandað sam- an og hunangið brætt. Hunanginu og mjölinu er hrært saman við, og eggjahvítunum hellt i rétt áður en kakan er bökuð. Bakað í formi % klst. eða á smurðri pönnu við hægan hita ca. 40 mín. Skipt í fjóra hluta og marmelaði sett á milli. Marmarakaka: 125 gr. smjörlíki, 125 gr. sykur, 250 gr. hveití, 2 egg, 3 tsk. Iyfti- duft, 1 dl. mjólk, 2 msk. kakó. Smjörlíkið hrærist vel, sykurinn látinn út í, síðan rauðurnar ein í einu og hveitið blandað lyftiduftinu. Mjólkinni bætt í og vel þeyttum eggjahvítum. % tekið af deiginu og kakói blandað i það. Helmingur hvíta deigsins látið í mótið, þvi næst brúna deigið og efst hinn helmingur hvíta deigsins. Bakað í klukkutíma. Bóndakökur: 200 gr. smjörliki, 200 gr. sykur, 400 gr. hveiti, 75 möndlur, ó- flysjaðar, 1 matsk. síróp, 1 tsk. natrón. Smjörið er hrært með sykrinum og sírópinu. Möndlurnar eru saxaðar óflysjaðar og látnar saman við, og hveitið blandað natróninu. Deigið rúllað í lengjur og látið kólna. Skor- ið í sneiðar og bakað við meðalhita. fskökur: 25 möndlur, 200 gr. flórsykur, 50 gr. brauðmylsna, 1 eggjahvíta. Möndlurnar steyttar reglulega vel og blandað saman við brauðmylsnuna og sykurinn. Þetta er hnoðað upp með eggjahvítunni og búnar til lengj- ur í kjötkvöminni. Platan er smurð og hveiti stráð á hana og bakað við mjög litinn hita. HUSRAÐ Örfhent barn getur beðið sálaríjón, ef það er neytt til að nota hægri hendina. Eftir G. C. Myers, Ph. D. Fáir kennarar, sem hafa fengið menntun sína í góðum nýtízku skól- um, reyna að neyða örfhent barn til að nota hægri hendina. Fyrir nokkr- um árum lét ég taka myndir af tólf örfhentum börnum sem öll skrifuðu með vinstri hendinni, í barnaskóla nokkrum í Cleveland, til að sýna hvaða aðstöðu skólarnir taka til þessa máls. Nokkrum árum áður höfðu for- eldrar átta ára gamallar telpu beðið mig, að hjálpa henni til að hætta að stama. Barnið átti líka erfitt með að skrifa og skriftarbækur þess litu sóðalega út. Hún var líka mjög taugaóstyrk. Ég komst fljótt að því, að þegar hún hóf skólagöngu, létu foreldrar hennar og kennari hana skrifa með hægri hendinni, þó hún gerði allt annað með þeirri vinstri. Hún var skyldurækin og breytti eftir því. Ef síld er borin oft á borð (og það ættum við Islendingar að gera), er ágætt að breyta svolltið til. Hrær- ið aðeins smjöri eða smjörlíki samen við enska sósu og dreifið henni ann- aðhvort ofan á steikta slld eða berið hana á borð í sérstakri skál. Áhrif breytmgarinnar. Foreldrarnir og kennarinn voru látnir biðja telpuna að skrifa aftur með vinstri hendinni, og það gerði hún. í>etta hafði undraverð áhrif á barnið, enda var ýmsum öðrum venj- um hennar breytt um leið, til að gera andrumsloftið heima hjá henni og í skólanum rólegra, hamingju- samara og auðveldara fyrir hana. Hún hætti ekki aðeins að stama, heldur fór hún líka að skrifa betur og hún varð miklu ánægðari. Auðvitað skaðast ekki öll örfhent börn, sem eru látin breyta um, eða fara að stama. En þar sem stam kemur aðallega frá tilfinningalífinu, getur erfitt átak, eins og þarf tjl að skipta frá vinstri hendi yfir í þá hægri, komið barninu til að stama eða látið það stama meira. Börn eru mjög