Vikan


Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 22.05.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 20, 1952 11 SAKAMÁLASAGA Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 20 Hún leit á Fitz, sem brosti út í annað munn- vikið, og þvi næst á Jeremy og sagði: „Ó!" „Það er hægt að ferðast hér um sveitina svo að lítið beri á — það er að segja á hesti," sagði hann. „Þú fórst sjálf riðandi til Luddingtons. Ykkur Karólínu datt það strax í hug og það fór eins og þið ætluðust til, enginn tók eftir þér, og hafi einhver séð þig, þá hefur hann að minnsta kosti ekkert hugsað út i það. Það er ekki ósenni- legt að öðrum hafi dottið það sama í hug." Henni fannst þetta alveg liggja í augum uppi. Hvernig stóð á þvi, að þeim hafði ekki dottið þetta í hug fyrr? „Já, auðvitað," sagði hún. „Nei, en það hljóta að hafa verið tveir menn — mað- urinn sem ég sá, þessi úr veiðiflokknum — og svo þessi, sem reið á Jeremy — ef það var þá nokkur." Það leið nokkur stund áður en hann svaraði. Hann opnaði dyrnar að aktygjageymslunni upp á gátt. Sólin skein á gljáandi söðlana. Hann horfði í kringum sig eins og hann væri að leita að ein- hverju, en vissi ekki fyrir vist að hverju hann leitaði. „Manstu hvernig maðurinn var klæddur, sem þú sást? Ég meina í hvernig jakka, með hvern- ið kraga og þess háttar?" Hún mundi greinilega, að hún hafði séð bregða fyrir svörtu og hvitu, svörtum kraga og hvítu hálsbindi og rauða jakkanum, hún hafði einnig séð bregða fyrir hörðum hatti. „Já, hann var í rauðum jakka," sagði hún, „með svörtum kraga og hafði hvítt hálsbindi. Hann hélt á svipu í annarri hendinni — já ég er viss umi það, ég sá . . ." „Var hann með húfu?" „Nei. En þá hefði þetta átt að vera veiðistjóri eða einhver ættingi hans eða jafnvel meðreiðar- sveinn. Nei ég held, að hann hafi áreiðanlega verið með hatt. Það voru pílviðartré á milli okk- ar, en greinarnar skildust í sundur í axlarhæð." „En þú mundir ekki þekkja hann aftur, er það?" „Nei, alls ekki." „Getur það ekki hafa verið kona?" „Ekki þó i rauðum jakka!" „Jú, en klædd eins og karlmaður," sagði Fitz. „Kona, hver þá?" Hún sagði hægt um leið og hún reyndi að sjá af svip Fitz hvað honum væri í huga: „Þetta hefur mér alls ekki dottið í hug, en það getur vel verið. Hún beið þess, að hann gæfi nánari skýringu á því sem hann meinti. Hann sagði hugsandi: „Það er skrýtið með þenn- an svarta kraga. Það er grár kragi á Beaufort- veiðibúningnum." „Þessi kragi var svartur. Eg man það alveg greinilega." „Dobberly-búningurinn er með svörtum kraga." „Já en það eru svo margir flokkar, sem taka þátt í veiðiferðum og búningarnir allavega litir . . . margir eru næstum því eins. Það er lika svartur kragi á Z,eesbMri/-búningnum. Það getur verið . . ." „Eg hef- grennslast eftir, hvort nokkrir gestir hafi tekið þátt i Beaufortveiðunum, en svo var ekki. Sá, sem þú sást hefur ekki tilheyrt Beau- fortflokknum og aðrir voru ekki á veiðum þann daginn." „Nú, þá . . ." „Já, einmitt. Þetta var mjög hentúgur búning- ur. Og ef þetta er skýringin, þá getur það þýtt, að sá sem skaut Luddington lækni, hafi gert það fáeinum mínútum áður en þú komst, og að hann hafi verið að forða sér, þegar hann datt af baki og var svo óheppinn, að þú skyldir sjá hann." „Við getum þá fundir hann!" sagði hún áköf. Hann hristi höfuðið. „Þetta er nú aðeins mitt álit. Það er álit lög- reglunnar, sem gildir. Þetta getur líka verið til- viljun. Þetta getur hafa verið einhver, sem þorir ekki að segja, að hann hafi verið þarna. Einhver í rauðum jakka, -að þvi er virðist reiðjakka — nú eða einhver sem hefur verið að vígja ný reiðstíg- vél eða reyna nýjan hest. Svo eru nú öll þessi gerði. Ef einhver hefur ætlað sér að ríða til Erne- stínu með því að fara yfir akrana til þess að kom- ast hjá þvi að fara inn um hliðið og eftir ak- brautinni að húsinu, þá hefur hesturinn að minnsta kosti orðið að vera eins góður stökk- hestur og . . ." Það rumdi í Jeremy, og Fitz hélt áfram: „ . . .. eins Aremy gamli. Sum gerðin hjá Duwalserinu eru há. Að minnsta kosti þau, sem eru nálægt húsinu." „En gerðin í kringum hús Wats og Ruby eru lægri og einnig gerðin í Luddingtonskóginum . . . ó, Fitz, veiztu að það sáust spor eftir hest í furu- skóginum okkar hérna?" Fitz kinkaði kolli og sagði ofurlítið annars hugar: „Við skulum líta nánar á Jeremy." Jeremy virti þau fyrir sér með yfirlætissvip, en virtist þó líka heimsóknin vel. Fitz athugaði sárið, sem var farið að gróa, leit niður i jötuna og vatnsfötuna, athugaði einnig gömlu umgjörð- ina, þar sem nafnplata hafði einu sinni verið. „Það eru annars vandræði, að hann skuli ekki geta talað," sagði hann. „Við skulum fara inn aftur." Þau gengu til baka milli grænna limgarða og settust á tröppurnar bakdyramegin og töluðu um Sam Bronson og búrgluggann. Fitz stóð upp, leit á hann og ýtti greinum til hliðar og hýðisaldin af sýringi festust í hárinu á honum. Sue sagði honum frá fundi þeirra Woodys og Ernestínu. „Taktu þér það ekki nærri," sagði hann. „Ég held að þetta hafi ekki rist svo djúpt. Woody er í rauninni barn ennþá þó að hann sé karlmann- legur að sjá. Þeir geta ekki grunað hann um morð fyrir þetta. og auk þess eru sönnur fyrir því, að hann var fjarverandi." Þegar Fitz fór sagðist hann ætla að aka út á Veiðihornið. A Veiðihornið? Er það nakkuð í sambandi við Woody?" „Nei, nei, mér datt bara dálítið í hug. Það er óvíst, að það beri nokkurn árangur. Svo ætla ég líka að tala við sýslumanninn. Það má til með að senda hingað mann, þó að heldur sé liðfátt hjá þeim." „Ég er ekki hrædd," sagði hún, en hugsaði með sjálfri sér: „Hversvegna er ég að skrökva? Ég er hrædd. 1 hvert skipti, sem ég hugsa um það og í hvert skipti, sem ég geri mér ljóst, að þetta er veruleiki, þá fyllist ég skelfingu. „Það getur verið einhver, sem er bara að hræða þig. Hvenær kemur Woody heim?" „Fljótlega." Hann leit snöggvast í augu hennar, tók hönd hennar og lyfti henni upp. „Ég vildi að ég hefði fengið þig til að giftast mér fyrir einni viku," sagði hann næstum reiðilega. „Já, eða strax í fyrravetur -A- því yfir- heyrslurnar, því . . . Christy" hrópaði hann fram i eldhúsið. Christy kom undir eins. „Líttu eftir ungfrú Sue," sagði Fitz. Og ef ein- hver kemur nálægt húsinu . . ." „Já, látið þá bara koma," sagði Chrisy. „Látið þá bara koma." Hann brosti, en augu hans voru kviðafull, svo ók hann af stað. Woody kom aftur fyrir morgunverð, úrillur og syfjaður. Sýslumaðurinn hafði hlustað á hann, en ekki sagt neitt. Jed var farinn heim. Christy kom inn með ábætirinn og gat sagt frá þvi, að nokkrir lögreglumenn væru inni í Furuskógi, til að reyna að taka mót af hófsporum, sem átti að hafa sézt við brúna á læknum. Hún vissi ekki hvort það hefði tekizt. „Svo nálægt komst ég ekki," sagði hún. Karólína varð náföl. „Christy, þér meglð alls ekki fara inn í Furuskóg," sagði hún. Woody horfði undrandi á hana. „Það var vel gert, Christy. Það hafði mér alls ekki dottið í hug." Seint um eftirmiðdaginn, meðan Woody svaf og Karolina hafði sezt á öfugan fóðurkassa úti við hesthúsið í sólinni og Systir Britches lá við fætur henni, kom Kamilla. Hún kom á fleygiferð upp stiginn og leðjan þeyttist frá hjólunum á bíl Jeds, þegar hún snar- stoppaði. Hún kom til að tala við Sue. Hún hafði dálítið að segja henni, sagði hún. Það var eitthvað sterklegt við hana, þar sem hún stóð hjá Sue. Hún fullvissaði sig um að enginn gæti heyrt til þeirra, áður en hún byrjaði, en þá byrjaði hún af fullum krafti. „Það er dálítið, sem ég ætla að segja þér, Sue," sagði hún. „Ég hefi komizt að þeirri niðurstöðu að þú eigir að vita það. Hún var í reiðfótum og tók af sér reiðhanzkana um leið og hún horfði á Sue með hinum einkennilegu djúpu augum sínum. „Eg veit af hverju Ernestína hringdi í þig um kvöldið. Og ef þú ekki hættir að hvetja Fitz Wilson eins og þú gerir og hegða þér svona við Jed; þá segi ég það. Því ég ætla að giftast Fitz Wilson." 18. KAFLI. Sue hélt aftur af barnalegri spurningu, sem komin var fram á varir henni. „Veit Fitz það?" Svo skildi hún skyndilega hvað Kamilia hafði í raun og veru sagt. Hún skildi aðeins brot af því, en það var nóg til að hjarta hennar slægi hraðar. Hún varð að fara varlega, ekki segja of mikið og fá að vita hvað Kamilla átti við. „Það er betra að þú komir inn, Kamilla." Þær stóðu á tröppunum. Kamilla horfði í átt- ina að Furuskógi. Það fór hrollur um hana og hún sagði: „Ég verð að segja það, að ef það ekki hefði verið Woody, sem reyndi að hjálpa þér við þetta skot í gærkveldi . . ." „Það var ekki Woody," sagði Sue ákveðin og hélt hurðinni opinni. Kamilla tók ofan hinn hanzkann og sendi Sue einkennilegt augnaráð. Hún vildi heldur vera í anddyrinu og settist þar á óþægilegan stól. Hún hafði stungið keyrinu undir handlegginn, þegar hún steig út úr bilnum. Hún var í -stuttum reiðstígvélum og nú lagði hún fæturnar í kross og sló annars hugar með keyrinu á stígvélin. „Hversvegna starir þú svona," sagði hún við Sue. „Geri ég það? Ég vissi ekki af . . '." Ó, nú

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.