mismunandi, eins og þið vitið öll. Öllum börnum finnst heldur ekki svo erfitt að skipta um né hafa andúð á þvi. Þetta fer mikið ef tir því, á hvern hátt barnið er lát- ið skipta. Ef hægt er að gera það með rólegri hvatningu og án mót- stöðu og andúðar barnsins, getur það verið næstum skaðlaust. Dómari nokkur við Hæstarétt skrifaði mér einu sinni, að tólf ára gamall sonur hans hefði ákveðið að byrja að skrifa með hægri hendinni, til að vinna 5 dollara verðlaun, sem honum voru boðin. Faðirinn var viss um að eng- inn skaði væri skeður og ef til vill hafði hann rétt fyrir sér. HVAÐ A ÉG AB GERA? Hefirðu nokkurn tima staðið fyrir framan stóran spegil og reynt að gera þér grein fyrir hvernig þú lít- ur út? Láttu samt ekki hugfallast, því þegar þú hefur einu sinni haft hugrekki til að athuga hvað þú hefur fallegast til að sýna og hvað þú verð- ur að. fela, geturðu gjörbreytt útliti þínu með því að klæða þig rétt. Nú skulum við heyra hvernig tvær starfstúlkur tizkublaðsins „Elle" í París leysa vandamál sin. Danny Simon, er of há og henni finnst hún vera flatvaxin. Hún segir: „Ég leitast alltaf við að klæðast fötum, sem liggja laus við líkamann og gera mig örlítið feitari. En þar sem ég er flatvaxin, þrengi ég að mittinu. Breið belti, við pils og blúss- ur háar í halsinn hafa undraverð áhrif á útlit mitt. Ég breikka andlit mitt með því að hafa hárið hálfsítt og ýft við eyrun og ég ber alltaf hatta, sem koma f ram á ennið. Ég reyni alltaf að virð- ast örlítið feitari én ég er. Á skrifstofunni klæðist ég erma- lausum kjól og peysu með löngum ermum og opinni að framan. Ég er ekki hrædd við sterka liti. Mjög breytt leðurbelti þrengir að mittinu á mér og ég kem alltaf fyrir stórum vó'sum á pilsunum mínum. Slétt pils og tvær peysur, sin í hvorum lit er ágætur hversdagsbúningur fyrir mig, en mér fer betur að vera örlítið hirðu- leysislega klædd. Vítt plíserað pils og skozk blússa er mjög skemmti- legur búningur, sem ég nota stund- um til að dansa í. Eg nota alltaf „stórt". Kragarnir á blússunum mínum eru stórir, tösk- urnar mínar eru stórar sporttöskur, bolero-jakkarnir eru víðir, efnið í stuttkápunni minni er þykkt og fyrir- ferðarmikið og litlu klútarnir, sem ég hefi með peysunum, eru I áber- andi litum. Ég er stolt af því að vera stór, en hrædd um að ég samsvari mér ekki. Takmark mitt er, að þegar fólk hittir mig segi það ekki: „En hvað hún er flatvaxin," heldur „en hvað hún er grönn." Corinne Simon er aftur á móti lítil og mjög grönn. Hún segir: „Eg hef eitt aðalmarkmið — að hækka mig. Hárið á -mér, sem er mjög stutt, er í lokkum ofan á höfðinu og niður hnakkann. Ég hefi fremur breiðar herðar og reyni alltaf að gera þær áberandi til að vekja athygli á einhverju, sem er stórt. Kjólar mínir eru aldrei heilir upp að hálsinum eða hafa pífur og lausa kraga. Kjólarnir hafa línur, sem liggja frá hálsinum niður að mitti, og ég nota mjög þröng belti. Ég klæð- ist aldrei rósóttum kjólum eða kjól- um úr stór-köflóttum efnum, en aft- ur á móti get ég notað efni með mjög litlum depium. Eitthvað hvítt um hálsinn tií að hækka andlitið, ekki of stórar töskur, Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.